Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 Sigríður Guðmunds- dóttir—Minningarorð Sigríður var fædd 13/6 1892 að Gilsstöðum i Vatnsdal í Húna- vatnssýslu. Foreldrar hennar voru Jónasa Þorsteinsdóttir og Guðmundur Andrésson frá Valda- steinsstöðum í Hrútafirði. Þau eignuðust einnig son, Guðmund Franklín. Þegar hann var 7 vikna lést Jónasa úr inflúensu — það gerðist á tveggja ára afmælisdegi Sigríðar, 1894. Faðirinn sá ekki önnur ráð, á þeim erfiðu tímum, en að koma börnunum í fóstur. Bróðir Guðmundar, Jón Andrés- son, og kona hans, Guðrún Jóns- dóttir Blöndal, tóku Sigríði að sér. Þau bjuggu í Búðardal á Skarðs- strönd. Ég er oft búin að ímynda mér hvernig ferðalag það hefur verið þegar faðirinn reiddi litlu telpuna á hesti alla leið úr Vatns- dalnum vestur á Skarðsströnd. Það gekk verr að koma drengn- um fyrir í fóstur. Það bendir til þess að erfiðleikar hafi verið miklir hjá fólki almennt, þó varð það úr að hjónin á Bakka í Vatns- dal, Kristín Þorvaldsdóttir og Benedikt Sigfússon, tóku dreng- inn í fóstur, en hann lést 7 ára að aldri. Sigríður dvaldi óslitið hjá fósturforeldrum sínum í Búðar- dal á Skarðsströnd til 18 ára ald- urs. Þá fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík og átti heimili hér i bæ eftir það, lengst i Aðalstræti 9. Hún vann fyrir sér við karl- mannafatasaum fyrst hjá Ander- sen & Lauth og síðan í mörg ár hjá Vigfúsi Guðbrandssyni, að auki vann hún við fatageymslu hjá Leikfélagi Reykjavíkur og þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa fékk hún vinnu þar við fata- geymslu og var við þá vinnu þar til heilsa hennar bilaði. Þessi aukavinna gerði það að verkum að hún hafði tækifæri til að sjá öll leikrit á þeim tíma, þáð var henni mikils virði. Þá er og vert að geta þess að Pétur gestgjafi Daníels- son á Hótel Borg reyndist Sigríði einstaklega vel, eftir að heilsu hennar tók að hraka. Möðir mín, Kristín Vigfúsdóttir frá Vatnsdalshólum, og Sigriður hittust í Kvennaskólanum 1910 og urðu vinkonur. Sigríður var alltaf gestur hjá okkur á jólum og öðr- um hátíðum og oft þess á milli og bárum við mikla virðingu fyrir henni. Hún tók miklu ástfóstri við einn bræðra minna, enda varð hann henni harmdauði er hann féll frá 1966. Sigríður var eini íbúinn í Aðal- stræti 9, bjó í risinu, þegar þar brann 1. nóv. 1967. Hún vaknaði t Elski litla dóttir okkar RAGNHILDUR, sem lést af slysförum 18 þ m , verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 25 þ m kl 1 3 30 Svala Markúsdóttir, Leifur Jónsson. Útför móður okkar VIGDÍSAR STEFÁNSDÓTTUR. Flögu. fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 26. marz kl. 1 3 00 Jarðsett verður að Hraungerði Böm hinnar látnu Móðir okkar og tengdamóðir JÓNÍNA M. GUNNARSDÓTTIR NorSurbrún 16 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. marz kl 3 e.h. Áslaug Warmboe Robert Warmboe Viggó M. SigurSsson Kolbrún Guðmundsdóttir Vigfús Sigurðsson Ragna Stefánsdóttir Gunnar Sigurðsson Vilfriður Steingrimsdóttir t Útför eiginmanns mlns og föður okkar BJARNA BJÖRNSSONAR, Löngubrekku 1 7, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25 marz kl. 1 0.30 f.h. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna, skal bent á líknarstofnanir. Ólöf Jónsdóttir, Bjöm Bjarnason, Jón Bjarnason Kveðjuathöfn um SIGRÍÐI GUÐMUNDSDÓTTUR. saumakonu áður I Aðalstræti 9. Reykjavík, er lézt 15 marz að Elli- og húkrunar- heimilinu Grund, verður i Fossvogskirkju, fimmtudaginn 24 marz kl. 13.30. Jarðsett verður laugardaginn 26 marz kl 2 að Undirfelli í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, Björg Jónsdóttir, Dyngjuvegi 14. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HAUKS ARNAR ÞÓRÐARSSONAR. Suðurgotu 40. Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og nemendum Öldutúnsskóla fyrir þeirra ómetanlegu aðstoð Kristrún Jónfna Steindórsdóttir, Þórður Arnar Marteinsson. um nótt við að slökkviliðsmaður var kominn inn um gluggann til að sækja hana og mátti þar engu muna. Þá hafði hún verið lasin um lengri tima og fundum við að henni hrakaði eftir það á þann hátt að hún varð gleymin á menn og málefni. Sigríður dvaldi á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund síð- ustu árin og fékk þar góða hjúkr- un. Þar lézt hún 15. þ.m. Foreldrar Sigríðar og bróðir eru öll grafin í kirkjugarðinum að Undirfelli í Vatnsdal og líklegt er að henni verði að ósk sinni að komast þangað líka, og er það til hugleiðingar fyrir okkur sem eft- ir lifum, að sterk eru blóöböndin. Blessuð sé minning þessarar sómakæru konu sem ekki mátti vamm sitt vita i neinu. Björg Jónsdóttir Helga ÓlöfSveins- dóttir — Minning Fædd 31/10 1910 Dáin 17/3 1977 Glæsileg kona hefur gengið sina lifsbraut á enda. Ég minnist hennar sem mikilhæfrar konu og góðrar móður barna sinna. Stjórn- söm húsmóðir var hún, sem með glaðværð og brosi bauð vini og gesti velkomna. Vinahópurinn var oft stór, sem kom þangað við ýmis tækifæri. — Hún átti yndis- legt heimili í litlu fallegu húsi að Vesturvallagötu 2, sem hún og hennar ágæti eiginmaður, Kristinn Ág. Eiriksson, höfðu byggt upp saman og þar hafa ekki verið taldar eða mældar allar þær vinnustundir, sem fóru til þess að hafa allt, úti sem inni, jafn fagurt og hreint. Mann sinn missti Helga 1972. Eftir það bjó hún ein á sínu fallega heimili, þar bar allt vott um hennar listræna smekk og það er hreint ótrúlegt, hvað miklu hún gat afkastað af listrænni handavinnu, fyrir utan það að hugsa um sitt heimili og vinna líka úti hálfan daginn. Garðurinn við hús hennar var sumar hvert dásamlega ræktaður, með fögrum rósum og margvís- legri blómadýrð, það var hrein dásemd á fögrum sólardegi að koma þangað, njóta góðra veit- inga, hlæja og skrafa við hús- móðurina. Betra hefði enginn getað haft það á neinni suðrænni sólarströnd. Já, það er margs að minnast eftir langa vináttu. Ég þakka Helgu allar samveru- og ánægju- stundirnar. Síðan heilsa hennar fór að láta undan síga hef ég dáðst að miklu þreki hennar og vilja- styrk til þess að starfa svo lengi sem hægt var. Helga hefur borið líf sitt með reisn og glæsibrag til hinstu stundar. Svo þakka ég vináttu veitta af skilningi þroskaðrar sálar. IVIeð þrótt í huga geng ég svo búna braut ófarna. Lét þig svo I júfan, á leiðarenda. Anna Guðmundsdóttir. Sigríður Eiríksdóttir í Steinsholti—Minning Afi minn blessaður var Hreppa- maður, bjó þar um skeið að Bala í Gnúpverjahreppi, en varð að flytjast „suður“. Alla tíð talaði hann með mikilli virðingu og væntumþykju um Gullhreppana góðu og fólkið sem þar bjó, ekki sízt um nágrannana að Bala, fólk- ið i Steinsholti. Sama gildir um föður minn. Er mér reyndar ekki örgrannt um, að hann sjái æsku- árin að Bala og Steinsholti i hill- ingum. Sjálfur átti ég svo eftir að bindast Hreppunum og fólki þar og ekki sizt þeim i Steinsholti sterkum böndum. Sem unglingur var ég þar sumarlangt, — það var á þeim góðu tímum, þegar kaupakonur voru á hverjum bæ að kalla, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir unga menn — Annað sumar fékk ég að hökta um í Steinsholti með fót í gifsi. Þá spjallaði ég mikið við Siggu í Steinsholti, við vorum þá bæði „óttalegir Lazarusar" eins og hún orðaði það. Samt gátum við málað girðinguna kringum trjágarðinn. Það er enginn ber að baki, sem átti þau að systkinin í Steinsholti. Það fann ég vel prestsskaparárin mín fimm í Stóra- Núpsprestakalli. Þar var allt traust og áreiðanlegt og staðið jafnstyrkum fótum í fortíð sem nútíð. Gestagangur hefur ævinlega verið feikimikill í Steinsholti, sem við er að búast, þegar viðtök- ur eru svo hjartanlegar. Hafi sveitungar þarfnast einhverrar hjálpar, var gjarnan leitað að Steinsholti. Bæði var heimilið yfirleitt vel mennt, og svo rikti þar sú afstaða til náungans, að hrein ánægja var að þiggja greið- ann. Er ég nú við lát Siggu lít yfir höfin og harla mörg ár til Steins- holtsheimilisins, verður mér ljóst, að fyrir mér eru þau sem ein heild fólkið þar. Slíkur er sam- hljómurinn í fjölskyldunni. Ekki er eins getið, að hin komi ekki í hug. Ég veit fjarska fátt um ævi þeirra á yngri árum. Síðan ég kynntist þeim, hafa þau verið heima, og störf þeirra og líf hafa fléttast saman i þá heild, sem við þekkjum sem Steinsholtsheimilið. Þar var hlutur Siggu ekki síztur. Hún var oft heilsuveil, sat þvi löngum í baðstofu við handa- vinnu, bóklestur eða sinnti gestum. Þar var skemmtilegt að sitja að spjalli við Siggu, hún var einstaklega minnug ög áhugasöm um þjóðlegan fróðleik og kunni frá mörgu að segja. Hún var mikill Hreppamaður, gladdist mjög yfir öllum framförum og fylgdist vel með sveitungum, heima sem brottfluttum. Var hún fljót að leggja að hendi eða örvunarorð ef á þurfti að halda. Mér eru ekki handbærar ná- kvæmar upplýsingar um lífssögu Siggu í Steinsholti. Það skiptir heldur ekki máli í þessu tilviki. Sú minning, sem ég á af Siggu i Steinsholti, er óháð ártölum eða annálsfregnum — minning er um manneskju með gott hjarta. Slíks fólks er gott að minnast. Þessi fáu kveðjuorð úr fjarlægð flytja þökk fyrir það allt, sem Sigga í Steinsholti var mér og mínum. Þóri syni hennar og hans fjölskyldu, Sigþrúði aldraðri móður hennar, öllum systkinun- um í Steinsholti vottum við Rann- veig innilegustu samúð okkar. Þeirra er þunginn mestur. Sá Guð, sem leggur líkn með þraut, styrki þau og styðji. — Náð hans nægir. Bernharður Guðmundsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður, ömmu og tengdamóður SVÖVU KLÖRU HANSDÓTTUR, (fndd isebam) Barmahlfð 12 Sigurður Ó. K. Þorbjamarson, Lúthar GarSar Sigurðsson. Lúther Leifur GarSarson. GeirþruSur Pálsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu. KRISTBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Jón Ágúst Guðbjömsson Ólafur Guðbjörnsson Ásmundur Guðbjörnsson Sigrfður Guðbjörnsdóttir Ingibjörg Guðbjörnsdóttir Guðmundur Guðbjörnsson Anna Björgúlfsdóttir Gyða Einarsdóttir Steinn Gunnarsson Hans Sigurjónsson börn og bamabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.