Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI held að við Vestfirðingar leggjum þjóðarbúinu ekkert minna en aðr- ir svo það þurfi ekkert að vera að öfunda okkur þó við höfum ekki sama hlutfall á bak við hvern þingmann. Að lokum vil ég nota þetta tæki- færi til að þakka þeim mörgu sem sent hafa Hagakirkju gjafir og áheit bæði i peningum og munum. Sveinn Jóh. Þórðarson." 0 Kennimaður sem kann að tala „Mig langar að spyrja hvort ekki væri hægt að fá birta pré- dikun síra Guðmundar Óskars Ólafssonar, sem útvarpað var s.l. sunnudag. Þeir sem ég hef talað við eru mér sammála um að hér sé á ferð kennimaður sem kann að tala beint inn í hjörtu fólks. í minni fjölskyldu er fólk á öllum aldri og það get ég sagt, að enginn vék frá útvarpinu á meðan þessi maður talaði, svo undarlegur kraftur og kynngi fylgdi máli hans. Vinsamlegast, F. Björnsson, Kóðavogi." Yfirleitt eru ekki birtar pré- dikanir nema við sérstök tækifæri og gerir Velvakandi ekki ráð fyrir að undantekning verði gerð hér á. það eina sem hann getur ráðlagt er að vitja sr. Guðmundar sjálfs, eða heyra frekar frá honum í kirkju hans. • Vitni í bjórmáli „Ég leyfi mér að leiða sem vitni f bjórmálinu fyrsta islenzka heimsborgarann, Einar Bene- diktsson, skáld, sem að fenginni reynslu lýsir ákveðinni skoðun sinni í hinni þjóðfrægu bjórgátu þannig: „I gleði og sút hefi ég gildi tvenn, til gagns menn mig elta, til skaða mín njóta.“ Sigurjón Sigurbjörnsson." 0 „Hér er ekkert?“ „Þýzk stúlka kom að máli við mig fyrir skemmstu og sagði, að hér væri ekkert við að vera fyrir aldursflokkinn 16—18 ára, kannski örfáir staðir. Þessir krakkar hanga blindfullir fyrir utan skemmtistaðina, kannski fá þau ekki að fara inn af þeim sökum, fljúgast á og gera „skand- al“. Þetta þekkist ekki i Þýzka- landi þar sem bjór er út um allt. Þetta vandamál er ekki til staðar þar, hverju sem það er að kenna, ekki er hægt að kenna bjórnum um þau mál hér á landi. Þessum málum er eingöngu um að kenna skipulagsleysi. Hræðslu — e.t.v. alþingismanna við atkvæðin. Kunningi minn var i eina tíð mikill hrossaprangari og hvað þessi mál snertir dettur mér hann oft i hug, þegar ég hugsa um þessi málefni unglinganna. Örn Asmundsson." 0 Kvenna- eða karlastörf? Jafnréttiskona eins og hún vildi láta nefna sig hafði fyrir stuttu samband við Velvakanda og hafði ýmislegt að segja um jafnrétti á vinnumarkaði og taldi konur geta kennt sjálfum sér um að nokkru leyti a.m.k., að oftlega væri litið á viss störf sem verk kvenna og önnur sem verk karla. — Ég sá nýlega í blaði, sagði konan, hvar rætt var við konur sem höfðu reynt fyrir sér á vett- vangi þar sem konur hafa fremur sjaldan reynt fyrir sér, nefnilega sjómennsku. Þær höfðu verið við önnur störf í landi, en langaði að breyta til og bjuggust líka við að geta haft meira uppúr sjómennsk- unni, sem og varð, enda lengri vinnutími og erfiðari vinna. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Hast- ings um síðustu áramót kom þessi staða upp i skák þeirra Romanish- ins, Sovétríkjunum, og Kagans, Israel, sem hafði svart og átti leik: w 1 +r* W/ i B 1 i i w§. i A Aá & Jjjf ■ • & A & á. # iL# 34... Bxb4, 35. Rxb4 — Hel! 36. Dxd2 (Eða 36. Dxel — Rf3+, 37. Kg2 — Rxel+, 38. Hxel — Dxa4 og vinnur) Hxal, 37. Dc3 — Dxa4, 38. Kg2 — Ddl og hvitur gafst upp. Romanishin sigraði þrátt fyr- ir þetta tap með yfirburðum á mótinu. Hann hlaut 11H v. af 14 mögulegum, sem er frábær árang- ur. Næstur kom svo Kagan með 9Vi vinning. ASÍMINN ER: 22410 2tier0unblabiþ Hér held ég að sé komið verðugt dæmi til eftirbreytni. Konur eru of feimnar við að prófa hvað þær geta lagt fyrir sig — það er auð- vitað nokkuð oft aó karlar þeir sem ráða i viðkomandi fyrirtæki eða starfsstétt teija það ekki heppilega ráðstöfun að konur sinni umræddu starfi, en ég held að konur eigi að þrýsta verulega á með þetta. Heyrst hafa dæmi þess að konur stundi akstur strætis- vagna, gott ef einhver kona stund- ar jafnvel ekki flugið og mér finn- ast þessi dæmi athyglisverð. Konur, ég hvet ykkur til að leita fyrir ykkur með störf þar sem við höfum ekki.reynt áður, þar sem karlmenn hafa eingöngu starfað, ég held að það sé stórt skref í jafnréttisátt. Karlar eiga auðvitað að reyna hið sama, ég á við að reyna við þau störf, sem konur hafá einkum fengizt við áður og man ég í þvi sambandi eftir karl- manni sem stundar fóstrustörf á barnaheimili. Ég held að þetta geti ekki talizt afbrigóilegt, held- ur rétt að þvi marki að prófa, það veit enginn hver er hæfur í hvaða starf fyrr en reynslan er komin og af henni eigum við of litið. HÖGNI HREKKVÍSI Hann er orðinn kóngur útilegukattanna f hverfinu! Orð Krossins Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags- morgni kl. 10.00 —10.1 5. Sent verður á stutt- bylgju 31 metra, (9,5 MHZ.) Orð Krossins, pósth. 4187, REYKJAVÍK Að norðan Allar tíu Ijóðabækur Davíðs Stefánssonar í fjórum fögrum bindum. Hagkvæm afborgunarkjör. Helgafell, Veghúsastíg 7, box 7134. Styðjið tslenska framleiðslu Höfum tvær stærðir af okkar viðurkenndu hjól- börum, sem við höfum framleitt í yfir 30 ár. Riikksmm Ármúla 30. Símar: 81104, 81172. r----------------- Hrein líming PeX\Ær Peli Fix limstauturinn er bylting í límingu. Nauðsynlegur á . skrifstofum, heimilum, i skólum og þar sem eitthvað þarf að lírha Hreinleg líming með Peli Fix Eiginleikarnir eru aug- Ijósir, nýtingin 100% Peli Fix er vinsæl liming. Reynið Peli Fix strax í dag. Peli Fix er framleitt af Sblikan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.