Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 „Eteztu leið til mengun- arvama sem völ er á” verði hraðað eftir því sem kostur er Um „hættumörk“ og afstöðu íslenskra heilbrigðisyfirvalda til þeirra Hér fer á eftir stytt yfirlit um rykmælingar, hættumörk og mat á niðurstöðum rykmælinga ásamt töflu sem sýnir hættumörk fyrir nokkur efni sem notuð eru til viðmiðunar í nokkrum löndum en af gefnu tilefni skal getið að t.d. í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur slíkur hættumarkalisti ver- ið gefinn út reglulega frá árinu 1947 og hafa flestöll lönd önnur miðað við hann að miklu leyti við gerð eigin hættumarkalista síðar. Af hálfu íslenskra heilbrigðis- yfirvalda hefur verið tekið mið af bandarískum reglum eða frá öðr- um Evrópuþjóðum allt eftir mati heilbrigðisyfirvlda hverju sinni og verður svo framvegis svo fremi sem ekki eru gefnar út sérstakar islenskar reglur þar að lútandi. Hefur fram að þessu því ekki verið talin ástæða til að gefa út sérstakar íslenskar reglur, en það verður gert í nánustu framtið eft- ir þvi sem við á. Rykmælingar Tilgangur rykmælinga er tvenns konar. í fyrsta lagi eru þær til leiðbeiningar við mat á heilbrigðishættu einstakra starfs- manna. I öðru lagi eru þær nauð- synlegar við leit að örsökum ryk- mundunar, en það er skilyrði þess að hægt sé að beita tæknilegum aðgerðum til að koma í veg fyrir rykmyndun. Rykmælingar eru gerðar til að ákvarða hvers konar ryk er um að ræða og hve mikið. Venjulega er rykinu safnað á síur (filter), það vegið og síðan greint (analyser- að) með tilliti til tegundar og stærðardreifingar korna. Gerður er greinarmunur á grófu og flnu rýki og magn hvort flokks um sig ákvarðað. I þurrgreiningaraðferðum er ryk skilið í gróft og fint ryk eftir aerodynamisku þvermáli eða stærð rykkornanna. Hugmyndin er að líkja eftir hreinsikerfi nef- slímhúðar, þannig að ryk það er safnast á síuna (filter) líkist ryki sem nær að komast niður í lung- un. Við þessa aðferð er notast við rykskilju sem skilur grófa rykið úr loftstraumnum áður en hann fer í gegnum síuna (filterinn), sem síðan hreinsar megnið af því fína ryki, sem eftir er i loftinu. Rykskiljur eru aðallega af tveimur gerðum, láréttar plötur og svonefndir cyklonar. Dæmi um fyrri gerðina er Hexhlet rykmæl- irinn og um þá siðari BCIRA ryk- mælirinn, sem uppfyllir skilyrði Jóhannesarborgar skilgreiningar- innar. Aðrar rykskiljur, eins og sú sem notuð er i USA (ACCIC), skilja rykið á annan hátt. Rykmæling með rykskilju hef- ur þann kost að hver ryksía (filt- er) geymir hið fíngerða ryk, sem nefnist „respirabel" ryk, og hægt er að vega það og greina. Nauðsynlegt er að kunna skil á nokkrum skilgreiningum: 1. Total-ryk, mg/m3: Á við allt ryk, sem safnað er við sýnitöku, þ.e. bæði gróft og „respirabel" ryk sé notuð rykskilja. 2. „Ffnt“ ryk, mg/mi Ryk með kornastærð minni en 5 u og greint er með „votaðferð". 3. „Respirabel“ ryk, mg/g3: Sá hluti samanlagða (total) ryk- magnsins, sem safnað er á siu (filter) og farið hefur i gegnum rykskilju með ákveðna eiginleika. Hvernig rykmælingar eru framkvæmdar: Rykmæling er nákvæmnis- vinna, þvi um er að ræða mælingu á nokkrum milligrömmum ryks. Skilyrði þess að túlka megi niður- stöður slikra mælinga af viti er að mælingar séu framkvæmdar af mönnum sem hafa lært mælingar- tæknina og hlotið vissa reynslu og ennfremur að notuð séu rétt tæki og viðhöfð rétt meðhöndlun á ryki við greininguna. Mælingar skal skipuleggja tímanlega og hafa ber fullt sam- ráó við vinnuveitendur og full- trúa starfsmanna á vinnustað. Allar mælingar skal færa í þar til gert „protokoll". Mælingar eru oftast tvenns konar: 1. Stað- bundnar mælingar á andrúms- lofti almennt og á vissum „hættu- legum“ stöðum á vinnustað. Mæl- ingar af þessu tagi eru gerðar með kyrrstæðum rykmæli af gerð „Hexhlet" eða ,,BCIRA“. 2. Einstaklingsbundnar mæl- ingar, þá er rykmælingin gerð svo nálægt vitum viðkomandi sem auðið er og rykmælirinn er bor- inn af viðkomandi allan vinnu- daginn. Á þann hátt má mæla rykmengun hvers starfsmanns fyrir sig við hin ólíku störf á sama vinnustað. Við slikar mælingar er notaður BCIRA-rykmælir. Mæla skal a.m.k. samanlagt tvo heila (8 tíma) vinnudaga, sé um vaktavinnu skal mæling fram- kvæmd fyrir allar vaktir. Mæling skal framkvæmd við eðlilegar vinnsluaðstæður, en taka skal til- lit til skemmri frávika sem geta haft aukna hættu i för með sér. Við breytingar á framleiðsluhátt- um skal framkvæma nýja mæling- ar. Mælingunum er oft skipt í tvennt: 1. Undirstöðumæling: Þessí mæling felur i sér nákvæma rann- sókn á rykmagni og samsetningu ryks í andrúmslofti á vinnustað. Við þessa mælingu skal eftirfar- andi mælt, t.d. við kísilryk: a) . „Respirabel“ rykmagn, mg/3s. b) Magn, mg/m3, kristallaðrar kísilsýru og kristallategund (kvarts, tridymite, cristobalite) í a. c) Magn „inert“ ryks i a (a-b), mg/m3 d) . „Total“-ryk, mg/m3, þ.e. gróf — respirabel magn. Undirstöðumæling er gerð til að kanna hvort rykmengun er meiri en leyfilegt er, svo að endurbætur séu gerðar ef þörf krefur. 2. Eftirlitsmæling: Þessi mæl- ing skal framkvæmd reglulega á vinnustað, þar sem undirstöðu- mæling hefur sýnt að rykmengun er innan leyfilegra marka. Með eftirlitsmælingu er ætlunin að fylgjast með að rykmengun hafi ekki aukist síðan undirstööumæl- ing var gerð. Þessar mælingar skulu gerðar: 1. Með rykskilju skal „respira- bel“-rykmagn, mg/m3,. 2. Á rykskilju skal „total“- rykmagn, mg/m3, ákveðið. Smásjárrannsöknir er rétt að nefna. Þær er hægt að nota til að bera kennsl á efni með sérkenn- andi útlit eða optiska eiginleika, t.d. við rannsókn á asbestþráðum. Mat á niðurstöðum rykmælinga Eins og við rykmælingarnar og rannsókn á rykinu, gildir hér að mat á niðurstöðum skal einungis vera I höndum manna sem reynslu hafa á þessu sviði. Hættumörk (Threshold limit): Hættumak á við mesta magn efnis i andrúmslofti á vinnustað (mengun), sem álitið er að lang- flestir starfsmenn þoli í lengri tima án þess að bíða heilsutjón eða verða fyrir óþægindum á ann- an hátt, eins og t.d. ertingu í aug- um, nefi, öndunarfærum, svæf- andi áhrifum o.s.frv. Þessi mörk eru byggð á langri reynslu i iðnaði ásamt tilraunum með ýmis efni á mönnum og dýr- um. Engin skörp skil frá læknis- fræðilegu sjónarmiði, eru við nefnd hættumörk. Magn efnis er venjulega mælt í mg/m3 lofts sé um ryk að ræða, en í litrum/milljón lítra lofts (ppm: parts per million), sé um lofttegund að ræða. Greint er og milli meðalgildis- marka, þar sem átt er við vegið meðalgildi yfir 8 tima vinnudag og 40 tíma vinnuviku og hámarks- gidis, sem er hæsta leyfilega vegna meðalgildið á 15 mínútum. Hámarksgildi eru notuð við sér- lega hættuleg efni eins og vissar lofttegundir, en meðalgildi við rykmælingar og minna bráð- hættuleg efni. Þegar fleiri en eitt hættulegt efni eru í andrúmslofti, er reikn- að með að þau samverki og skal taka tillit til þeirra við mat á heilbrigðishættu. Við mat á mengun á vinnustað og heilbrigðishættu eru niður- stöður rykmælinga bornar saman við uppgefin hættumörk. Nauð- synlegt er að ákveða hvaða hættu- mörk á að nota og ber þá að taka mió af aðferð þeirri, sem notuó er við mælinguna. Hættumörk fyrir nokkur efni sem fyrir geta komið í andrúmslofti starfsmanna í álverum Síðari hluti 5. Nokkrar kröfur heilbrigðis- yfirvalda til tSAL. Af því sem hér hefur verið rakið er hægt að gera kröfu til Álversins i Straumsvík um að leggja fram skýrslu þar sem eftirfarandi þarf að svara: a) Hverjar hafa verið árlegar mælinganiðurstöður íslenska Ál- félagsins á ryki, lofttegundum, hávaða o.fl. á vinnustöðum frá 1969 fram á þennan dag. Skal getið tegundar og magns þessara mengunarvalda á vinnustöðum og i andrúmslofti starfsmanna. b) Hvaða hættumörk hefur ís- lenska Álfélagið haft til viðmið- unar þegar það hefur metið heilsufarshættu út frá niðurstöð- um þessara mælinga? c) Hvaða ráðstafanir hefur ís- lenska Álfélagið gert til að minnka hættulegt magn ryks eða lofttegunda í andrúmslofti á vinnustöðum i verksmiðjunni? d) Hverjar hafa niðurstöður rykmælinga, hávaðamælinga eða mælinga á lofttegundum orðið eftir slikar aðgerðir? e) Hvernig er mengun and- rúmslofts á vinnustöðum háttað í Álverinu i dag? f) Hvaða ráðstafanir hafa af .hálfu islenska Álfélagsins verið gerðar til að bæta núverandi ástand hvað varðar mengun and- rúmslofts á vinnustöðum fyrir- tækisins? g) Hvaða rannsóknir hafa verið framkvæmdar á öllum starfs- mönnum Álversins árlega, frá 1969 og fram á þennan dag? h) Hverjar eru niðurstöður þessara rannsókna með tilliti til atvinnusjúkdóma eða annarra kvilla t.d. tíðni sjúkdóma í öndun- arfærum við ráðningu og við ár- legt eftirlit með sömu starfs- mönnum, hve margir starfsmenn hafa hætt störfum við Álverið vegna óþæginda frá mengun and- rúmslofts á vinnustöðum og hvað hefur orðið um þessa menn? Hef- ur þeim batnað eða hafa þeir hlot- ið varanlegt mein vegna starfs síns i Álverinu. i) Hefur héraðslækninum i Hafnarfirði verið tilkynnt um þá starfsmenn sem fengið hafa at- vinnusjúkdóma vegna starfa i Ál- verinu? j) Hver er slysatíðni, tegundir slysa og dreifing eftir störfum í Álverinu frá 1969 og fram á þenn- an dag? k) Hvaða ráðstafanir hefur Is- lenska Álfélagið gert til að koma heilbrigðisþjónustu sinni í það horf sem nauðsynlegt er talið við slíkan atvinnurekstur þar sem góðar venjur eru í iðnaði? Aðgerðir í aðsigi af hálfu heil- brigðisyfirvalda Heilbrigðisyfirvöld munu nú sem fyrr beita sér fyrir öllum þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru taldar til varnar mengun á vinnustöðum Álversins svo og þeirri heilsugæslu sem nauðsyn- leg er og við á við slíka starf- rækslu. Mun verða haft samráð við full- trúa starfsmanna og forráða- manna verksmiðjunnar í þessum efnum hér eftir sem áður. Að eftirfarandi málum hefur Heilbrigðiseftirlit ríkisins unnið að undanförnu: 1. Heyrnadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur verður falið í samráði við fyrrnefnda aðila að framkvæma á næstunni heyrna- mælingar á öllum starfsmönnum fyrirtækisins svo og síðara reglu- legt eftirlit með heyrn starfs- manna. 2. Fenginn hefúr verið sérfróð- ur ráðgjafi frá Atvinnuheil- brigðismálastofnuninni í Osló, sem hefur margra ára reynslu af málum er varða mengun vinnu- staða og sérstaklega í álverum og er hann þekktur á alþjóðavett- vangi i þessum málum. Mun hann koma hingað til lands 12. apríl næstkomandi og vera til aðstoðar við skipulag mengunarvarna, eftirliti með mengun vinnustaða, rannsóknum á mengunarvöldum svo og vissum heilbrigðisrann- sóknum en hann hefur nýverið unnið að sliku skipulagi fyrir áliðnaðinn í Noregi ásamt fulltrú- um launþega og atvinnurekenda. 3. Heilbrigðiseftirlit rikisins hefur með fjárhagsaðstoð Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins keypt nauðsynleg ryk- mælingatæki sem notuð verða til rykmælinga (og flúormælinga í ryki) i verksmiðjúm landsins. 4. Heilbrigðiseftirlit ríkisins mun á næstunni auglýsa stöðu heilbrigðisráðunauts og verður hún ætluð tæknifræðingi og mun þá bætast aðstaða stofnunarinnar til eftirlits með mengunarmálum á vinnustöðum þótt ljóst sé að stofnunin þurfi hið fyrsta að fá meira starfslið og fjármagn eigi Efni U.S.A. 1971 Noregur 1973 Svíþjáð 1974 Danmörk 1976 Inert ryk, heildarmagn lo mg/m-5 lo mg/m5 lo rng/nr lo mg/m^ íloxio lo mg/m^ lo mg/m^ lo mg/m^ •2 lo mg/mJ Flúoriö 2.5 mg/m^ 2.5 mg/m-5 2.5 mg/np 2.5 mg/m-5 Lífrasnt Inert ryk 5.o mg/m* 1 2 3 4 5.0 mg/m5 Flúorvetni 3 ppm 3 ppm 3 ppm 3 ppm Brenniöttinsdíoxið 5 ppm 'i ppm 2 ppm 2 ppm ^okgjörn tjörusambönd, (bensenleysanlcg)+ 0.2 mg/m-5 o.2 mg/m^ ^sbest (nema krokidolit sem yfirleitt er bannað) 2 þr./cm^ 2 þr./om^ 2 þr./cm^ 2 þr./cm^ X rabbameinsvaldar. r ^ Greinargerð frá Heilbrigðiseftirliti ríkisins um álbræðslur með tilliti til ytri og innri mengunar ásamt hollustu- og heilbrigðiseftirliti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.