Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 15 ALBERT Spaggiari hafði verið hreinasti fyrirmyndarfangi allt frá þeirri stundu að hann var handtekinn. Vikulega — nánar tiltekið á fihmtudögum — kom hánn til yfirheyrslu hjá Robert Bouazis dómara og sakir þess hve hegðan hans var til sóma hafði hann orðið sér úti um nokkur forréttindi. Hann hafði með létt- um leik sannfært dómarann um, að honum liði mun betur ef hann væri ekki í handjárnum og að hann væri langtum fúsari til að tjá sig, ef ekki væri lögreglumað- ur á verði inni í herberginu með- an yfirheyrslan stóð yfir. Bouazis lét að vilja hans og fór undur vel á með þeim. Spaggiari hafði verið for- sprakki þeirra sem stóðu að hinu fræga bankaráni í Nizza á sl. sumri, en i því ráni var um 10 milljónum dollara stolið. í síðustu viku minnti dómarinn eftirlætis- fangann sinn á að hann hefði lof- að að koma með skrifaða áætlun um skipulagningu innbrotsins og spurði hann að því hvort hann hefði lokið henni. Spaggiari dró þá blað upp úr vasa sínum og reis á fætur eins og hann ætlaði að rétta blaðið dómaranum. Siðan kvaðst hann ekki geta orða bund- izt um, hversu mollulegt væri í herberginu, og hafði síðan engin umsvif frekar: hratt upp gluggan- um og stökk út um gluggann og niður á götu, tvær hæðir. Hann lenti mjúkri lendingu — enda Verðir laganna ásamt fréttamönnum við bankaútibú Societé Generaie I Parls skömmu eftir að uppvfst varð um ránið. veifa sér glaðlega í kveðjuskyni um leið og ökumaður vélhjólsins gaf i og von bráðar hvarf hjólið sýnum og hefur ekki síðan spurzt til Spaggiaris. Siðar kom á daginn að ökumaður hjólsins gengur undir nafninu Gríski-Nat og er sagður hinn mesti sérfræðingur í að komast leiðar sinnar á hjólinu í hvaða umferðaröngþveiti sem er. Flótti Spaggiaris var því ekki síður ævintýralegur en bankarán- ið sjálft. Frá þvi hefur verið sagt ítarlega og naumast ástæða til að rifja það upp. Þó má geta þess að aðeins óverulegur hluti ráns- fengsins hefur fundizt og Spaggiari og sjö aðrir ræn- andi á æsihraða í sömu svipan. Og Bouazsis dómari, sem hafði þotið út að glugganum varð nú að þola þá auðmýkingu að sjá fanga sinn þjálfaður fallhlífarstökksmaður —• á þaki Renaultbifreiðar og sið- an hlassaði hann sér á farþega- sæti mótorhjóls, sem kom aðvíf- ■N ingjanna, sem voru handteknir í haust, hafa ekki fengizt til að skýra frá þvi hvar þýfið var falið. Eftir að Spaggiari slapp hafa þús- undir lögreglumanna leitað hans dyrum pg dyngjum og innanríkis- ráðherra Frakklands, Michel Poniatowski, fyrirskipaði víðtæka rannsókn á því hvort öryggis- og varúðarráðstafanir væru ónógar í dómshúsinu. Þetta gerðist rétt fyr.r síðari umferð frönsku bæj- ar- og sveitarstjórnarkosninganna og kom sér óþægilega fyrir stjórn- arflokkana, enda hefur ríkis- stjórnin verið gagnrýnd fyrir að enn hefur ekki tekizt að upplýsa morðið á Jean de Broglie, fyrrver- andi ráðherrq^ gaullista, sem var framið um jól. Hvað Albert sjálfan Spaggiari snertir var þessi flótti aðeins eðli- legt framhald á sérstæðu lífs- hlaupi hans. Átján ára hafði hann stungið af að heiman og gekk í sikileyskan bófaflokk, en var rek- inn úr honum með skömm. Síðar gekk hann í fallhlífarsveitir sjálf- boðaliða i Indókína, en var fljót- lega handtekinn og sakaður um þjófnað. t Alsírstríðunu gekk hann síðan til liðs við öfgasamtök- in OAS og hefur viðurkennt að hann hafi verið viðriðinn tvær tilraunir til að ráða de Gaulle af dögum. Eftir að lögreglan hand- tók hann i haust skýrði hann lög- fræðingi sínum frá þvi, að til- gangurinn með bankaráninu heðfi verið að útvega fé til fa- sískra samtaka sem kalla sig Keðjuna. Af öllu má ljóst vera aðflótti Spaggiaris var undirbúinn út í æsar. Hann lék á lögregluna og hann lék á vin sinn, dómarann, og þegar rétta augnablikið rann uþp notaði hann tækifærið. í síðasta mánuði fór eiginkona hans, Audie, skyndilega til Norður-Afriku og er hald manna að Spaggiari muni skjóta upp kollinum á þeim slóðum á næst- unni. Menn virðast hafa gleymt frægri ræðu Sverris konungs þar sem hann veg- samar bjórinn — en fordæmir brenndu drykkina sem komnir séu í Noreg 17. Júní í El Pao Bunuel fór oft á kostum i El Pao. Stórkostlegt var að heyra landsstjórann æpa frelsi, bræðralag og lýðræði yfir þrælabúðirnar og vagnhlössin af kjöt- inu sem lýðurinn átti að fá að ræðunni lokinni, svo fremi að hún yrði ekki svo löng að flugurnar yrðu búnar að éta það áður en lyki. Svo kvað við skot- hvellur; múgurinn réðst á kjötvagnana, ræðunni var lokið, það fór ekki á milli mála, landstjórinn lá steindauður fyrir neðan ræðupúltið Gaman var að sjá hvernig Bunuel nýtti atriðið. Kjötið var ekki smáskorið Hálfa nautskrokka bar við himin og flugnager skyggði á sólu Engin pylsubréf. Drápiðá landsstjóran- um var samt engin þungamiðja, heldur aukaatriði I uppþafi myndar; fangi að gjalda liku likt Myndin snerist um annað meira. En svo gamlar myndir njóta sín ekki til fulls á skjá — og El Pao galt þess. Engu að siður er fengur að þessum myndum — og gaman væri að fá að sjá La Viridiana og fleiri verk Bunuels Víti til varnaðar Lifsreynslusagan sem fyrrverandi fikniefnaneytandi sagði i hljóðnemann i viðurvist Gisla Hermannssonar og Andreu Þórðardóttur var átakanlegur dagskrárliður Að þættinum loknum var manni ofarlega i huga þakklæti til mannsins fyrir að sjá máls á að greina frá reynslu sinni öðrum til varnaðar Slíkir menn hljóta að eiga sér endur- reisnar von; mikið er enn heilt I manni sem er þess fús og megnugur að segja sögu sína svo afdráttarlaust og skipu- lega Ég er ekki i nokkrum vafa um að ærlegur vitnisburður manna sem fallið hafa i hættulega freistni sé áhrifarik- asta baráttutækið gegn misnotkun áfengiS og lyfja Samúð og nærfærni einkenndi spurningar þeirra Gisla og Andreu — og hafi þau þökk fyrir þætti sina bágstöddum til þurftar. Á ystu nöf Eiður Guðnason gekk á vit fimm stförðrhðfaMðhhð áf vih^ttrVafeðg stjórnmálanna Bjarni Guðnason sat í forsæti, en Eiðurá ystu nöf. Fyndin uppstilling, þótt óneitanlega hefði ver- ið rökréttara að Magnús Torfi hefði setið þar sem Eiður sat. Þátturinn var ágæt skemmtun. Magnús og Ólafur Ragnar Grímsson sáu um fjörið í Ijós kom — og manni í opna skjöldu — að Magnús er sóknharðastur þegar svar- ast er í álinn, óneitanlega stjórmann- legur eiginleiki — og lúmskt gaman er oft að yfirvegaðri ósvífni Ólafs Minni- stæðust er þó hneykslun Bjarna Guðnasonar á skattheimtu rfkisins til samneyzlu og innheimtuhótununum sem slengt er inn á gafl á heimilum manna, þvertá lög um friðhelgi einka- lífsins, og það var nokkuð gott hjá Bjarna þegar þann lýsti yfir því að umsvif ríkisins væru að gera obbann af þegnunum ófjárráða Og vist væri dýr- legt ef einhverntíma rynni upp sú stund að þegnarnir með tilstyrk sér- legra umboðsmanna leyfðist að gjalda rauðan belg fyrir gráan og senda opin- berum embættismönnum bréf i stíl sem allir kannast við: Hér með tilkynn- ist yður að ef þér gerið yður ekki án tafar jafna grein fyrir réttindum borg- ara sem skyldum þeirra verður launa- greiðslum til yðar hætt 14. apríl og bækistöðvar yðar ruddar, eða ef þér ekki farið að efna kosningaloforð yðar, forsendur kjörs yðar, verðið þér sviptur umboði og launum í rétti sem settur verður o.s.frv. Afgreiðsla með hraði Skuldaskil Strindbergs var smellið leikrit. Gunnar Eyjólfsson er snjall leik- ari eins og allir vita — en hlutverk sitt að þessu sinni afgreiddi hann með hraði sem stakk mjög í stúf við fram- sögn meðleikaranna, einkum Baldvins Halldórssonar sem gaf sér nægan tíma og notfærði sér út i æsar áherzlugildi málhvílda Raddstyrkur Gunnars er raunar það magnaður að svo virðist sem hann þyrfti að standa fjær hljóð- nemanum en mótleikarar hans — og enn bregður fyrir hjá Gunnari, að vísu ekki nema endrum og eins í sinni tið, áherzlum sem leiða hugann að PANAM, kannski einmitt þegar texti höfundar, alveg óskyldur flugi, er að ná hvað sterkustum tökum á hlustandanum. Gunnar er nýkominn af ensku leiksviði — og þvi kannski ekki aðfurða þótt engilsaxneskar áherzlur hafi ýfst upp Málfunda- félagið Framtíðin fylgjandi bjórnum Höfundurinn Jónas Árnason syngur með hljómsveitinni Bóthildi. MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Framtíð- in hefur sent frá sér ályktun sem gerð var á fundi þess í kjallara Casa Nova 14. marz s.l. Þar er þeim tilmælum beint til alþingis- manna að þeir stefni að því að leyfa björsölu „enda sé engin ástæða til þess' að íslendingar fari einir allra Evrópuþjóða á mis við þá ánægju og það andrúmsloft sem honum fylgir“. Einnig mælist fundurinn til þess að strangt eftirlit skuli haft með bjórsölu og sömu reglur skuli hafðar 'um hann og annað áfengi og að lokum eru alþingismenn hvattir til þess að bjórfrumvarpið verði borið undir þjóðaratkvæði og kosningaaldur þá miðaður við 18 ár. Sviðsmynd úr Koppalogni Koppalogn á ný í Garðinum um söng. Nú er hann á heimleið, og verða því sýningar Litla leik- félagsins telfnar upp að nýju. Er ætlunin að sýna Koppalogn 1., 2. og 3. apríl í félagsheimilinu Stapa og i Garðinum. Leikstjóri í Koppalogni er Sævar Helgason, og er þetta í fimmta skipti, sem hann setur þennan gamanleik á svið. Leik- endur eru alls 14, en með aðal- hlutverk fara þau Kjartan Ás- geirsson, Jóhann Jónsson, Hreinn Guðbjartsson, Kristbjörg Halls- dóttir og Unnsteinn Kristinsson. Litla leikfélagið í Garðinum frumsýndi gamanleikinn „Koppa- logn“ eftir Jónas Árnason 25. febrúar síðastliðinn, og sýndi leikinn alls sjö sinnum á Suður- nesjum og i Kjósinni við húsfylli þar til hlé var gert á sýningum vegna utanfarar höfundarins. Fór Jónas tii Texas, þar sem leikrit hans „Skjaldhamrar“ var frum- sýnt fyrir nokkru. í sambandi við sýningu Litla leikfélagsins á Koppalogni hefur hljómsveitin Bóthildur leikið eft- ir sýningar og Jónas Árnason sungið með og stjórnað almenn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.