Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ.SUNNUDAGUR27. MARZ 1977 Franska kvikmynda- vikan 0 Franska kvikmyndavikan í Háskólabíói hefst á morgun kl. 19:00 með sýningu á mynd Francois Truffaut, L'Histoire D'Adéle H. Frönsk kvik- myndavika var síðast haldin 1975 og þar áður írið 1974. Það er franska sendiráðið, sem hefur veg og vanda að þessum kvikmyndavikum, og er framtak þeirra lofsamlegt og mættu fleiri fara að dæmi þeirra. Fyrir nokkrum árum var hér haldin dönsk kvikmyndavika og á síðasta ári var hér sænsk kvikmyndavika, en þessar vikur mættu gjarnan vera fleiri, til að mynda mótvægi við hið einhæfa val kvikmyndahúsanna á amerfskum myndum (sem voru 80% sýndra mynda 1974). Áhorfendur virðast þó hafa nýtt misjafnlega þessi tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn, þvl aðsóknin á frönsku vikunum '74 og '75 var ekki nema um 6000 manns að meðaltali, eða innan við 1000 manns á hverja mynd, og stóð þessi aðsókn varla undir kostnaði. Verði hins vegar ágóði af þessum sýningum, mun hann renna til Rauða krossins. Þar sem ég efast ekki um, að áhugafólk um kvikmyndir er fleira en þessi aðsókn gefur til kynna, geri ég mér í hugarlund, að ef til vill hafi ýmsir haldið, að hér væri um að ræða einhverjar listrænar framúrstefnumyndir, sem væru aðeins fyrir algjöra bíósjúklinga og snobbuð gáfnaljós. Svo er þó alls ekki, og er rétt að taka það skýrt fram, að allar myndirnar, sem nú verða sýndar á frönsku kvikmyndavikunni eru gerðar með það fyrir augum að ná til stórs hóps áhorfenda. Myndirnar eru allar gerðar á síðustu 2 árum og hafa notið vinsælda í heimalandi sinu og Adéle H. m.a. hlotið mikið lof utan Frakklands. Til að gefa væntanlegum áhorfendum tækifæri til að átta sig frekar á þessum 7 myndum, sem nú verða sýndar, verður gerð hér lítilega grein fyrir hverri mynd fyrir sig. Allar myndirnar eru með frönsku tali og enskum skýringartextum. Umsjón SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON. ADÉLEH. Leikstjóri: Francois Truffaut. Aftalleikarar: Isabelle Adjani og Bruce Robinson. Sagan um Adéle H , yngri dóttur Victor Hugo. hefur aðeins nýlega verið dregin fram 1 dagsljósið, eftir að dag- bók hennar. sem var skrifuð á dulmáli, var þýdd Adéle H var ástfangin af enskum liðsforingja, eftir að hafa hitt hann á Guernsey, þar sem faðir hennar var landflótta Hún elti hann til Kanada með þaðfyrir augum að giftast honum, en hann vildi ekkert hafa með hana að gera Hún fylgdi honum samt alltaf eftir i von um, að hjónabandsdraumur- inn rættist Truffaut hefur sagt, að hann hafi orðið mjög hrifinn af þeiri hugmynd „að segja ástarsögu, með aðeins einni persónu" Til að leika Adéle H fékk hann unga og óþekkta leikkonu, Isabelle Adjani, en bæði hún og myndin hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda, bæði ! Frakklandi og I Bandartkjunum. Gagnrýnandinn Richard Roud segir m.a : Leikur henn- ar er slfkur. að ég er ekki f nokkrum vafa um, að hún verður ein af stærstu stjörnum þessa áratugar Hún þarf að bera uppi alla myndina, vekja samúð okkar með þráhyggju Adéle og hjálpa okkur tíl að skilja hinar gífurlegu and- stæður I þessum flókna persónu- leika. Truffaut hefur ekki skapað svo fullkomna kvenpersónu siðan hann gerði Jules et Jim." Það má geta þess hér. að Isabelle Adjani hefur slðan leikið I mynd Polanskis. Le locataire (Leigjandinn), sem Háskólabló sýnir væntanlega inn- an tlðar. — Truffaut þarf ekki að kynna fyrír áhugafólki um kvikmyndir, en á slðustu kvikmyndavikunni '75 var sýnd eftir hann myndin La nuit Americaine (Day for Naght) Hann hef- ur nýlega gert aðra mynd eftir Adéle H , sem nefníst L'argent de poche og fjallar um börn Vonandi verður hún sýnd hér áður en mjög langt um llður Une femme a sa fenetre (Kona við gluggann sinn) Leikstjóri Pierre Granier Deferre Aftalhlutverk: Romy Schneider og Philippe Noiret. Baksvið myndarinnar er Grikkland 1936 Efnið er táknrænt fyrir þjóð- félagslegar breytingar. sem þar eru að gerast Margot, ung rlk og falleg er gift Rico sendiráðsmanni, sem misst hefur eigur slnar Hún er óhamingjusöm I hjónabandinu og er til I tuskið Á yfirborðinu virðist allt slétt og fellt, hjónin njóta lystisemda llfsins, stunda veislur og dans en bak við tjöldin safnar Rico að sér frillum en Margot vonbiðlum. Nótt eina situr Margot við glugga sinn og verður vitni aðeltingar- leik lögreglunnar við mann nokkurn. Hún hleypir flóttamanninum inn, en hann er ungur byltingarsinni, sem mun gjörbreyta Ufi hennar Leikstjórinn Granier-Deferre efur gert 1 3 myndir frá 1958, en á vikunni '75 voru sýnd- ar eftir hann tvær myndir, Le chat (Kötturinn) og Le fils (Sonurinn) Adieu Poulet (Farvel lögga) Leikstjóri: Pierre Granier Deferre Aftalleikarar: Lino Ventura og Patrick Dewaere. Hér er á ferðinni pólitlsk leynilög- reglumynd Verjeat (Ventura) er yfir- maður glæpadeildar lögregiunnar I stórri borg úti á landí Lardatte (Dewaere) er ungur, strangheiðarlegur og upprennandi stjórnmálamaður. Nótt eina eftir kosningafund brjótast út elagsmál milli skoðanaandstæðinga og ungur piltur er drepinn Moitré lög- regluforingi sem hyggsí blanda sér / málin, er einnig drepinn, en hann er einn af undirmönnum Verjeat I glæpadeildinni. Lögreglustjórinn fer nú sjálfur á stúfana, en rekur sig strax á Lardatte Báráttan stendur nú milli þessara tveggja manna, en myndin er sögð atburðarrlk og með gaman- sömum tón — Lino Ventura mun sjálfsagt vera ýmsum kunnur fyrir fjöl- mörg hlutverk, ýmislegt sem lögreglu- maður eða glæpamaður. Patrick Dewaere er hins vegar ný stjarna. Hann varð þekktur 1973, og trúlega muna einhverjir eftir honum úr yndinni Les valeuses (Valsinum). sem sýnd var I Austurbæjarblói á slðasta ári. Til marks um vinsældir Dewaere, sem nú er þrltugur að aldri, má benda á, að hann leikur I þrem myndum á þessari kvikmyndaviku. On s'est trompé d'histoire d'amour (Ekki rátta ástarsagan) Leikstjóri: Jean Louis Bertucelli A&alleikarar: Francois Perrin og Coline Serreau. Gamansöm mynd krydduð þjóð- félagsádeildu Myndin segir frá ungum hjónum og þvl, hvernig umhverfi og venjur þreng/a fyrirfram ákveðnu kerfi upp á hvern einstakling. Fyrirfram ákveðnar reglur gilda um alla hluti, hvernig bregðast á við hinu og þessu, hvernig á að haga sér við hvert tæki- færi, jafnvel hvernig á að elska Allt stefnir að þvi að gera menn sem llkasta hverjum öðrum, I stuttu máli að vél- mennum — Þetta er þriðja mynd leikstjorans Bertucelli og sú fyrsta af myndum hans. sem náð hefur veruleg- um vinsældum Mort d'un guide (Dauði leiðsögumanns) Leikstjóri: Jacques Ertaud Aðalleikarar: Victor Lanoux og Georges Claisse. Mynd þessi er gerð I stll heimildar- kvikmyndar, þar sem við fylgjumst ásamt blaðamanni með gangi og eðli fréttaöflunar. Blaðamaðurinn er kunn- ugur tveim mönnum, sem hann veit, að ætla að verða fyrstir til að kllfa erfiðan tind I frönsku Ölpunum. Þegar ekkert hefur spurst til þeirra I fimm daga. fer hann til þorpsins, sem þeir lögðu upp frá og fer að gera sinar eigin athuganir Við fylgjumst annars vegar með björgunarsveit I illviðri og hrika- legu landslagi frönsku Alpanna og hins vegar með ys og þys I þorpinu, en blaðamenn, sem ekki vilja verða af forslðufréttum. drlfur hvaðanæfa að. Almenningur mun dæma fjallgöngu- mennina eftir skrifum blaðamannanna, en ásamt fyrsta blaðamanninum fylgj- umst við með nýrri, óvæntri atburðarás og uppgötvum með honum sannleik- ann um það, sem gerðist. Þetta er fyrsta blómynd leikstjórans Jacques Ertaud, en hann vann áður við kvikmyndagerð I sjónvarpi Aðalleikar- inn, Victor Lanoux er rithöfundur og sviðsleikari og er stutt siðan hann sneri sér að kvikmyndaleik Honum hefur ADELEH. KONA VIÐ GLUGGANN SINN FARVEL LOGGA EKKI RÉTTAÁSTARSAGAN DAUÐI LEIÐSÖGUMANNS BEZTA LEIÐIN TIL AÐ GANGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.