Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 33 YFIRLIT VFIR FRAMLEIÐSLUAÐFERÐIR OG MENGUNARVARNIR Heilbriggiseftirlit ríkisina VIÐ ALIÐNAÐ 1 NOKKRUM LÖNDUM Land Framl. geta þús. tonn/ár Fjöldi verk- smiðja Verksmiðj. án nokkurs hreinsi- búnaðar Verksmiðj. með Söder- berg ofna Verksmiðjur me o ) ð forbökuð skaut ' H1iðarþjónuð Miðjuþjónuð Heildarfj. M/lokuð ker Heildarfj. M/lokuð ker U. S. A. 4569 31 O 12 6 4 16 16 Canada 1067 6 ob) 6 1 1 O 0 Japan 1474 13 O 9 5C) 5 O 0 Þýskaland 764 10 0 2 7 4 2 2 Noregur 723 8 o 7 2 ld) '2 2 ísland 74 r~ 1 * 0 1 0 0 0 a) Einstaka verksmiðjur hafa bæði Söderberg ofna og ker með forbökuðun skautum. b) Ein verksmiðja er einungis með hreinsun~á hluta útblásturs. c) Um er að ræða ker með forbökuð skaut, en ekki er kunnugt með vissu um skiptingu milli hliðarþjónaðra og miðjuþjónaðara. d) ófullkomin lokun kerja. Aths. Yfirlit^þetta er samið samkvaant upplýsingum sem Heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur aflað ser frá stofnunum erlendis sem með mengunarmál fara. Sökum örrar þróunar og stöðugra breytinga er ekki unnt að ábyrgjast, að um minniháttar frávik geti verið að ræða. að vera hægt að halda uppi skipu- legu og raunhæfu eftirliti með hinum mörgu málaflokkum er undir stofnunina heyra. Hreinsibúnaður Með tilvisun til reglugerðar númer 164 um varnir gegn meng- un af völdum eiturefna og hættu- legra efna og laga númer 79/1966 um lagagildi samnings milli ís- lensku rikisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Ltd. um ál- bræðslu við Straumsvík, ritaði ís- lenska álfélagið þáverandi heil- brigðismálaráðherra bréf, dags. 31/10 1972 og gerði grein fyrir áformum sínum um byggingu hreinsibúnaar við álbræðsluna. Segir svo orðrétt í lok þessa bréfs: „Að lokum vill ísal taka fram að félagið er reiðubúið til að gera allar eðlilegar ráðstafanir til að hafa heimil á og draga úr skaðleg- um áhrifum af rekstri bræðslunn- ar í samræmi við góðar venjur í iðnaði í öðrum löndum við svipuð skilyrði I góðri samvinnu við stjórnvöld". Er hér um að ræða ítrekun á þriðju málsgrein 12. greinar í samningi Swiss Aluminium Ltd. og íslensku ríkis- stjórnarinnar. Áðurnefnt bréf ísals var sent heilbrigðiseftirlitiríkisins til um- sagnar og veitti stofnunin umsögn sina um mengunarhættu við ál- verið í bréfi dags. 22/1. 1973. Taldi stofnunin óhjákvæmilegt að sett yrðu upp hreinsitæki við ál- verið I Straumsvík og að mál þetta þyldi enga bið umfram það sem tæknileg vandamál gerðu nauð- synlegt. Á grundvelli þessa, var Islenska álfélaginu með bréfi ráðunéytisins, dags. 31/1 1973 gert að setja upp búnað til hreins- unar á flúorsamböndum úr ræsti- lofti verksmiðjunnar. Kveðið var á um að fullt samráð yrði haft við Heilbrigðiseftirlit rikisins um á hvern hátt úrbætur skyldu úr garði gerðar. Sendi Islenska álfél- agið i framhaldi af þessu Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu bréf, dags. 28/3 1973, þar sem staðfest er, að sett verði upp hreinsitæki í Straumsvik og því verki hraðað svo sem tæknilegar ástæður leyfa, og að haft verði fullt samráð við He.ilbrigðiseftir- lit ríkisins í þessu efni. Það skal tekið fram, að þrátt fyrir bréfa- viðskipti þessi, létu forráðamenn álversins ítrekað í ljós það álit sitt að réttarstaða ísals færi eftir ákvæðum fyrrnefnds samnings milli ríkisstjórnarinnar og Alu- swisS og að fyrirtækið þyrfti ekki starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 164/1972. I fyrrnefndu bréfi isals, dags 31/10 1972, er skýrt frá því að gerður hefði verið samningur við islenskan uppfinningamann um þróun nýrrar gerðar hreinsi- tækja. Tilraunir með tæki þessi stóðu siðan yfir fram á seinni hluta árs 1974 eða i tæp tvö ár. Skituðu tilraunir þessar ekki til- ætluðum árangri, hvað hreinsi- hæfni snertir. Hreinsitæki þessi eru að mati Heilbrigðiseftirlits ríkisins mjög athyglisverð og lík- legt að nota megi þau með góðum árangri þar sem réttar aðstæður eru fyrir hendi. Ljóst mátti hins- vegar vera forráðamönnum ál- versins frá upphafi að notkun álversins frá upphafi að notkun þeirra var ekki raunhæf við þær aðstæður sem fyrir hendi eru í kerskála álversins, þar sem hreinsa þarf gríðarlegt loftmagn (17—18 millj. m3 klst.) hver svo sem niðurstaða tilrauna hefði orð- ið, hvað hreinsihæfni snertir. Skulu tilgreindar hér nokkrar ástæður: 1. Notkun tækjanna hefði fyrir- sjáanlega krafist geysimikils raf- afls, þ.e. um og yfir 40 MW. 2. Notkun tækjanna hefði ekki leitt til minni mengunar í and- rúmslofti starfsmanna i kerskála. Þvert á móti er líklegt að notkun þeirra hefði leitt til verra ástands en áður var. 3. Þegar ákvörðun um tilraunir þessar var tekin, var álvinnslan í lokuðum kerjum með hriensun útblásturs i svonefndum þurr- hreinsibúnaði þegar hafin i ýms- um verksmiðjum. Slíkur búnaður hefur augljósa kosti, m.a. þann að mjög dregur úr mengun i and- rúmslofti starfsmanna í kerskála. Mátti ljóst vera á þessum tima, hvert stefndi i þróun þessara mála i heiminum. i október 1974 tilkynnti isal Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu að ákveðið hefði ver- ið að hverfa frá áætlun um notk- un hreinsitækja Jóns Þórðarson- ar. í nóvember var síðan lögð fram áætlun um lokun rafgrein- ingarkerja álversins og uppsetn- ingu þurrhreinsibúnaðar. Lýsti Heilbrigðiseftirlit ríkisins sig sammála því að þessi leið yrði farin. Mótaðist afstaða stofnunar- innar m.a. af þvi að slíkur búnað- ur dregur úr mengun í andrúms- lofti starfsmanna i kerskála verk- smiðjunnar. Gert var ráð fyrir því i áætlunum fyrirtækisins, að árið 1975 færi í tilraunir með þekjur og að hreinsibúnaður yrði kominn i fullan rekstur fyrir allt álverið um áramótin 1977/78. Er skemmst frá því að segja að til- raunir þessar drógust á langinn, auk þess sem fjármagn til þeirra var skorið niður og dregið var úr umfangi þeirra. Hófst tilrauna- rekstur ekki fyrr en í byrjun árs 1976 og stóð einungis í 4lA mánuð. Jafnframt var einungis byggt yfir tvö ker i stað fjögurra í uppruna- legri áætlun. Lét álverið af hendi skýrslu um tilraunir þessar í ágúst 1976. Er þar komist að þeirri niðurstöðu, að þekjurnar henti ekki aðstæðum i Straums- vík að öllu leyti og að með þeim verði ekki unnt að uppfylla þær kröfur um hreinsihæfni sem fram hafi verið settar af heilbrigðis- yfirvöldum. Fyrir síðastnefndu ályktuninni eru þó ekki færð óyggjandi rök á grundvelli mæl- inga eða á annan hátt. Ennfremur er komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé nú að gera áætlun um nýjar tilraunir með lokun kerjanna og breytta fram- leiðsluhætti til þess að koma megi við fullkominni hreinsun. Með kröfum heilbrigðisyfirvalda er hér átt við bréf Heilbrigðiseftir- lits ríkisins til ísal, dags 18/8 1975, þar sem stofnunin, að höfðu samráði við Náttúruverndarráð og Heilbrigðismálarð Hafnar- fjarðar, lét i ljós álit sitt á þvi, hvaða árangri beri að ná með hreinsibúnaðinum með hliðsjón af þróun þessara mála í öðrum löndum. Var þetta gert i samræmi við fyrrnefnt bréf Heilbrigðis- og tryggingamálaráðueytisins, dags. 31/10 1973, þar sem mælt er svo fyrir um, að úrbætur í mengunar- málum álversins skuli gerðar í samráði við Heilbrigðiseftirlit ríkisins. Framangreind atburðarás sýnir glöggt, að bygging hreinsibún- aðar hefur ekki haft fullan for- gang hjá forráðaönnum álversins og að fullar efndir hafa ekki verið á fyrirheiti þvi, sem gefið var í áðurnefndu bréfi álversins 31/10 1972. Á hjálögðu yfirliti er greint frá framleiðsluháttum og mengunar- vörnum í nokkrum löndum þar sem álframleiðsla er stunduð. Nær yfirlit þetta til allra starf- andi verksm. i þessum löndum, 1975 (68 verksm.) Sýnir yfirlitið að engin þeirra er rekin með sama hætti og verksmiðjan í Straumsvik, þ.e. án nokkurs hreinsibúnaðar. Fram kemur einnig að méstur hluti verksmiðja sem nota hliðstæðar framleiðslu- aðferðir eru með lokuð ker, en það stuðlar að bættum mengunar- vörnum og dregur úr mengun í andrúmslofti starfsmanna. Nokkrar verksmiðjur hafa ein- ungis hreinsun í rjáfri kerskála, en slíkt þykir úrelt orðið og er víðast hvar í þessum verksmiðj- um unnið að því að kerjum verði lokað. Sumar verksmiðjanna hafa bæði lokuð ker með fullkominni hreinsun í þurrhreinsibúnaði og hreinsun með vatnsúðun í rjáfri kerskála. íslenska álfélagið hefur nýver- ið sent ríkisstjórninni áætlun um lokun rafgreiningarkerja samfara hreinsun útblásturs i þurrhreinsi- búnaði og breyttum framleiðslu- aðferðum. Er gert ráð fyrir af rafgreiningarkerjum verksmiðj- unnar verði breytt í miðjuþjónuð ker, en það þýðir, að unnt verður að bæta hráefnin á kerin og brjóta skurn þeirra að mestu leyti án þess að þekjur yfir þeim séu opnaðar og berst því minna magn mengunarefna út í andrúmsloft kerskálans. Heilbrigðiseftirlit ríkisins er sammála forsvarsmönnum álvers- ins um að hér sé um áð ræða þá bestu leið til mengunarvarna sem völ er á í dag, þegar tekið er tillit til bæði ytra og innra umhverfis, sé rétt á málum haldið. Mun stofnunin leggja ríka áherslu á, að aðgerðum þessum verði hrint i framkvæmd og þeim hraðað eftir þvi sem kostur er. Afmæli Guðmundur Björnsson kennari, Jaðarsbraut 9, Akranesi, er 75 ára gamall í dag, 24. marz. — Hann er fæddur að Núpsdalstungu í V- Húnavatnssýslu árið 1902, eins og bækur sanna, og er hann einn af svokölluðum „aldamótamönn- um“. En þeir voru brennandi af áhuga fyrir velferð lands og lýðs, störfuðu í ungmennafélögunum, og sögðu og vildu — „Íslandi allt“. — Guðmundur tók gagnfræða- próf frá Flensborg i Hafnarfirði árið 1920 og kennarapróf i Reykjavík árið 1934. Hann hefir lengst af verið starfandi kennari hér á Akranesi, umboðsmaður Al- mennra trygginga h/f og unnið ýmis önnur störf í nefndum og stjórnum, og einnig að áhugamál- um svo sem í Norræna félaginu o.fl. —Guðmundur er mikill sund- og sóldýrkandi og stundar slikt vel nú á siðari árum. Hann er giftur Pálinu Þorsteinsdóttur, Mýrmanns, kaupmanns og utvegs- bónda á Stöð í Stöðvarfirði. Við Akurnesingar árnum þeim hjón- um og f jölsskyldunni allra heilla í tilefni af afmælinu. — Guð- mundur verður að heiman á af- mælisdaginn. Júlíus. Kynning og kennsla í lífgunar- tilraunum ÞAÐ VAR ekki fyrr en árið 1961 að farið var að kenna, að nokkru ráði, iffgunartilraunir með blástursaðferð hér á landi. Að vfsu byrjuðu skátar f Reykjavfk og nemendur forskóla Hjúkrunarskóla íslands að læra þessi fræði haustið 1958, en fólk þurfti tfma til að átta sig á þessari byltingu f slfkri kennslu fyrir almenning. Vor- ið 1960 beitti Rauði kross íslands sér fyrir þvf að fá dr. Arne Ruben (einn af upphafsmönnum blástursað- ferðar) til þess að flytja erindi og sýna kvikmyndir um þetta efni f Reykjavfk og allvfða úti á landi. Sfð- ar á því ári hóf slysavarnadeildin „ Ingólfur" í Reykjavík námskeið í nefndum Iffgunartilraunum. — Þannig var ýtt úr vör. Margir af þeim, sem lærðu hjálp í viðlögum fyrir þennan tfma, áður en blástursaðferðin kom fram, hafa ósk- að þess að að fá að læra hana sérstaklega og rifja upp gömul kynni af öðrum þáttum, sem breyzt hafa æðimikið sfðan. Þeirra vegna (og reyndar allra) boða Námsflokkar Reykjavíkur til námskeiða í kvöld og nokkur kvöld í næstu viku í þessum efnum, í Miðbæjarskólanum. í Skátabókinni segir Páll Gíslason yfirlæknir m.a. „Eitt af þvi, sem mikilvægast er að kunna i fyrstu hjálp, er Iffgun úr dauðadái. Hvergi er jafn skammt milli Iffs og dauða og aldrei er jafn mikilvægt, að þeir, sem fyrstir koma á slysstað bregði fljótt og rétt við." Jón Oddgeir Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.