Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977
17
Eftir mesta flug
slys sögunnar
Þessi mynd er tekin á flugvellinnm I Santa Crus á
Tenerife á Kanarfeyjum, þar sem verið er að hreinsa
flugbrautina eftir mesta flugslys sögunnar. Þar rákust
tvær risafarþegaþotur af gerðinni Boeing 747 saman
með þeim afleiðingum að 577 manns fórust, en 69
komust Iffs af.
Ætluðu aðsetjafyrrver-
andi ráðherra í kassa
Enn óvissa um
stöðu Tengs
Peking, 5. aprfl. Reuter.
ÁRLEG Ching Ming-hátfðarhöld f Kfna, sem í fyrra
enduðu með blóðugum óeirðum, fóru friðsamlega fram f
dag, en ekki varð létt af óvissunni um pólitfska stöðu
Teng Hsiao-ping, sem eitt sinn var valdamikill f Kfna.
Kínverskir embættismenn hafa f margar vikur gefið f
skyn að Teng, sem sviptur var völdum í hreinsununum í
fyrra, verði brátt endurreistur. Sumir nefndu meira að
segja 5. aprfl sem dag endurreisnarinnar. En ekkert
heyrðist um Teng, sem tilheyrir hægfara öflum og
enginn viðbúnaður var á Tien An Mien-torgi.
I fyrra breyttu þúsundir fylgisr
manna Tengs hátiðarhöldunum,
sem eru til minningar um látna, í
mótmælaaðgerðir gegn róttæku
öflunum, sem þá voru við völd.
Enduðu mótmælin með óeirðum,
ikveikjum og drápum.
Svo virðist sem stjórnvöld hafi
bannað hátíðarhöld á torginu, þar
sem verið er að byggja grafhýsi
yfir Mao Tse-tung. Engin slagorð
voru fest á píslarvottaminnis-
merkið, en i fyrra var það þakið
borðum, með slagorðum um Chou
En-lai, og krönsum. Minnismerkið
stendur að hluta til bakvið grind-
verk um byggingarsvæðið. Ekkert
fólk safnaðist saman og ekkert
benti til þess að stuðningsmenn
Tengs ætluðu að hefja aftur bar-
áttuna fyrir endurreisn hans.
Zaire slít-
ur stjórn-
málasam-
bandi við
Kúbu
Kinshasa, 5. apríl. Reuter.
ZAIRE hefur slitið stjórnmála-
sambandi við Kúbu og skipað
kúbönskum diplómötum að fara
úr landi innan 48 klukkustunda.
Stjórn Zaire heldur þvi fram að
kúbanskir herforingjar hafi
stjórnað innrás í landið frá
Angóla. Zairestjórn segist hafa
óvefengjanlegar sannanir fyrir
þvi að starfsmaður kúbanska
sendiráðsins i Kinshasa hafi
stundað njósnir. Starfsmenn
sendiráðs Zaire á Kúbu hafa allir
verið kallaðir heim.
Frú Gandhi
handtók og
fangelsaði
34.630
Nýju Delhi. 5. aprfl. Reuter.
STJÓRN Indiru Gandhi, fyrrver-
andi forsætisráðherra Indlands,
lét handtaka og fangelsa 34.630
manns án dóms eftir að iýst var
yfir neyðarástandi f iandinu f
júnf 1975, að þvf er Charan Singh
innanrfkisráðherra skýrði frá f
dag.
Morarji Deshai forsætisráð-
herra og fleiri leiðtogar stjórnar
Janataflokksins, sem vann
kosningasigur yfir Kongress-
flokki frú Gandhi í siðasta mán-
uði, voru á meðal hinna fangels-
uðu. Gandhi aflétti neyðarástand-
inu nokkru áður en hún lét af
völdum. Nú sitja 6.851 í fangelsi
án dóms, sem er aðeins fleira en
áður en neyðarástand komst á,
sagði Singh.
indira Gandhi
EINS OG skýrt hefur
verið frá í Morgunblað-
inu handtók sænska lög-
reglan um helgina hóp
manna úr hermdarverka-
samtökum sem starfa í
tengslum við vestur-
þýzku borgarskæruliða-
samtökin, sem kennd eru
við Baader-Meinhof. Var
hér bæði um að ræða
Svía og útlendinga, þar
af tvo Vestur-Þjóðverja,
sem vísað hefur verið úr
landi.
í íbúð annars þeirra, Erichs
Kröcher, fannst mikið af vopn-
um og sprengiefnum, lyf, raf-
eindatæki, gasgrímur, fölsk bíl-
númer og lögreglubúningar. Þá
fannst þar kassi, sem auðsjáan-
lega átti að flytja lifandi mann
í. Meðal skrifaðra gagna, sem
fundust í íbúðinni, var áætlun
um rán á Anna-Greta Lejon,
sem var ráðherra í stjórn jafn-
aðarmanna. Það var hún, sem
ákvað að hermdarverkamenn-
irnir, sem réðust á vestur-þýzka
sendiráðið I Stokkhólmi fyrir
tveimur árum síðan yrðu fram-
seldir til Vestur-Þýzkalands.
Var ætlunin að ræða Lejon og
nota hana til að rá lausa 4 fé-
laga úr Baader-Meinhof sam-
tökunum, sem nú eru fyrir rétti
í Vestur-Þýzkalandi. Myndin
sýnir kassann, sem geyma átti
Önnu-Gretu Lejon i.
í honum er 20 sentimetra
langur og breiður bekkur. Loft-
göt eru á hliðunum og hand-
föng.
> » > »^ * » » » » ■ » » w ■ » m wwwwwwwmmwmwmmmmvm
Brotlenti með
bilaða hreyfla og
brotnar rúður
New Hope. Georgiu, 5 aprll Reuter
MIKIÐ rok með hagléli á stærð við tennisbolta virðist
vera höfuðorsök flugslyssins I gær, sem kostaði að
minnsta kosti 68 manns llfið en 28 slösuðust. Einn
þeirra, sem komst llfs af, var flugmaður. sem ferðaðist
sem farþegi, Don Foster að nafni. Hann sagði blaða-
mönnum að hann áliti að haglið hefði eyðilagt hreyfla
DC-9 þotunnar. sem var I eigu Southem Airlines, og
neytt flugmenn hennar til að reyna að nauðlenda á
aðalgötu smábæjarins New Hope.
Þeir sem vínna að rannsókn slyssins virðast einnig telja
þessa ástæðu liklegasta Talsmaður Southern Airlines
sagði að ekkert væri hægt að gera við því er haglég fer i
hreyflana ..Það er óæskileg gerð guðs, sem maðurinn
ræður ekki við
Nokkrum mlnútum áður en flugvélin brotlenti skýrði
flugmaðurinn flugumferðastjórnarmönnum frá því að
báðir hreyflar væru bilaðir og að rúðurnar i stjórnklefan-
um væru brotnar Flugvélin sveif niður að vegi, sem var
mjórri en hún sjálf, vinstri vængurinn rakst i simastaur,
sem olli snúningi á flugvélinni þannig að hún stakkst inn
i matvöruverzlun og rakstá nokkra bila
Foster sagði: „Eftir að hreyflarnir stöðvuðust, voru
flugmennirnir að leita að góðum stað i nokkurn tlma, þvi
að þeir svifu nokkurn veginn beint með smábeygjum "
„Þegar þeir sáu þennan malbikaða veg ákváðu þeir að
það væri staðurinn. Þeir myndu ekki komast neitt lengra
Þeir tóku krappa beygju og reyndu að komast á veginn,
en hittu ekki ."
Talsmaður Southern sagði að svarti kassinn, sem
geymdi slðustu orð flugmannanna fyrir lendinguna. hefði
fundist og verið færður til Washington til athugunar
Samkvæmt slðustu tölum fórust 60 þeirra 85. sem
voru um borð I flugvélinni, og átta sem voru á jörðu niðri,
þar af voru fjórir, i bifreið á umræddum vegi og voru llk
þeirra óþekkjanleg vegna bruna
Meðal hinna látnu er flugstjóri þotunnar Margir þeirra
sem slösuðust eru I llfshættu vegna mikilla brunasára