Morgunblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 12
J2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6 APRÍL 1S77 Tvær andskáldsögur Einar Guðmundsson: LABLAÐA HÉRGULA. Skáldsaga. Á kostnað höfundar 1975. Einar Guðmundsson: FLOTTINN TIL LlFSINS. Öfullgerð skáldsaga. Kápa: Magnús Tómasson. Á kostnað höfundar 1976. ÞAÐ má alltaf eitthvað græða á formálum bóka. Svo er um formála Einars Guðmunds- sonar að skáldsögunni Lablaða hérgula. Einar skrifar: „Skáld- saga þessi (eða skúlptúr), Lablaða hérgula, er orðin til á eftirfarandi hátt: Þann 7. marz 1973 tók ég álitlegan stafla af handritum eftir sjálfan mig, afrakstur ca. þriggja-fjögurra ára skrifa og reyndist bunkinn vera 16, 4 cm skv. tommutokks- mælingu. Horfði ég stjarfur á handritabunkann í um það bil heila klukkustund og komst að þeirri niðurstöðu, að í stað þess að gefa út þægilega og sæta bók með gamla hugsunarlaginu stæði mér nær að búa til prent- unar eins konar þverskurðar- skáldsögu, þar sem ég notaði hin margvíslegu viðfangsefni mín I gegnum árin.“ Næst lýsir Einar því hvernig hann skar sundur og tengdi saman ólík- legustu búta ritlistar, en segir síðan um viðleitni sína: „Langaði mig sumpart til að gefa mynd af eðlisfari dag- blaðs, sem geri hvort tveggja I senn: að herma eftir lífinu og reyna að móta það.“ Lablaða hérgula verður þvíeinhvers konar andskáld- saga þar sem allt er leyfilegt. Gamla hugsunarlagið er gert brottrækt, en áhersla er lögð á að vekja óvænt hugmynda- tengls. Sifelldar endurtekn- ingar og hljómur orða, sjálf- stætt lif mynda verður það sem höfundurinn keppir að. Til- gangslaust er fyrir þá að reyna að lesa þessa bók sem hafa fyrir fram ákveðnar hugmyndir um hvernig skáldsaga eigi að vera. Hætt er við því að þeir gefist fljótlega upp að fylgja þver- skurði höfundarins. Geti þeir aftur á móti tekið undir eftir- farandi orð í Lablaða hérgula má reyna að fletta upp í bók- inni: drengir ekki endilega drengir góðir drengir ekki endilega góðir hreinir drengir ekki endilega hreinir mjúkir drengir ekki endilega mjúkir Án þess að efni Lablaða hér- gula verði skilgreint nánar hér skal jatað að mer þótti bokin skemmtileg tilraun og allhressi- leg aflestrar á köflum. Einar Guðmundsson er hugkvæmur og ungæðislegur gáski spillir ekki fyrir honum. Hann er sjálfum sér samkvæmur í bók- inni. Sama má segja um Flótt- ann til lífsins sem hann kallar ófullgerða skáldsögu. Þar er „eðlisfar dagblaðs" í algleym- ingi og er nokkur hluti bókar- innar á ensku. Firring manns- ins í samfélaginu er viðfangs- efni höfundarins og eru martraðarkenndar myndir úr hversdagsleikanum látnar sýna hans. Endurtekningar gegna hér veigamiklu hlutverki eins og Lablaða hérgula. Ástarævin- týri eru nokkuð stór þáttur bókarinnar með viðeigandi losta; eitt gerist í líkhúsi. Höfundurinn iðkar skop- stælingu og hlífir fáum. í bók- inni eru líka sýnishorn konkret ljóða og þannig mætti lengi telja. Andskáldsögur Einars Guðmundssonar bera vitni höf- undi sem vill fara nýjar braut- ír. Það verður ef til vill ekki sagt að hann hafi enn sem kom- ið er náð verulegum árangri í ritlist sinni. En sem „underground" verk eru bækur hans athyglisverðar. í lok Flótt- ans til lífsins segir frá þeim sem horfa þegjandi í eldinn: „Þeim brann margt í muna og þeir létu sig dreyma langt út fyrir vióáttur þessa lands. Sigurður sat í eins konar afbrigði af lótusstellingu, en hinir bara eins og islenzkir sveitastrákar; þeir störðu inn í glæðurnar og i leiðslunni kviknuðu fyrstu neistar til þess átaks, er kalla mátti flóttann til lífsins." Þessir félagar eru sam- mála um að hér á landi, á „loðnubræðsluplaninu" sé allt „morandi í hálfklikkun, hálf- geðveiki, hálfkæringi“. Ef benda ætti á höfunda sem fara svipaðar slóðir og Einar Guðmundsson eru það einkum Guðbergur Bergsson og Dagur Sigurðarson. Magnús Tómasson hefur gert frumlega kápu á Flóttann til lífsins. Að þykja vænt um dýr Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: HUGSA DÝRIN? Frásagnir af mönnum og dýrum. Bókaforlag Odds Björnssonar 1976. I frásögn sem Guðmundur Þor- steinsson frá Lundi nefnir Lftill smali fyrir sextiu árum segir hann frá því að hann hafi verið „alinn upp við það að gefa nánar gætur að náttúrunni: landslagi, gróðurfari, fuglum og öðrum skepnum sem fyrir bar, og hátt- semi þeirra“. Níu ára gamall var hann smali á Héraði, „innan við 25 kíló að þyngd, og annar þroski eftir því“. Við hundinn sem fylgdi Guðmundi í smalamennskunni ræddi hann eins og mann; „hversu mikið hann skildi af þvi, er ósannað mál, en marga óræka sönnun hefi ég fengið fyrir því á Hfsleiðinni, bæði fyrr og síðar, að skepnur sem menn umgangast með tillitsemi og nærfærni, skilja meira af máli manna en flestir halda." Það eru margar frásagnir af skynugum hundum í Hugsa dýrin? En þar er lika kafli sem nefnist Rottan min og fjallar um tilraun Guðmundar og vinnu- félaga hans á bifreiðaverkstæði Sæbergs i Hafnarfirði til að temja rottu. Hún kom alltaf til þeirra í kaffitímum og fékk hjá þeim brauðmola. Guðmundur lýsir henni svo að hún hafi verið „full- vaxin rotta, en ekki gömul, þrif- leg og greindarleg, gætin og ihugul á svip“. Því miður mun rottan hafa komist í eitur og varð það henni að aldurtitla. En minn- ingin um hana er Guðmundi afar kær og hann deilir á mennina sem kunna ekki að lifa í sátt og sam- lyndi við skepnurnar. í nafni menntunar og vísinda yfirfylla þeir jörðina „með óskynsamlegri fjölgun og æyða öllum lífsskil- yrðum hennar með enn heimsku- legra offorsi". Hann endar bók sína með þvi að minna á að „greind og göfgi dýranna" sé „minni gaumur gefinn en vera Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON ætti. Og þeir ómenntuðu alþýðu- menn sem það vilja gjöra, eiga á brattann að sækja tneð það, þar sem er bókvísi hinna lærðu manna og menntuðu". Athyglisverðar eru frásagnir Guðmundar af fuglum, skynsemi æðarfuglsins og klókindum svart- baksins svo að eitthvað sé nefnt. í frásögninni Á framverði leikur gamall svartbakur á hann. Guðmundur var á svartbaks- veiðum í Stafneshverfi, kom skoti á einn ungan svartbak, en eftir það gerðist gamli svartbakurinn varðfugl, aðvaraði hina. Frásagnir Guðmundar Þor- steinssonar af dýrum verða um leiö brot af hans eigin ævisögu og auk þess koma margir menn við sögu. Þeir sem hlustað hafa á Guðmund segja frá gleyma ekki alþýðlegri frásagnarlist hans. Hana er að finna i þessari bók. Guðmundur er löngu kunnur fyrir ýmsa þjóðlega þætti sína, en hann er manna kunnugastur sveitastörfum fyrr á tímum. Ein ljóðabók hefur komið út eftir hann og er nafnið táknrænt: Við hljóðfall starfsins. í starfi hefur hann fundið gleði sem aðrir menn leita án árangurs. Hann býr nú i Sandvík á Sléttu ásamt konu sinni Guðlaugu Sæmundsdóttur. Hann sker út í tré og plast dýr og fugla. Hún semur lög. Honum er tamt að kalla sig smala eftir þvi starfi sem honum var ungum trúað fyrir. Gullöld íslenzkrar ljóðlistar ISLANDSKEGULLALDERDIKT (1800—1930). Norsk omdikting ved Ivar Orgland. Fonna Forlag 1976. INNGANGUR Ivars Orglands að Islandske Gullalderdikt er í raun- inni bók um timabilið 1800—1930 í íslenskum skáldskap. Inn- gangurinn er til marks um þekk- ingu Orglands á því efni sem hann fjallar um og einnig lýsir hann persónulegu mati sem fróð- legt er að kynnast. Þótt inn- gangurinn sé saminn handa norskum lesendum held ég að ís- lendingar geti líka haft gagn af honum. Ivar Orgland hefur miklar mætur á Bjarna Thorarensen. Hann hrífst að vonum af erfi- ljóðagerð Bjarna og telur að eng- inn standist samjöfnuð við hann á því sviði. Áður höfðu skáldin að- eins lofsungið hinn látna, en eftir- mæli Bjarna eru heilsteyptar skapgerðarmyndir og full af lifs- visku, segir Orgland. Að dómi Orglands nær Bjarni lengst i eftirmælum um menn sem höfðu mikla hæfileika til að bera án þess að þeir nýttust fyllilega i daglegu lífi. en settu engu að siður svip á samtiðina með per- sónuleik sinum (Sæmundur Magnússon Hólm, Oddur Hjalta- lín). Hið kunna lokaerindi i ljóð- inu um Odd Hjaltalin er þannig í þýðingu Orglands: Men du som nedetter livselvi flyter sovande mot feigdarosen, last ikkje laksen som leitar djervt opp mot straumen og spring i fossar! Það verður að teljast athyglis- vert að likja þeim Bólu-Hjálmari og Francois Villon saman. Org- Ivar Orgland. land er liklega ekki fjarri sanni I þeirri samlíkingu. Skáldskapur- inn er þeim báðum vörn og sókn, það er þeirra eigið lif og reynsla sem þeir yrkja um. Báðir voru þeir í andstöðu við samfélagið, skorinorðir og oft beiskir af þeim sökum. í samanburði á þeim Bjarna Thorarensen og Jónasi Hallgrims- syni (mikið er um samanburð á skáldum hjá Orgland) segir Org- land: Það sem fyrst og fremst skilur þá að sem skáld er að Bjarni horfir fránum augum beint inn í mannlífið, en mynd landsins og málið birta Jónasi aft- ur á móti líf mannsins, eða með öðrum orðum: Bjarni er skáld innri heims, Jónas ytri heims. I þessu er nokkur sannleikur fólg- inn, en það sem máli skiptir að mínum dómi er að vinnubrögð skáldanna eru ólík þrátt fyrir náinn skyldleika. í hinum ein- falda ljóðstíl sinum sem stundum getur vist áreynslulaus opinberar Jónas ekki siður dýpt mannlifsins en Bjarni. Eins og Orgland bendir réttilega á hefur Jónas sennilega meir en nokkurt annað skáld stuðlað að endurreisn íslensks bókmenntamáls. Ivari Orgland tekst ágætlega að benda á sérkenni Kristjáns Jóns- sonar Fjallaskálds og draga fram tengsl hans við erlendar bók- menntir. Orgland skýrir frá þvi að hið merka norska skáld, Tor Jonsson, hafi skrifað umsögn um þýðingasafn Hans Hulens Millom frendar, Islendsk lyrikk 1850— 1930 (1944) og sérstaklega dáðst að ljóði Kristjáns um Dettifoss. Meðal skálda sem vöktu athygli Tor Jonssons voru Matthías Jochumsson og Einar Benedikts- son, sá siðarnefndi mestur ís- lenskra skálda á siðari tímum að mati Jonssons. Ivar Orgland er sammála Tor Jonsson um þá Matthías Jochums- son og Einar Benediktsson. Um þá báða fjallar hann af miklum skilningi. Orgland segir skemmti- lega frá fundum þeirra börnin hafi þegar það starf hófst skýrt frá þvi, að viðvörunaraug- lýsingarnar sem birtar hefðu ver- ið í fjölmiðlum á vegum nefndar- innar, hefðu haft mikil áhrif á viðhorf þeirra til reykinga. Eins og glöggt hefur komið fram að undanförnu eru börn og unglingar nú orðin mjög ötul i baráttunni gegn reykingum og hafa ýmsir aðilar stutt þau eftir mætti þar á meðal borgarlæknir og fræðsluyfirvöld Reykjavikur- borgar ásamt starfsmönnum krabbameinsfélaganna. Samstarfsnefnd um reykinga- varnir hefur komið til móts við unga fólkið með því að láta prenta límmiða og veggspjöld með Matthíasar og Björnssons, en Matthias var líkt og Einar Bene- diktsson þaulkunnugur norskum bókmenntum. Matthías þýddi m.a. úr norsku Brand eftir Ibsen og Einar þýddi Pétur Gaut. Org- land tekst prýðilega að sýna sam- hengi islenskra bókmennta og þess sem erlend skáld voru að fást við á sama tima, ekki síst norsk. Matthías var skáld innblástursins, hjá Einari verður algyðistrú og mystik uppspretta mikils skáld- skapar. Upphafserindi Brims eft- ir Einar er þannig 'þýðingu Org- lands: Veldig slir hjarta át havdjupet katde, av klangane drikker eg kraft og fred. Du ber i deg, stuttiiva, skjelvande alde, tidi sitt fotsteg, som fram skal halde. Nár brimet brusar, mitt blod syng me. Auk þeirra skálda sem hér hafa verið nefnd eru i Islandske Gullalderdikt ljót' eftir Sigurð Breiðfjörð, Grim Thomsen, Stein- grím Thorstekissc n, Stephan G. Stephansson Þorsíein Erlíngsson og Hannes Hafstein. í vali ljóð- anna skiptist á hefðbundið mat og persónulegt. Hér er ekki unnt að dæma um hvernig þessi ljóð hljóma á norsku, en málið er furðulikt íslensku. Islandske Gullalderdikt er ásamt Islandske Dikt frá várt hundreár sem Orgland sendi frá sér 1975 viða- mesta kynning íslenskrar Ijóðlist- ar erlendis. Ötalin eru mörg önn- ur þýðingasöfn úr íslensku eftir Ivar Orgland. ýmsum varnaðarorðum gegn reykingum, sem dreift hefur verið til ákveðinna aldursflokka barna i öllum skólum landsins. Þá var á nýliðnu ári gerð til- raun með auglýsingar gegn reyk- ingum á búningum iþróttafélaga, en beinar auglýsingar í fjöl- miðlum lágu alveg niðri vegna takmarkaðra fjárráða nefndar- innar. Vara viö hættu af tóbaksreykingum Með lögum nr. 59 frá 18. apríl 1971 var gerð sú breyting á lögum um verslun ríkisins með áfengi Framhald á bls. 23 Upplýsingaherf erd um reykingar nú í apríl Samstarfsnefnd um reykinga- varnir mun nú í aprilmánuði gangast fyrir upplýsingaherferð I fjölmiðlum um skaðsemi reyk- inga. Verður þá birt ýmisskonar fræðslu- og fréttaefni frá nefnd- inni varðandi reykingar fyrri hluta mánaðarins en i kjölfarið munu fylgja auglýsingar þar sem lögð er áhersla á varnaðarorð varðandi slgarettureykingar. Um það bil fimm ár eru nú liðin frá því að nefndin hóf starf sitt og óhætt að fullyrða, að grundvallarbreyting hefur orðið á afstöðu fólks til reykinga á þessu timabili. Er fyrstu við- vörunarauglýsingar nefndar- innar birtust 1972 urðu nefndar- menn varir við að ýmsum fannst þetta hæpinn áróður, en nú er ljóst, að tekist hefur að opna augu fjölda fólks fyrir skaðsemi reyk- inga. Einnig hefur fslendingum orðið Ijósari réttur þeirra, sem ekki reykja, til þess að fá að anda að sér hreinu og ómenguðu lofti. Unga kynslóðin hefur vaknað Þeir aðilar, sem unnið hafa að fræðslu um skaðsemi reykinga í skólum, hafa tjáð nefndinni, að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.