Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 44
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 Ferdaskrifstofurn- ar fá ekki gjald- eyrisyfirfærslu Hafa talid reglur um útgáfu matar- miða óframkvæmanlegar ENN hefur slegið í brýnu milii ferðaskrifstofanna og gjaldeyrisyfirvalda. Hefur gjaldeyrisdeiidin nú að miklu leyti tekið fyrir hvers konar gjaldeyrisyfir- færslur ferðaskrif- stofunum til handa, þar sem forstöðumenn deildar- innar teija að ferðaskrif- stofurnar hafi hundsað nýiegar reglur um fyrir- komulag matarmiða fyrir íslenzka ferðamenn í hóp- ferðum á Kanaríeyjum. 134 skjálftar vid Kröflu UM MIÐJAN dag í gær höfðu mælzt 134 skjálftar á Kröflu- svæðinu frá þvf kl. 3 daginn áður og hafa aðeins tvívegis mælzt fleiri skjálftar á Kröflu- svæðinu á einum sólarhring. Stórum skjálftum fer fjölg- andi á nvjan leik en hins vegar hefur dregið Iftið eitt úr land- risi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá skjálftavaktinni nyrðra í gær voru 13 skjálftar af þessum 134 stærri en 2 stig á Richter- kvarða og er það nokkur aukn- ing á hinum kraftmeiri skjálft- um frá því sem verið hefur. Landrisið er minna núna en það hefur verið um skeið, en þróun þess hefur verið nokkuð óregluleg undanfarið og eru menn í vafa um hvort draga megi nokkrar ályktanir af því um áframhaldandi þróun á svæðinu. Reglurnar um útgáfu matar- miða eru í því fólgnar að ferða- skrifstofurnar eiga að gefa út einn matarmiða fyrir hvern ferða- mann, og skal miðinn einungis gilda fyrir eitt tiltekið veitinga- hús erlendis. Forráðamenn ferða- skrifstofanna hafa hins vegar ekki farið í öllu eftir þessum regl- um, þar sem þeir telja þetta fyrir- komulag óframkvæmanlegt og að ekki verði hjá þvi komizt að gefa út sérstakan miða fyrir hverja máltíð. Þessi ágreiningur leiddi síðan til þess að um síðustu helgi hætti gjaldeyrisdeild bankanna að miklu leyti allri gjaldeyrisfyrir- greiðslu fyrir ferðaskrifstofurn- ar. Enn sem komið er hefur þessi stöðvun þó ekki haft veruleg áhrif á sölustarfsemi ferðaskrif- stofanna á ferðum til sólarlanda. Framhald á bls. 24. UTANRÍKISRÁÐHERRAFUNDURINN — Efri myndin er frá setningu fundarins f gærmorgun að Hótel Sögu en hin neðri er tekin að loknum fundi utanrfkisráðherra Norðurlandanna, talið frá vinstri: Knut Frydenlund, K.B. Andersen, Einar Ágústsson, Karin Söder og Kristian Gestri, dómsmálaráðherra Finnlands, en hann var staðgengill utanríkisráðherrans á fundinum f Reykjavfk. Utanríkisráðherrafundur Norðurlanda: Efndir allra greina Helsinki- sáttmálans forsenda áfram- haldandi slökunar í Evrópu Utanrfkisráðherrafundi Norðurlanda lauk f Reykjavfk laust fyrir kl. 19 f gær. Fjallað var um ástandið f alþjóðamáium almennt, og er f sameigin- legri yfirlýsingu ráðherr- anna m.a. lögð áherzla á, að jafnvægi f alþjóðamáium og friðsamleg samskipti þjóða geti þvf aðeins orðið að raunveruieika, að dreg- ið verði úr hinum mikla ójöfnuði, sem rfki milli auðugra þjóða og fátækra. Þá ftreka ráðherrarnir stuðning sinn við mann- réttindi og harma mis- 99 Þessi mynd ýfir ekki upp nein sár — sagði Spassky eftir að hafa séð sjón- varpsmynd Skáksambandsins um heimsmeistaraeinvígið SJá f réll á bls 2 FORSVARSMENN Skáksam- bands tslands sýndu stór- meisturunum Spassky og Hort f gær sjónvarpsmynd þá sem sambandið hefur látið gera eft- ir myndböndum af heims- meistaraeinvfginu milli hins fyrrnefnda og Bobby Fischers hér f Reykjavfk fyrir tæpum fimm árum. Spassky lék á als oddi eftir sýninguna, kvað heimsmeistaraeinvfgið hér hafa breytt mikið högum þeirra beggja, hans og Fischers, en kvaðst vonast til að Fischer þæði boðið að koma hingað þvf að það gæti hugsan- lega hresst upp á baráttuanda sinn. Spassky sendi einnig Kortsnoj f gær heillaóska- skeyti, þar sem Kortsnoj átti f gær 46 ára afmæli. „Við erum góðir vinir,“ sagði Spassky um Kortsnoj sem nú stendur f taugastrfðf við landa hans Petrosjan, á ttalfu. —Þessi mynd var fyrir mig aðeins gömul saga, gömul mynd sem ég man þó miklu betur en sást á sjónvarpsskerminum, sagði Boris Sapssky, fyrrver- andi heimsmeistari í gær að lokinni sýningu á sjónvarps- kvikmynd sem tekin var upp meðan á einvigi aldarinnar stóð hér í Reykjavík árið 1972. — Ég hefði viljað meira líf í þessa mynd, sem hefði þá getað sýnt þá spennu, sem ríkti meðan ein- vígið stóð yfir. —Myndin var öll tekin frá sama sjónarhorni og sýndi að- eins mig og Fischer við skák- borðið, hélt Spassky áfram. — Þar fór þó aðeins lítili hluti einvígisins fram og ekkert sást af dyntum Fischers. Þessi mynd ýfir ekki upp nein sár fyrir mig, ég man einvígið eins og það hefði gerzt fyrir nokkrum vikum en ekki árum. Fischer verðskuldaði að verða heimsmeistari að þessu einvígi loknu og það er mín einlæga von að Fischer og Karpov tefli saman. Karpov er verðugur heimsmeistari, en titill hans er ekki sá sami meðan hann hefur ekki teflt um hann, sagði Sapssky. Framhald á bls. 24. brest, sem vlða er á að þau séu haldin. Lögð var áherzla á nauðsyn þess að mennréttindi verði virt I rfkari mæli en nú er og að Sameinuðu þjóðunum verði auðveldað að vinna að framgangi þess hvar- vetna I heiminum. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna láta I Ijós vonir um að ná megi mark- miðum slökunarstefnunn- ar og árangri f afvopnunar- viðræðum austurs og vest- urs. Það var samdóma álit ráðherr- anna á fundinum, að nú væri unnt að koma á viðræðum til lausnar vandamálunum í Mið- Austurlöndum, og á fréttamanna- fundi, sem haldinn var að ráð- herrafundinum loknum, kom fram hjá Knut Frydenlund, utan- ríkisráðherra Noregs, að án beinnar þátttöku Palestínumanna væri ekki unnt að leiða þau mál til lykta. Ráðherrarnir fjölluðu m.a. um fyrirhugaða ráðstefnu sem halda á í Belgrad í júní í sumar um efnd ir Helsinki-sáttmálans, og segir í yfirlýsingu þeirra að efndir sátt- málans f öllum greinum séu ein af meginforsendum áframhaldandi slökunar spennu í Evrópu. Á fréttamannafundinum var að því spurt hvort Norðurlöndin mundu beita sér sameiginlega fyrir því að mannréttindi yrðu virt í ríkari mæli en nú er, og svaraði K.B. Andersen, utanríkis- ráðherra Dana, þvf svo, að það yrði gert á vettvangi hinna Sam- eiðnuðu þjóða. Ráðherrarnir voru sammála um, að á alþjóðavett- vangi yrði að berjast fyrir mann- réttindum jafnt f öllum löndum, og Karin Söder, utanríkisráð- herra Svía, tók sérstaklega fram, Framhald á bls. 24. Síðustu skák- inni frestað til sunnudags SfÐUSTU einvígisskák þeirra Spasskys og Horts, sem tefla átti í dag, hefur nú verið frestað fram til sunnudags. Var þetta ákveðið í gærkvöldi fyrir tilmæli Horts, sem kenndi Iftilsháttar lasleika í gær. Eins og fyrr segir verður skákin því tefid á sunnudag og hefst hún kl. 5. Hort hefur hvítt f þeirri skák og er búizt við fjörugri taflmennsku af beggja hálfu. Rannsóknarlögregla ríkisins í Kópavogi? HALLVARÐUR Einvarðsson, for- stöðumaður Rannsóknarlögreglu ríkisins, og Eiríkur Tómasson, að- stoðarmaður dómsmálaráðherra, héldu í gær fund með starfsmönri- um rannsóknarlögreglunnar vegna húsnæðismála stofnunar- innar. Þar skýrðu þeir frá því, að slitnað hefði upp úr samningavið- ræðum milli Tryggingar hf. og fjármálaráðuneytisins um ný- byggingu tryggingarfélagsins i Stakkholti en það var talið henta starfsemi rannsóknarlögreglunn- ar mjög vel. Kemur nú til greina að rannsóknariögregla ríkisins flytjist í Kópavog, þar sem boðizt hefur húsnæði fyrir stofnunina. Á fundinum kom hins vegar fram óánægja hjá lögreglumönnum með hugsanlegan búferlaflutning í Kópavog, og ætluðu þeir að efna til fundar um það mál í gær- kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.