Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 Alltaf eitthvað að gerast Marinó Þorsteinsson og Eyvindur Erlendsson að taka á móti Kristinu Olsoni frá Vasa-leikhúsinu i Finnlandi, en hún leikstýrir næsta verkefni LA, gamanleik eftir Goldoni. MARGAR ræður manna, þeirra sem telja sig málsvara strjálbýlis, byrja og enda á því, að I rauninni sé vaxtarsproti íslenzks menning- arlífs á suðvesturhorninu. Og vissulega hafa þeir margt tii sins máls. En f þessum barlómi ölium saman gleymist oft, það sem vel er gert. Það fellur I skuggann. Eitt af þvl og ekki það ómerkasta er tilraun Leikfélags Akureyrar til þess að koma á fót þriðja at- vinnuleikhúsinu. Á sfnum skamma ferli, tæpum fjórum ár- um, hefur það þegar tekið til meðferar mörg athyglisverð leik- husverk. Að sjálfsögðu var langur að- dragandi að atvinnuleikhúsi á Akureyri. Mér kemur í hug upp- setningin á Túskildingsóperunni, sem var sett upp á Akureyri á undan Þjóðleikhúsinu, Lýsistrata sömuleiðis og Fjalla-Eyvindur, sem var settur upp síðasta árið, sem Leikfélag Akureyrar var ein- göngu áhugamannaleikhús. Um þessa þróun farast Jóni Kristins- syni, formanni LA, svo orð: „Ég taldi og tel, að aðstaða fél- agsins hafi verið þannig að fyrir nokkrum árum, þegar það réð framkvæmdastjóra 1969—1970, að í rauninni var ógerlegt að fá áhugafólk til að halda uppi svo mikilli starfsemi, þrem til fjórum verkefnum á ári. Menn gátu ekki sinnt þessu með fullu starfi, svo að það varð að láta reyna á það, hvort þetta væri gjörlegt. Siðan eru liðin hartnær f jögur ár. Fjárhagsleg afkoma félagsins stendur því fyrir þrifum. Það er ekki hægt að halda uppi atvinnu- leikhúsi til lengdar með fimm fastráðnum leikurum. Þeir þurfa að vera a.m.k. helmingi fleiri. Það gerist ekki nema með stórauknu fjármagni. En menn verða að gera sér ljóst, að það er ekki hægt að snúa til baka.“ Kannski er þetta kjarni máls- ins. Hvort sem Akureyringar og Eyfirðingar eru sér þess meðvit- andi eða ekki, þá munu þeir ekki sætta sig við það héðan af, að atvinnuleikhús á Akureyri verði niður lagt. Menn geta talað um, að þetta sé of dýrt, íslendingar hafi ekki efni á að sólunda svo alanna- fé í fánýti. En slíkt verður aldrei nema glamur, viðlíka því, þegar talið er eftir, að sinfóníuhljón- sveit eða Þjóðleikhús skuli vera til á íslandi. Vitaskuld eiga að ekki að vera forréttindi að mega njóta sannrar listsköpunar. Á sín- um tíma var það háleitt markmið að gefa öllum, án tillits til efna- hags kost á því að njóta hinna beztu leiksýninga og tónleika í Reykjavík. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og ný kynslóð alizt upp í landinu. í dag er jafn- sjálfsagt, að færa út kvíarnar, örva sjálfstæða listsköpun í strjál- býli, kosta miklu til þess, að Akur- eyri verði nýr vaxtarsproti ís- lenzkrar leikmenningar. Með þessu er ekki verið að draga úr gildi umferarleikhúsa. Vitaskuld eru þau kærkominn gestur í strjálbýlinu. Of lítið er um, að Þjóðleikhúsið eða Leikfél- ag Reykjavíkur fari í leikferðir. Eftir á að hyggja er kannski meira um vert, að þessi leikhús leggi strjálbýlinu til leikstjóra eða gestaleikara og er mér i því sambandi kært að minnast Gísla Halldórssonar I hlutverki Jóns Primusar með Leikfélagi Akur- eyrar og Gunnars Eyjólfssonar sem Péturs Gauts hjá Leikfélagi Húsavíkur. Og vert er að geta þess, að Sveinn Einarsson þjóð- leikhússtjóri setti Kristnihaldið á svið. Framlag af þessu tagi skilur mikið eftir sig, er að sá fræjum í frjóva jörð í llkingamáli talað. Sl. ár leikstýrði Gísli Halldórs- son Glerdýrunum á Akureyri. Þau voru sýnd á listahátíð og vakti sýningin verðskuldaða at- hygli og undrun sunnan heiða. Um þessar mundir sýnir Leikfél- ag Akureyrar Sölumaður deyr og sjálf Herdís Þorvaldsdóttir leik- stýrir verkinu. Þannig er áfram stefnt upp á við. Sigmundur Örn Arngrímsson var fyrsti fastráðni leikhússtjórinn, í tíð Magnúsar Jónssonar varð Leikfélag Akur- eyrar að atvinnuleikhúsi, en Ey- vindur Erlendsson tók við af hon- um. Allir þessir menn lögðu sinn skerf fram til akureyrskrar leik- listar og man ég sérstaklga eftir Fjalla-Eyvindi i uppsetningu Magnúsar og Kringum jörðina á 40 dögum undir leikstjórn Ey- vindar. Ég tók Eyvind Erlendsson Nauðsynlegt að Nor- ræna félagið eignist eigin félagsmiðstöð Rætt við Hjálmar Olafeson formann Norræna félagsins NORÐUR- LANDARÁD m U 25ára ið er að endurskoða þau og reyna að bæta. Ég á sæti í vinabæja- nefnd Norrænu félaganna og kemur sú nefnd saman reglulega annað slagið til að ræða þessi mál. 570 ÍSLENDINGAR ÁLÝÐHÁSKÓLA SÍÐUSTU 10 ÁRIN — Héðan hefur farið stór hóp- ur fólks á lýðháskóla á hinum Norðurlöndunum. Telur þessi hópur 570 manns siðastliðin 10 ár. 237 hafa farið til Danmerkur, 167 til Noregs, 150 til Svíþjóðar og 16 til Finnlands. Þá er Norræna MIKIL gróska hefur verið I starfi Norræna félagsins hér á landi undanfarin ár og félagafjöldi far- ið stöðugt vaxandi. Eru nú starf- andi hér á landi 35 deildir Nor- ræna félagsins og alls eru félagar I þessum deildum hálft tólfta þús- und. Er deildin hér þriðja stærsta deildin á Norðurlöndunum og sú langfjölmennasta ef tekið er mið af fólksfjölda I löndunum. 1 til- efni 25 ára afmælis Norðurlanda- ráðs og degi Norðurlanda I gær var rætt við Hjálmar Ólafsson, formann Norræna félagsins hér á landi, en Norðurlandaráð og Nor- ræna félagið starfa saman að ýms- um málum. Hjálmar Ólafsson, konrektor við Menntaskólann við Hamra- hlíð, hefur verið formaður Nor- ræna félagsins hér á landi síðan á aðalfundi félagsins 1975. Hafði hann áður verið í framkvæmda- stjórn frá þvi að hún var sett á laggirnar 1971. Er hún skipuð þremur úr stjórninni og sér fram- kvæmdastjórnin um daglegan rekstur ásamt framkvæmdastjóra félagsins, Jónasi Eysteinssyni. Hjálmar Ólafsson var formaður Norræna félagsins í Kópavogi frá stofnun árið 1962 til 1968 og svo aftur frá 1972 og síðan. — Deildir Norræna félagsins eru starfandi hér í flestum kaup- stöðum, segir Hjálmar okkur. — Stærsta deildin er í Reykjavík, en síðan koma deildirnar í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Alls eru 35 deildir starfandi hér á landi og hefur fjölgað um níu síðustu 8 ár. Miðað við hin Norðurlöndin eru langflestir i Norræna félaginu hér á landi, alls 11.503 félagar. í Danmörku voru um áramótin 1975 — 76 32 þús- und manns í Norræna félaginu, 28 þúsund í Svíþjóð og við vorum þriðju i röðinni, þá með 10.500 félaga. í Finnlandi voru þá 9 þús- Hjálmar Olafsson und félagar, 8 þúsund í Noregi, 300 í Færeyjum og 250 á Álands- eyjum. — Starf Norræna félagsins er tvíþætt. Fyrst og fremst það sem snýr að okkur sjálfum og mér finnst að leggja beri höfuðáherzlu á. i öðru lagi eru svo samskiptin við hin Norðurlöndin, sem við reynum að stunda eins og við framast getum, Innanlands reyn- um við að halda sem beztu sam- bandi við hinar ýmsu deildir og stofna nýjar. Það nýmæli var tek- ið upp í fyrra að efna til for- mannafunda með deildum félags- ins i landsfjórðungunum. Jónas Eysteinsson framkvæmdastjóri félagsins og ég höfum þegar setið tvo slíka fundi, á Norðurlandi og Vesturlandi. Það er nauðsynlegt að auka tengslin innan lands- fjórðunganna, því deildirnar geta unnið mikið saman á ýmsum svið- um. Hugmyndin er að halda slíka formannafundi á milli aðalfunda félagsins og verður væntanlega formannafundur nú í vor á Austurlandi, en aðalfundur verð- ur nú að hausti. — Af starfsemi einstakra deilda stendur mér næst að nefna deildina í Kópavogi. Við höfum verið reglulega með tvær kynn- ingarsamkomur á ári, þar sem vinabæi Kópavogs ber mjög á góma svo og aðra starfsemi Nor- ræna félagsins. Síðastliðið ár var norræn menningarvika í Kópa- vogi og m.a. í sambandi við hana skipulögðum við ritgerðasam- keppni meðal skólabarna um vinabæi okkar. í þeirri keðju eru átta bæir. — Við teljum mikla nauðsyn bera til að vinabæjarstarfið nái að blómstra sem allra bezt. Þar eru mestir möguleikar á kynnum meðal almennings, hins venjulega fólks. Slík samskipti standa þó og falla með vilja bæjaryfirvalda á hverjum stað og held ég að við þurfum ekki að kvarta yfir áhuga- leysi þeirra. Núna eru 16 af 35 deildum Norræna félagsins i líf- rænu vinabæjasambandi, þ.e/a.s. í sambandi sem ekki er aðeins orð- in tóm. — Vinabæjatengslin eru mjög í deiglunni um þessar mundir, ver- félagið með hópferðir til hinna Norðurlandanna og fóru um 3 þúsund manns í slíkar ferðir í fyrra, flestir til Kaupmannahafn- ar. — Eitt af höfuðverkefnum Norrænu félaganna er að efna til námskeiða og þannig höfum við verið með blaðamannanámskeið og námskeið fyrir islenzkukenn- ara á hinum Norðurlöndunum. Slíkt námskeið verður væntan- lega haldið hér aftur í sumar og þá einnig jarðfræðiferð fyrir áhugafólk og ferð um sögustaði. Það er mjög æskilegt að auka Frð sfðasta aðalfundi Norræna félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.