Morgunblaðið - 06.04.1977, Side 21

Morgunblaðið - 06.04.1977, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977 21 Innheimtu- hefti tapast Drengur, sem ber Morgunblaðið út við hluta af Kleppsvegi, varð fyrir þvf óhappi f gær að glata innheimtuhefti, sem hann hafði þá nýlega fengið afhent. Sennilega hefur hann týnt þvf einhvers staðar í Miðbænum. — Finnandi er vinsamlegast beðinn um að skila þvf til blaðsins. Sýning í Norræna húsinu Góð aðsókn hefur verið að málverkasýningu Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar í Norræna húsinu og hafa 18 myndir selzt. Sýningin verður opin um páskahátíðina og %r daglegur sýningartími frá klukkan 15 til 22. Pólýfónkórinn — leirétting Tvær missagnir urðu í grein Mbl. í gær um Pólýfónkórinn, þ.e. ranghermd voru föðurnöfn, tveggja félaga kórsins, en þau eru rétt þannig: Formaður kórsins er Friðrik Eiríksson, og einn af kórfélögum sem rætt var við er Berglind Bjarnadóttir. — Hafísinn Framhald af bls. 3 á v-þýzka og belgíska togara, sem þar voru að veiðum, og þaðan haldið til Reykjavíkur. Þá var liðinn tæp sex og hálf klukkustund frá því að farið var í loftið, en alls getur SYN verið á lofti i rúmlega 9 klst. Það kom fram hjá þeim Guð- jón} Jónssyni og Sigurjóni Hannessyni, að á nýju vélinni er hægt að fara í kringum allt landið í einum áfanga og at- huga helztu fiskislóðir. Er minni vél hefði hins vegar ver- ið keypt til gæzluflugsins, þá hefði þurft að fara inn til lend- ingar til að sækja eldsneyti og það er ekki lítill spölur þegar kannski er verið út við 200 milna mörkin. — Raunvexti... Framhald af bls. 24 efla bankasparnað og „draga úr verðbólgunni". Þetta hefur oft verið reynt, árangurslaust að sjálfsögðu, en er samt ekki dautt, því þetta er greinilega uppi á teningnum núna. Fyrir utan það, að fólkið vill velja sér hýbýli sjálft eftir efnum og geðþótta, þá hafa byggingar verið það sparnaðarform, sem al- menningi er tiltækast og geðfelld- ast. Menn velja það hiklaust fram yfir vísitölubréfin góðu. Ein- hverstaðar aftan í höfðinu er kannski grunur um að verðbætur verði einhverntíman taldar til andfélaglegs verðbólgugróða og þessu verði öllu breytt. Það er löngu kunnugt, og hag- fræðingarnir hafa kannski tekið eftir því, að skortur á lóðum og byggingarstarfsemi hér á landi, er eins og jakastifla í fljóti. Smám saman helðst upp þrýstingur þangað til stíflan brestur og fljót- ið ryðst fram. Fljótin breyta stundum um farveg (t.d. Sviþjóðar- og Ástraliuferðir) en í minna mæli. Þetta hefur yfirleitt gerst hér á landi eftir miðbik ára- tuganna frá 1940 a.m.k., af hverju sem það nú stafar. Nú er lóða- skortur á Stór- Reykjavíkursvæðinu og flestir „braskarar" verkefnalitlir. Stifl- an er byrjuð að hlaðast upp. Fái hún að gera það nógu lengi mun hún bresta með yfirborgunum, skrúfugerðum og eftirfarandi taxtahækkunum og verðbólgu, sem við kunnum utan að. Og enn munu hagfræðingar freistast til að skella skuldinni á byggingar- iðnaðinn, sem þó verður aóeins afleiðing af áður gerðum mistök- um. Þessar stíflubyggingar eru dýrari mistök en menn gera sér grein fyrir i i'ljótu bragði. vnr- borganir í byggingariðnaði fara rakleitt um allt þjóðfélagið og verður ekki snúið við. Hvernig á að forðast þessi þrepahlaup? Eitt nærtækasta ráðið núna sýnist manni, að fjölga lóðum á Reykjavíkursvæðinu strax. Það er kannski best gert með því að ryðja til í gömlu hverf- unum og slátra einhverju af báru- járnsrómantík húsfriðunar- manna. Þannig mætti endurnýja hverfin og fá ný not fyrir yfir- gefna skólana. Bráðnauðsynlegt í þessu sambandi virðist ennfrem- ur að breyta iánakjörum Byggingasjóós til þess að auð- velda ungu fólki kaup á eldri en sómsamlegum íbúðum, auk þess að gefa fólki kost á hærri lánum en venjulegum skammti, ef það vill greiða verðbætur á hækkun- ina. Þá geta fleiri eignast þak yfir sig og byggingasjóður fer að efl- ast í stað þess að rýrna. Fleiri geta fengið lánað og meira og félagsleg samhjálp fengi þarna rós í hnappagatið. Ef Tíminn virðist geta sætt sig fremur við hugtakið „verðbætur" í stað vaxta, þá er mér sama!. Viðurkennum staðreyndir Við erum orðin býsna leikin i að lifa í sjálfsblékkingu allskonar. Heilir herskarar manna gera beinlínis út á þessa lifnaðarhætti og stíga við okkur stifidans svo hraðan, að við greinum ekki hvað fram fer. Mest allt stafar þetta af þvi, að við viljum ekki viðurkenna þá staðreynd, að sá sem vill fá einn fisk lánaðan hjá öðrum á að gjalda einn fisk i staðinn og ugga með, ekki bara ugga, þó það megi sjálfsagt eitthvað kalla á hag- fræðimáli valdahópanna. Allt tal um það að vissir hópar þjóðfélagsins geti ekki borgað sömu vexti og aðrir, því sé ekki hægt að hafa sömu kjör á öllum lánum, er áróður af hálfu kerfis- manna til þess að halda völd- unum. Þjóðfélagið getur alveg gefið þessum hópum á annan hátt, þannig það lægi að minnsta kosti ljóst fyrir hvað væri verið að gefa. Raunvaxtastefna er þaó sem til þarf til þess að lagfæra meng- aóan verðbólguhugsunarhátt okk- ar. íslendingar eru I hópi þeirra örfáu hundraðshluta mannskyns, sem búa við allsnægtir. Þeir eru líka í hópi þeirra enn færri hundraðshluta sem búa við sæmi- legt frelsi til orðs og æðis. Þessu skyldu menn ekki gleyma í skammahríðinni um stjórnmála- menn og ávirðingar þeirra. Þeir enduróma okkur sjálf. Okkar er valið. En hvað viljum við? Þeirri spurningu ættum við að reyna að svara í stað þess að láta reka á reiðanum. Við höfum ekk- ert við tækifærin að sakast, við höfum nóg af þeim. Við eigum fáa óvini utan eigin heimsku. Viljum við óskorað jafnrétti og frelsi til athafna og orða eða viljum við það ekki? Viljum við að stað- reyndir ráði i peningamálum eða viljum við það ekki. Viljum við aukinn sósialisma eða viljum við eitthvað annað? Viljum við verð- bólgu? Viljum við eitthvað? Þessir tveir skálar eiga eftir að veita jöklaförum skjól uppi á Vatnajökli. Annar verður fluttur upp f Esjuf jöll um páskana, hinn f Kverkf jöll sfðar f vor. Fara með nýjan skála í Esjuf jöll í Vatnajökli UM PÁSKANA ætla Jöklamenn að fara með nýjan skála upp Vatnajökul sunnanverðan og setja hann niður f Esjufjöllum, sem standa upp úr jökulbreið- unni f 1200 — 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Undanfarnar vik- ur hafa félagar f Jöklarannsókna- félaginu verið að smfða tvo skála undir forustu Stefáns Bjarnason- ar og Jóns ísdals. Á annar að fara f Esjufjöll, en hinn f Kverkfjöll norðan f jöklinum seinna f sum- ar. Lagt verður af stað með skálann á dráttarbíl frá GG á skírdags- morgun og haldið austur á Breiða- merkursand. 1 förinni verða tveir bílar, sem flytja snjóbilana, sem eiga að draga sleða með húsinu upp jökulinn. Á Jöklafélagið ann- an bílinn, Gosa. Hjálparsveit skáta ætlar að lána hinn, en skát- Kabarett — bingó Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra heldur sitt árlega Kabarett-bingó f Sigtúni annað kvöld. Stjórnandi verður Svavar Gests. Verðmæti vinninga er 800 þúsund krónur, en þar á meðal eru þrjár utanlandsferðir, mál- verk, dvöl í Skíðaskólanum í Kerl- ingafjöllum, veiðileyfi. Ómar Ragnarsson skemmtir við undirleik Magnúsar Ingimarsson- ar og einnig sönglagatríóið Bónus, sem Ingveldur Ólafsdóttir, Jóhanna Linnet og Gunnar Frið- þjófsson skipa. arnir munu hjálpa til við flutn- inginn. Upp jökulinn er mikill bratti fyrst, siðan nokkuð jafn halli og svo aftur mjög bratt á lokasprett- inum. Er leiðin 18 — 19 km upp, og þar er mikill ís. Flutningarnir eru því erfiðir. Reiknað er með að ferðin taki fimm daga. Ekki verð- ur hægt að ganga frá húsinu á undirstöðum fyrr en sjóa leysir, en reynt verður að festa það niður til bráðabirgða og ganga svo betur frá þvi i sumar. Poul P. M. Pedersen hlaut þýðendaverðlaun danska ríthöfundafélagsíns FYRIR nokkru sfðan var þýð- endaverðlaunum danska rithöf- undafélagsins úthlutað og þau afhent við hátfðlega athöfn f höfuðstöðvum félagsins f Kaup- mannahöfn. Sá sem verðlaunin hlaut að þessu sinni er fslend- ingum að góðu kunnur, rithöf- undurinn og þýðandinn Poul P. M. Pedersen. I ræðu, sem formaður danska rithöfundafélagsins, Hans Jörg- en Lembourn, hélt við þetta tækifæri sagði hann það hafa glatt sig og aðra rithöfunda að einmitt Poul P. M. Pedersen skyldi hljóta þýðendaverðlaun- in í ár. Fáir væru betur að þeim komnir. Ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins í Kaupmannahöfn afhenti verð- launin og ávarpaði verðlauna- hafann. Ambassador íslands í Danmörku Agnar Kl. Jónsson flutti ræðu, þar sem hann þakk- aði Poul P. M. Pedersen hið mikla framlag hans við þýðingu íslenskra bókmennta og tryggð hans við land og þjóð fyrr og síðar. Pou. P. M. Pedersen hefur þýtt fjölmörg ljóð íslenskra skálda á dönsku. Meðal þess, sem út hefur komið í bókar- Poul P. M. Pedersen formi er Ijóðaúrval eftir Jóhannes úr Kötlum, sem nefn- ist á dönsku Ulvetider, ljóðaúr- valdið Klagen í Jorden eftir Matthias Johannessen. Langt hjem til mennesker eftir Hann- es Pétursson og ljóðaúrval eftir Stein Steinar. Poul P. M. Peder- sen er heiðursfélagi í Félagi fslenskra rithöfunda og var einn stjórnarmanna félagsins viðstaddur verðlaunaafhend- inguna, i boði danska rithöf- undafélagsins. Hús eíiir þínu hölði Við framleiðum staðlaðar einingar í steinhús og hönnum húsin samkvæmt óskum hvers kaupanda. Kynnið ykkur kostina. Hafið samband við sölumenn Húsasmiðjunnar. HUSASMIÐJAN HF Súðarvogi 3, Reykjavík. Sími 86365.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.