Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 UaU NORÐUR- LANDARÁÐ 25ára stofnunar sem þessarar „ÉG HELD þaö hafi verið í kring um 1959/60 að bygg- ing Norrænnar menning- arstöðvar á íslandi var rædd af alvöru. Sjálfsagt hefur slíkt verið rætt lítil- lega fyrr, en það var á þess- um tíma sem málið fékk einhvern byr. Á þessum tíma þótti mjög dýrt að ferðast til Norðurland- anna, og menn voru sam- mála um að tengsl íslands við Norðurlöndin væru að minnka um og upp úr 1960. Menn gerðu sér ljós.ar þær hættur sem því fylgdi ef ísland einangraðist menn- ingarlega frá frændþjóð- unum, og því var bygging þessarar menningarmið- stöðvar ákveðin.“ Þannig komst Erik Sönderholm, forstöðumaður Norræna hússins, að orði er Mbl. spjallaði við hann nýverið um starfsemi hússins í til- efni af degi Norðurland- anna. Erik tjáði okkur að megin markmið hússins frá upphafi hefði verið að bæta og auka menningartengsl íslands og Norð- urlandanna. Hafi þetta verið gert með því „að flytja inn“ og „flytja út“ menningu, annars vegar frá Norðurlöndunum til íslands, og hins vegar frá íslandi til hinna Norðurlandanna. íslendingar vilja íslenzkt Hvað varðar þetta megin mark- mið, þá sagði Erik að með tíman- um hefðu komið í ljós tvö vanda- mál. Annað væri fjárhagslegt, en samfara mikilli verðbólgu hefur orðið dýrara og dýrara að fá er- lendar sýningar til landsins. „Það fjármagn sem við höfum yfir að ráða leyfir nú vart nema eina, með heppni tvær, sýningar, en meiningin var að geta boðið upp á 4—5 sýningar á ýmissi list Norð- urlandanna. Vegna þessa hefur húsið einnig leiðst út í að leigja aðstöðuna í kjallaranum islenzk- um listamönnum til sýningahaids, en ég vil taka það skýrt fram að það er alls ekki löngun okkar eða meining að efna til samkeppni við íslenzka sýningarsali um þessar sýningar", sagði Erik. Hitt vanda- málið lýtur meir að listasmekk manna, að sögn Eriks. Sagði hann það vandamál vera í eðli sínu það að íslendingar vildu bara helzt ekki sjá neinar sýningar nema sýningar á íslenzkri list. „Þegar innlend sýning er hér á ferðinni, þá kemur að jafnaði fjöldi fóiks, en sé hér erlend sýning, þá kemur tiltölulega fátt fólk. Eru þetta að vonum leiðinleg tíðindi, og von- andi að breyting eigi eftir að verða þar á“. Húsið afskekkt „Jú, það er ekkert vafamál að húsið er nokkuð afskekkt þar sem — segir for- stöðumadur Norræna hússins Að jafnaði er Norræn list til sýnis I Norræna húsinu, og má hér sjá nokkra gesti hússins virða fyrir sér verk ungra norrænna teiknara. Ur bókasafni Norræna hússins (Ijósm. RAX) það er, og kann þetta að skýra að einhverju leyti hversu iitil aðsókn er að erlendum sýningum sem boðið er upp á“, sagði Erik er hann var.spurður um hvort stað- setning hússins væri ekki að ýmsu leyti afskekkt og starfsem- inni til baga. „í þessu sambandi mundi aðstaða hússins gerbreyt- ast ef almenningsvagnar kæmu hér við, þ.e. að húsið yrði fært inn á leiðakerfi almenningsvagn- anna,“ sagði Erik ennfremur. Erik Sönderholm sagði að menn hefðu rætt það áður en nauðsyn- legt væri að strætisvagnar hefðu viðkomu við Norræna húsið. Sagði hann ástandið leiða til þess að eldra fólk, sem gjarnan legði leið sína í stofnanir sem þessa, kæmu sjaldnar en ella, og þá vart nema yfir hásumarið, þegar veór- átta væri sem bezt. „Málin eru þannig í dag, að hingað er eigin- Iega öllum meinuð aðkoma nema þeim sem hafa yfir einkabíl að ráða. Sjálfum fyndist mér það mjög eðlilegt að almenningsvagn- ar hefðu hér viðkomu, þar sem Norræna húsið er nú einu sinni menningarmiðstöð," sagði Erik. Margvísleg starfsemi Erik Sönderholm tjáði okkur að auk þess að bjóða upp á sýningar á ýmissi list Norðurlandanna, væri í húsinu margvísleg önnur starfsemi. „Til að byrja með skal nefna bókasafnið. í því eru verk frá öllum Nprðurlöndunum. Flest bindin eru frá stærri löndunum, en þó er einnig nokkuð um verk frá Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum og t.d. Samlandi. Eru þetta mest allt nútimaverk, nútimabókmenntir, á Norður- landamálum, upprunalegum eða þýddar yfir á eitthvert þeirra. Það er óhætt að segja að þetta bókasafn er frekar stórt norrænt bókasafn, en nánari samanburð þori ég vart að gera svona fljótt á litið. Þá erum við að byggja upp nótnasafn, myndlistarlán er fyrir hendi, og núna erum við að leggja mikla áherzlu á uppbyggingu plötusafns, sem vísir er að og hef- ur verið lengi. Talsvert er um að haldnir séu alls konar fundir og fyrirlestrar og konsertar, í fyrir- lestra- og konsertsal hússins. Er þar alltaf eitthvað um að vera svo til dagiega. Veitingabúð hefur verið í hús- inu frá upphafi og hafa margir notfært sér þá aðstöðu. Á hverj- um degi er alltaf mikið fjölmenni í molasopa eða mat. Sérstaklega sækja nemendur Hákóls ísiands veitingabúðina að vetri til, en hún dregur einnig að sér margt fleira fólk. í veitingabúðinni liggja frammi til aflestrar meira en 40 *'*'^VóVa.'írft1bV«Vi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.