Morgunblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977 27 Jón Eðvarð Ágústs- son — Minning ekki að sækjast eftir völdum auði eða orðum, þeir voru að berjast fyrir þjóðarhag og eru það ekki einmitt þessir menn, sem börðust sinni hljóðlátu baráttu, sem var hinn sterki bakhjarl og gerði íslendingum mögulegt að verða sjálfstæð þjóð. Án þessara manna væru við enn þá þegnar Danakon- ungs. Árið 1946 flytja þau Jón og Margrét til Vestmannaeyja, en þá mun hafa verið eitthvað betra um vinnu þar en í Höfnum. Fór Jón þá að vinna hjá mági sínum Ársæli Ársælssyni, útgerðarm. en hann var giftur Laufeyju systur Jóns. 1 Vestmannaeyjum búa þau svo til ársins 1953 að þau flytja til Reykjavikur. F'ór Jón þá að vinna hjá Eimskip og vann þar uns hann gat ekki unnið þar lengur vegna heilsu sinnar. Hér var löng- um vinnudegi að ljúka. Jón þurfti að liggja rúmfastur síðustu 11 árin, sem hann lifði'og þurfti mik- illar umönnunar við. Var hans elskulega kona honum þá mikil stoð og stytta og vil ég segja að umhyggja sú, sem Margrét sýndi Jóni í þessum erfiðu veikindum, sé næstum einsdæmi og vil ég fullyrða að Jón hefur verið mikill lánsmaður að hafa slíkan lifsföru- naut í nærri hálfa öld. Ég kom nokkrum sinnum til þeirra hjóna á Njálsgötu 26, en þar bjuggu þau lengst af eftir að þau komu frá Vestmannaeyjum. Þar var allt í röð og reglu, hver hlutur á sínum stað og ailt hreint og þrifalegt. Var greinilegt að hér var allt vaf- ið umhyggju og natni. Reyndi Margrét að gera allt sem í hennar valdi stóð og meira til, til að gera manni sinum lífið sem léttbærast. Vfir þeirra heimili var einhver viðkunnanlegur blær, þaðan mátti engin fara án þess að fá einhverjar góðgerðir. Hér ríkti hin falslausa gestrisni. I and- rúmslofti sem þessu fylltist maður einhverri vellíðan, sem á sinn engan lika. Jón var félagslyndur maður og hafði gaman af skemmtilegum viðræðum í vinahóp. Hann fylgd- ist vel með öllu næstum fram til siðustu stundar, en hann lést hér i Hátúni 10B 26. marz s.l. En á heimili sinu dvaldi hann allt þar til í lok janúar s.l. Jón var glaðlyndur maður og hélt gleði sinni lengst af þrátt fyrir sín löngu og erfiðu veikindi. Hann var söngmaður góður og var mjög hrifinn af söng og tónlist. Sem dæmi um hans yndi af söng er rétt að geta þess að viku áður en hann kvaddi þennan heim, þegar kona hans og börn voru í heimsókn hjá honum, þá tók hann lagið og söng fyrir þau sitt upp- áhaldslag „Hvað er svo glatt“. Söng hann þetta af mikilli innlif- un og áhuga. Greinilegt var að lag þetta var hann ekki að syngja i fyrsta sinn. Það er einmitt þessi létta lund og óþreytandi áhugi og dugnaður, sem hjálpað hefur þessum látna heiðursmanni í gegnum lífið. Ég vil svo votta Margréti inni- legustu samúð mína, börnum hennar og stjúpbörnum, svo og öllum venslamönnum innilegustu samúð mína og minnar fjöl- skyldu. Blessuð sé minning hins látna heiðursmanns. Jóhann Þórðarson. Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast I sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. Fæddur 9. mars 1944 Dáinn 27. mars 1977 Jón Eðvarð Ágústsson fæddist i Reykjavik árið 1944. Það kom í hlut móðurömmu og afa að fóstra drenginn um tíma í bernsku. Við þau tók hann miklu ástfóstri og virti æ síðan. Það lýsti sér meðal annars i þvi að hann lét börn sín bera nöfn þeirra. Samband þetta var gagnkvæmt. Gömlu hjón- unum og þá sérstaklega afanum, varð drengurinn mikill gleðigjafi. Á unglingsárum sinum dvaldist Jón í sveit á sumrum, framan af hjá skyldmennum, en síðar hjá vandalausum. Sveitastörfin urðu honum lærdómsrfk. Auk þess al- menna menntunargildis, sem vera á góðu sveitaheimili hefur fyrir kaupstaðarungling, kynntist hann þar notkun véla í landbún- aði. Það, ásamt starfi föðurins, hefur sennilega átt mestan þátt í þvi að beina áhuga hans að bif- vélavirkjun, sen hann nam. Að námi loknu starfaði hann hjá nokkrum aðilum í iðn sinni, meðal annarra hjá framkvæmda- deild Vita- og Hafnarmálaskrif- stofunnar. Á vegum hennar dvaldist hann á nokkrum stöðum úti á landi. Þar kynnist hann þeirri friðsemd, er oft ríkir á smærri stöðum við sjávarsiðuna. Eftir að hann hafði sjálfur eign- ast fyrirmyndar heimili hér i Reykjavík og ekkert virtist á skorta, hafði hann oftar en einu sinni við orð, að sér mundi senni- lega falla betur að búa úti á landi, heldur en hér á höfuðborgar- svæðinu. Á árunum 1967 til 1974 rak hann í Reykjavík og nágrenni bif- reiðaverkstæði, ýmist einn, eða i félagi við aðra. Þó að þessi starf- semi gengi öll vel, sem marka má af því að á þessum árum eignast fjölskylda hans eigin íbúð, án stuðnings annarra, tók hann gjarnan að sér verkefni úti á landi, ef eftír því var leitað. Segja má, að honum hafi gengið lifsbaráttan vel. Aðstæður í upp- vexti hafa án efa mótað lífsskoð- anir hans og þroskað hjá honum viljann til þess að standa á eigin fótum. Jón Eðvarð kvæntist Guðrúnu Baldvinsdóttir úr Reykjavík, árið 1968. Eignuðust þau tvö börn, sem bera nöfn Helgu og Kristins, móðurforeldra hans, eins og fyrr er getið. Guðrún bjó manni sínum og börnum einkar vistlegt heim- ili, bæði hér fyrir sunnan og eins austur á Höfn i Hornafirði, þar sem að þau voru setzt að. Reglu- semi, elja og ráðdeild voru þeir eiginleikar í fari Jóns, er komu honum áfram, ásamt samheldni þeirra hjóna. Jón Eðvarð var I eðli sínu glað- lyndur. Þegar fjölskyldan og ætt- menni hittust var hann ætíð hrók- ur alls fagnaðar. Hann var greið- vikinn og taldi ekki eftir sér við- vik fyrir vini og kunningja, ef svo bar undir. I ársbyrjun 1974 var honum boðið aö taka að sér rekstur smur- stöðvar á vegum Olíuverzlunar ís- lands á Höfn. Tók hann því starfi. Fólkið og staðurinn féll honum strax svo vel, að hann kaupir þar hús fyrir fjölskyldu sína og flytur hún þangað austur sama vor. Ekki mun hafa verið ætlunin að setjast þar að til langframa þá. En nú hafði hann haft uppi ráða- gerðir um að byggja sér vandað einbýlishús þar eystra, þó að hann ætti þar nýlegt hús fyrir. Á Höfn sat Jón Eðvarð ekki auðum höndum frekar en endra- nær. Hann hafði þar fleiri en eitt járn í eldinum. Auk reksturs smurstöðvarinnar og skyldrar þjónustustarfsemi, var hann ný- búinn að koma af stað rekstri þungavinnuvéla, sem hann batt miklar vonir við. Kona hans, Guðrún, átti framan af minni samskipti við fóik á staðnum, vegna umönnunar um heimilið. Hafði hún komið sér upp smá verzlunarrekstri til afþreyingar. Á þennan hátt gerði hún sitt til þess að fjölskyldan festi yndi þar eystra. Þau hjónin voru bæði vel látin og mun Jón Eðvarð hafa notið trausts Horn- firðinga, því að honum voru þar falin trúnaðarstörf. En á skammri stundu skipast veður í lofti. Sorg umlykur ann- ars hamingjurikt heimili. Jón Eðvarð Águstsson lést af slys- förum sunnudaginn 27. marz siðastliðinn. Megi minningin um góðan dreng veita ungri ekkju, börnum og öðrum ástvinum hugg- un i harmi. Sólveig og Einar. Mig setti hljóðan, þegar mér var tjáð að vinur minn Jón Eðvarð Ágústsson hefði drukknað. Ég sem hafði talað við Edda eins og hann var oftast kallaður, fyrir stuttu síðan og hafði hann tjáð mér að hann mundi koma suður næstu daga. Vorum við búnir að ákveða að hittast. En örlögin hafa ráðið ferðinni eins og oft áður. Þetta eru fátæklegar línur sem mig langar að rita hér um vin minn Edda. Jön Eóvarð Ágústsson fæddist í Reykjavik 9. mars 1944. Hann var sonur hjónanna Iðunnar Kristins- dóttur og Ágústs Kjartanssonar bifreiðastjóra. Jón Eðvarð Ágústsson kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Baldursdofttur, hinn 1. desember 1969, og áttu þau tvö börn, Kristin 6 ára, og Helgu, 9 ára. Fyrstu kynni min af Edda voru i kring um 1961 er hann hóf nám hjá mér i bifvélavirkjun. Það var ánægjulegt að vinna með honum, var hann góður verkmaður og góður i umgengni. Síðar réð Eddi sig til Vita- og hafnamálastofn- unar og vann á verkstæðinu og einnig á bílkrana og fékk hann gott orð á sig i þvi starfi sem öðrum störfum. Eddi fór i sjálf- stæðan atvinnurekstur 1970. Rak hann bilverkstæði hér I borg ásamt vini sínum Páli Gunnars- syni. Árið 1974 fluttist Eddi til Hornafjarðar til að taka við rekstri á Smurstöð B.P. ásamt bílaviðgerðum, einnig annaðist hann starf bifreiðaeftirlitsmanns. Ég veit að Hornfirðingar ásamt þeim ferðamönnum sem þurftu á fá lagfærðan bil sinn eða gert við dekk, kunnu vel að meta þjónustu Edda, enda var hann alltaf reiðu- búinn að leysa vandamál þeirra, sem til hans leituðu. Eddi hafði mikið að gera í sinni grein og réð þar mestu að hann taldi ekki eftir sér að vinna frameftir og um helg- ar. Enda var hann mjög lipur við að eiga. Þau hjón voru búin að koma sér vel fyrir á Hornafirði. Við hjónin heimsóttum þau þá um sumarið 1974, þeim móttökum gleymum við aldrei, var það tekið á móti okkur af miklum rausnarskap. Það er sárt að við skulum vera að kveðja þennan góða dreng í dag. Og um leið og ég kveð Edda sendi ég minar bestu samúðar- kveðjur til Guðrúnar og barnanna og vona að þeim farnist vel í fram- tiðinni og megi Guð styrkja þau í sorg sinni. Tryggvi Hannesson. BANCO Bókaklúbbur AB gefur út Banco BÓKAKLÚBBUR AB hefur sent frá sér bókina Banco, eftir Henri Charriére I þýðingu Jóns O. Edwalds og er hún framhald af bókinni Papillon, sem kom út I fyrra. Banco kom út fyrir slðustu jól hjá Setbergi og tókst sam- komulag um að hún kæmi einnig út á vegum AB og er það þvi í annað sinn sem félagsmönnum bókaklúbbsins stendur til boða bók, sem hefur komið út hjá öðru forlagi. Henri Charriére, sem fæddist í afskekktu héraði I Suður- Frakklandi, var að lokinni her- þjónustu tekinn fastur grunaður um morð og dæmdur sekur vegna upplogins framburðar eins vitnis ákæruvaldsins. Var hann dæmdur til ævilangrar þrælkunar í Frönsku Guiana og eftir síendurteknar flóttatilraunir tókst honum að strjúka frá Djöfla- eyjunni og komast til Venezuela. Banco er framhald af Papillon og hefst á þvi, er hann er iátinn laus úr fangelsi þar ásamt vini sínum lömuðum. Fólkið tekur honum vel og vill allt fyrir hann gera, en hann er fullur af hatri I garð þeirra manna sem fengu hann dæmdan sakiausan og er staðráðinn í að hefna sín. Svo hittir hann þá konu sem verið hefur draumsjón hans. Loks kemst hann til Frakklands frjáls maður. Banco er mildari bók en Papillon — því að hún segir ekki frá hruninu heldur tilraun til endurreisnar. Bókin er 232 bls. í royalbroti, unnin í Setbergi og Bókbandsstofunni örkinni. Heimdallur ályktar um skuldasöfnun erlendis MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Heimdallar, sambands ungra sjálfstæðismanna í Reykjavfk: „Heimdallur S.U.S. hefur ítrek- að varað við þeirri hættu sem íslenzku þjóðinni stafar af sivax- andi skuldasöfnun erlendis. Um þessar mundir er enn verið að auka á skuldabyrðina. Heimdallur S.U. S. bendir á, að með þessu eru stjórnmála- mennirnir að hlaupast frá vandanum og velta honum yfir á komandi kynslóðir. Á sama tima og rikissjóður tek- ur stór lán erlendis tekur hann einnig stór lán innan lands i formi visitölutryggðra skulda- bréfa og skerðir það lánsfjármagn sem til er f landinu. Þessi geig- vænlega skuldapólitik ríkissjóðs, sem er afleiðing af útþenslu rikis: báknsins og vantrú stjórnmála- manna á getu almennings til atvinnuuppbyggingar, skerðir lánamöguleika almennings og er þvi I beinni andstöðu við þær þjóðfélagshugmyndir sem hvetja til eflingar frjálsrar atvinnustarf- semi einstaklinganna. Stjórn Heimdallar mótmælir þessari óráðssiu stjórnvalda sem óhjá- kvæmilega hlýtur að takmarka möguleika unga fólksins til upp- byggingar þjóðfélagsins. Þá hvet- ur stjórn Heimdallar ungt fólk til að mótmæla, að því einu skuli ætlað að greiða þá skuldabagga, sem ráðamenn eru sem óðast að hlaða upp.“ — Minning Framhald af bls. 26 hygg ég hann hafi verið í betra lagi, það var min reynsla. Eftir því sem árin liðu urðu okkar kynni nánari, oft röbb- uðum við saman, okkur báðum til gagns og gleði. Hann var af þvi bergi brotinn að vita sitt af hverju, reyndar búinn að lifa tim- ana tvenna og vel það. Fyrsta 1 1/2 árið sem ég bjó á Akranesi, bjuggu foreldrar hans i húsi sinu „Vindhæli," beint mót okkur, hins vegar götunnar. Ég man þeg- ar ár var liðið og við ekkert gert til að kynnast, þá átti ég erindi til þeirra hjóna. Þá sagói gamla kon- an: „Þetta kann ég ekki við, að búa svo nærri fólki og vera ekki farinn að heilsa því i heilt ár. Nú bið ég ykkur þess að koma i heim- sókn til okkar, við viljum kynnast ykkur. Móttakan var hlý og kær- leiksrík, en kynnin stutt, þvi leiðir skilja: hún átti stutt eftir. Þetta var orðlagt fólk fyrir góða mannkosti og hæfileika. Það sannaðist á syni þeirra og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Traust það sem Ingólfur Jónsson og Haraldur Böðvarsson sýndu mér, var mér ómetanlegt þegar ég var að byggja hér upp af vanefn- um. Því stend ég um alla tíð í þakkarskuld við þessa heiðurs- menn, þeir eiga mina beztu þökk fyrir viðskiptin og ekki síður drengskapinn. Blessuð sé rninn- ing þeirra. Samúðarkveðju flyt ég aðstandendum. Valgarður L. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.