Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 <C?B' M0RÖ4jN-?%? kaff/no ^ Jæja, vinur. — Nú stendur þú við mottó fyrirtækisins: Við reddum því óleysanlega? Það er staðreynd, að erfiðis- vinna hefur aldrei skaðað nokkurn mann — en því að taka áhættuna? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I spili dagsins gaf suöur þá skýringu á lokasögn sinni, að þar sem þetta var síðasta spil í tvímenningskeppni og nokkur undanfarin spil höfðu ekki gefið nægilega góða skor, var toppur nauðsynlegur til að eiga sigur- möguleika. Og varnarspilararnir hafa ábyggilega ekki verið ánægðir með sína einkunn. Austur gefur, norður og suður á hættu. Norður S. 972 II. KDG4 T. K1075 L. KD Vestur S. Á4 II. Á1062 T. G64 L. G953 Austur S. K II. 9753 T. Á9832 L. 864 Mig fór að gruna hann, er hann gaf skemmtisnekkj- unni nafnið Gullbára en málaði nafnið mitt á jull- una. Úr ýmsu í annað „Mig langar til að leggja orð í belg um þau mál, sem eru efst á baugi meðal þjóðarinnar og hið háa Alþingi er að ræða um. Er þá fyrst skattafrumvarpið. Vísa ég þar til greinar Þórðar á Látrum um það mál og er ég honum alveg sammála. Er maður ekki látinn skrifa undir skatta- skýrsluna með drengskap í huga? En það nægir ekki ef tekjurnar eru ekki eins miklar og skattayfir- völdum hentar, þá er bætt við gervitekjum og lagt á þær. Sem sagt, maður er alveg óvarinn fyrir kerfinu. Get ég sjálfur dæmt um það, haf sjálfur orðið að borga söluskatt og viðurlög af sömu krónunni oftar en einu sinni, þó ég hafi ekki vitað um að ég skuld- aði neitt. Vona ég að þingmenn hugsi sig vel um áður en þeir samþykkja lög sem heimila gervi- tekjur tekjulítiila manna. Þá er það bjórtillagan hans Jóns G. Sólness, flokksbróður míns. Vona ég að Alþingi okkar sé þannig skipað að við þurfum ekki að skammast okkar fyrir það. Ef bjórtillagan verður samþykkt tel ég alþingismenn stíga stórt spor aftur á bak. Vona ég að sú ógæfa hendi ekki þingmenn. Allir, sem ég hefi talað við, álíta að það muni auka drykkju en ekki minnka. Góðir alþingismenn — látið ekki Kröflu-ævintýrið endurtaka sig í bjór. Þriðja málið sem mig langaði til að minnast á er kjördæmamálið. Ég hélt að þingmenn hefðu um annað að fjalla en reikna út hvað þeir geti tekið marga þingmenn af okkur Vestfirðingum og sent þá suður. Mig langar til að spyrja þá háu herra sem mest berjast fyrir hreppaflutningi þingmanna hvort nokkuð minna útflutnings- verðmæti sé á bak við hvern þing- mann Vestfirðinga (5) en á bak við þingmenn t.d. Reykjavíkur (12)? Landskjörna þingmenn tel ég ekki með því það er bara heppni hvers kjördæmis hvar þeir lenda. Ég er á móti öllum landshlutaríg og ber mikla virð- ingu fyrir Roykjavík — tel ég hana hafa það margt fram yfir okkur úti á hjara og held ég að henni yrði ekkert betur borgið þó hreppaflutningur þingmanna færi fram, nema síður væri. Ég Suður S. DG108653 II. 8 T. D L. Á1072. Sagnir spilaranna í suður og norður urðu æði glannalegar en austur og vestur sögðu alltaf pass. Suður opnaði á einum spaða, norður tveir tíglar og suður stökk í þrjá spaða, sem norður hækkaði í fjóra og bjóst eðlilega við, að það yrði lokasögnin, Nei, ekki aldeilis. Suður skellti sér í sex spaða og spilaði þá — ódoblaða. Austur leit undrandi á félaga sinn þegar hann spilaði út tromp- ásnum og lækkaði heldur betur í sæti sínu þegar hann spilaði aftur trompi, sem suður tók í blindum. Eftir dálitla umhugsun lét austur lágt þegar suður spilaði lágum tigli frá blindum og þá voru slagirnir orðnir ellefu. Suður fór nú inn á blindan á lauf og spilaði aftur lágum tígli frá kóngnum. En nú stóðst austur ekki mátið og lét ásinn. Þetta var þriðja villa varnarspilaranna — einmitt það sem sagnhafi þurfti. Hann trompaði og lét hjartatap- slag sinn í tígukónginn. Unnið spil. Spil þetta kom fyrir síðastliðið haust i Stokkhólmi og skaut spilurunum í norður og suður upp í efsta sæti í keppninni. ROSIR - KOSSAR - OG DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Krist|ónsdóttír þýddi 63 niðri.. ásamt rneð Birni Udgren, sem héit á skóflu 1 hendinni og svart hárið var úfið. Hann hafði grafið upp leir- gólfið I kjallaranum og ( birt- unni frá luktunum tveimur benti Björn á tvær holanna og sagði blæbrigðalausri röddu: — Þetta er taskan. Ég veit að þetta er rétta taskan, þvf að afi hefur lýst henni fyrir mér. Hún er úr blikki og þvf sæmilega heil ... það er aftur á móti verra .. með hana... Og svo starði hann þurrum augum niður í gröfina fyrir fót- um sér. Það eina sem eftir var af hinni fögru Gertrud voru nokkrir ijósir hártoppar, sem fyrir tuttugu og tveimur árum höfðu verið eins og lýsigull i augum aðdáenda hennar. Höfuðið var orðið að berri hauskúpu sem virtist glotta við okkur 12. kafli Við stóðum 1 rigningunni úti fyrir jarðhýsinu og hlustuðum á Björn Udgren og ég var hissa á þvf, hversu vel honum tókst að gæta stillingar sinnar. — Ég vissi það, sagði hann stuttlega. — Sfðan ég var smá- patti hef ég verið að velta fyrir mér hvarfi móður minnar. Og ég hef vitað með sjálfum mér frá fyrstu tlð að hún hefði ekki verið i burtu svona lengi — af fúsum vilja. Ég held ekki að nokkur maður geri það, að minnsta kosti ekki nema láta heyra frá sér llfsmark og sér- staklega þegar viðkomandi á barn sem eftir flestu að dæma er þvf mjög kært. Ég var sann- færður um að annaðhvort hefði hún svipt sig Iffi, eða henni hefði verið rutt úr vegi. Þegar ég var heima á sumrin, reíkaði ég um og leit á hvern þann stað f skóginum, þar sem einhver ummerki voru. eftir að þar hefði vérið gert jarðrask og ég velti án árangurs fyrir mér hvernig að þessu hefði verið staðið... En svo fékk ég hug- mynd um daginn. Þegar Pia sagði mér frá þvf að frænka hennar hefði lagt stjörnu og þau undarfegu orð sem hún lét falla um kjallara... Við vitum að Fanny frænka er talin vita lengra en nef hennar nær og þvf hugsaði ég með mér að það væri að minnsta kosti þess virði að ég athugaði það nánar. Fyrsta hugsun mfn beindist að kjallaranum undir herragarð- inum, en eins og alkunna er fékk ég ekki ráðrúm til að ljúka athugunum mfnum þar... Hann brosti gleðilaust og hélt áfram frásögn sinní: — Og það sem gaf mér hug- myndina að leita hérna á þess- um slóðum var satt að segja dálftið sem afi sagði. Hann tal- ar oft um mömmu og hann seg- ir alltaf það sama — svo að ég verð að viðurkennaað ég legg ekki alltaf við hiustir. Én f gær- morgun fór hann allt f einu að tala um, að mömmu hefði þótt ákaflega gaman að koma hér upp á eyðibýlið og tfna blóm. Þá mundi ég eftir jarðhýs- inu... Og svo skaut Pia upp kollinum úti á Odda, þegar ég var að fara f „kjatlaraleiðang- ur“ minn og þar sem ég trúði þvf vfst ekki f neinni alvöru að ég myndi verða neins vfsari, sagði ég henni frá mfnum óljósa grun og hvað ég ætiaðist fyrir. Hún hefur verið mjög dugleg að hjálpa mér að grafa hér og hvar og auðvitað fannst henni þetta allt feikilega spennandi — alveg þangað til leynilögregluleikurinn varð að beizkum raunveruleika fyrir okkur bæði. Mér þykir mjög leiðinlegt að hún skyldi vera viðstödd og ég vona að þið trúið þvf... Pia hafði náð sér það að við ákváðum að reyna að komast eins fljótt og auðið yrði aftur á herragarðinn og þaðan gætum við svo hringt til Anders Löving. Við lokuðum dyrunum niður f jarðhýsið og stauluð- umst sfðan af stað heimleiðis gegnum skóginn. Við fórum framhjá húsinu á Odda án þess að vekja Kalla. Við hugsuðum sem svo að hann fengi þessar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.