Morgunblaðið - 01.04.1977, Side 13

Morgunblaðið - 01.04.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977 13 Gildi áróðurs lftið AÐ undanförnu hefur nokkuð verið rætt um tóbaksneyzlu og hvað helzt sé til ráða gegn auk- inni tóbaksnotkun. Undirritaður flutti erindi í ríkisútvarpið 9. febrúar s.l. og setti þar fram til- lögur um nýjar baráttuaðferðir til að sporna við tóbaksnotkun. Áður en vikið verður að þessum tillög- um skal bent á grein í Vísi 10. marz s.l. eftir Ólaf Ólafsson land- lækni, þar sem hann segir frá því á sama hátt og undirritaður í fyrr- greindu erindi að þrátt fyrir nær algjört auglýsingabann, prentaðar upplýsingar um skaðsemi tóbaks á sígarettu- pökkum, margs konar og öfluga upplýsingastarfsemi og áróður á vegum einstaklinga og félaga, námskeió til aö fá fólk til að hætta reykingum, — ,,þá hefur þróunin gengið í þveröfuga átt“, segir landlæknir, — fleiri bætast í hóp reykingamanna en áður. Og enn segir landlæknir: Gunnar Finnbogason Gunnar Finnbogason skólastjóri: _ I reykjavík „Frá árinu 1969 hefur orðið umtalsverð og jöfn aukning í sölu vindla og vindlinga og hefur sala þessara tveggja tóbakstegunda aldrei verið meiri en árið 1974. Ekki verð- ur séð, að áletrun viðvörunar á umbúðir vindlinga, takmörkun tóbaksauglýsinga og starf Samstarfsnefndar um reykingavarnir og fjölmargra annarra aðila, sem beita sér gegn tóbaksreykingum, hafi dregið úr tóbaksneyslu lands- manna." (Heilbrigðismál, rit nr. 2 — 1976) Þessi orð verða ekki dregin í efa. En menn skulu varast allt ofstæki, heldur líta á málið af stillingu. Orrustu tapað Reyklausir menn hafa tapað fyrstu orrustunni. Þeir töldu sér trú um að hægt væri að vinna stríðið gegn tóbaksnotkun með því að fræða, banna auglýsingar, halda áróðri á loft og vitna til tóbaks sem tæki sjúkdómshrað- brautar. Ekki var þetta óskynsam- leg ályktun — en aðförin mis- tókst. Og hún heldur áfram að gera það — því að ekki breytist mannlegt eðli í einni svipan — ef ný virki verða ekki reist. Ég þykist vita — þótt mörgum þyki erfitt að kyngja því — að mikill hluti þeirra barna sem nú berjast fyrir að afnema reykingar muni ekki hlíta því kalli þegar frá líður. Það er sárt að þurfa að segja þetta, en nú gildir ekkert annað en rökhyggja. Góður her- foringi metur stöðuna og fylkir liði á nýjan leik. Hann leitar eftir tilhögun, sem geta bætt vígstöð- una svo að sigur vinnist. Nýjar tillögur Mér sýnist mál þetta svo stór- vaxið, að það varði alla þjóðina, og þess vegna er það réttmæt krafa að ríkisvaldið gangi fram fyrir skjöldu og leggi málinu lið svo um muni. Og þá kem ég að þeim tillögum sem ég gat um áðan. — Ríkið sjái til að þetta verði gert: 1. Við allar stöðuveitingar hins opinbera skal umsækjandi ætið spurður um tóbaksneyzlu og að öðru jöfnu hlýtur sá, sem ekki reykir, stöðuna. 2. Sá ríkisstarfsmaður sem ekki reykir fær 7% hærra kaup en aðrir ríkisstarfsmenn, sem reykja, í sambærilegu starfi. 3. Engir menn, sem reykja, fá námslán né styrki til náms. 4. Margs konar önnur lán til einstaklinga, s.s. vegna húsabygg- inga eða til annarra þarfa verða ekki veitt þeim sem reykja. 5. Tryggingarfélögum með sína margháttuðu starfsemi verði gert að skyldu að hafa lægri ið- gjöld hjá þvi fólki, sem ekki reyk- ir, en hjá öðrum. 6. Hið opinbera hafi forystu um að í öllum farartækjum, þar sem fleiri en 10 manns geta dval- ist samtimis, verði skilrúm á milli reykingamanna og hinna, sem ekki reykja. Þeir, sem reykja greiði hærra fargjald. 7. Á biðstofum og sölum, þar sem almenningur hefur aðgang að, verði gert að skyldu að hafa sérstakar vistarverur fyrir þá, sem reykja. 8. Á opinberum skrifstofum má starfsmaður ekki reykja á skrifstofu sinni, heldur aðeins í sérstaklega gerðu herbergi. 9. Á sjúkrahúsum og í skólum verði öllum þeim, sem ekki reykja, tryggt húsrými, sem verði ómengað af reyk. 10. Heimilt er að hækka leigu á húsnæði til þeirra, sem reykja. 11. Tvöfalda skal verð á tóbaki. Áhrif tillagn- anna En tvö atriði verður að hafa í huga þegar talað er um minnk- andi hagnað af sölu tóbaks fyrir ríkið: a) Um leið sparar rikið mikið fé í minna sjúkrarými, færri læknum og færra starfsfólki, minni lyf og annar margvíslegur kostnaður hverfur. b) Hefur rikið siðferðilegan rétt til að byggja geysimikla tekjuöflun sína á sölu skaðlegra efna til þegna sinna — án þess að vinna ötullega að heilbrigðum lífsvenjum þeirra? í sambandi við 2. lið er vert að geta þess að almennt er talið sannað, að reykingamenn hafi minni starfsgetu en aðrir. Það hefur fullyrt t.d. Oddur Ólafsson læknir og alþingismaður. Þá má einnig benda á að í nýútkomnu fræðsluriti Krabbameinsfélagsins segir: „Konur sem reykja eru að jafnaði miklu oftar fjarver- andi úr vinnu en þær sem reykja ekki. Við umfangsmikla rannsókn á konum á aldrinum 17—44 ára kom það fram að veikindadagar þeirra sem reyktu voru 40% fleiri en hinna sem reyktu ekki. Þar að auki henti það oftar konur sem reyktu að starfsþrek þeirra var minna en eðlilegt var.“ Að sjálfsögðu er leyfilegt að álykta að hið sama eigi sér stað um karlmenn. Gleymum því heldur ekki að oft veldur aðgæzluleysi reykinga- manns stórtjóni á húsum, hús- munum og öðrum verðmætum og þá um leið slysi eða dauða á fólki. Að hugsa í skrefum Á sumum þessara tillagna minna er nokkurt nýja brum og til þess er leikurinn einmitt gerð- ur — en ég bið yður sem haldið að hér sé um draumóra að ræða — að lita aftur í tímann. Var það ekki í sumra augum vitleysa einber að tala um skyldusparnað, lífeyris- sjóði — taka peninga af fólki, sem unnið hafði hörðum höndum fyrir þeim og geyma þá — að taka upp ýmiss konar skyldutryggingar o.s.frv? Það var til fjöldi manna sem mótmælti þessum tillögum á sin- Framhald á bls. 19 Friðrik Sophusson, formaður S.U.S. Móðursýki Þjóð- viljaritstjórans Skoðanir og hugmyndir ungra sjálfstæðismanna um samdrátt i rikisbúskapnum hafa vakið verulega athygli og valdið talsverðum biaðaskrif- um að undanförnu. Leiðarahöf- undar dagblaðanna hafa tals- vert ritað um þessi mál, og blaðið „Báknið burt“ hlaut frá- bærar viðtökur þeirra manna, sem telja einstaklinginn í þjóð- félaginu þess virði, að honum sé treystandi fyrir ráðum sln- um ( stað þess að eiga allt sitt undir ríkinu. Það blað, sem lengst þagði yfir framtaki uílgra sjálfstæðismanna var Þjóðviljinn, en s.l. miðvikudag rauf ritstjórinn þögnina I skit- kastsdálki blaðsins „Klippt og skorið". Ritstjóranum rennur blóðið til skyldunnar og tekur upp hanzkann fyrir rfkisforsjár- stefnu þjóðviljaarms Alþýðu- bandalagsins. Að sjálfsögðu er það heiður fyrir okkur sjálf- stæðismenn, þegar Svavar Gestsson tekur sér penna í hönd og sendir okkur köpur- yrði. Annars vegar bendir slfkt til þess, að við séum á réttri leið, og hins vegar kemur rit- stjórinn upp um ótta sinn við, að stefnu okkar verði framfylgt f þessum efnum. Það, sem ritstjórinn telur áhrifamest til að sýna fram á fánýti ungra sjálfstæðismanna, er að kalla okkur unglinga, sem vart sé mark á takandi. Það tekur mig sárt, að þessi annars ágæti skólabróðir minn skuli svo illa haldinn og hrjáður f handbendishlutverki sfnu, að hann hafi gleymt aldri sfnum eins og örvasa gamalmanni, — eða ætlast hann kannski virki- lega til þess, að skrif hans f leiðurum Þjóðviljans verði honum virt til vorkunnar eins og hver önnur bernskubrek. Eg hélt satt að segja, að andlegur brjóstmylkingur og óskabarn kommúnistaforystunnar teldi sig eiga betra skilið af lesend- um „blaðsins, sem vitnað er f“. Fufl ástæð.a er til að benda Framhald á bls. 19 fyrir 46þúsund krónur Hér er sannarlega tækifæri, sem ekki býðst oft, — stuttar úrvalsferðir til Mallorca fyrir ótrúlega gott verð Við bjóðum ferðir á verði frá 46.000.00 krónum 6 mai — 5 daga ferð 6. maí — 7 daga ferð 13. maí— 9 daga ferð 1 3 mai — 1 5 daga ferð 22 maí — 1 2 daga ferð 24 mai — 10 daga ferð Þetta eru ferðir, sem allir geta ráðið við. Stuttar ferðir — lítið verð! FERÐASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshusinu simi 26900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.