Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 1
36 SIÐUR OG 16 SIÐNA BLAÐAUKI
Brezhnev mildast
Moskvu, 5. aprfl. AP.
Leonid Brezhnev, aðalritari
sovézka kommúnistaflokksins,
sagði i dag að enn væru horfur á
að hægt væri að semja um tak-
mörkun kjarnorkuvopna, en til-
lögur Bandarfkjanna þar um
hefðu verið einhliða og ekki væn-
legar til árangurs
Brezhnev sagði þetta i ræðu i
veizlu, sem haldin var til heiðurs
Fidel Castro, forseta Kúbu, í
Moskvu í dag, og er það i fyrsta
sinn sem hann ræðir vopnatak-
mörkun opinberlega siðan Sovét-
stjórnin hafnaði tillögum Banda-
rikjamanna þar um . Brezhnev
sagði ennfremur, að sanngjörn til-
hliðrun væri nauðsynleg til að
árangur næðist, en báðir aðilar
þyrftu að sýna samningsvilja,
Framhald á bls. 20.
Norðmenn og EBE semja
um fiskveiðar til 10 ára
Árlegir samningar um aflamagn
Luxembourg, 5. aprfl. AP.
NORÐMENN og aðildarriki Efna-
hagsbandalagsins hafa komizt að
samkomulagi um fiskveiðar, að
öðru leyti en þvi að ekki verður
6% geng-
isfelling í
Finnlandi
Helsingfors 5. aprfl. NTB.
FINNSKA ríkisstjórnin
tilkynnti í dag um 6%
gengisfellingu finnska
marksins. Þetta er gert
eftir tilmælum Finn-
landsbanka, vegna
gengisfellinga króna
Sviþjóðar, Noregs og
Danmerkur. í pólitísk-
um samningum um helg-
ina voru það aðeins full-
trúar kommúnista og
þjóðardemókrata, sem
lögðust gegn gengisfell-
ingu. Gengi finnska
marksins hefur verið
fellt sjö sinum frá lokum
síðari heimstyrjaldar-
innar.
hægt að ganga frá nokkrum smá-
atriðum fyrr en eftir páska, að
þvi er fulltrúi framkvæmda-
nefndar EBE skýrði frá að lokn-
um utanrfkisráðherrafundinum f
Luxembourg í dag. Hér er um að
ræða rammasamning, þannig að
samið verður um aflamagn ár-
lega.
Helztu vandamálin f sambandi
við samningsgerðina var ágrein-
ingur um rétt norskra skipa til að
veiða á svæðinu milli 12 og 50
milna norðaustur af Skotlandi, en
Bretar vilja fá einkalögsögu við
strendur sfnar þar sem skip ann-
arra aðildarrikja EBE fái ekki að
veiða, hvað þá Norðmenn sem
ekki eru aðilar að EBE. Sagði
fulltrúi framkvæmdanefndarinn-
ar, að þetta ágreiningsmál hefði
verið útkljáð með þeim hætti, að
Norðmenn geti óskað eftir við-
ræðum og frestað því að samning-
urinn taki gildi, ef i ljós komi að
röskun verði á hefðbundnum
veiðum þegar samið verði um ein-
stök ákvæði samningsins. Með
þessu orðalagi varð hjá þvi komizt
að ræða um afmörkuð veiðisvæði
í rammasamningnum.
Owen fer
með nýjar
tillögur
til Afríku
Lundúnum, S. aprfl. NTB
1 FERÐ sfnnf um Afrfku sunnanverða, sem hefst um helgina,
mun David Owen, utanrfkisráðherra Breta, leggja fram tillögur,
sem meðal annars fefa f sér að Rhðdesfa verði sjálfstætt rfki og að
meirihlutinn f landinu taki við völdum án aðlögunartfma, að þvf
er utanrfkisráðuneytíð f Lundúnum skýrði frá f dag.
Aður en Owen leggur upp f Afrfkuferðina mun hann ræða við
blökkumannaleiðtogana Muzorwa og Joshua Nkomo, sem báðir
koma tii Bretlands gagngert til viðræðna við hann.
I ferðinni heimsækir Owen Suður-Afríku, Mosambique,
Zambiu og Botswana. Hann fer ekki til Rhódesíu, en búizt er við
að hann hitti Ian Smith, forsætisráðherra landsins, að máli i
Suður-Afríku, svo og blökkumannaleiðtogana Mugabe og Sithole.
Miklir bardagar í Líbanon
sókn hægri manna hrundið
Beirúl, Quantara, 5. aprfl
Reuter —AP.
HARÐIR bardagar geisuðu f all-
an dag f Suður-Lfbanon, og segj-
ast vinstrisínnar og Palestfnu-
menn hafa brotið á bak aftur
mestu sðkn hægri manna á þess-
um slöðum frá þvf að friðargæzlu-
sveitum Arababandalagsins tókst
að stilla til friðar f landinu í
nóvember s.l.
Mondechai Gur, vfirhershöfð-
ingi f her Israels, lýsti þvf yfir f
Tel Aviv f dag, að honum væri
ekki kunnugt um að Sýrlendingar
tækju þátt f bardögunum f Suður-
Líbanon. Gur sagði einnig, að enn
sem komið væri tækju ísraels-
menn ekki þátt f styrjöldinni f
Líbanon, en hann skýrði þessi
ummæli ekki frekar.
Fregnum um þátttöku Sýrlend-
inga í bardögunum ber ekki sam-
an, en i dag kvaðst Pierre
Gemayel, leiðtogi hægri manna i
Gundelach og brezkur ráð-
herra til Rvíkur á næstunni
Luxembourg, 5. apríl. AP — Reuter.
AKVEÐIÐ var á fundi utanrfkis-
ráðherra Efnahagsbandalagsins f
Luxembourg f dag, að Finn Olof
Gundelach færi til Reykjavfkur á
næstunni ásamt brezkum ráð-
herra til að freista þess að fá
tslendinga til að semja um fisk-
Finn Olof Gundelach
veiðimál. Lfklegt er að Frank
Judd, aðstoðarutanrfkisráðherra f
brezku stjórninni, verði f för með
Gundelach, að þvf er sagt var f
Luxembourg f kvöld, en brezki
ráðherrann verður ekki f erind-
um Breta heldur bandalagsins.
Morgunblaðið hafði í gærkvöldi
samband við Matthías Bjarnason
sjávarútvegsráðherra, svo og ut-
anrikisráðuneytið, en islenzkum
stjórnvöldum höfðu þá engin til-
mæli borizt um samningaviðræð-
ur.
Að sögn heimildarmanna hjá
EBE tjáði Gundelach utanrikis-
ráðherrunum, að ekki væri unnt
að láta núverandi óvissuástand
viðgangast öllu lengur, og væri
nauðsynlegt að gera íslendingum
grein fyrir stjórnmáialegum og
efnahagslegum afleiðingum af-
stöðu þeirra. Hefði Gundalach
hér greinilega átt við þann mögu-
leika að Efnahagsbandalagið tak-
markaði tollaivilnanir sinar til
handa íslendingum.
Finn Olof Gundelach sagði á
fundi með fréttamönnum, að ætl-
un Efnahagsbandalagsins væri
ekki að hóta islendingum, en þeir
yrðu að skoða fleiri hliðar á þessu
máli en þá, sem sneri að þeim
sjálfum.
Á ráðherrafundinum var sam-
þykktur bráðabirgðasamningur
um veiðitakmarkanir við strend-
ur írlands. Samkvæmt honum
Framhald á bls. 20.
Líbanon, uggandi vegna þess að
friðargæzlusveitirnar, sem skip-
aðar eru Sýrlendingum, létu
vopnuðum skæruliðum haldast
uppi að reka hernað i suðurhluta
landsins.
Vinstri menn segja, að hægri
mönnum hafi gengið það til með
sókninni að ná á ný yfirráðum
yfir bænum Taybeh, sem er hern-
aðarlega mikilvægur staður.
Segja vinstri menn að bardagar
hafi byrjað i morgunsárið með þvi
að stórskotalið ísraelsmanna hafi
gert hríð að sveitum vinstri-
manna handan landamæranna.
Hafi tilgangurinn augljóslega ver-
ið sá að draga athyglina frá liði
hægrimanna, sem haldið hefði að
Taybeh frá bækistöðvum sinum í
grenndinni. Foringi vinstri
manna, sem skýrði frá atburða-
rásinni, sagði að í viðureigninni
hefði herlið Palestinumanna og
vinstri sinna notað sovézkar eld-
flaugar af Saggergerð.
Framhald á bls. 20.
Flak DC-9 þotu Southern Airlines, sem fórst við þorpið New Hope f Georgfu f Bandaríkjunum f
fyrrakvöld. 85 manns voru innanborðs, og fórust að minnsta kosti 60, auk 8 manna á jörðu. Nokkrum
mfnútum áður en þotan brotlenti tilkynnti flugstjórinn að báðir hreyflar væru bilaðir og væru
framrúðurnar brotnar. Þegar reynt var að nauðlenda á vegi rakst vinstri vængur þotunnar f sfmastaur,
sem varð til þess að stefnan breyttist og rakst þotan þá á Verzlunarhús og nokkra bfla.
Sjá nánar á bls. 17.