Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 13
J MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 13 leikhússtjóra tali og spurði fyrst, hvernig Leikfélag Akyreyrar sé statt. — Það er þá fyrst að telja, að Leikfélag Akureyrar hefur úr litlu að spila að öllu leyti, nema því að það eru nærtækir starfs- kraftar til næstum því hvers sem vera skal, og sennilega fá verk- efni, sem leikfélagið hefur orðið ekki möguleika til að ráða við. Það hefur tekið verkefni, sem gera margar og mismunandi kröf- ur til flytjenda. Þar má siðast nefna Sölumaður deyr, og svo verk sem gera miklar músikalsk- ar kröfur eins og Öskubuska og Sabína. Ekki varð þeim heldur fótaskortur á farsanum. Nú er verið að æfa klassískan gaman- leik, sem gerir miklar kröfur um bæði leikni og gott handverk, músíkskyn og meðferð málsins. Þetta er leikrit eftir Carlo Goldoni og heitir Afbragð ann- arra kvenna. Leikstjóri er Kristin Olsoni frá Vasa-leikhúsinu í Finn- landi. Það segir sína sögu um stöðu Leikfélags Akureyrar, að það skuli fá slíka krafta til starfa. — Nú eru fastráðnir leikarar aðeins fimm. Veldur þetta ekki margvíslegum erfiðleikum i skipulagningu og starfi leikhúss- ins? — Víst gerir það það sannar- lega. Hins veger er greinilegt, að Leikfélagið getur ekki ráðið nógu stóran leikflokk á föst laun og að með sliku móti höfum við ekki slíkt úrval ýmiss konar leikara sem við höfum nú. Leikarar á Heimsókn í Leikfélag Akureyrar, sem nú sýnir Sölumaður deyr sviði Leikfélags Akureyrar hafa verið milli 30 og 40 undanfarið. Samræming á tíma þessa fólks er alltaf erfið, en með góðum vilja og skilningi hefur þetta tekizt. — Hvernig hefur þér fundizt að starfa á Akureyri? — Árangurinn af starfi okkar hefur verið eins góður og hægt er að ætlast til. Það er greinilegt, að leikhúsið á mikil ítök bæði í Akureyringum og öllum, sem við Eyjafjörðinn búa. Og við höfum einnig unnið mikið með öðrum félögum, bæði í bænum og i sveit- unum hér í kring, haft námskeið og sett upp sýningar. Leikfélagið hefur því ekki aðeins staðfest sitt eigið leikhús hér á Akureyri, heldur einnig farið að skjöta frjó- öngum og fæða af sér nýja hluti I öðrum byggðum. — Hvað viltu segja um framtíð Leikfélags Akureyrar sem at- iinnuleikhúss? — Ég er viss um að það heldur áfram að vera til. En hversu blómstrandi það verður er bæði undir áhorfendum þess komið, skilningi stjórnvalda, góðri for- ystu og ekki sízt fjölmiðlum eins og dagblöðunum, sem hvort held- ur ritstjórar þeirra eða krítik- kerar vilja ekki eða vilja eru orðnir í okkar nútímaþjóðfélagi afgerandi úrslitavald um það, hvað verður talið merkilegt eða ómerkilegt á þessu sviði. Ég er mjög ánægður með árangurinn hérna og þarf ekki að nefna nema til dæmis þessi prýðilegu afrek í Sölumanninum, bæði leikstjór- ans, Marinós og svo allra leikend- anna, sem sýndu ótrúlega jafna og trúverðuga vinnu. Hitt er ljóst, að framtið þessa leikhúss eins og alls leikhúss byggist ekki á einstökum afrek- um, heldur á þolinmóðu langtima- starfi, þar sem menn verða að sinna mögu fleira en því, sem gefur vonir um skjóta og glæsta sigurvinninga. Með þessum orðum sló Eyvind- ur botninn í okkar viðræðu. Hon- um og leikhúsi hans fylgdu árnað- aróskir mínar og sú sannfæring, að kannski er starfið í gamla Sam- komuhúsinu við Hafnarstræti merkasta framlag Akureyrar til íslenzkrar menningar á áttunda áratugnum. HalIdórBlöndal. ÍJr Sölumaður deyr: Marino Þorsteinsson (Willy Loman), Sigurveig Jónsdóttir (Linda) og Þórir Steingrfmsson (Biff). (Jr Sölumaður deyr: Gestur E. Jónasson (Bernard) og Marinó Þor- steinsson (willy Loman). Mynd þessi er tekin f júnfmánuði 1957 er þessi frfði flokkur fðr f vinabæjarferð til Danmerkur. þessa starfsemi, en til þess skortir okkur tilfinnanlega fé. NAUÐSYN AÐ EIGNAST EIGIÐ HtJSNÆÐI — Það var upp úr fyrri heims- styrjöldinni að Norrænu félögin voru stofnuð, en þá varð mikill áhugi á að auka tengslin á milli Norðurlandanna. Félagið hér á landi var stofnað 1922 og áttu þeir Sveinn Björnsson, síðar forseti, Jón Helgason biskup, og Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, sem síðan varð fyrsti formaður félags- ins, stærstan hlut að máli við stofnun félagsins. Danir, Svíar og Norðmenn stofnuðu sin félög um og upp úr 1920, Finnar 1924, en Færeyingar og Álendingar mun síðar. — Skömmu fyrir síðari heims- styrjöldina byrjaði Norræna félagið hér byggingu húss til nám- skeiðahalds og fyrir ýmsa aðra starfsemi félagsins á Þingvöllum. Það hús komst þó aldrei upp og var ástæðan sjálfsagt fyrst og fremst að ófriður skall á í álfunni. Eðlilega beindist áhugi manna að því að byggja Norræna húsið í Reykjavík strax og sú hugmynd kom fram á sameiginlegum fundi Norrænu félaganna allra hér í Reykjavík. Það er og hefur verið mikil menningarmiðstöð hér i höfuðborginni. — Ég hef persónulega mikinn áhuga á að Norræna félagið beiti sér að nýju fyrir byggingu félags- miðstöðvar. Félag með vel á 12. þúsund félaga þarf nauðsynlega á slikum samastað að halda og ætti að geta komið því upp. Félögin á hinum Norðurlöndunum eiga flest mjög glæsileg hús þar sem starfsemi þeirra fer að miklu leyti fram. Við höfum að vísu Norræna húsið og starfsaðstaða hefur öll batnað gifurlega við tilkomu þess, en það er ekki okkar eigið hús. — t ár verður fundur Sam- bands norrænu félaganna i Vest- mannaeyjum en sambandið held- ur fundi einu sinni á ári og eru fundirnir haldnir i löndunum á víxl. HEILLAÓSKIR TIL NORÐURLANDARÁÐS — Samstarfið við Norðurlanda- ráð hefur alla tið verið mjög gott og það sýnir traust Norðurlanda- ráðs á Sambandi norrænu félag- anna að það skuli hafa falið því útbreiðslustarfsemi og að sjá um framkvæmd hátiðahalda vegna 25 ára afmælis ráðsins. Á þessum timamótum vil ég nota tækifærið til að koma á framfæri heillaósk- um til þessarar merku stofnunar, sem Norðurlandaráðið er, með von um að starf þess og Norræna félagsins megi áfram vera náið og traust, sagði Hjálmar Ólafsson að lokum. — áij. Sumir versla dýrt - aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð h heldur árangur af « hagstæðum innkaupum. íTved»P> Austurstræti 17 Starmýri 2 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.