Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977 fclk í fréttu + Þegar hin 18 ára gamla Caro- line Kennedy, dóttir John F. Kennedy heitins forseta og Jackie Onassis fór frá London f júlí s.l., eftir að hafa sótt nám- skeið í listfræðum hjá hinu fræga fyrirtæki Sothesby, full- yrti hún að það myndi ekki Ifða á lóngu þar til hún kæmi aftur til London og tæki þátt í nætur- lifinu með vinum sínum. En vinir hennar urðu fyrir von- brigðum þvf að Caroline hefur ekki látið sjá sig í London f vetur. En flestir þeirra eru ekki f vafa um hvað veldur. Kennedy-fjölsskyldan hefur bannað Caroline að láta sjá sig f London, a.m.k. má hún ekki fara þangað ein. Jackie var mjög hrifin þegar Caroline ákvað að nema listfræði f Lond- on. En hún hefði sennilega hugsað sig tvisvar um ef hún hefði vitað fyrirfram hvað hún var að samþykkja. Caroline hafði ekki verið nema nokkra daga f London þegar móður hennar fóru að berast fréttir af hegðun dótturinnar Og listinn yfir þá menn sem Caroline hafði sést með varð sffellt lengri og lengri. Og að lokum ákvað Jackie að fara sjálf til London og komast að því hvers konar Iffi dóttir hennar lifði. Það kom til mikils uppgjörs milli móður og dóttur og þá kom f Ijós að Caroline hafði ekki stundað nám sitt sem skyldi. Og Jackie setti henni úrslitakosti: Annað hyort stundaði hún nám sitt og segði skilið við næturlffið eða hún yrði send heim eins og hver önnur óþekk skólastúlka. En Caroline tók ekki aðvaranir móður sinnar alvarlega og leit- aði fljótlega aftur út f næturlff- ið. En þetta var meira e'n hin 85 ára Rose Kennedy gat þolað. Hún bað því son sinn, þing- manninn Edward Kennedy, að reyna að fá Caroline til að yfir- gefa London. Hún fer ekki dult með að henni finnst London ekki vera staður fyrir ungar stúlkur. Það sem meðal annars olli ömmunni hneykslun var mynd sem birtist af Caroline þar sem hún er að koma í veislu hjá „Rolling Stones", vægast sagt dálftið sjúskuð f slitnum gallabuxum. A myndinni er Caroline með listaverkasalan- um Mark Shand en hann var mjög náinn vinur hennar um það leyti er hún yfirgaf Lond- on. En hvað sem seinna verður, þá hefur Caroline ekki fengið að taka þátt f næturlffinu f London f vetur og Scotland Yard hefur tilkynnt Jackie Onassis, gegnum amerfska sendiráðið, að nú væri ekki hægt að fá vopnaða Iffverði til að gæta ungra stúlkna jafnvel þótt þær væru frægar og ríkar, sem eyddu mestum tfma sínum f dýium næturklúbbum. '** # I wtP ™P %^:„^P *~**0k ^ípwíC I fa'- j + Verzlun Rammagerðarinnar að Hótel Sögu hefur verið stækkuð verulega og tekið við sölu á sælgæti, tóbaksvörum, snyrtivörum, póstkortum og frímerkjum auk fatnaðar og minjagripa, sem verzlað var með þar áður. Verður verzlunin nú opin frá kl. 8 á morgnana til kl. 9 á kvöldin alla daga vikunnar, jafnt um helgar sem aðra daga. — A myndinni er Haukur Gunnarsson verzlunarstjóri Rammagerðar- innar ásamt einni afgreiðslukonunni Kristfnu Helgadóttur, en Asta Jóhannesdóttir sér um þetta „útibú" Rammagerðarinnar. M Köld bord Fyrir giftingaveislur, afmæli, árshátiöir að ógleymdum saumaklúbbum. .j v_ A þessu borði eru eftirtaldir skreyttir réttir. Skinka, lambahryggur, kótilettur, ham- borgarhryggur, hangikjöt, grísasteik, roast beef, kjúklingar, reyktur lax, 2—3 síldarréttir, grænmetissalat, remolaði- sósa, rækjusalat, coctailsósa, brún heit kjötsósa, kartöflur amk. 3 tegundir, brauð og smjör. Við sérstökum óskum getur verðið lækkað eða hækkað, ef teknir eru burt, eða bætt við sérstaklega dýrum réttum t.d. lax tourne- dos, öndum, aligæs, kalkún o.þ.h. Ef óskað er getum við sent menn með borðinu til að setja það upp. .-> Forréttir (kaldir) s Kavíar með ristuSu brauði 2 stk. per mann • Blandaðar koktelsnittur 2 stk. per mann Laxasalat i koktelglasi Rækjukokteill I kokteilglasi Humarkokteill I kokteilglasi . Reyktur lax í kramarhúsum m / eggjahræru 1 njlla per mann Soðinn lax I hlaupi eða smálúða Skinkurúlla m/ spergil Köld ávaxtasalöt Kjúklingasalat. Kaldar eða heitar tartalett- ur eftir vali m/ kjöti, fiski eða ostafyllingu. (-¦ w Súpur ^., Kjötseyði Colbert m/ hleyptu eggi Rjómasveppasúpa — Aspassúpa Blómkálssúpa ..... Frönsk lauksúpa Aðrar súpur má panta hjá yfirmatreiðslu- manni. -J Hertur matur v_ I minni eða stærri samkvæmi. Buff saute Stroganoff m/ salati og hrlsgrjónum Grísasteik m/ rauðkáli og brúnuðum kartöflum Hamborgarhryggur m/ rauðvlnssósu, ananas- salati og brúnuðum kartöfl um. Grillsteiktir kjúklingar m/ ijómasveppasósu og grænmeti. Roast beef m/bearnaise- sósu. Belgjabaunum og pommés saute. London lamb m/ brúnuðum kart. rjómasveppasósu. og grænmeti. Grísakarríréttur m/hrfs- s. grjónum. _ >-J J Desertar x. Abætisréttir Vanilluís Mokkais Sltrónufromage. Triffle m/ rjóma, sherry og makkarónum. °"L Ýmsir samkvæmisréttir og aðrir smáréttir: Slldarréttir, kabarettdiskur m/ 5 teg. af sfld. brauði og smjóri. Klnverskar pönnukökur fylltar með hrfsgrjónum, kjöti og kryddjurtum m. sal- ati Soðinn lax f mayonnaise (heitt) m/gúrkusalati og tómötum. Kabarettdiskur með humar. rækjum. kavlar og skinku- rúllum spergil, roast beef, salati. brauði og smjöri ítölsk Pizza Pie írskur kjötrðttur (Irish stew) Nautatunga m/ remolaði og hvltum kartöflum eða piparrótarsósu Alikálfasnitzel m/ tilheyrandi i____f Útvegum borðbúnað ef óskað er t.d. glös, diska hnífapör dúka servíettur o.þ.h. Útvegum einnig þjónustufólk. Upplýsíngar vettir yf irmatreiðslumaour isima 11630eða 13835. Oðal v/Austurvöll Geymið auglýsinguna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.