Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977 3 Hafísinn við 12 mílna mörk- in undan Norðausturlandi Það fylgir aldrei neinn hlýleiki (snum, og eins og sést á þessari mynd eru nokkuð stórir jakar innan um jakahraflið. Ljósm. Mbi. rax. Ef norðanáttin helzt eitthvað áfram er hætt við að haffsinn eða „Landsins forni fjandi" eins og hann er oft kallaður leggist upp að austanverðu Norðurlandi. 1 fyrradag var Is- brúnin, þar sem hún er næst landi u.þ.b. 30 sjómflur undan Melrakkasléttu og Fonti á Langanesi, en f gær, var brúnin f aðeins 12 sjómflna fjarlægð frá Fonti og 15 mflur frá Mel- rakkasléttu. Á þessum slóðum var þá hvöss norðaustan átt og f slfku verði er gert ráð fyrir að fsinn geti rekið a.m.k. 25 mflur á sólarhring. Morgunblaðið brá sér í flug með flugvél Landhelgisgæzl- unnar TF-SYN i gærmorgun. Lagt var af stað skömmu eftir kl. 10, og var Guðjón Jónsson flugstjóri, en Sigurjón Hannes- son skipherra. Flogið var þvert yfir landið og komið út yfir hafið við Skjálfanda. Þaðan var flogið í átt að Grimsey og er þangað kom var engan is að sjá, Sigurjón Hannesson skipherra varpar blaðapakka niður til skipverja á Ægi. en þegar búið var að fljúga i nokkrar minútur norður fyrir eyna, fór einn og einn jaki að koma í ljós. Aðalisbrúnin var svo nokkru fjær, en á þessum slóðum var þéttleikinn ekki mikill eða 1 — 3/10. Nú var haldið austur með ísjaðrinum, allt austur fyrir Langanes. Reyndist isinn, eins og fyrr seg- ir, vera næst landi um 15 sjó- mílur frá Sléttu og 12 mílur frá Fonti. Milli þessara staða lá brúnin í stórum sveig. Svæðið milli isbrúnarinnar og lands, var kannað fram og til baka, ef einstakir jakar skyldu vera á reki. Ef þeir hefðu fundist hefði það verið tilkynnt til skipa á þessari siglingaleið, en mjög erfitt er að greina litla jaka í hvassviðri eins og var i gær, og einn litill jaki getur sett gat á skip, eins og berlega kom í ljós á Halamiðum i fyrrakvöld. í fyrradag sáust jakar á reki á þessum slóðum, en enginn sást i gær. Annað hvort hefur þá rekið á fjörur eða þeir hafa bráðnað i hlýja sjónum á þessu svæði. Veðurhæðin á þessum slóð- um var i gær 6 — 7 vindstig, en samkvæmt þvi sem Páll Berg- þórsson veðurfræðingur tjáði Mbl. i gær, er gert ráð fyrir, að norðanáttin haldi áfram Norð- austanlands, en vindhraðinn verði þó minni en i gær. Á vestanverðu Norðurlandi er á hinn bóginn gert ráö fyrir hægri norðanátt. Eftir að isinn hafði verið kannaður, var haldið suður með Austfjörðum og lengi vel var ekkert skip að sjá. Fyrsta skipið sem komið var auga á, var úti af Hvalbak. Reyndist það vera rússneskt vöruflutningaskip með stefnu í suðvestur. Þegar að var gáð kom i ljós, að tugir dráttarvéla voru á aðalþilfari skipsins, og menn gátu sér til að það væri á leið til Kúbu með landbúnaðartæki handa Caströ og hans félögum. Næsta skip, sem komið var að, reyndist vera færeyski skut- togarinn Polarborg 1, en a.m.k. þrír færeyskir togarar eru nú komnir á ný til veiða við ísland, og hinir tveir voru litlu sunnar við SA-landið. Þar var líka varðskipið Ægir og þvi var tækifærið notað og blaðapakka varpað niður til skipverja. Sigurjón skipherra kastaði pakkanum út, samkvæmt til- sögn Guðjóns flugstjóra og sam- starf þeirra félaga var svo gott, að pakkinn hafnaði í miðjum gula hringnum á þyrluþilfari varðskipsins. Að þessu búnu var haldið vestur með suðurströndinni og litið á islenzka trollbáta, sem þar voru á veiðum, en þeir voru margir. Reyndust allir halda sig utan við þá linu, sem þeim er heimilt að fiska upp að, enda enginn skipstjóri ginnkeyptur fyrir því að vera tekinn að ólög- legum veiðum, eftir að sektir voru hækkaðar. í lok gæzluflugsins var haldið út á Reykjaneshrygginn og litið Framhald á bls. 21 Rússneska vöruflutningaskipið á siglingu suður með Austfjörðurn. Eins og sjá má eru tugir dráttarvéla á þilfarinu framan við brú skipsins og eins fyrir aftan. Hort tekur sér „veik- indafrí” svo Spasský geti jafnað sig vel Skákin hefst á laugardag og hefur Hort þá hvítt VLASTIMIL Hort hefur ákveðið að taka sér veik- indafrí á fimmtudaginn og verður þvf fyrsta aukaeinvígisskák hans og Boris Spasskys ekki tefld fyrr en klukkan 4.30 n.k. laugardag f Menntaskólanum við Hamrahlfð og hefur Hort þá hvítt. Hort hefur gefið upp þá ástæðu, að hann sé að taka sér frí að læknisráði vegna smá- kvefs, en rétta skýringin mun vera sú, að hann sé að gera þetta svo að Spasský þurfi ekki að tefla fyrr en á laugar- daginn eins og hann hafði óskað, og að þetta sé drengskaparbragð af hálfu tékkneska stór- meistarans. Eins og fram hefur komið i Morgunblaðinu, hafði Spassky eindregið óskað eftir þvi að þurfa ekki að hefja tafl- mennsku fyrr en á laugardag- inn vegna þeirra veikinda, sem hann hefur átt við að stríða. Reglur Alþjóðaskáksambands- ins, FIDE mæla aftur á móti fyrir um, að hver keppandi megi ekki fresta nema þremur einvigisskákum vegna veik- inda. Spassky var skorinn upp á mánudaginn 28. marz og fyrstu skákinni var frestað daginn eft- ir, þriðjudaginn 29. marz. Ann- arri einvigisskákinni var frest- að fimmtudaginn 31. marz en sunnudaginn 3. apríl var skák felld niður vegna þess að hús- næði var ekki til reiðu. I gær, þriðjudaginn 5. apríl, telst þvi skák frestað í þriðja sinn vegna veikinda Spasskys, og sam- kvæmt reglum FIDE hefði hann þvi þurft að mæta til leiks á morgun fimmtudag. Vegna óskar Spasskys um að þurfa ekki að tefla fyrr en á laugar- daginn vegna botnlanga- skurðarins, var fyrirspurn send til FIDE, sem svaraði strax á þá leið, að undantekningar væri ekki hægt að gera frá reglun- um. Þegar þetta lá ljóst fyrir, ákvað Hort að ,,gefa“ Spassky einn veikindadaga sinna, þótt opinberleg heiti það að Hort sé að taka sér fri vegna eigin veik- inda. Skákmennirnir voru báðir viðstaddir þegar dregið var um liti í aukaeinviginu klukkan 16 að Hótel Loftleiðum i gær. Voru þeir báðir hressir í bragði og ekki var hægt að merkja á Spassky að hann væri nýstiginn upp úr erfiðum veikindum né mátti sjá á Hort, að hann væri kvefaður. Guðmundur Arn- laugsson rétti Spassky tvö peð og bað hann að fela þau i sitt hvorum lófa, og hélt Hort hönd- um fyrir augun á meðan. Síðan valdi Hort hægri hönd Spasskys og þar var hvita peðið og hefur Hort því hvitt i fyrri skák auka- einvigisins. Þvi næst voru kapparnir spurðir a'ð þvi hvenær þeir vildu hefja taflið á laugardaginn. Spassky vildi byrja klukkan 17 en Hort klukkan 16, og sagði Spassky þá að bezt væri að mætast á miðri leið og hefja taflið klukkan 16.30 og samþykkti Hort það. önnur einvigisskákin verður einnig tefld klukkan 16.30 ann- an páskadag, mánudaginn 11. april. Ef fyrri skákin fer í bið, verður hún tefld áfram á páska- dag klukkan 16.30. Allar skák- irnar yfir páskahátíðina verða tefldar i Menntaskólanum við Hamrahlíð, en þar hefur verið útbúin mjög góð aðstaða fyrir einvigið, eins og lýst var i Mbl. í gær. Á blaðamannafundi, sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gær, var lesið upp bréf undir- ritað af Hort og aðstoðarmanni hans dr. Alster. í bréfinu hæla þeir stjórnendum og starfsfólki Hótels Loftleiða á hvert reipi fyrir lipra og góða þjónustu og segja staðinn hinn ákjósanleg- asta einvígisstað. Segjast þeir ætla að mæla með hótelinu i fyrirlestrum, sem þeir muni koma til með að flytja um ein- vigið og af öðru tilefni. Hort slær á hegri hönd Spasskys, þar sem hvfta peðfð var falið. Hann hefur hvftt á laugardaginn. LjAsm. FnAþjAfur. Spassky og Hort heilsast á Loftleiðahðtellnu f ger. Þeir höfðu ekki hizt sfðan Spassky kom heim af spftalanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.