Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 19 ( land og þjóð FORSTOÐUMAÐUR Norræna hússins, Erik Sönderholm, er mörgum tslendingum að gódu kunnur. Hefur hann verið for- stöðumaður hússins frá því í ágúst 1976, en um 7 ára skeið var hann sendikennari við Há- skóla íslands. Er hann lærður í bókmenntum frá Kaupmanna- hafnarháskóla, en þar stund- aði hann á sínum tíma nám í íslenzku undir handleiðslu Jóns Helgasonar og Bjarna Einarssonar. Erik tjáði blm. að honum hefði alltaf verið ís- land hugleikið, og hann hefði alltaf viðhaldið tengslum við land og þjóð þann tíma sem hann starfaði ekki hér. Hefur hann t.d. þvtt 8 bækur eftir Halldór Laxness, og koma tvær til viðbótar út í apríl í tilefni 75 ára afmælis Laxness. Þá hefur Erik þýtt 5 aðrar ís- lenzkar bækur á dönsku. Sagð- ist hann ætla að binda endi á þýðingar þar sem hann væri búinn að fá nóg af því, en i staðinn ætlar hann að semja bækur, og er hann í augnablik- inu einmitt að semja bók um Halldór Laxness. Alltaf viðhaldið tengslum við norræn dagblöð, sem hingað koma daglega með flugpósti. Óhætt er að segja að margir not- færi sér þessa þjónustu. Fyrir ut- an svo sýningarsalinn í kjallaran- um, bókasafnið og konsertsalinn er einnig í húsinu lítið fundarher- bergi. Þá eru tvö gestaherbergi i húsinu. Eru þau leigð Norrænum visindamönnum og listamönnum sem hingað koma til að vinna að íslenzkum verkefnum. Að jafnaði er eftirspurn eftir þessum her- bergjum mikil, enda ódýr, og væri jafnvel grundvöllur að hafa þau fleiri." Tengslin við Háskólann mikilvæg „Sjálfur tel ég að efla beri tengsl Norræna hússins og Há- skóla íslands, þó svo að fyrirrenn- arar mínir hafi jafnvel haft þar aðra skoðun á. Það hafa alltaf verið nokkur tengsl á milli þess- ara stofnana þar sem norrænn sendikennari við Háskólann hef- ur að jafnaði haft aðstöðu og aðsetur hér í húsinu. Þá hefur námsmönnum við Háskólann allt- af staðið opin öll aðstaða hér sem þeir hafa getað notfært sér vegna námsins. Og eins og ég sagði áðan þá er Norræna húsið hálfgerð eyðieyja hér, séu tengsl við borg- ina höfð íhuga, og þykir mér því enn eðlilegra að tengslin við Há- skólann séu efld og styrkt," sagði Erik er við spurðum hann um samskipti Háskóla íslands og Nor- ræna hússins. Ánægja með starf hússins „Það er Nordiska ministerrádet sem ber ábyrgðina á rekstri húss- ins og ákvarðar þvi fjármagn. Að mestu leyti er starfssemin fjár- mögnuð með fé hinna Norður- landanna, þ.e. Sviþjóðar, Dan- merkur, Finnlands og Noregs, og er hlutfall islands t.d. aðeins 0.9%. Sem stendur er þetta eina hús sinnar tegundar á Norður- löndunum, en verið er að fram- kvæma hugmyndir um sams kon- ar starfsemi i Þórshöfn í Færeyj- um. Þá eru uppi hugmyndir um myndlistarhús i Helsinki sem yrði n.k. samnorræn myndlistarstofn- un. Hvað árangur af starfi hússins snertir, þá held ég að menn séu yfirleitt ánægðir með Feksturinn og starfið, þótt alltaf vildu menn að fleiri neyttu þess sem boðið er upp á. í upphafi efuðust margir um að stofnun sem þessi ætti rétt á sér, og menn trúðu margir ekki á að þetta mundi takast. En ég held að í dag efist enginn um mikilvægi og ágæti stofnunar sem þessarar hér á landi,“ sagði Erik Sönderholm að lokum. ágas Veitingabúð Norræna hússins nýtur að jafnaði vinsælda meðal náms- manna Háskðla Islands og Reykvfkinga, svo sem þessi mynd ber með sér. ■ Sveit Björns Eysteinssonar R ey k j anesm eist ari ÚRSLIT Reykjanesmótsins í sveitakeppni 1977 er lokið og bar sveit Björns Evsteinssonar sigur úr býtum, eftir harða keppni við sveit Armanns úr Kópavogi. Þessar tvær sveitir mættust I sfðasta leiknum og mátti ekki milli sjá, enda lauk leiknum með jafntefli. Sigur- sveitina skipa þessir: Björn Eysteinsson fyrirl. Ólafur Val- geirsson, Árni Þorvaldsson, Sævar Magnússon, Bjarni Jóhannsson, Magnús Jóhanns- son. 6 efstu sveitirnar öðluðust rétt til þátttöku í undankeppni íslandsmóts sem hefst í páska- vikunni. Heildarúrslit urðu þessi: Stig 1. Björn Eysteinsson, Hafnarfirði 129 2. Ármann J. Lárusson, Kópavogi 126 3. Jóhannes Sigurðsson, Suðurnes. 103 4. Ragnar Björnsson, Kópavogi 97 5. Bogga Steins NPC Suðurnes 89 6. Vigfús Pálsson, Kópavogi 83 7. Sigurhans Sigurhansson, Suðurnes 82 8. Guðni Þorsteinsson, Hafnarfirði 65 9. Dröfn Guðmundsdóttir, Hafnarfirði 52 10. Þorlákur Jónsson, Kópavogi, 51 Sveit Hallbjörns Kristjánssonar sigraði á Blönduósi LOKIÐ er sveitakppni Bridge- félags Blönduóss 1977. Þátttak- an var óvenju léleg, aðeins 6 sveitir. Keppnin um fyrsta sætið var mjög hörð. Var hún milli sveita Hallbjörns og Guðmundar. Spiluðu sveitirnar saman í síð- ustu umferðinni og höfðu þá báðir hlotið 73 stig. Úrslitin urðu þau að sveit Hallbjörns Kristjánssonar sigraði, hlaut 93 stig. í sveit með Hallbirni eru: Ari H. Einarsson, Eggert Guðmunds- son og Vilhelm Lúðvíksson. Röð sveitanna var annars þessi: Stig Guðmundar Theodórssonar 73 Sigurðar H. Þorsteinssonar 54 Jóns Arasonar 37 Kristínar Jóhannesdóttur 34 Knúts Berndsen 9 Nú stendur yfir minningarmót um Ara Her- mannsson og Jónas Halldórsson og er keppnin i formi einmenn- ings. Að minningarmótinu loknu verður spiluð meistara- keppnin í tvímenningi. Hörkubarometer hjá Asunum 14 umferðum er nú lokið af 23 í Barometer-keppni Ásanna og hafa þeir feðgar Ólafur og Lárus enn forystu. Stig efstu para er nú eftir þessari röð: 1. Ólafur Lárusson Stig — Lárus Hermannsson 1051 2. Ármann J. Lárusson — Sigurður Sverrisson 1043 3. Þorlákur Jónsson — Haukur Ingason 1012 4. Jón Páll Sigurjónsson — Guðbr. Sigurbergsson 996 5. Magnús Aspelund — Steingrimur Jónasson 981 6. Karl Adólfsson — Georg Sverrisson 974 Meðalskor er 924 stig. S.l. laugardag tókum við á móti Borgnesingum og var spil- að á 6 borðum. Að „venju" — bárum við sigur úr býtum, sigr- uðum á 5 borðum en töpuðum á 1 borði. Ásar 83 stig, Borgnes- ingar 37 stig. Spilað er um far- andgrip sem Þorfinnur Karls- son, Ásum, gaf. Bridge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Heilsuræktin Heba Nýtt námskeiö í leikfimi og megrun hefst 4. apríl. Innritun er hafin í síma 42360. Pantiö tímanlega. Heilsuræktin Heba, Auðbrekku 53, Kópavogi. # Urval af fermingarfötum úr riffluðu flaueli og terylene-efnum. Fermingar: Skyrtur, slaufur, skór. PSBÍDBP j Sg Q o^histurstræú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.