Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 29 Ljósm. Friðþjófur Norðurlöndunum og árið 1975 til Glasgow. Yrði því förin til Noregs í júní nk. fjórða ferð hljómsveit- arinnar erlendis. „Þessar ferðir hefðu sennilega ekki getað orðið að veruleika ef bærinn stæði ekki eins myndarlega að hljómsveit- inni eins og hann gerir og hefur alltaf gert,“ sagði Björn. „Ég held mér sé óhætt að segja að það hefur aldrei staðið neitt á bæjar- stjórninni og yfirvöldum bæjar- ins að greiða sem bezt fyrir hljóm- sveitinni með öll hennar verk- efni. í þessu sambandi má geta þess að Kópavogsbær á hljóðfær- in og er hljómsveitin eiginlega hljómsveit bæjarins sem slík. Ég held það hljóti að vera alveg nýtt sé stjórnmálamönnum hælt, en í málefnum Skólahljómsveitar Kópavogs þá er eki hægt að gera annað. Henni hefur verið sýndur alveg sérstaklega góður skilning- ur af stjórnmálamönnum og vald- höfum,“ sagði Björn Guðjónsson. Framhald á bls. 24. — Sjónvarps- mynd Framhald af bls. 2 taka kvikmyndir af nema fyrstu 3 skákunum í einvígi þeirra Fischers og Spassky, varð það ekki til þess að einvigið yrði ekki fest á myndband. Eins og menn sem fylgdust með einvíginu sáu, var hægt með þeim tæknibúnaði er Iðntækni h.f. bjó til og setti upp í Höllinni, að sýna nærmyndir af skákmönnunum á stóra sýningarskerminum yfir sviðinu. Myndir þessar komu frá fjárstýrðum sjónvarpsupptöku- vélum er festar voru aftan á skerminn. Með þessum vélum var hægt að fylgjast með hinum minnstu hreyfingum, sem fram fóru á sviðinu. Stjórnun og eftir- lit með þessum myndavélum svo og öðrum tæknibúnaði fór fram í stúdíói, sem sett var upp i litlum sal, sem útbúinn var bak við hljóðeinangrunarskerm aftast í Höllinni. Þegar útséð var um að Fox fengi að taka kvikmyndir eftir þriðju skákina, var sú ákvörðun tekin af stjórn Skáksambandsins og Iðntækni h.f., að reynt yrði að taka á myndsegulband myndir frá þessum tveimur upptökuvélum, er áður voru nefndar. Var það gert með vitund Fischers, en Spassky hafði aldrei haft neitt við kvikmyndatöku að athuga. Iðn- tækni átti myndsegulband, sem nota átti til að taka upp stöður úr skákunum til sýningar fyrir gesti, síðustu 5 mín. fyrir byrjun hverr- ar skákar. En áður en að af því varð bannaði Chester Fox notkun á þessu bandi i krafti einkaréttar síns til myndatöku. Chester Fox varð þó að biðja um afnot af þess- um búnaði, þegar ákvörðun hafði verið tekin um að nota hann, til að ná myndum af einvíginu. Rætt var um það strax, að Chester Fox myndi greiða allan kostnað af þessari myndatöku jafnóðum, en að Skáksambandið ásamt íslenska sjónvarpinu fengju afrit af myndunum. Þegar á reyndi greiddi Chester Fox ekki kostnaðinn af þessu. Fox hafði þó ýmsa tilburði til að reyna að fá spólurnar afhentar, án þess að greiða tilheyrandi reikning. Hon- um höfðu verið afhentar spólur, sem voru teknar af 3. skákinni samhliða kvikmyndatökunni, að hans beiðni. Eftir lok einvigisins og ýmsa spaugilega tilburði reyndi Fox enn að fá spólurnar afhentar og lofaði að senda greiðslu um hæl er hann kæmi til Bandaríkjanna. Það var ekki samþykkt heldur ákveðið að hann fengi þær af- hentar er hann hefði greitt kostn- aðinn og sett tryggingu fyrir af- hendingu afritanna til Skáksam- bandsins og Sjónvarpsins. Það varð þó aldrei af því að Fox greiddi reikningana þrátt fyrir innheimtutilraunir lögfræðinga hér heima og erlendis. Er því talið í dag, 5 árum siðar, að Fox eigi ekkert tilkall til þeirra né sýningarréttar á þeim, heldur sé það réttur Skáksam- bandsins og Iðntækni. Árið 1975 Iét Iðntækni i sam- ráði við Skáksamband íslands, út- búa 15 minútna sýnishorn af þess- um myndum og var Friðrik Ólafs- son fenginn til að aðstoða við val myndanna og flytja textann við þær. Er þetta 15 mínútna sýnishorn þannig tilbúið til sýningar í sjón- varpi bæði hér heima og erlendis." — Þýðing Framhald af bls. 3 inu.Þessi róttækni leiddi að sinu leyti til þess að norska stórþingið fékk miklu meiri völd en gert var ráð fyrir i Eiðsvallarsamþykkt- inni, og það hafði enn sitt að segja, þegar vinstri andstaða upp- hófst um 1870, sem setti sig á móti „the establishment". í fréttinni segir ennfremur að margt virðist líkt um þá pólitísku þýðingu, sem norska stórþingið hafði í baráttunni gegn samband- inu við Svíþjóð, og þýðingu islenzka Alþingisins í sjálfstæðis- baráttunni. Fermingar tízkan 77 Fermingargjafir fyrir hvern sem er á hvaða verði sem er. Slflminwlccnn IIHNIIWWII Iðnaðarhúsið Ingðlfsstræti Vörubíll til sölu Ford C 8000, sem nýr, árg. 1974, ekinn aðeins 24.000 mílur, eins hásinga, með góðum palli og Garwood 90 sturtum. Nánari upplýsingar veittar í síma 32077 eftir kl. 7 á kvöldin. Erumfíuttir Járn & Gler h.f. Hverfisgötu 46 Br Reykjavík Skrifstofur Strætisvagna Reykjavíkur eru fluttar að Borgartúni 35. (Kirkjusandi) Strætisvagnar Reykjavikur. ALF KAARTVEDT, prófessor í sagnfræði við Björgvinjarháskóla heldur fyrirlestur í Norræna húsinu fimmtudag 24. mars kl. 20:30 um efnið: „Unionsfellskap som radikaliserende faktor". Allir velkomnir Norræna húsið NORFÆNlÁ HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS % Morgunblaðið óskareftir blaðburðarfólki Austurbær Miðtún, Samtún, Uppiýsingar í síma 35408 togttimftfrife Sala — Verðbólga - Óvissa — Áhætta Fyrirtækið í óstöðugu umhverfi Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði um fyrirtækið í óstöðugu umhverfi dagana 28. — 30. mars n.k. Námskeiðinu er skipt i þrjá meginþætti: £ Þróun rekstrar- og markaðsáætlana við óstöðugar aðstæður. ^ Hvernig ný tækifæri opnast við óstöðugar aðstæður. ^ Sölutækni stjórnenda með markaðsmál sem hlutastarf. leiðbeinandi er John Winkler framkvæmda- stjóri frá Bretlandi. Námskeiðið er haldið að Hótel Esju og stendur allan daginn frá 9—5 með matar og kaffihléum. Þátttökugjald er kr. 34.000.-. Matar og kaffiveitingar innifaldar Félagsmenn i Stjórnunarfélaginu kr. 29.600. ATH. Fyrirtæki geta skipt um þátttakendur á mismunandi hlutum námskeiðs- ins, ef sami aðilinn á ekki heimangengt alla dagana. Skráning þátttakenda í síma 82930. Stjórnunarfélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.