Morgunblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 15
EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al’íiLYSINtíA- SIMINN KR: 22480 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977 Skýrsla stjórnar Idju 1976-1977: r Ofaglært og réttindalaust verkafólk — undantekningarlaust orðið fyrir stærsta áfallinu, þegar syrtir í álinn i ÁRSBYRJUN 1976 voru félags- menn í Iðju 2627, 19 létust á ár- inu, 17 gengu úr félaginu, en 353 gengu i félagið. r Félagsfundir voru 6, þar af einn framhaldsfundur. Stjórnarfundir voru 17, og fundir i stjórn og trúnaðarmannaráði 9, eða samtais 26fundir. Skrifstofu félagsins er opin eins og verið hefur frá kl. 9 f.h. til kl. 6 e.h. Verkefni starfsmanna er sem fyrr, miðlun upplýsinga, og að veita félagsmönnum alla þá aðstoð og fyrirgreiðslu er til þarf hverju sinni. Má þar meðal ann- ars nefna lögfræðilega aðstoð og innheimtu slysabóta, svo nokkuð sé nefnt. Skrifstofan i Hafnarfirði var opin mánudaga og miðviku- dag frá kl. 4 til 6 e.h. Starfsmenn félagsins voru á ár- inu: Bjarni Jakobsson, Björn Bjarnason og Guðmundur Þ. Jónsson, en hann hefur jafnframt gegnt störfum fyrir Landsam- band iðnverkafólks, og Runólfur Pétursson, en hann lét af störfum á árinu. Ráðinn var tii félagsins nýr starfsmaður, Eygló Guðjóns- dóttir. Hún hefur nú starfað fyrir félagið frá því i lok april s.l., og unnið öll tilfallandi störf á skrif- stofunni. Ber öllum saman um að hún hafi i alla staði þjónað félag- inu vel og dyggilega, og sýnt at- hyglisverðan skilning og áhuga á hinni margþættu starfssemi þess. Frá starfi félagsins er það að segja, að atvinnuleysisbætur sem greiddar voru félagsmönnum á árinu námu samtals kr. 12.031.251.-, en vegna fæðingar- orlofs voru greiddar kr. 8.155.251.-. Sjúkrasjóður Iðju greiddi sjúkrastyrki að upphæð kr. 4.972.040.-, útafararstyrki að upphæð kr. 286.000.-, og fæðingar- styrki kr. 544.000.-, eða samtals kr. 5.802.040.-. Þá voru greidd úr lífeyrissjóði eftirlaun til 220 sjóð- félaga. Hluti umsjónarnefndar eftirlauna námu kr. 17.178.280.-, og uppbót samkv. lögum nr. 33 frá 1976, sem er samkv. síðasta kjara- samningi kr. 16.324.520.-, sem ger- ir samtals kr. 33.502.800.-. Aðrar lifeyrissjóðsgreiðslur voru: barnabætur kr. 994.281.-, makalif- eyrir kr. 1.261.064.-, örorkulíf- eyrir kr. 1.757.834.-. Mestum hluta ráðstöfunarfjár lifeyrissjóðsins var varið til lána handa 232 sjóð- félögum, eða samtals kr. 149.960.000.-. Ennfremur voru keypt visitölutryggð bréf af Bygg- ingarsjóði, fyrir 45 milljónir króna. Samanlögð iðgjöld til sjóðsins námu um 140 milljónum króna, en var árið áður um 106 milljónir, svo að hækkunin milli ára er nálægt 30%. Að viðbættum ársgreiðslum lána, vaxtatekjum og öðrum tekjum, nam ráð- stöfunarfé sjóðsins rúmum 200 milljónum króna. Stjórnarkjör fór fram dagana 14. og 15. febrúar, tveir listar voru i kjöri: A-listi, borin fram af Bjarna Jakobssyni og Guðmundi Þ. Jónssyni, en B-listi var borin fram af stjórn og trúnaðarmanna- ráði. Útslit urðu þau að A-Iistinn fékk meirihluta atkvæða og alla menn kjörna. Strax í byrjun starfsárs hinnar nýkjörnu stjórnar og trúnaðar- mannaráðs, voru þegar gerðar ráðstafnanir til að taka virkan þátt i félags- og kjaramálum. Vil ég m.a. geta þess að stjórn félags- ins ákvað að taka þátt f ráðstefnu, er haldin var um kjör láglauna- kvenna, en fulltrúar féiagsins á ráðstefnunni voru kjörnir af stjórn Iðju, þær Sigrfður Skarp- héðinsdóttir, Ásdis Guðmunds- dóttir og Unnur Ingvarsdóttir. Við upphaf islenzkrar iðnkynn- ingar flutti Halldóra Ólafsdóttir, trúnaðarmaður i fataverksmiðj- unni Dúk ávarp, en það markaði óneitanlega tímamót, þar sem allt fram til þessa hefur þótt nær sjálfsagt að framámenn þjóðar- innar sætu í öndvegi og flyttu ræðu eða ávarp við hin ýmsu tækifæri, nú var þessu snúið við. Hinn 8. september var haldin í Laugardalshöllinni sýning á veg- um islenzkra fataframleiðenda, sem fékk nafnið „íslenzk föt ’76“, var hún ein mesta sinnar teg- undar. Sigriður Skarphéðinsdótt- ir, stjórnarmaður í Iðju, opnaði þá sýningu með ávarpi, er vakti verðskuldaða athygli. Kaffisamsæti var haldið að Hótel Sögu, annan í páskum, fyrir Iðjufélaga 65 ára og eldri. Hin árlega sumarferð var farin I byrjun júlí. Farið var að Skafta- felli, en gist að Krikjubæjar- klaustri. 1 lok ársins var haldið námskeið fyrir trúnaðarmenn á vinnustöð- um, en annað var haldið á þessu ári. 33. A.S.Í. þing var haldið dag- ana 29. nóv. til og með 3. des. Rétt til þingsetu áttu nær 400 fulltrú- ar. Iðja átti 16 fulltrúa á þinginu. Fyrir þingið voru lögð fram drög að stefnuyfirlýsingu A.S.Í. sem samþykkt var, svo sem kunnugt er. En til almennrar umræðu hef- ur helst verið ályktun um kjara- og efnahagsmál, er þingið sam- þykkti. Á þinginu var Guðmund- ur Þ. Jónsson kosinn aðalmaður miðstjórn A.S.Í. en Bjarni Jakobs- son, varamaður í miðstjórn. Er þetta i fyrsta sinn um langa tíð, sem fulltrúi félagsins hefur átt sæti I miðstjórn. í upphafi liðins árs var þegar farið að vinna að gerð nýrra kjarasamninga. Fyrsti samninga- fundur var haldinn hinn 6. des. 1975. Samningaviðræður stóðu nær sleitulaust frá þeim tíma og þar til nýju kjarasamningarnir voru gerðir hinn 28. febrúar 1976. Samningar þessir náðu ekki fram að ganga án átaka. Verkalýðs- félögin boðuðu til vinnustöðvun- ar, og allsherjarverkfall aðildar- félaga A.S.Í. kom til framkvæmda þann 17. febrúar. Segja má að verkfallið hafi verið nær algert, aðeins litil félög úti á landi tóku ekki þátt í því, og Starfsstúlkna- félagið Sókn, sem hafði frestað að taka þátt í þvf, að gefnu tilefni. Þetta mun hafa verið viðtækasta verkfall sem staðið hefur á íslandi. Þvi miður er það ekki ætíð svo, að allt fari þann veg sem ætlast er til. Það er óhrekjanleg staðreynd, að fljótlega eftir samningagerðina, fór að örla á þeirri kjaraskerðingu, sem hver og einn þekkir nú betur i raun, en orð fá lýst. Þeir lægst launuðu hafa orðið verst úti, eins og ætíð fyrr, er farið hefur sem nú. Það hefur reynslan sýnt okkur og sannað um áratugaskeið. Þá er eðlilegt að spurt sé, vegna feng- innar reynslu, hvað hægt sé að gera til að á geti orðið gagnger breyting. Þvi verður vart fljót- svarað, og vist er að mörgum hef- ur orðið svarafátt, og svo mun enn. Ef við horfum til baka, og litum yfir farinn veg sjáum við, að ófaglært og réttindalaust verkafólk, hefur undantekningar- laust orðið fyrir stærsta áfallinu, þegar syrta fer i álinnr Og er verðbólguhjólið fer að snúast með þvilikum ógnarhraða, og gerst hefur nú nokkur undanfarin ár, þá verður manni ósjálfrátt á að hugsa — að nú sé fjandinn laus. Svo kann kannski lika að vera. Það hefur verið kannað á vegum Iðju, á hvern hátt sé hægt að afla félagsmönnum frekara öryggis, jafnhliða starfsréttindum, er til frambúðar geti orðið til þess að lyfta launum þorra iðnverkafólks að hærra marki, fjær borði þeirra lægst launuðu, sem ætið alltof margir hafa setið við um aldanna rás. Eins og fyrr segir hafa verið gerðar athuganir verðandi þessi mál að tilhlutan félagsins, og með góðri aðstoð Iðnfræðsluráðs og Menntamálaráðuneytisins. Kann- aðar hafa verið, og verða kannað- 3. Samþykkt Iðnfræðsluráðs dags. 8.12. ’76, um áfanganám i verk- smiðju- og fatasaumi o.fl. 4. Alit Verk- og tæknimenntunarnefnd- ar, sem er ábending um iðjubraut- ir. 5. Álit Iðnfræðslulaganefndar, sem er ábending um námsbraut i vefja- og fataiðnaði. Á vegum Iðn- fræðsluráðs hefur Óskar Guðmundsson, framkvæmdastjóri þess, gert ráðstafanir til að samin verði námsskrá fyrir fataiðnað- inn, og að því starfi verði lokið fyrir 1. mai n.k. Þá hefur komið til álita hvort mögulegt væri að gefin yrðu út starfsskirteini, er sýni hve lengi handhafi hafi starfað í viðkom- andi starfsgrein. Er þá haft í huga að með því fengjust starfsréttindi viðkomandi aðila viðurkennd. Góðir félagar, framundan eru nú ærin verkefni sem bíða, og gera jafnvel meiri kröfur til okk- ar, en nokkru sinni fyrr, um að sameinast í þeim ásetningi að bæta lifskjörin. Ef okkur tekst að sameinast i einiægni, þá munum við að lokum sigra. Fulltrúar Iðju á 33. þingi A.S.l. ar, námsbrautir er yrðu það að- gengilegar, að starfandi fólki væri kleift að afla sér réttinda i viðkomandi starfsgreinum. Nefnd í fataiðnaði hefur þegar skilað áliti til viðkomandi ráðuneytis, en Þór Sandholt skólastjóri Iðnskól- ans, hefur verið að vinna að frek- ari upplýsinga- og gagnasöfnun. Hefur hann nú þegar samið um málið greinargerð, er hann mun Ieggja fram til frekari könnunar. Þar segir m.a.: „Eftirfarandi sam- töl við ýmsa aðila, sem tengdir eru málinu, fundarhöld og athug- un fyrirliggjandi gagna, þykir rétt að benda á eftirfarandi atriði, til þess að málið nái að komast nær því að ákvörðun verði tekin um stefnumörkun og möguleika á framkvæmdum fyrir haustið.” Hann bendir á að fyrirliggjandi gögn, islensk, séu m.a.: 1. Nefndarálit „fataiðnaðarnefnd- ar“, sem skipuð var af mennta- málaráðuneytinu. 2. Greinargerð með frumáætlun um áfanganám i fataiðnaði", byggð á áliti fata- iðnaðarnefndar, eftir Gunnar Guttormsson og Atla Marínósson. Konur ath. Losið ykkur við páskakílóin höfum ennþá laus pláss um miðjan daginn í megrunar- og frúarleikfimi. Júdódeild Ármanns, Ármúla 32, sími 83295 kl. 13—22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.