Morgunblaðið - 06.04.1977, Síða 14

Morgunblaðið - 06.04.1977, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977 V erdbólgan er siðspill- andi í þjóðlífi okkar - sagði Jón H. Bergs í ræðu á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins Á aðalfundi Vinnuveitendasam- baadsins 8. og 9. apríl á liðnu ári var itarlega gerð grein fyrir heildarkjarasamningum þeim, sem gerðir voru 27. febrúar 1976 til 1. mai 1977 og eru því enn í gildi. Þegar litið er til baka verður að telja, að þeir kjarasamningar hafi verið hóflegir miðað við aðstæðar, þótt e.t.v. megi segja að teflt hafi verið á tæpasta vað. Það var eink- um hörmulegt við þá samninga- gerð, að ekki tókst að ijúka henni fyrr en allsherjarverkfall hafði staðið i 10 daga til mikils fram- leiðslutjóns þjóðarbúsins á háver- tið. Með því að heildarkjarasamn- ingar voru þannig gerðir til lengri tima en tekizt hefur nokkur undanfarin ár, hefur verið frið- samiegra á vinnumarkaði á liðnu starfsári Vinnuveitendasam- bandsins en áður, og starfsemi samtakanna hefur mótast af þessu, þótt starfslið stofnunarinn- ar hafi orðið að verja miklum tima í kjarasamninga vi stéttar- félög utan samningssviðs Alþýðu- sambandsins. Hinn 1. febrúar s.l. tóku gildi breytingar á starfsskiptingu og skipulagi Vinnuveitendasam- bandsins. Breytingar þessar voru nauðsynlegar vegna sivaxandi fjölda málefna og málaflokka, sem við er að fást í stofnuninni. Breytingar voru einkum fólgnar í því, að Ólafur Jónsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sam- bandsins, tók við starfi forstjóra og hefur hann áfram með hönd- um yfirstjórn og samræmingu verkefna skrifstofu Vinnuveit- endasambandsins. Jafnframt voru tveir af starfsmönnum Vinnuveitendasambandsins ráðn- ir framkvæmdastjórar. Barði Friðriksson, skrifstofustjóri, er nú framkvæmdastjóri samninga- og vinnuréttarsviðs en undir það heyrir m.a. samningagerð, lif- eyrissjóða- og tryggingamál, almenn stjórn skrifstofu og lög- fræðileg álitamál. Baldur Guð- laugsson, lögfræðingur, er nú framkvæmdastjóri vinnumark- aðs- og félagsmálasviðs, en undir það heyrir m.a. undirbúningur stefnumörkunar í vinnumarkaðs- málum, svo sem efnahags-, at- vinnu- og kjaramálum, starfsemi „Selkórinn" á Seltjarnarnesi heldur sina fyrstu opinberu tón- leika 13. apríl n.k. i Félagsheimili Seltjarnarness. Ennfremur eru fyrirhugaðir tónleikar í Félags- bíói í Keflavik föstudaginn 15. apríl og i Gagnfræðaskólanum á Akranesi laugardaginn 16. apríl. Enda þótt þetta séu fyrstu opin- beru tónleikar kórsins þá hefur hann starfað af miklum krafti í nokkur ár og komið fram við ýmis tækifæri og einnig sungið i út- varp. Nú fyrir jólin var t.d. æfð sérstök jólasöngskrá sem flutt var á aðventukvöidi i félagsheimilinu á Nesinu og einnig í Neskirkju og i Keflavikurkirkju. Þá hefur það hagdeildar og tæknideildar sam- bandsins og samskiptamál við innlenda og erlenda aðila. Auk fasts starfsliðs Vinnuveitenda- sambandsins, sem nú er 12 manns og engum ætti að þykja fjölmennt miðað við verkefni og fjölda starfsliðs launþegasamtakanna, hafa margir félagsmenn tekið virkan þátt I starfsemi Vinnuveit- endasambandsins svo sem í 31 nefnd og ráðum, sem samtökin eiga fulltrúa i, auk úthlutunar- nefnda atvinnuleysisbóta og stjórna allra lifeyrissjóða á samn- ingasviði V.S.Í. og A.S.Í. I Vinnuveitendasambandinu eru nú sem beinir félagar eða í héraðafélögum og sérgreinafélög- um innan samtakanna 3.519 vinnuveitendur. Auk margvíslegra starfa í þágu félagsmannanna hefur á liðnu starfsári mikið verið unnið að kjaramálum fyrir Járnblendi- félagið og Landsvirkjun, en gerð- ir hafa verið samstarfssamningar við þessa aðila. Margir nýir félagsmenn hafa gengið í samtök- in, einstök fyrirtæki og sérgreina- félög vinnuveitenda. Gengið hef- ur verið frá aðild Félags hús- gagna- og innréttingaframleið- enda, Meistarafélags húsgagna- bólstrara og Landssambands bakarameistara. Þar til í tið vinstri stjórnarinnar voru flest rikisfyrirtæki innan vébanda Vinnuveitendasambandsins. Eftir að vinstri stjórnin gafst upp, hef- ur Vinnuveitendasambandið boð- ið núverandi ríkisstjórn aðild ríkisfyrirtækjanna á ný eða sam- starfssamninga. Ljóst er, að for- ráðamenn fyrirtækjanna vilja taka aftur upp náið samstarf við Vinnuveitendasambandið o'g er niðurstaða langvarandi viðræðna um þessi mál væntanleg fljótlega. Sambandsstjórn Vinnuveit- endasambands tslands hefur á fundum iiðins starfsárs fjallað um breytingar á skipulagi og starfsskiptingu, innan Vinnuveit- endasambandsins og helztu mál stofnunarinnar, störf lífeyris- sjóðanefndar og verðbólgunefnd- ar, rætt ástand og horfur í efna- hagsmálum, og átt þátt i undir- búningi kjarasamninga þeirra, er nú fara í hönd, kosið samninga- nefnd, baknefnd hennar og lagt verið fastur liður í kórstarfinu að heimsækja elliheimili og sjúkra- hús. Upphafið að stofnun kórsins var það að 7 konur úr kvenfélag- inu Seltjörn æfðu nokkur lög og sungu á jólafundi félagsins4. des. 1968. Brátt tók Magnús Ingimars- son við stjórn og fjölgaði söng- félögunum og nú eru þeir um 30 talsins. Svala Nilsen og Einar Sturluson hafa annast raddþjálf- un sl. 2 ár. 1 haust hlaut kórinn svo nafnið Selkórinn. Kórinn hef- ur hingað til starfað sem kvenna- kór en í vetur hafa karlmenn bætst I hópinn. Framhald á bls. 25 drög að skipun viðræðunefnda um sérkröfur. Meginþunginn í félagslegu starfi Vinnuveitendasambandsins hefur þó eins og áðar hvílt á 16 manna framkvæmdastjórn sam- bandsins. Frá siðasta aðalfundi hafa verið haldnir 31 framkvæmdastjórnar- fundir. Hefir þar eins og ávallt áður verið til umræðu og af- greiðslu geysilegur fjöldi mála- J6n H. Bergs. flokka, sem snerta hagsmuni vinnuveitenda. Má þar m.a. nefna umsagnir um öll lagafrumvörp, sem snerta atvinnureksturinn, skipanir i nefndir, nefndarálit o.fl. o.fl., sem héryrði allt of langt upp að telja. Vinnuveitendasamband Islands hefur haft náið samstarfi við er- lend vinnuveitendasamtök svo sem vinnuveitendasamböndin i Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, alþjóðasamtök vinnu- veitenda IOE og innan Fríverzl- unarsamtaka Evrópu, EFTA, en formaður Vinnuveitendasam- bandsins á sæti í ráðgjafanefnd þeirrar stofnunar. Einkum hefur verió gott og gagnlegt samstarf við samtök vinnuveitenda á Norðurlöndum, milli fram- kvæmdasamningadeildar Vinnu- veitendasambandsins heimsóttu á s.l. starfsári norræn vinnuveit- endasambönd til þess að safna upplýsingum til undirbúnings fullkomnari kjarasamninga um hvetjandi launakerfi. Náið sam- starf okkar við erlend vinnuveit- endasamtök er mikils virði og gef- ur okkur tækifæri til að fylgýast með og notfæra okkur störf og reynslu annarra þjóða á vthnu- málasviðinu. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka forstjóra, fram- kvæmdastjórum og öðru starfsliði Vinnuveitendasambandsins vel unnin störf. Þjóðarframleiðsla Islendinga stóð aó magni til í stað á s.l. ári, verðmætið jókst um 3% m.a. vegna þess að viðskiptakjör þjóðarinnar þ.e. breytingar á verðlagi útflutningsframleiðslu og innflutningsverðlags, bötnuðu á s.l. ári um 11.5 af hundraði. Þrátt fyrir þetta var viðskipta- jöfnuður gagnvart útlöndum óhagstæður um 8.8 milljarða króna og skuldasöfnun erlendis fór vaxandi, og nema erlendar skuldir nú um 100 milljörðum króna eða til jafnaðar um 2 milljónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Hlýt- ur mönnum að standa ógn af slíkri skuldasöfnun, þegar fyrir- sjáanlegt er, að nærri fimmta hver króna, í erlendum gjaldeyri, sem aflað er af útflutningsfram- leiðslunni, fer í greiðslu afborg- ana og vaxta erlendra lána. Slíkt hlýtur að skerða efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og verður vart lengra haldið á þessarri braut. Mikið hefur undanfarið ár ver- ið rætt um verðhækkanir. Meðal- hækkun verðlags á mælikvarða framfærsluvisitölu var 34 af hundraði, en minna talað um þá útgjaldaaukningu atvinnuveg- anna, sem leiðir af 30% kaup- hækkun á árinu vegna taxta- hækkana hjá fjölmennustu launa- stéttunum, verkamönnum, iónaðarmönnum og verzlunar- mönnum. Heildartekjur sjó- manna munu hafa hækkað að meðaltali um 45% og um 32% hjá fiskvinnslufyrirtækjum. Þá út- gjaldaaukningu i atvinnurekstri, sem þegar hefur leitt af þessu, verður að hafa i huga við kjara- samninga þá, sem nú eru fram- undan, og hlýtur hún að setja kjarasamningum ákveðnar skorð- ur. Telja verður, að samstarf við launþegasamtökin hafi verið gott á liðnu starfsári, enda fara hags- munir aðila vinnumarkaóarins og félagsmanna þeirra oft saman, þótt ágreiningur sé stundum um einstök atriði eða framkvæmd þeirra. Fastanefnd aðila vinnu- markaðarins hafði á liðnu starfs- ári m.a. eftirfarandi verkefni til meðferðar: Samning um vakta- vinnu, rammasamning um vinnu við stórframkvæmdir, ramma- samning um undirbúning og framkvæmd kerfisbundins starfs- mats, Rammasamning um gæða- matskerfi, þar sem unnin er ákvæðis- og bónusvinna, setning reglna um gerð kjarasamninga og framreikning dánar-, slysa- og örorkubótafjárhæða, sbr. sam- komulag um endurskoðun trygg- ingarfjárhæða. Auk þeirra mála er hér eru greind hefir nefndin fjallað um ýmis fleiri mál. Má þar nefna margs konar ágreiningsmál út af samningum, endurskoðun verðlagningar landbúnaðarvara, tillögur að endurskoðun vinnulög- gjafar, orlofsmál, innheimtu félagsgjalda í verkalýðsfélögum o.fl. ágreiningar um skipulag. Sum þessara mála hafa verið leyst en önnur eru enn til með- ferðar. Auk framangreindra mála- flokka, sem fastanefnd aðila vinnumarkaðarins hefur haft til meðferðar, hafa aðilar haft sam- starf í nefndum með fulltrúum ríkisvaldsins m.a. um málefni líf- eyrissjóðanna, orlofsmál, vinnu- vernd, verðlagsmál og verðbólgu- mál. Lífeyrisþegar, sem eru eða hafa verið félagar í lífeyrissjóðum á samningssviði A.S.I. og V.S.I. búa við óþolandi misrétti, þegar samanburður er gerður við llf- eyrisréttindi sjóðfélaga i lífeyris- sjóðum ríkisins og stofnana þess. Málefni lífeyrissjóðanna hafa þvi enn verið til umræðu á þessu starfsári. í samræmi við það samkomulag sem gert var í sambandi við síð- ustu kjarasamninga, var gerður samstarfssamningur, sem flestir lifeyrissjóðir á samningssviði Al- þýðusambandsins, Vinnuveit- endasambandsins og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna eru aðilar að, og hefir verið starf- að í samræmi við þann samning. Auk þess hefir lífeyrissjóða- nefnd starfað á árinu eins og undanfarin ár og haft það verk- efni að gera tillögur um fram- tfðarlausn á lifeyriskerfinu i því skyni að lífeyrissjóðir og al- mannatryggingar geti tryggt öll- um lífeyrisþegum lífeyri, er sé í samræmi við ríkjandi kaupgjald á hverjum tima. Þessu starfi er ekki lokið og ljóst að lausn liggur ekki fyrir við kjarasamningana, sem nú standa fyrir dyrum, og því er unnið að því að framlengja bráðabirgða- samkomulagið frá í fyrra með við- eigandi breytingum. Á vegum verðbólgunefndarinn- ar svokölluðu hefur þegar verið unnið allmikið starf. Mun nefnd- in væntanlega senda frá sér bráðabirgðaálitsgerð fljótlega. Freistandi væri að ræða þau mál nánar hér á aðalfundinum en ég skal ekki lengja þetta mál mitt, þar eð annar verðbólgunefndar- maður, Jónas Haralz, Lands- bankastjóri, mun ræða þessi mál sérstaklega síðar á þessum fundi. Hinn 1. maí n.k. munu renna út kjarasamningar Vinnuveitenda- sambandsins við flest launþega- félög á samningssviði Alþýðusam- bands Islands. Samningaviðræður um nýja kjarasamninga eru þegar hafnar. Á undanförnum árum hafa jafnan og þó einkum, þegar kjara- samningaviðræður hafa staðið yf- ir orðð miklar umræður manna á meðal um vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Vinnuveitenda- sambandið hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess, að gerður yrói heildarsamningur með annan gildistima en kjarasamningar um þessi samskipti milli aðila, en án þess að niðurstaða hafi fengizt. Þess vegna var það þjóðhollum tslendingum fagnaðarefni að á fyrri hluta s.l. árs var lokið við að semja nýtt frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Þau lög eru frá 1938 þó að á tæplega 40 ára timabili hafi orðið gífur- lega miklar breytingar. Frumvarp þetta var samið af hinum færustu mönnum, óvilhöllum sérfræðing- um, og eru m.a. i því ýmis ákvæði um sáttastörf i vinnudeilum, og gætu þau forðað þjóðinni frá óbætanlegu tjóni af vinnudeilum, ef þeim væri beitt. Það er þvi hörmulegt, að rikisstjórnin skuli enn ekki hafa lagt frumvarpið fram. Vonandi verður það ekki til óbætanlegs tjóns fyrir efnahag ís- lenzku þjóðarinnar. Eins og oft áður og greinilega hefur komið fram í fjölmiðlum að undanförnu, eru atvinnugreinar íslendinga og einstök fyrirtæki misjafnlega í stakk búin til þess að veita launahækkanir. Óhjákvæmilegt er að minna enn á, að opinber verðlagning ýmissa nauðsynja miðast við núgildandi eða eldri Iaunataxta og i flestum tilvikum við launataxta í fram- leiðsluiðnaði. Miklar launa- hækkanir nú hlytu því að leiða af sér miklar verðlagshækkanir við núverandi verðlagskerfi og verða verðbólguhvati. Við komandi kjarasamningagerð verður þvi að fara með mikilli gát. Sanngjarnar kjarabætur þarf að veita þeim, sem lægst hafa laun, lifeyrisþeg- um á sarmningssviði aðila vinnu- markaðarins, og öðrum sem sakir elli eða örorku búa við þröngan kost. Kjarabætur til þessa fólks mega ekki verða til þess, aó þeir sem betur eru settir heimti hið sama. Alger launajöfnuður er þó ekki réttlætanlegur vegna mis- munandi menntunar fólks, ábyrgðar og vinnuframlags. Þótt tsland sé harðbýlt land og stundum sagt, að það sé á mörk- um hins byggilega hluta heims, eru lifskjör hér á landi jafnari en i flestum öðrum löndum og með þeim beztu, sem þekkjast. Þrátt fyrir þetta setjum við okkur að sjálfsögðu það mark að bæta lífs- kjörin og einkum þeirra, sem lak- * ast eru settir. Þessu verður þó ekki náð við núverandi aðstæður með stökkbreytingum eða koll- steypum í efnahagsmálum, held- ur með eðlilegri þróun og stöðug- leika, og aukningu verðmætis þjóóarframleiðslunnar, sem er undirstaða efnahagsbata í þjóðlífi okkar. Sú verðbólga, sem við alltof lengi höfum búið við er siðspill- andi í þjóðlífi okkar, hún leiðir af sér óréttlætanlega eignatilfærslu frá þeim, sem sparsamir eru, til þeirra, sem aðstöðu hafa til þess að braska með fjármuni annarra. Fyrir atvinnureksturinn er verð- bólgan einnig hættuleg að því leyti, að hún eyðileggur rekstrar- féð, eigin fé fyrirtækjanna, gerir þau háð lánsfé, og þegar það er ekki fáanlegt stöðvast fyrirtækin og atvinnuleysi er á næsta leiti. Brýnasta verkefni okkar, ef vel- megun á að haldast hér á landi, er að vinna að því að draga úr verð- bólgunni og skuldasöfnun eriend- is. Að þessu geta islenzkir vinnu- veitendur stuðlað með órofa sam- stöðu um að gera skynsamlega kjarasamninga til þess að forða * þeirri ógæfu, að eyðilagt verði það sem áunnizt hefur þjóð okkar til heilla. Fyrstu tónleikar „Selkórsins”

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.