Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 31 Við San Francisco flóa er sjórinn orðinn mengaður. En mengun hafsins fer ekki eftir neinum lögum. Það sem einn daginn er hafið við Marocco, getur skömmu síðar verið orðið að sjónum við Mexico. Og um leið er þessi þjóðlegi sjór Mexico á leið yfir Norður Atlantshafið til Noregs eða íslands. Eiturefni losuð á djúpsævi út af strönd Thailands. Öllum þeim efnum, sem við ekki höfum tæknilega örugg ráð til að geyma f landi, er dengt f sjóinn, svo langt úti að við sjáum það ekki. Franskar ár bera árlega 18 milljarða rúmmetra af skolpi i sjóinn. Parísar- borg ein losar næstum 1,2 milljón rúm- metra af óþverralegum úrgangsefnum í Signu á hverjum degi. Skolpmagnið frá Vestur-Þýzkalandi er áætlað yfir 9 milljarðar rúmmetra á ári eða 25.4 milljón rúmmetrar á dag, þó ekki sé tekið með kælivatnið, sem daglega nemur um 33.6 milljón rúm- metrum. I Rinarfljót eitt fara 50 þús- und tonn af sorpi daglega, þar með 30 þúsund tonn af sodiumklóríði frá efna- iðnaðinum. I skýrslu frá Efnahags- og félags- málaráði Sameinuðu þjóðanna, sem gerð var fyrir Stokkhólmsráðstefnuna um hafréttarmál fyrir fjórum árum, er fullyrt að þegar- hefði verið dengt í hafið 500 tonnum af DDT og árlega fari út í umhverfið til viðbótar um 50 þús. tonn. Þá var heildarframleiðsla skordýra- eiturefna áætluð yfir 650 tonn árlega, þar af flytja Bandaríkin ein út yfir 200 tonn árlega. Megnið af þessum efnum berst að lokum út í sjó með vindum, regni eða skolpi úr landi. Akveðin teg- und af DDT, sem sprautað var á jurtir í Austur-Afríku fyrir nokkrum árum, fannst og þekktist nokkrum mánuðum síðar í Bengalflóa, um 4000 mílur í burtu. Sá misskilningur að hafið sé óendan- legt, gerir það að verkum að fólk hefur yfirleitt mun meiri áhyggjur af meng- unarlofti í borgum en því að hafið sé að drepast. Samt sem áður tekst ekki hæsta strompi í heimi að senda meng- aðan reyk út í geiminn. Hann sígur smám saman og lendir næstum allur blandaður regni, snjó eða skolpi, í sjón- um. Iðnaður og þéttbýlisstaðir aukast stöðugt um allan heim með vaxandi mannfjölgun, í Bandaríkjunum einum nema úrgangsefni i reyk og skaðvæn- legum gufum um 390 þúsund tonnum daglega, eða 142 milljón tonnum á ári. Með svo samanþjöppuðum eiturefn- um mundi öllu lífi á landgrunninu sennilegast fyrir löngu útrýmt eða að minnsta kosti næstum því, ef sjórinn væri hreyfingarlaus. Astæðan fyrir þessum fresti, sem kemur manninum til góða í nokkra áratugi, en eykur um leið hinar alvarlegu afleiðingar fyrir komandi kynslóðir, er sú alkunna stað- reynd, að sjórinn hreyfist eins og sjóð- andi vatn í katli. Hann strokkast í eilífri hringiðu frá austri til vesturs, frá suðri til norðurs, frá botni til yfir- borðs og niður aftur. A einum fundi Sameinuðu þjóðanna bauðst eitt þróun- arlandið til að veita vinsamlegum þjóð- um tækifæri til að losa úrgangsefni i hafið hjá sér, ef alþjóðalög og lög ann- arra landa bönnuðu losun — fyrir borgun, að sjálfsögðu! Hafið fer ekki að lögum — það hreyfist Ekki verður of oft lögð áhersla á, að allt tal um hafsvæði ákveðinna þjóða er ekkert annað en hrein blekking. Það er hægt að kortleggja og gera kröfu til botnsvæða, en ekki til sjávarins, sem hreyfist þar fyrir ofan. Vatnið sjálft er á stöðugu ferðalagi. Það sem einn dag- inn telst vera haf Maroeco, getur einn góðan veðurdag skömmu síðar verið orðið að hafi Mexicomanna. Og á sama tíma er þessi þjóðlegi sjór Mexico á leiðinni yfir Norður-Atlantshafið til Noregs. Mengun hafsins fer ekki eftir neinum lögum. Ferð mín yfir hafið á flekanum Kon- Tiki og stráskipunum Ra I og II opn- uðu augu min og félaga minna fyrir því hve hratt svokölluð höf ákveðinna þjóða færast til. Fjarlægðin frá Perú til Tuamotueyja í Indonesiu er 4000 mílur á landakortinu. Samt hafði Kon-Tiki flekinn aðeins farið um 1000 milur af sjávarfleti, þegar við vorum komnir alla leið. Hinar 3000 miíurnar hafði straumurinn á vatninu bætt á okkur á þessari 101 daga ferð milli heimsálfa. En þessi sama ferð á flekanum kenndi okkur aðra og ekki jafn skemmtilega lexíu. Það er hægt að menga hafið, og það er þegar gert. Þegar balsanviðar- flekinn Kon-Tiki fór yfir Kyrrahafið 1947, þá drógum við svifnet á eftir okkur. Samt söfnuðum við engum sýn- um og sáum engin ummerki eftir menn í krystalstæru vatninu, fyrr en við komum auga á gamlan skrokk af segl- skipi á rifi, þar sem við tókum land. Þess vegna var það áfall fyrir okkur 1969 um borð í papírusbátnum Ra að sjá, skömmu eftir brottförina frá Mar- occo, að svæðið, sem við vorum að sigla inn á, var þakið Ijótum klumpum úr einhverskonar hörðu asfaltefni, brún- leitu að lit eða allt að því svörtu. Þeir flutu hjá með jöfnu millibili rétt í vatnsskorpunni. Seinna sigldum við inn í svo menguð svæði með svipuðum klumpum, að við hikuðum við að dýfa fötunum i sjóinn, þegar við ætluðum að spúla bátinn að kvöldinu. — Það er ekki spursmál í rauninni hvenær við Ijúkum við síðasta verk- efnið, heldur hvenær við þurfum að byrja á næsta verkefni. sem ekki er umsamið Á þvi þyrftum við að byrja eftir ár og það má segja það að ýmis- legt sé á sveimi í þeim efnum — Nú eru starfandi hjá fyrirtækinu 2 50 manns og á þessum tima árs hafa aldrei verið fleiri menn hjá okkur, Á sama tima í fyrra voru t d um 20f manns hjá fyrirtækinu. Auk nýsmið anna erum við með stór verkefni austui i Kröflu og þar eru um 35—40 manns við vinnu á lagningum i stöðvarhúsinu og fleiri verk þar Þannig að hljóðið i okkur hér á Akureyri er sæmilegt um þessar mundir, sagði Gunnar Ragnars að lokum Eitthvað raunhæft verður að gera Á ísafirði er Skipasmiðastöð Marselíusar Bernharðssonar vel á veg kominn með byggingu 300 tonna skuttogara fyrir Einar Guðfinnsson á Bolungarvik Er áætlað að skipið verði að fullu tilbúið í ágústmánuði næst komandi — Um aðra nýsmiði er ekkert ákveðið og slik verkefni virðast alls ekki liggjá á lausu, Það er því óneitanlega dauft hljóðitkur ísfirð- ingum, en hjá fyrirtækinu vinna nú rúmlega 40 manns, sagði Guðmundur Marselíusson í samtali við Morgun- blaðið I vikunni — Það verður að gera eitthvað raun- hæft til að koma stoðum undir inn- lendan skipasmiðaiðnað Meðan það er hagkvæmara fyrir útgerðarmenn að láta byggja skip sin erlendis er eðlilegt að við séum i erfiðleikum Bæði eru veitt betri lán til verkefna ytra og stöðvarnar þar hafa meira fé til að lána — Eftir þvi sem smiði togarans fyrir Bolvikinga verður lengra komin fækkum við mannskapnum þar og flytjum yfir i viðgerðirnar, sem fara að byrja hvað úr hverju Þá er framundan að bæta slippaðstöðuna hér, gera við undirstöður og fleira nauðsynlegt eftir 20 ára notkun Að þessum verkefnum loknum I haust er Ijóst að við verðum i mjög miklum erfiðleikum ef ekkert kemur upp á, sagði Guðmundur Marseliusson Frt smlði sementsferjunnar ó Akranesi (Ijósm, Friðþjófwj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.