Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977 $fot$miM$foib Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasólu 60.00 kr. eintakið. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ární Garðar Kristinsson. ASalstræti 6. si'mi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480 Imarga áratugi hafa landsmenn haft áhyggjur af fólksfjölgun í þéttbýlinu á suðvestur- horni landsins og ekki að ástæðulausu. Um langt skeið virtist svo sem fólks- flutningum utan af lands- byggðinni til höfuðborgar- svæðisins linnti ekki og að mikill meirihluti lands- manna safnaðist saman á suðvesturhorninu. Byggða- stefnunni, sem svo hefur verið nefnd hin síðari ár, en áður var kölluð „jafn- vægi í byggð landsins", hefur einmitt verið ætlað að stöðva þessa þróun og snúa henni við og tryggja að í öllum landshlutum mætti þrífast blómleg byggð. í megindráttum má segja, að um þetta hafi ver- ið nokkuð almenn sam- staða, þótt stöku sinnum heyrist kvartanir frá skatt- greiðendum á höfuð- borgarsvæðinu, sem að sjálfsögðu hafa staðið und- ir kostnaði við byggða- stefnuna í verulegum mæli. En hvað sem líður þeim kvörtunum er óhætt að slá því föstu, að mikill meirihluti íslendinga vill leggja nokkuð á sig til þess að tryggja, að landið allt verði byggt og um þá grundvallarstefnu verður ekki deilt. vitnisburðurinn um það að framkvæmd byggða- stefnunnar hefur tekizt vel! Lítum á nokkur dæmi. Frá því að kjördæma- breytingin var gerð 1959 hefur atkvæðisréttur kjós- enda í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi rýrn- að mjög verulega. Nú hef- ur kjósandi i Reykjanes- kjördæmi t.d. ekki nema f jórðung úr atkvæði í sam- anburði við kjósanda á Vestf jörðum. Á þessu sviði hefur hlutfallið breytzt byggðarlögunum á suðvesturhorni landsins svo mjög í óhag, að óhjákvæmilegt er að gera á því breytingar og tryggja hlutfallslega sama at- kvæðisrétt og var á árinu 1959. Það er sanngjörn leiðrétting og engin getur mælt henni i mót. Suðurnesjum hefur ekki haldið í við framfarir í út- gerð annars staðar á land- inu. Mjög hefur dregið úr útgerð í Reykjavík og skipastóll Suðurnesja- manna er orðinn gamall vegna þess, að þeir hafa ekki haft sama aðgang að lánum og útgerðarmenn á landsbyggðinni. Dæmi þess eru mörg, að útgerðar- menn úti um land endur- nýi skipastól sinni og selji gömlu skipin á suðvestur- hornið til þeirra, sem vegna skorts á fyrir- greiðslu hafa ekki mögu- leika á að kaupa nýrri skip. Áhrif þessa misvægis í atvinnuuppbyggingu á lífs- kjör fólks hafa ekki látið á sér standa. Það er nú sam- dóma álit þeirra, sem hafa atvinnurekstur með hönd- um, að fólk á landsbyggð- Byggðajafhvægið er að raskast — á hinn veginn Hitt er svo annað mál, að nú má spyrja, hvort byggðajainvægi sé ef til vill að raskast á ný og í þetta sinn á hinn veginn — að svo halli nú á höfuð- borgarsvæðið og Suðurnes í ýmsum efnum að gera þurfi ráðstafanir til þess að rétta hlut íbúanna á þess- um svæðum. Ef svo er kom- ið má segja, að það sé bezti Á undanförnum árum hefur verið lögð svo rík áherzla á atvinnuuppbygg- ingu úti um land, að hallað hefur verulega á höfuð- borgarsvæðið og Suðurnes. Fjármagni, sem opinberir aðilar hafa ráðstafað, hef- ur aðallega verið veitt út um land með þeim afleið- ingum, að t.d. útgerð á höfuðborgarsvæðinu og inni hafi mun meira fé handa á milli en íbúar höfðuborgarsvæðisins og Suðurnesja. Enda sýna tölur, að á sama tíma og tekjuaukning á höfuð- borgarsvæðinu frá árinu 1975 — 1976 er milli 30 og 40% er hún víða á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Austurlandi milli 50 og 100%. Sjálfsagt má rekja mörg fleiri dæmi um það, að jafnvægi í byggð landsins er að raskast á þennan veg- inn. En nú er óhjákvæmi- legt að stjórnvöld beini at- hygli sinni að þessum vandamálum suðvestur- hornsins. Það er í alla staði óeðlilegt, að útgerð hnigni á höfðuborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Það er i alla staði óeðlilegt að svo mikill munur sé á tekjuaukningu eftir því hvar menn búa á landinu. Og hinn mismun- andi kosningaréttur er óréttlæti, sem ekki er hægt að una við í lýðræðisþjóð- félagi. íbúar landsbyggðarinnar mega undir engum kringumstæðum taka þess- ar athugasemdir sem vís- bendingu um, að amazt sé við uppgangi í atvinnulífi og lífskjörum á lands- byggðinni. En þeir verða að gera sér grein fyrir því, að íbúar á höfuðborgar- svæðinu og á Suðurnesj- um, sem með skatt- greiðslum sínum hafa að verulegu leyti staðið undir fjárfestingu úti um land eiga líka sinn rétt og verða óf áanlegir til þess að halda áfram, ef svo mjög hallar á þeirri hlut eins og nú sýn- ist stefna í. Byggðastefna á að tryggja jafnan rétt fólks, hvar sem það býr á landinu. Það á einnig við um þann hluta þjóðarinnar sem býr á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi. \ Reykjavíkurbréf Laugardagur 26. marz. Einar Sigurðsson Skammt er nú störra högga á milli. Morgunblaðið getur tekið undir með Bólu-Hjálmari og sagt: „Mínir vinir fara fjöld.. .". Einar Sigurðsson, útgerðarmaður, skrif- aði lengi fasta þætti hér í blaðið undir nafninu Úr verinu, og þótti mönnum mikið til þeirra koma, enda lagði Einar mikla vinnu í þá og voru þeir í senn fréttnæmir, vel skrifaðir og stefnumótandi. Einar hafði sjálfur gaman af að skrifa þessa þætti, enda var hug- ur hans lengstum bundinn sjávar- útvegi og verður hann tvímæla- laust talinn einn helzti brautryðj- andi og átakamaður i þeim efn- um. Framkvæmdir hans voru í raun og veru með ólíkindum, þeg- ar lagður er á þær íslenzkur mæli- kvarði, og varð hann í lífi sínu e.k. þjóðsaga, fékk m.a. viður- nefnið „hinn ríki" og hafði gaman af. Einar Sigurðsson sagði á sín- um tima í samtali við undirritað- an, að hann hefði aldrei gert neitt vegna peninganna ,,— ég hef heldur aldrei átt neina peninga. Alltaf verið búinn að eyða þeim um leið og ég eignaðist vonina i þeim. Framkvæmdaþörfin verður mér allt: að byggja, kaupa nýja vél eða bát, sem var nauðsynleg- ur. Á meðan ég á frystihús, verð ég lika að eiga báta til að hafa hráefni..." Enda þótt hann hlyti viðurnefn- ið „hinn ríki", var hugur hans ekki bundinn veraldlegum verð- mætum einum saman, allra sízt þeim sem mölur og ryð fá grand- að, því að hann var meiri hug- sjóna- og draumóramaður en svo. I stað þess að yrkja öll sín beztu l.jóð í öskuna, orti hann þau inn í alvinnulíf þjóðarinnar og það sem verða mátti til eflingar innra sjálfstæði landsins, en það á ræt- ur og upphaf í sjálfstæði og þreki einstaklingsins. Það eru hug- sjónamenn á borð við Einar Sig- urðsson, sem bezt eru til þess fallnir að auka velmegun fólks með hugmyndaauðgi og útsjónar- semi og þeim draumum, sem ræt- :st i nýjum framkvæmdum og mikilli atvinnu, í nánum tengsl- um við verðmætasköpun fyrir allt þjóðarbúið. En Einar Sigurðsson var ekki siður innhverfur íhyglis- maður og hið létta, frjálslega fas hans, sem oft og einatt var allt að því ærslafullt og a.m.k. alltaf ein- lægt og óútspekúlerað, var ein- ungis sú skel, sem hann notaði til að skýla innra manni, sem var hlýr og viðkvæmur. Einar var mikill trúmaður og sagði í fyrr- nefndu samtali, að forsjónin hefði aldrei brugðizt sér. „Ég treysti á, að forsjónin hjálpi mér til að greiða næstu skuld, ef ekki á gjaiddaga, þá a.m.k. fyrir ein- daga." Enda þótt Einar Sigurðsson teldi enga ástæðu til að viður- kenna að hann væri rikur og skir- skotaði þá til þess, sem fyrr grein- ir, sagði hann í samtalinu, að það mætti til sanns vegar færa, eins og hann komst að orði, að þau hjónin, hann og Svava Ágústs- dóttir, kona hans, ættu sér fjár- sjóð: „Við hjónin höfum eignazt níu börn", sagði hann stoltur — og mesta yndi hans var að vera með íjólskyldunni og sinna börn- unum, og reyndar gat hann tekið út, ef hann þurfti að eyða tíman: um í veizlur, sem hann taldi óþarfa, eða aðra slíka veraldlega sóun. Hugurinn var heima, þar vildi hann eyða fristundunum og engin músík fannst honum kom- ast í hálfkvist við þá tónlist „sem fjölmennt barnaheimili hefur upp á að bjóða. . ." Þórbergur Þórðarson skráði ævisögu Einars Sigurðssonar í nokkrum bindum og var hún að sjálfsögðu gefin út undir sam- eiginlegum titli: „Einar ríki". Það er áreiðanlega engin tilviljun, að þriðja bindi hennar lýkur á þess- um orðum: „Nú stóðu mikil tíma- mót fyrir dyrum i lífi mínu. Sumarið eftir, á Jónsmessunótt, eignaðist ég fyrsta barnið mitt, og þau urðu ellefu næstu 15 árin." Ævisaga Þórbergs Þórðarsonar er byggð á samtólum þeirra og hafði Einar Sigurðsson m.a. dagbækur sínar að styðjast við, þegar Þór- bergur talaði við hann. Þórbergur sagði stundum, að merkilegt væri, að „ihaldsmenn" hefðu orðið hon- um hvað nákomnastir, og hann hefði átt við þá nánara samstarf en marga aðra — og minntist þá ekki sízt á sr. Árna Þórarinsson, sem var honum hugleiknara og nærtækara umræðuefni en flest annað. Milli Þórbergs og Einars ríka urðu góð kynni og farsæl og af samstarfi þeirra eiga íslendingar nú þess kost að kynna sér ævi og starf umsvifamesta framkvæmdamanns okkar daga, viðhorf hans og hugsjónir, von- brigði og þá ekki siður sigurgleði. Af lífi Einars ríka getur framtíðin margt lært og dregið af störfum hans mikilvægan lærdóm. Það var minnisstætt að kynnast Einari Sigurðssyni. Hann var eftirminnilegur persónuleiki og afar sérstæður. í lunderni hans vógu salt viðkvæmni og harka þess, sem stendur i fararbroddi; harka klettsins, sem aldan brotn- ar á. Hann var í bæjarstjórn Vest- mannaeyja og tók mikinn þátt i stjórnmálum, m.a. var hann vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Austurland og þótti miður, að haf a ekki verið kallaður þar til forystu áfram, þvi að hann sagði, að framkvæmdir og stjórnmál væru af einum og sama stofni og hafði áhuga á því, a.m.k. um skeið, að láta meira til sín taka í þjóðmálum en varð. En þess er þá einnig að gæta, að stjórnmál kalla ekki ávallt á þá stærstu. Og kannski var íslenzku þjóðinni meiri nauðsyn á þvi, að Einar Sigurðsson léti hugsjónir sínar og drauma rætast í framkvæmdum hans en ef hann hefði orðið fastur i þvi málavafstri, sem því miður einkennir alltof oft Alþingi ís- lendinga, svo merkt sem það er að öðru leyti. Þó að Einar hefði haft gaman af samtölum og gat stund- um talað mikið sjálfur, var hon- um ekkert ógeðfelldara en láta allt drukkna I orðaflóði, hefjast ekki handa fyrir þrasi, sóa tíman- um í ónauðsynlega hluti. Þó að orð séu til alls fyrst — og þá ekki sízt í lýðræðislandi eins og okkar — þykir íslendingum einatt litið koma til þess málæðis, sem fram fer innan veggja Alþingis. Menn vilja athafnir, en ekki orð. í þeim efnum var Einar Sigurðsson persónugervingur sjálfstæðis- stefnunnar, sem byggist á ræktun einstaklingsins og nauðsynlegu olnbogarými fyrir hann innan þeirra takmarka, sem velferðar- ríkið setur. Það er einkennileg tilviljun — og þó kannski engin tilviljun — að i siðasta Reykjavikurbréfi, var einmitt fjallað um menn á borð við Einar rika án þess þá væri vitað, að hans yrði minnzt hér viku siðar. í þessu Reykjavíkur- bréfi segir m.a.: ..... síðan hafa einstaka framkvæmdamenn skor- ið sig úr (hér á landi) og rutt öðrum einstaklingum braut með hugsjónum sínum, áræði og at- gervi og er reynt að uppnefna þá auðvaldsseggi og Sjálfstæðis- flokkinn auðvaldsflokk vegna þess að flestir þeirra hafa skipað sér í raðir hans. Það er enginn vafi á þvi, að þessir dugnaðarfork- ar hafa átt meiri þátt í því en verkföll verkalýðsforingja að búa alþýðu manna á íslandi betri kjör en annars mundi. Við eigum að rækta áræðna einstaklinga, hlú að atgervi hvers þess manns, sem ótrauður leggur á brattann fyrir sjálfan sig og aðra." Einstaklingurinn og Alþýðuflokkurinn Þetta sama Reykjavíkurbréf fjallaði öðrum þræði um Anthony Crosland og skrif formanns Al- þýðuflokksins, Benedikts Gröndal um hann. Þeir Alþýðuflokksmenn tóku Reykjavíkurbréfið sem ein- hvers konar bónorð til krata um nýja Viðreisnarstjórn og verða þeir að meta það, hver með sínum hætti. Hitt er annað mál, að Morgunblaðið er ekki flokksblað og getur ekki borið fram neitt bónorð fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins. Hann verður að sjá um sfn „brúðkaup" sjálfur og síðan er það hlutverk Morgunblaðsins að vega og meta, hvort til þeirra sé stofnað á réttum forsendum og taka afstöðu til þess, hvort „hjónabandið" sé þjóðinni til heilla og blessunar eða ekki. Morgunblaðið sagði, að áreiðan- lega mundi reyna á það fyrr en síðar, hvort Alþýðuflokkurinn vildi efla einstaklinginn í vel- ferðarþjóðfélagi okkar og gefa honum möguleika á þeirri reisn, sem blaðið og Sjálfstæðisflokkur- inn stefna að og telja, að sé þjóð- inni fyrir beztu. Morgunblaðið og formaður Al- þýðuflokksins eru sammála um, að „Viðreisnarstjórn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins var rismikil, enda óvenjulegt tækifæri fyrir lítinn flokk til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.