Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 21 Ogrun á norðurvængnum: BANDARÍSKA tímarit- ið Time birti í síðustu viku grein, sem fjallar um þrýsting Sovét- ríkjanna á Noreg og Danmörku á norður- væng NATO undir fyrirsögninni: „Ögrun á norðurvængníim". Fer grein þessi hér á eftir þýdd og endur- sögð. Þrisvar í mánuði að meðaltali þurfa norskar herþotur að bægja sovézkum könnunarþotum af Badgergerð frá norskri lofthelgi. Badgerþotan hefur sig yfirleitt til flugs frá stærsta herflugvelli heims skammt frá Murmansk á Kolaskaga og rétt eftir flugtak berast boð um ferðir hennar til norskra ratsjár- stöðva í snæviþöktum fjöllum N- Noregs. Skyndilega beygir sovézka er í dag, er Ijóst, að við þurfum ekki á næstunni að óttast stórfellda árás yfir austurlandamærin, en munum stöðugt angraðir af óljósu ástandi á báðum varnarvængjum bandalags- ins.” í norðri er það Noregur, sem finnur mest fyrir síðasta uppátæki ráðamanna I Moskvu hvað þetta snertir. Sovétmenn halda nú tvisvar á ári meiriháttar flotaæfingar undan ströndum Noregs, stundum með allt að 50 skipum, sem er svipaður fjöldi og er » öllum Miðjarðarhafs- flota Sovétmanna. Hins vegar er þessi skip>afjöldi aðeins brot af þeim 180 kafbátum og 51 herskipi, sem bækistöð eiga í Murmansk og eru meginkjarni kjarnorkuvopnaflota Sovétríkjanna Norskir eftirlitsmenn geta gegnum sjónauka fylgzt með síauknum landgönguæfingum Sovétmanna á Kólaskaga rétt við landamæri Noregs og það er opin- bert leyndarmál að sovézkir kjarn- orkukafbátar eru tíðir gestir inni á fjölmörgum fjörðum Noregs Anders C Sjaastd. sem vinnur að rannsókn- Kortið sýnir flug og siglingaleiðir Rússa á norðurvæng NATO. Danir og Norðmenn finna áþreifanlega fyrir auknum hernaðarumsvifum Rússa þotan til austurs og samstundis gellur viðvörunarkerfið á norskum herflugvelli i nokkur hundruð milna fjarlægð Tvær norskar þotur af gerðinni F 104G Starfighter geysast I loftið og eru eftir örfáar minútur komnar upp að sovézku þotunni, önnur rétt fyrir framan hana, hin fyrir aftan Norski flugmaðurinn fyrir framan vaggar vængjum sinum til að gefa sovézka flugmanninum bendingu um að snúa til baka áður en hann rjúfi norska lofthelgi Þegar Sovétmaðurinn virðir fyrirmælin ekki lætur Norðmaðurinn vél sina siga undir Badgerþotuna og lyftir siðan væng sinum þannig að hann er aðeins örfáa þumlunga frá væng sovézku vélarinnar. unz flugmaðurin neyðist til að vikja Hættulegur leikur Þessi hættulegi leikur gerist eins og fyrr segir að meðaltali þrisvar I mánuði og er liður i auknum þrýst- ingi Sovétrlkjanna á norðurvæng Atlantshafsbandalagsins Danir hafa einnig orðið varir við þennan aukna þrýsting einkum vegna þess að Dan- mörk liggur við op hinnar mikil- vægu siglingaleiðar úr Eystrasalti út á Atlantshaf. Þar að auki senda Sovétmenn kjarnorkukafbáta sina stöðugt lengra norður í ís-hafið Alexander Haig. yfírhershöfðingi herafla Bandamanna i Evrópu, sagði nýlega um spennuna á báðum endum varnarlinu NATO: „Ef litið er á hvernig herstjórnarlegur jöfnuður ■w* ^4^ *l ¥ j^SSBS'Skr Norsk Starfighterþota beinir sovézkri þotu frá norskri lofthelgi. arstörfum hjá Alþjóðamálastofnun Noregs, segir: „Sovétmenn hafa breytt stöðu sinni úr varnarstöðu i sóknarstöðu." Flóknar og erfiðar deilur Ýmsum kann að finnast að það væri nægilegt fyrir Norðmenn að hafa yfir höfði sér svo alvarlega hernaðarhótun. en auk þess hafa Norðmenn átt í langvarandi og erfið- um deilum við þennan risastóra nágranna sinn vegna landamerkja- mála og diplómatamála Við- kvæmasta málið er hvernig land- grunninu á Barentshafi skuli skipt milli þjóðanna tveggja og eftir 7 ára samningaumleitanir hefur enginn árangur náðst að sögn háttsetts norsks embættismanns. Það gerir málið mun erfiðara, að Sovétrlkin þurfa að standa tryggan vörð um hina hernaðarlega mikil- vægu stöðu I Murmansk, svo og árekstrar vegna fiskveiðiréttinda og hugsanlegar gas og oliulindir á um- deilda svæðinu, sem nær yfir um 60 þús fermllur Eitt deiluefnið til við- bótar er Svalbarði. sem gert var að hlutlausu svæði skv 40 þjóða sátt- málanum frá 1920. en sett undir norsk yfirráð Rússar halda stöðugt áfram að þrýsta á norsku stjórnina um að þeir fái „sérsamning', sem myndi tryggja þeim efnahagsleg réttindi á eynni Þrátt fyrir að Norð- menn hafi hafnað þessu hafa Rússar engu að slður 3400 manna lið á eynni, flesta sem illa dulbúna óbreytta borgara á móti 1000 Norð- mönnum, sem þar búa Ljóst er að vera þeirra á að halda Norðmönnum frá þvi að fylgjast með hernaðarum- svifum á Kólaskaga og halda opinni siglingaleiðinni frá Barentshafi inn á N-Atlantshaf, þvi eins og norskur herforingi sagði nýlega, er Svalbarði hliðiðað Kólaskaga fyrir Rússa Danir eiga ekki I svæða- eða dipló- matadeilum við Sovétmenn, en þeir eru engu að siður mjög órólegir yfir vaxandi nærveru sovézka flotans undan ströndum Danmerkur og danskir flugmenn þurft oft að gripa til sömu ráða og norskir frændur þeirra til að koma i veg fyrir að sovézkar flugvélar rjúfi danska loft- helgi „Yom Kippur einkenni" Siglingar herskipa Varsjárbanda- lagsins undan ströndum Danmerkur hafa einnig aukizt verulega Sovézk, pólsk og a-þýzk herskip eru nú árið um kring Eystrasaltsmegin við dönsku sundin og sovézkir tundur- spillar halda uppi eftirliti á Skagerak i mai—október á hverju ári og geta þannig fylgzt nákvæmlega með allri umferð inn og út úr Eystrasalti Sovézkar landgönguæfingar færast einnig stöðugt nær ströndum Dan- merkur og á sl. ári héldu Rússar I fyrsta skipti meiriháttar flotaæfingu undan V-strönd Danmerkur Hátt- settur danskur embættismaður sagði nýlega: „Það leikur ekki Framhald á bls. 24. Kosníngabarátta hafin í Hollandi liaag, 23. marz. Reuter. KOSNINGABARATTA er hafin í Hollandi þar sem stjórn fimm mið- og vinstriflokka undir for- ystu Joop den Uyls forsætisráð- herra hefur sagt f sér, nfu vikum áður en ganga á til kosninga. Ástæðan er sú að f jórir ráðherr- ar kaþólskra og tveir ráðherrar mótmælenda neituðu að sam- þykkja umdeilt frumvap stjórnarinnar um breytingar á jarðnæðislögum. Þessir ráðherrar eru undir for- ystu Andrreas van Agt og halda því fram að frumvarpið geri ekki ráð fyrir nógu háum skaðabótum til eigenda lands sem þeir verða þvingaðir til að selja. Júlianna drottning hefur beðið stjórnina að sitja áfram við völd til bráðabirgða og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þing skuli rofið. Den Uyl hafði gert sér vonir um að fá þingið til að samþykkja ýmis umbótafrumvörp fyrir kosningarnar og mun nú ráðfæra sig við leiðtoga þingflokka um hvaða frumvörp sé unnt að fá samþykkt. Ástæðan til falls stjórnarinnar er talin vaxandi misklíð Verka- mannaflokks den Uyls og svo- kallaðra trúarflokka kaþólskra og mótmælenda vegna vænatanlegra kosninga. Þriðji trúarflokkurinn, flokkur kalvínista, er í stjórnar- andstöðu, en flokkarnir gerðu með sér kosningabandalag í fyrra. Stjórn den Uyls var mynduð í maí 1973 eftir samningaviðræður sem stóðu hálft ár og hafði á bak við sig 97 þingenn af 150. Verkamannaflokkurinn hefur 43 þingsæti. Formaður hans, frú Ien van den Huvel, sagði að sam- vinna milli Verkamannaflokksins og trúnaðarflokkanna myndi reynast erfið í framtíðinni vegna þess hvernig fall stjórnarinnar bar að höndum. Frændi Djilas tekinn Belgrad. 23. marz. Reuter. JÚGÓSLAVNESKA lög- reglan hefur handtekið lögfræðinginn Vitomir Djilas, frænda andófs- mannsins og rithöfundar- ins Milovan Djilas, og gefið honum að sök að hafa rekið fjandsamlegaan áróður gegn rikinu. Vitomir Djilas hefur ver- ið í haldi síðan 14. marz í Titograd, höfuðborg Montenegro, samkvæmt áreiðanlegum heimildum, en hann hefur ekki verið formlega ákærður og hand- taka hans hefur ekki verið opinberlega staðfest. Milovan Djilas hefur sætt harðri gagnrýni yfirvalda þar sem hann hefur haldið því fram að pólitiskir fangar i Júgóslvaiu séu tiltölulega eins margir og í Sovét- ríkjunum og að yfirvöld hefti utanlandsferðir menntamanna sem gagnrýni stjórnina. Gagnrýni Djilasar hefur valdið fyrirvöldum áhyggjum þar sem í sumar á að halda ráðstefnu i Belgrad i framhaldi af Helsinki- ráðstefnunni 1975 og ráðamenn óttast að hún snúist upp í deilúr um mannréttindamál. Þeir óttast líka að stjórn Júgóslavfu verði gagnrýnd fyrir meðferð pólitískra fanga og andófsmanna. Vitomir Djilas hefur oft hitt Milovan Djilas þegar rithöfundur- inn hefur komið frá Belgrad til Montenegro þar sem hann er fæddur. Annars er ekki nákvæmlega vit- að um efni ákærunnar á hendur Vitomir Djilas. Nýir kippir r í Iran Teheran, 23. marz. Reuter. NÝIR kippir fundust í dag á suðurströnd írans eftir nokkra jarðskjálfta sem hafa orðið 83 manns að bana, en þeir ollu ekki manntjóni að sögn íranska útvarpsins. transkeisari var i orlofi ásamt fjölskyldu sinni á eynni Kish á Persaflóa, skammt frá upptökum jarðskjálítans sem olli eyðilegg- ingu margra húsa í þorpum um- hverfis hafnarborgina Bandar Abbas. Keisarinn var að halda upp á írönsku áramótin (Nowruz) eins og margir :ðrir landar hans en hvorki hann né fjölskylda hans mun hafa sakað í jarðskjálftanum sem mældist sjö stig á Richters- kvarða. Hins vegar sagði íranska út- varpið: „Hjarta keistarans og þjóðarinnar skalf við fyrstu kipp- ina.“ Utvapið sagði að enn væri verið að grafa lík upp úr rústum húsa sem hrundu og 'að skjótar björgunarráðstafanir hefðu kom- ið i veg fyrir að manntjón yrði meira. Gundelach: Tímasprengja undir EBE Luxemborg, 23. marz. Reuter EVRÓPUÞINGIÐ setur tíma- sprengju undir landbúnaðar- stefnu 'Efnahagsbandalagsins ef það samþykkir 5% meðalhækkun landbúnaðarafurða, að þvf er Finn Olav Gundelach, land- búnaðarfulltrúi bandalagsins, sagði þinginu (dag. Stjórnarnefndin vill aðeins 3% hækkun og búizt er við að at- kvæðagreiðslan verði tvisýn. Sósialistar og ihaldsmenn, yfir- leitt brezkir, munu aðallega greiða atkvæði gegn 5% hækkun, auk nokkurra frjálslyndra. 5% hækkun mun aðallega njóta fylgis kristilegra demókrata, gaullista og kommúnista. Hins vegar hefur þingið ekkert vald til að breyta ákvörðunum stjórnarnefndarinnar þótt reglur segi til um að hafa verði þingið með i ráðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.