Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 BRAGI ASGEIRSSON AÐ LEIÐAR- LOKUM 0 Listamaðurinn Halldór Pétursson átti vissulega litríku lífi að fagna því að hann var jafnan þar til staðar er hið markverðasta var að gerast í umhverf- inu og höfðaði til listar hans og sköp- unargáfu. Kvöldið áður en hann gekk til hinstu hvíldar var engin undantekn- ing þeirrar venju, en því kvöldi fórnaði hann því mikla skákeinvígi er nú fer fram hér í borg, vafalítið búinn atgeirn- um góða er honum hefur dugað best og frægt nafn hans innanlands og utan — þ e blýantinum Hér var skyndilega kallaður sá lista- maður sem telja má að hafi látist á tindi listferils síns bæði um athafnir og upphefð Þúsundir borgarbúa geyma í fersku minni yfirlitssýningu á verkum hans að Kjarvalsstöðum í september sl sem skóp honum veglega viðurkenn- ingu almennings og gagnrýnenda Jafn almenn hrifning og aðdáun, sem þar kom fram, er sjaldgæf á garð lista- manns hérlendis, og einungis Kjarval mun hafa fagnað jafnmörgum gestum á sýningu Þvi er það Ijóst að Halldór Pétursson hafi veriðeinn af dáðustu listamönnum þjóðarinnar á sínu sviði en en list hans var öðru fremur list frásegjanda og skrásetjara merkra at- burða með myndrænni skjalfestingu Þessi viðamikla sýning Halldórs var einnig mjög fjölbreytt og sýndi vel hans bestu hliðar sem listamanns jafnt í bundinni sem frjálsri myndsköpun Þrátt fyrir að Halldór væri öðru frem- ur nafntogaður sem teiknari og málari var ævistarf hans að meginþræði aug- lýsingateiknun og þar var hann braut- ryðjandi ásamt þeim Ásgeiri Júlíussyni og Atla Má Árnasyni Má hér telja að þeir félagar hafi gegnt svipuðu hlut- verki á því tæknisviði á líkan hátt og Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval í málaralistinni. Hér ganga fram frjálshyggjumenn sem voru opnir fyrir nýjungum að utan, — en veigamest var að þeir voru einnig ágætum listrænum hæfileikum búnir, af ólíkum toga en fjölþætts eðlis. Aðrar listgreinar skipuðu veglegt rúm í hugum þeirra og þannig var t d Ásgeir Júlíusson í forustusveit tón- listarfélags Hafnarfjarðar á miklu blómaskeiði og þeir áttu allir að nánum vinum ýmsa í röðfremstu listamanna þjóðarinnar Á sviði auglýsingahönnunar og bókaskreytinga var um litt plægðan akur að ræða þótt þeir væru ekki fyrstir inn á sviðið. og þeir mörkuðu vafalaust auglýsingahönnun markvissa braut hérlendis á likan hátt og jöfrarnir málaralistinni. — Svo sem ég drap á í umsögn um sýningu Halldórs Péturssonar og vil endurtaka hér ,,þá var það ekki tekið út með sitjandi sælunni að vinna i fagi auglýsingateiknara á þeim árum er þessir menn komu fram, — hjálpar- tæki og áhöld i lágmarki — og fæst af því, sem þeir þremenningarnir urðu að leggja á sig, þekkja ungir sporgöngu- menn þeirra hið minnsta til". Halldór sagði líka i viðtali „Þegar ég var að byrja i þessu var ég allt i senn — auglýsingateiknari, bókaskreytinga- maður — og fékkst við allt frá þvi að teikna mónógrömm í kodaver upp i að mála altaristöflur.” Hér segist honum rétt frá og ennþá er starf auglýsinga- hönnuða hér umfangsmeira og um margt frábrugðið starfi þeirra erlendis í upphafi spönnuðu þeir nær allt svið dráttlistarinnar og enn i dag er teikn- ingin mikilvægt atriði, en allt er þó orðið vélrænna en áður var og hjálpar- gögn ólíkt fleiri og fullkomnari Það fer þó minna fyrir þvi, að auglýsingateikn- arar reyni nú fyrir sér á sviði frjálsrar myndlistar og séu fastagestir við alla meiriháttar listviðburði — i raun held ég að slíkum fækki hlutfallslega með hverju ári sem liður Alkunnur var áhugi Halldórs Péturssonar á leiklist og um þann áhuga vitnar hinn mikli fjöldi mynda úr leiklistarlifi höfuðborgar- innar er eftir hann liggja Þannig veitti þessi listamaður leiðsögn um leiksvið samtíma hans og er það starf hans mikilsvert Um afmarkaða stefnu umfram það takmark að vanda meir gæði islenzkrar auglýsingahönnunar og bókagerðar var ekki að ræða og urðu slikir hönnuðir að treysta á sig eina um ótal tímafrek hliðarverk, er hver auglýsinga- Halldór Pétursson listmálari—Minning Þegar ég las í blöðunum and- látsfregn gamals, góðs vinar og bekkjarbróður, Halldórs Péturs- sonar, listmálara, þá hvarflaði hugurinn rúm 40 ár aftur í tím- ann og rifjuðust þá upp gömlu kynnin frá menntaskólaárunum, árum mikilla vona og framtíðar- drauma. Á vissan hátt uðru tímamót í ævi okkar, þegar við settumst saman á skólabekkinn í 4. bekk máladeildar hins almenna menntaskóla i Reykjavík haustið 1932 að afloknu gagnfræðaprófi. Þá voru bekkjardeildir skólans fáar og ekki mjög fjölmennar og kynntust menn því mun nánar og betur en nú mun tíðkast. Þetta haust hurfu mörg bekkjarsystkin frá námi, en ný bættust i skörðin og meðal þeirra var Halldór. Á þessum árum er hugurinn opinn og næmur og þá knýtast H•* þau trúnaðar- og vináttubönd, sem eiga oftast eftir að endast til æviloka. í öllum hópum eru einstakling- ar, sem á einhvern hátt eru fram- úrskarandi og hafnir yfir meðal- mennskuna. Einn þessara fjöl- hæfu gáfumanna var Halldór Pétursson, sem auk sérstakra mannkosta var gæddur óviðjafn- anlegri listhneigð, sem hann hlaut í vöggugjöf og var ættar- fylgja frá báðum ættum, því Arn- dís Björnsdóttir, leikkona, var móðursystir hans, en föðurbróðir Jón Halldórsson, stjórnandi karlakórs KFUM (síðar P’óst- bræðra.) Halldór var gæddur óvenju mikilli kímnigáfu,, skarpri eftir- tekt og kunni þegar i bernsku að beita blýanti og pensli af mikilli leikni og varð þess fljótt vart í skólalifinu. Hann teiknaði og málaði næst- um allar myndir i skólablaðið auk káputeikninganna, sem hann gerði af mikilli list. Oft dró hann upp skemmtilegar skopmyndir á töfluna í skólastofunni og var ein krítarteikninga hans látin vera ósnert á töflunni mánuðum sam- an til skemmtunar bæði nemend- um og þá ekki síður kennurum, en auðvitað voru þetta skopstæl- ingar af þeim. Aldrei vissi ég til að nokkur maður reiddist Halldóri fyrir myndir hans, eða léti hann gjalda þeirra, því gamanið var svo ósvik- ið og græskulaust og án nokkurr- ar meinfýsni. Margt fleira var þessum fjölhæfa manni til lista iagt. Hann var á skólaárum mjög vírkur þátttakandi í félagsltfinu í skólanum, bæði íþróttum, einkum handknattleik, sem þá var óðum að ryðja sér til rúms hér á landi. Lék hann bæði í úrvalsliði bekkj- arins og skólans og var leikni hans og knattmeðferð viðbrugðið. Söngmaður var Halldór með af- brigðum góður, hafði hljómfagra, karlmannlega bassarödd sem hann beitti af mikilli smekkvísi og öryggi. Naut skólakórinn góðs af því, en síðar á ævinni gerðist hann ötull félagi í ýmsum kórum og söngfélögum. Halldór kunni manna best að meta góða tónlist og njóta hennar. Golfíþróttinni kynntist hann ungur og iðkaði hana um tíma með góðum árangri og árið 1974, þegar fyrsta Norðurlandameist- aramótið í golfi var háð hér sá ég Halldór oft í golfskálanum í Graf- arholti vera að virða fyrir sér keppendur. Aldrei sást hann snerta þar pensil eða penna, en að mótinu loknu kom út blað með myndum eftir hann af öllum þátt- takendum. Leiðir okkar skildu um sinn við menntaskólauppsögn vorið sem við urðum stúdentar 1935 og þá gátum við tekið undir með borg- arskáldinu: Allt vaknar, er vorar að, sem veröldin fegurst ól, og ljúft er að leggja af stað við ljómann af rísandi sól. Þá höldum við saman mót sumrinu bjarta með söng á vörum og blóm við hjarta og kveðjum byggðir og ból. Hallddór fór að loknu stúdents- prófi fyrst til Danmerkur og síðar Bandaríkjanna og kom heim frá námi 1945 og hefur starfað óslitið síðan og er alveg óhætt að segja að ekkert markvert hafi gerst hér í höfuðborginni, sem hann hefur látið sér óviðkomandi, því allt varð honum að yrkisefni í drátt- um eða litatónum. Hann er því fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður fyrir listaverk sin og skop- teikningar og raunar nær frægð hans langt út fyrir landsteinana. Skákunnandi mikill var Halldór alveg frá því í skóla og alltaf síðan verið að iðka skák með þvi að tefla eða fylgjast með keppendum að tafli. Hann málaði heila sypru af skopmyndum af þeim Spassky og Fischer að tafli í heimsmeistara- einvíginu hér í Reykjavík og síð- ustu myndir hans birtust í Morgunblaðinu af þeim Spassky og Hort. Bezt, látlausust og stílhreinust mynda Halldórs finnst mér þó skjaldarmerki Reykjavíkurborg- ar, sem ásamt ótal myndum hans úr borgarlífinu skipa honum sess sem borgarmálara Reykjavíkur. Ég kveð góðan vin, bekkjar- bróður og sérstakan öðlingsmann hinstu kveðju: Hver kynslóð er örstutt ung og óðum til grafar ber, en eilífðar aldan þung lyftir annarri á brjósti sér. Þá kveðjumst við öll. Voru kvöldi hallar, en kynslóð nýja til starfa kallar sá dagur, sem órisinn er. Ég sendi eiginkonu hans Fjólu, börnum þeirra og öðrum ástvin- um innilegar samúðarkveðjur frá öllum bekkjarsystkinunum. Blessuð veri minning hans. Bjarni Konráðsson. 1 dag þegar við kveðjum frænda minn, Halldór Pétursson, er mér efst í huga brosið hans blíða og róin sem var honum svo eiginleg. Þessa ró fundum við krakkarnir og hændumst því að honum, enda var hann einstaklega barngóður maður. Hann talaði lágt og rólega, tók okkur á kné sér og klappaði á kinn, þetta man ég frá æsku minni, svo ljóslifandi að enn sé ég hann fyrir mér svona. ÖIl börn voru honum hjartfólg- in en ekkert þó eins og litla dótt- urdóttirin, Hildur Fjóla, sem kom eins og sólargeisli inn í líf hans siðustu tvö árin. Hún átti hug hans og hjarta. Nú þegar hann hefur lokið til- vist sinni hér og annað hlutverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.