Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977
Rúnar Gunnarsson fyrir framan e'ma af myndum stnum á sýningunni.
„Vil stórar myndir
með miklum gæðum"
RabbviðRúnar Gunnarsson ljósmyndara
Liósmyndasýningu Rúnars
Gunnarssonar I Sólon islandus I
Aðalstræti lýkur í dag, en Rúnar
sýnir þar 22 mjög stækkaoar Ijós-
myndir úr Grjótaþorpinu og New
York. Sýngin hefur verið fjölsótt,
en aðgangur er ókeypis.
..Sýningarsalurinn I Sólon island-
us er eins og hellir og þessar myndir
sem hanga hér uppi eru I rauninni
nútlma hellaristur. ekkert annað,"
sagði Rúnar Gunnarsson Ijósmynd-
ari I spjalli okkar um sýningu sýna.
— Þessar myndir sem hér eru
urðu til þannig að ég ákvað að gera
myndaflokk úr Grjótaþorpinu. ekki
til þess að sýna, heldur til að vinna
með I stækkun. Þegar ég hafði tekið
nokkuð mikið af myndum hljóp I
mig sú ákvörðun að sýna en sú
hugmynd hafði leitaðá mig
Þegar þessi sýning liggur fyrir þá
er það mln skoðun að beztu
myndirnar, kjarna sýningarinnar,
hafi ég tekið áður en ég tók ákvörð-
un um að sýna. Þegar ég vann
aðeins myndanna vegna kom beztur
árangur, en hitt finnst mér ef til vill
til lýta, ég veit það ekki.
Beztu myndirnarað mlnu mati eru
þvottur á snúru. skyrtur, stelpa og
strákur, veggurinn, blllinn og mynd-
in af Kollu í kringum þessar myndir
er sýningin byggð
— Allar myndirnar eru brúntón-
aðar.
— Margar ástæður liggja til
þess Fyrst og fremst til pess að fójk
geti upplifað þessar myndir með þvl
að sjá eitthvað nýtt Daglega eru
svart-hvltar myndir I hundruðu tali I
blöðunum. Stór brúntónuð mynd
dregur fremur athygli fólks til sln,
býður fólki nær og að auki verður
endingin á myndunum meiri með
brúna tóninum. Ég vil að þessar
myndir endist. Þessar 22 myndir
eru stækkaðar mjög mikið. um og
yfir metri á kant. Stærð mynda hefur
mikið að segja. í Morgunblaðinu
birtast ef til vill yfir 100 Ijósmyndir
á hverjum degi og þegar maður vill
vekja athygli á einhverju er væn-
legra að halda út fyrir það venju-
lega. ella staldrar fólk ekki við. Stað-
an má ekki vera eins og í kaffibolla
sem er orðinn svo fullur að út úr
flóir. Sprenging verður að koma til.
Ég er þreyttur á þessum litlu mynd-
um, vil stórar myndir með miklum
gæðum Ef ég hlusta á tónlist vil ég
heyra hana vel Ég vil ekki rugla þvl
góða saman við eitthvað annað.
Framhald á bls. 31
Blllinn f Grjðtaþorpi,
myndum Rúnars.
Rúnar vi8 tvær mynda sinna en myndin sýnir vel hve storar myndir
Rúnars eru. Ljósmyndir Mbl. áj
Kammersveitin
Hamrahlíðinni
Páll Pampichler á æfingu með Kammersveit Reykjavlkur.
SEINUSTU tónleikar Kammer-
sveitar Reykjavikur á þessum
vetri verða haldhir i dag,
sunnudag 27. marz, kl. 16 i sal
Menntaskólans við H: mrahlíð.
Þrjú tónverk eru á hljóm-
leikaskránni.
Frumflutt verður verk eftir
ungt norskt tónskáld, Ketil
Særerud, sem hann nefnir „Til-
brigði fyrir kammersveit".
Verkið er samið sérstaklega
fyrir Kammersveit Reykja-
víkur en Norræni menningar-
málastjóðurinn hefur veitt
styrk til greiðslu höfundar-
launa.
Þá verður fluttur hinn frægi
septett Beethovens, opus 20, en
I gær, laugardag, 26. marz var
150. ártfð tónskáldsins.
Síðast en ekki síst verður
fluttur strengjakvartett Jóns
Leifs, Mors et vita. Verkið
samdi Jón Leifs I Þýzkalandi
haustið 1939.
Stjórnandi á tónleikunum er
Páll Pampichler Pálsson.
Aðgöngumiðar að tónleikun-
um eru seldir við innganginn.
Vor
við Miðjarðarhaf
Hagsýnir velja bezta tímann og lægstu
fargjöldin og
sparahelming
Ódýrasti en jafnframt einn bezti ferðatíminn
— þegar allur gróður er ferskur og hitinn
þægilegur
|TSY£
Austurstraeti 17, sími 26611