Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 35 Jónatan mávur Jonathan Livingston Seaguli, am. 1973. Leikstjóri: Hall Bartlett. Utan á bók Richard Bachs, stendur: „Þessi bók er í einu oröi einstök." Við lestur bókar- innar virtist þess litla dæmi- saga líka vera það, og síst til þess fallin að kvikmynda efni hennar. En boðskapur dæmi- sögunnar virðist hafa smitað út frá sér. Jónatan hefur það að leiðarljósi að rífa sig út úr meðalmennskunni og gera hluti, sem öðrum mávum hefur ekki dottið í hug. Andinn á bak við gerð þessarar myndar er ekki ósvipaður því vandamálin, sem við blasa, eru fjallhá. Þess vegna verður manni eðlilega fyrst fyrir að dást mjög að kvik- myndatökunni í myndinni og þeirri stjórn, sem fuglatemjar- ar hafa haft á mávunum. Kvik- myndatökumaðurinn Jim Freeman eyddi 226 klukkutím- um í myndatöku úr þyrlu en á jörðu var Jack Couffer aðal- kvikmyndatökumaðurinn. Kvikmyndað var 80 sinnum meira efni en notað er I endan- lega útgáfu myndarinnar og segir það nokkuð um allar þær tilraunir sem hafa mistekist og þá þolinmæði, sem þurft hefur að beita áður en einhverju atriðinu var náð. Hvað efnið áhrærir er saga Bachs dæmisaga um mávinn, sem varð öðrum mávum meiri, sem reif sig upp úr brauðstriti og villimannslegri baráttu hversdagsleikans til að öðlast fullkomið vald yfir hinum dauðlega líkama sinum. Sagan er frábær, sem prentuð saga, en á hins vegar nokkuð erfitt upp- dráttar á stóru tjaldi, þegar gefa þarf fuglunum raddir, fyr- ir samtöl þeirra og hugsanir. Verkar sú lausn klunnaleg, samanborið við hina frábæru myndatöku og er gott dæmi um það, að velheppnað verk í einni listgrein hentar ekki endilega til flutnings innan ramma annarrar listgreinar. Þvi miður er það bagalegt við skoðun á þessari mynd, sem er fyrst og fremst fyrir augað, að sýningareintak hússins er illa farið. Sannast hér sá boðskapur myndarinnar, að hversdagsleik- inn lítilsvirðir og smánar allar tilraunir til fullkomleika og gefur lítið fyrir háleitar hug- sjónir. SSP. kvik' iiiyncf /ÍÖflfl SIGURÐUR SVERRIR PALSSON Fréttapunktar Kvikmyndatökumaðurinn Jack Couffer fagnar, eftir að hafa náð einu af „ómögulegu" skotunum f Jonathan Livingston Seagull. ÞAÐ ER nú ljóst, að King Kong verður páskamyndin I Háskólabió, og munu sýningar á henni hefjast á miðvikud. fyrir páska. Frönsk kvikmyndavika verð- ur haldin i Háskólabiói um næstu mánaðamót, dagana 28.3.—5.4.1977. A kvikmynda- vikunni, sem stendur reyndar í 8 daga, verða þessar myndir sýndar: Adele H. eftir Francois Truffaut, Une Femme a se Fenetre (Kona við gluggann sinn), leikstjóri Pierre Granier-Deferre, On s’est trompe d’historie d’amour (Ekki rétta ástarsag- an), leikstjori Jean Louis Bertucelli, La mort d’un guide (Dauði leiðsögumanns), leik- stjóri Jacques Ertaud, Adieu Poulet (Farvel lögga), leik- stjóri P. Granier-Deferre, La meilleure facon de marcher (Besta leiðin til að ganga), leikstjóri Claude Miller og Lily aime moi (Lily elskaðu mig) en leikstjóri þessarar siðustu mynder er Maurice Dugowson. Svona rétt til að uppfylla kröfur gamla orðtaksins „allt er þá þrennt er“ er best að hafa þriðja fréttapunktinn einnig um Háskólabíó. Þess er að vænta, að þar verði nú sýnd- ar fljótlega myndirnar The Man Who Fell To Earth eftir Nicolas Roeg (Don’t Look Now, Walkabout), þar sem David Bowie fer með aðalhlut- verkið, og nýjasta mynd Pol- anskis, The Tenant, þar sem hann leikur sjálfur aðalhlut- verkið. Sænska stjórnin hefur nú sent Bergman afsökunarbeiðni ásamt 1881 dollara og tekið embættismanninn, sem átti sök á öllu saman, i karphúsið. Michelangelo Antonioni hyggst nú feta í fótspor Akira Kurosawa (Dersu Urzala) með því að gera sína næstu mynd í Rússlandi. Bara það endi ekki eins og með Kinaförina... Sá orðrómur er á kreiki, að Milos Forman hafi reynt að verða sér úti um amerískan rikisborgrarétt með sérstöku leyfi þingsins, en að hann hafi verið felldur með eins atkvæð- is mun. Luis Bunuel hefur nú enn hafið gerð nýrrar myndar og nefnist hún This Obseure Object of Desire. Er þetta sama sagan og Josef von Stern- berg lagði til grundvallar i myndinni The Devil is a Wom- an. Dino (King Kong) De Laur- entiis hefur hug á að gera aðra mynd um Kong núna í sumar. Fikniefnin eiga að fá sinn skammt og meðal mynda, sem á að gera á þessu ári er stór- stjörnumyndin Opium, upp- tökustaður Hong Kong. Meðal leikara eru Toghiro Mifune, Alain Delon, Charles Bronson, Ursula Andress og Steve McQueen. Leikstjóri er Terence Young. Shaw-bræðurnir, Hong Kong framleiðendur nr. 1, lentu hins vegar í vandræðum, þegar þeir ætluðu að gera mynd um eitur- lyfjadreifinguna sem fer i gegnum Holland. Leikstjóri og upptökulið var mætt á staðn- um og nokkur atriði höfðu þeg- ar verið tekin upp, þegar það gerðist eitt kvöldið, að hópur kinverja réðst inn á hótelher- bergi leikstjórans og heimtaði af honum stórar upphæðir, þar sem foringi hópsins taldi myndina vera um sig. Var leik- stjórinn kallaður heim hið fyrsta og gerð myndarinnar hætt. Tveir evrópskir leikstjórar eru nú að gera sínar fyrstu enskumælandi myndir. Lina WertmUller er í Róm að vinna að A Night Full of Rain, með Giancarlo Giannini og Candice Bergen, og Rainer Werner Fassbinder ætlar að byrja i næsta mánuði á mynd, sem nefnist Despair með Dirk Bogarde. George Lucas (American Graffiti) er að ljúka við mynd, sem nefnist The Star Wars og á að frumsýna hana i lok maí. Hér er um aðræða framtíðar- sýn, sem f tæknilegu tilliti er sögð geta ógnað 2001. SSP. Bréfadálkur Kæra kvikmyndasfða. Mig langar til að fá svör við eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða tæki eru notuð til að gera kvikmynd (eins og eru í kvikmyndahúsunum)? Hver er stærðin á filmunum (mm) og hvað myndi hvert tæki kosta hér á landi? Fást þau hér? 2. Hvaða munur er á a) Cinemascope, b) Panavision, c) Technicolor? 3. Hvernig er hljóðið tekið upp og hvernig er tónlistin í kvikmyndum látin koma sam- hliða talinu i þeim? 4. Hvaða fyrirtæki erlendis dreifa filmunum? 5. Hvað eru filmurnar stórar, sem sýndar eru hér í kvik- myndahúsunum? 6. Hvaó getur þú sagt mér um leikarana Jimmy Wang Yu (The Hong Kong Man), Dustin Hoffman (Little Big Man), Paul Newman (The Sting), Gene Hackman (French Connection), Tamara Dobson (Cleopatra Jones). 7. Hvað fá leikararnir í laun fyrir mynd að meðaltali? Eru launin eftir frægðinni, eða hvað? 8. Þegar myndir eru sýndar i sjónvarpinu, hvaða stærð er þá á filmunum? 9. Hvað borga kvikmynda- húsin í Reykjavík að meðaltali fyrir sýningarréttinn fyrir hverja mynd? 10. Hvert er stærsta kvik- myndahúsið í Reykjavík í dag? 11. Hvað kostaði kvikmyndin Morðsaga? 12. Hvað getur þú sagt mér um Speidelberg, leikstjórann frá JAWS? PS: Þið mættuð kynna fram- leiðendurna og leikstjórana og fleiri ágæta menn, meira en þið hafið gert. Áhugamaður. Það er ekki litið spurt og greinilega verður minna um svör, þvi svör við þessum spurningum mundu sennilega fylla nokkur Morgunblöð, ef út- skýringar ættu að vera greinar- góðar. En til að gera þessum fróðleiksfúsa bréfritara ein- hverja úrlausn skal ég hlaupa lauslegayfirlistann. 1. í stuttu máli: Kvikmynda- tökuvél, ljós, þrifótur, alls kyns kranar og vökvahausar fyrir kvikmyndatökuvélina, segul- band, hljóðblöndunartæki, mikrafónar, klippiborð, hljóð- upptökustúdíó, framköllunar- 35MM-2 PERFORATON PULIDOWN CAMERA N0. 3 TECHNISCOPE — UNSQUEEZED NEGATIVE O o CAMERA APERTURES 0.868" x O.J73" 2.38/1 ANAMORPHIC PRINT 2:1 og kópíeringsvélar, linsur i tugatali og síðan alls kyns önnur apparöt sem i mörgum tilfeilu'm eru sérhönnuð fyrir þarfir hverrar myndar. Þessi tæki fást ekki hér og ég ætla ekki að leiða neinum getum að kostnaði þeirra enda mjög mis- jafn, eftir gæðum og magni tæknibúnaðarins hverju sinni. Þessi kostnaður hleypur þó á tugum milljóna til hundraða milljóna. Algengasta stærð á filmum er 35 mm. 2. Munurinn á Cinemascope og Panavision er enginn nema nafnið. Technicolor á hins veg- ar sennilega að vera hjá bréf- ritara Techniscope, en þar er sá munur á, að i upptökunni er notaður helmingi minni filmu- rammi heldur en í sýningar- kópíunni, þar sem myndin er teygð um helming upp á við. (Sjá teikningu no. 3. Ég birti hér teikningar af þessum tveimur aðferðum, sem ég vona að prentist þokkalega. Þar sem talað er um „squeezed" er átt við, að myndinni er þjappað saman (til hliðanna, þannig að myndin verður teygð upp á við), en i sýningu er siðan dreift úr þjöppuninni með svo- kallaðri „anamorphic” linsu. 3. Samtöl eru annaðhvort tekin upp um leið og myndin, eða leikararnir eru látnir lesa textann inn á eftir (kallað að ,,dubba“ myndina). Tónlistin er sett inn á eftir og þá blandað við talið. 4. Hér er um að ræða sérstök dreifingarfyrirtæki, sum fram- leiða myndir sjálf, en fjöldi þessara fyrirtækja er slikur, að ótækt er að telja þau upp hér. 5. Yfirleitt 35 mm, stöku sinnum 65 mm (Laugarásbió, Háskólabíó). 6. Ég get aðeins bent þér á að lesa kvikmyndablöð í þessu samhengi (Films and Filming t.d.). 7. Launin fara víst örugglega eftir frægðinni en hver þau eru liggur ekki alveg á lausu. 8. 16 mm eða 35 mm. 9. Ef þú getur komist að því, láttu mig þá vita. Ég hefði gaman af að vita það. 10. Stærsta kvikmyndahúsið er Háskólabió, sem tekur 976 manns i sæti, næst kemur Austurbæjarbíó með 787 sæti. 11. Með allt og öllu er kostnaður sagður vera 50 milljónir. 12. Speidelberg heitir hann nú ekki, leikstjórinn frá JAWS. Hann heitir Spielberg og aldrei hef ég heyrt talað um leikstjóra frá einhverri mynd. Það er eins og að álita, að Guðrún frá Lundi hafi skrifað bókina Lundur. Annars get ég bara bent bréfritara á að lesa kvik- myndasiðu Mbl. 29. júni, 1975, þar sem undirritaður eyddi heilli siðu undir upplýsingar um Steven Spielberg. PS: Þetta síðasta svar gefur vonandi til kynna að leikstjór- um og „fleiri ágætum mönn- um“ eru af og til gerð allýtarleg skil hér á kvikmyndasiðunni, svo ég legg til, að bréfritari fari bara að safna þessum merki- legu skrifum saman. SSP. NO. 2 CINEMASCOPE AND PANAVISION 35 SQUEEZED NEGATIVE o o o o o o o o o o o o CAMERA APERTURES .868" x.735" RELEASE PRINTS o o o o o °n o o o o o o PROJECTOR APERTURE .839"x ,715"FOR 2.35/1 ANAMORPHIC PRINT 2:1 PROJECTOR APERTURE .825"x.446" UNSQUEEZED PRINT FOR FOREIGN RELEASE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.