Morgunblaðið - 06.04.1977, Side 11

Morgunblaðið - 06.04.1977, Side 11
11 MORGUNBLÁÐÍÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1977 Dr. med. Povl Riis. sinni nú fyrirlestur um þetta efni fyrir lækna og læknastúdenta. — Siðareglur lækna eru að stofni til byggðar á reglum Hippocratesar um skyldur lækna gagnvart sjúklingum og lækna gagnvart öðrum læknum. Ekki er lögð eins mikil áherzla og fyrr á þetta bræðralag milli lækna, meira er farió að leggja áherzlu á sjúklinginn og þarfir hans. Segja má að siðareglur lækna byggi á boðorðinu sem segir: Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri þér skalt þú einnig þeim gjöra. Læknafélög hinna einstöku landa hafa sínar eigin samþykktir um starfs- og siðareglur lækna, en flestar eru þær í samræmi við samþykkt ai- þjóðalæknafélagsins frá 1948 og Genfarheit lækna ári síðar. — Svokallaður Helsinkisátt- máli, sem alþjóðalæknafélagið samþykkti 1964 og endurskoðaður var 1975 tekur til meðferðar vandamál rannsóknastarfsemi og kveður á um aukna vernd sjúkl- ings gegn rannsóknaaðferðum, sem geta verið honum hættulegar eða teljast vafasamar. Með öðrum orðum hafa borgaraleg réttindi sjúklingsins mjög verið aukin og það er mjög jákvætt og nauð- synlegt. Þá nefndi dr. Riis, að það væri mjög nauðsynlegt að svipaðar reglur gilti frá einu landinu til annars, sérstaklega hvað varðaði það atriði að vernda tiltekna minnihluta hópa samfélagsins. Nefndi hann i þvi sambandi rann- sókn, sem gerð var á tann- skemmdum i þroskaheftum börn- um. Var hópur þeirra látinn neyta sælgætis i allmiklu magni, en annar hópur þeirra ekki. Það kom í ljós að sá hópur, sem neytti sælgætis, hlaut tannskemmdir mun fyrr en hinn og sagði dr. Riis, að það hlyti að hafa haft í för með sér miklar þjáningar fyrir þau, sem tannskemmdirnar hlutu. — Af þessari tilraun hlauzt vissulega nokkur fróðleikur, sagði hann, en nú 15 árum siðar þykir þetta brjóta gegn siða- reglum. Aó lokum var rætt örlitið um íslenzka náttúru og menningu. — Það er eiginlega bæði íslenzk náttúra og menning sem mér er kær. Ég hef öðlazt mikinn lærdóm um danska menningu með heim- sóknum mínum hingað. Það hefur mikið verið rætt um áhrif Hellena og þýzkrar og franskrar menning- ar, en ég upplifi aftur og aftur að hinn norræni menningararfur er sá mikilvægasti. ísland er hluti af okkar sögu og það er ekki hægt að ganga framhjá því. Þá finnst mér íslendingar og Danir eiga margt sameiginlegt, sömu viðhorf is- lenzkra lækna og danskra til sjúklinga og hefur allt samstarf við þá verið mjög ánægjulegt. ÓSKÖP Leikfélag Mosfellssveitar: ÓSKÖP ER AÐ VITA ÞETTA! Höfundur: Hilmir Jóhannes- son. ’ Leikstjóri: Bjarni Steingrlms- son. Sviðsmynd og búningar: Guð- björn Gunnarsson. Hilmir Jóhannesson hefur vakið á sér athygli með ieik- ritinu Sláturhúsið Hraðar hendur sem sýnt var í Borgar- nesi 1968 og siðan viða um land. Ég hef ekki séð þetta kunna leikrit, en fyrstu kynni min af leikritagerð Hilmis er Ósköp er að vita þetta! Leikfélag Mos- fellssveitar sýnir þetta leikrit nú i Hlégarði, en það var fyrst sýnt í Borgarnesi 1969. Leik- ritið mun að nokkru vera endursamið. Höfundurinn lítur á leikritið „sem einfalt ævin- týri“ og það á að höfða jafnt til barna sem fullorðinna. Hið pólitíska táknmál leikritsins mun þó eiga meira erindi til fullorðinna. Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Pólitísk samfélagsádeila i leikritun er ekki ný af nálinni. Hún virðist ætla að endast vel. En auk þess sem stjórnmála- menn fá á baukinn hjá Hilmi er hann tortrygginn i garð menntamanna. Best tekst hon- um í ádeilu sinni á það sem flokka mætti undir hræsni og sjalfselsku, hina mannlegu bresti. Beina pólitíska ádeilan er fremur máttlitil vegna þess hve almenn og margslitin hún er. Hilmir Jóhannesson býr yfir nokkurri hugkvæmni sem nýt- ist í fáeinum gáskafullum atrið- um með fyndnum tilsvörum. En í heild sinni er Ósköp er að vita þetta! leikrit af of sjálf- virkri gerð til þess aö halda áhorfandanum vakandi. Ég býst vió að Hilmir geti sett sam- an stutta þætti I revíustil. Ósköp er að vita þetta! er of fyrirferðarmiklar umbúðir um litið sem ekki neitt. Leikstjór- inn Bjarni Steingrimsson og hinir áhugasömu leikendur gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gæða verkið lífi, en það verður að segja eins og er að maður hefði óskað að þeir glimdu við veigameira verk- efni. Þaó er ljóst að þetta fólk bæði kann og vill vinna vel, enda má þakka þvi það sem vel er um sýninguna. Ævintýrið hans Hilmis rann semsagt að mínu viti út i sand- inn. Það vantaði i það leikræna spennu, ekki síst vegna þess hve textinn er óleikrænn. Þetta blessað dýralíf sem á að endur- spegla mannlifið var ekki eftir- minnilegt með nokkrum hætti. Aftur á moti voru sviðsmynd og búningar, verk Guðbjörns Gunnarssonar, og sömuleiðis framlag leikendanna til marks um að leiklistarlif i Mosfells- sveit gæti hafist til nýrrar virð- ingar með verðugum verk- efnum. Sviðsmynd ðr Ósköp er að vita þetta! Pétur Bjarnason (Minkurinn) og Ragnheiður Tryggvadóttir (Kötturinn). Aðstoðar- mennirnir iðnir við að tefla AÐSTOÐARMENN Horts og Spasskys, þeir Smyslov og dr. Alster, hafa verið iðnir vió að tefla fjöltefli á meðan dvöl þeirra hefur staðið hér á landi. Alster tefldi fjöltefli á Hvols- velli um helgina og mætti þá 21 félaga i Taflfélagi Rangæinga. Hann vann 17 skákir en gerði 4 jafntefli. Smyslov tefldi fjöltefli á ísafirði á laugardag og sunnudag. Á laugardaginn tefldi hann 41 skák, vann 37 og gerði 4 jafntefli en á sunnudaginn tefldi hann 21 skák, vann 17, gerði þrjú jafntefli og tapaði einni skák fyrir Páli Áskelssyni. Það vakti athygli, að 13 ára piltur Heimir Tryggvason, gerði jafntefli við Smyslov báða dagana. Gleymdu ekki W endurnýjun 4 flokkur 9 á 1 000 000 — 9 000 000 — 9 — 500 000 — 4 500 000 — 9 — 200 000 — 1 800 000 — 135 — 100 000 — 13 500 000 — 504 — 50 000 — 25 200 000 — 8316 — 10 000 — 83 160 000 — 8 982 137 160 000 — 18 — 50 000 — 900 000 — 9 000 138 060 000 — Án endumýjunar áttu ekki möguleika á vinningi. Við drögum næst þann 13. apríl. Gleymdu ekki að endurnýja! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Tvö þúsund milljónir í boði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.