Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL T977 20 Athugasemd I viötali I páskablaði Morgun- blaðsins 7. apríl við Andrés Erik Olsen kom fram að hann væri sonur Olsen í Njarðvíkum. Vegna ábendingar og framlagningar fæðingarvottorðs er rétt að taka fram að Andrés er samkvæmt skírnarvottorði, Eirlksson. — á.j. Tregt í Breiðafirði Ólafsvfk, 5. aprfl. Heildarafli Ólafsvíkurbáta frá áramótum er nú 4771 lest í 1003 þremur róðrum. Aflahæstu bátar eru Garðar II. með 426 lestir í 63 róðrum og Matthildur með 395 lestir í 65 róðrum. Mjög tregur afli hefur verið hér í Breiðafirði að undanförnu. —Helgi. — Mývatnssveit Framhaid af bls. 36 þannig að alls lentu 4 bílar i þess- um árekstri og eru þeir allir meira og minna skemmdir og jafnvel ónýtir. Ekki er nokkur vafi á því að meginástæðan fyrir þessum árekstri er gufa úr bor- holunum i Bjarnarflagi, sem leggur yfir þjóðveginn þarna í norðanátt eins og verið hefur í dag og skapar oft stórhættu. Nú er það brýn nauðsyn að úr þessu verði bætt án tafar. Kemur þá í fyrsta lagi til greina að byggja tvöfaldan veg eða gera ráðsafanir til þess að gufu leggi ekki yfir þjóðveginn og blindi veg- farendur. Enginn hinna slösuðu var alvar- lega meiddur, en iila gekk að koma fólkinu I sjúkrahús á Húsa- vík. Sjúkra- og lögreglubílar komust ekki nieð slasaða fólkið til Húsavikur vegna ófærðar og varð að snúa við aftur að Reykjahlíð þar sem gert var að sárum fólks- ins, en í gærkvöldi var aftur orðið fært til Húsavíkur. Vélskófla hafði rutt veginn fyrir bilana í fyrstu lotu, en í hrfðinni og ófærðinni hafði vélskóflan farið út af veginum. Fólkinu leið eftir atvikum i gærkvöldi, en enginn hafði bein- brotnað. — Kristján. — Brezhnev Framhald af bls. 1. ekki aðeins i orði heldur einnig á borði. Þykja þessi ummæli Brezhnevs bera þess vott, að Sovétmenn séu að víkja nokkuð frá andstöðu sinni við tillögur Bandaríkjastjórnar um takmörk- un kjarnorkuvopna, en fáir dagar eru siðan Gromyko utanríkisráð- herra sagði að tiilögurnar væri einhliða, fljótfærnislegar og í ósamærmi við fyrri samninga ríkjanna. — Larsen Framhald af bls. 2 4 — 5. Liberzon og Pachmann 4V4 vinning og biðskák. 6 — 7. Timman og Byrne 4V5. 8. Torre er með 4 vinninga og 2 biðskákir sem Friðrik sagði að hann gæti unnið auðveldlega og komizt I efsta sæti þar með. 9. Sosonko er með 4 vinninga og biðskák. 10 — 11. Friðrik og Guðmundur með 4 vinninga. Á morgun, fimmtudag teflir Friðrik við Larsen í 10. umferð- inni og Guðmundur við Sosonko. — Bilað stýri Framhald af bls. 36 kunnugir staðháttum í ósnum og var heppilegt að þeir sneru við því þeim var ekki kunnugt um hið hættulega sker. Hlein, sem er í ósnum austur úr Hvanney. Skipstjórinn kvað þá hafa getað stýr bátnum með stýrisbúnaði i lestinni og talstöðina kvað hann hafa verið i lagi þegar þeir fóru af stað suður fyrir land. — Gundelach Framhald af bls. 1. mega skip, sem eru lengri en 33 metrar, ekki veiða á miðunum við írland. Þær þjóðir, sem óska eftir veiðiheimildum fyrir stærrí skip verða að gera írsku stjórninni grein fyrir hugmyndum sinum I því efni, og slikar hugmyndir yrðu síðan ræddar af hálfu íra og framkvæmdanefndar EBE. — Líbanon Framhald af bls. 1. Þegar leið á daginn varð mikill fögnuður i liði vinstri manna, og fréttamönnum var leyft að aka um þjóðveginn meðfram landa- mærunum til að sjá með eigin augum, að hægri menn væru farn- ir þaðan. Fyrr í vikunni sögðu hægri menn, að þeir hefðu mörg þorp við þennan veg á valdi sínu. — Málaferli Framhald af bls. 2 100 þúsund kr. i miskabætur með 9% ársvöxtum frá 16. febrúar 1974 til greiðsludags, að áfrýjendum yrði sameiginlega dæmdar 25 þúsund krónur til að kosta birtingu forsendna og dóms- orðs væntanlegs dóms í máli þessu i opinberum blöðum, að birtar yrðu forsendur dómsins og dómsorð í 1. eða 2. tölublaði Þjóð- viljans er út kæmi eftir birtingu dómsins og að stefndi yrði dæmdur til að greiða áfrýjendum sameiginlega hæfiiegan máls- kostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Eins og áður segir voru greinar þær sem ummæli þau er stefnt var út af allar auðkenndar —úþ en frá nafni höfundar var ekki skýrt að öðru leyti. í forsendum dómsins segir að samkvæmt skilningi laga um prentrétt verði merkið úþ ekki talið næg nafn- greining og skipti ekki máii þótt aðalstefndi hafi lýst yfir þvi að hann væri höfundur greinanna. Er ábyrgðin á ummælunum því lögð á ritstjóra blaðsins, vara- stefnda Svavar Gestsson, en aðal- stefndi sýknaður af kröfum áfrýjenda. Eins og áður segir staðfesti Hæstiréttur héraðsdóm um ómerkingu ummælanna. Þar sem varastefndi Svavar Gestsson bar refsiábyrgð á ummælunum þótti refsing hæfilega ákveðin 20 þús. krónur í sekt til rikissjóðs en varðandi kröfu áfrýjenda um miskabætur segir í forsendunum, að enda þótt refsa beri fyrir um- mælin þyki þau ekki eftir öllum atvikum fallin til þess að valda áfrýjendum slíkum miska að bóta- skylt sé. í þessu atriði skiluðu tveir dómenda, þeir Halldór Þorbjörns- son og Guðmundur Ingví Sigurðs- son, sératkvæði. Benda þeir þar á að áfrýjendum hafi verið bornar á brýn persónunjósnir og starfsemi þeirra tengd Watergatemálinu. Þetta orð hafi almennt verið látið tákna pólitíska starfsemi, þar sem notast sé við gælpsamlegar aðferðir og með því að tengja áfrýjendur Watergate-málinu á þann veg sem gert hafi verið, hafi verið freklega végið að æru þeirra. Dómendur segja að eftir gildis- töku laga nr. 19/1940 hafi I æru- meiðingamálum myndast dóm- venja fyrir því að dæma yfirleitt skaðabætur samkvæmt 1. málsgr. 264 gr. laga nr. 19/1940, ef refsing hefur verið dæmd og bótakrafa höfð uppi. Með hliðsjón af þessu telja dómendurnir tveir að áfrýjendur eigi rétt á fégjaldi úr hendi varastefnda en þar sem meirihlut dómenda hafi ekki fallist á bótakröfuna verði fjár- hæð bóta eigi ákveðin. — Þörungar Framhald af bls. 36 anda Þörungavinnslunnar, boð- ið aðstoð mína undanfarin ár við undirbúning og byrjunar- rekstur Þörungavinnslunnar, en án árangurs. Ég veit, að stefna stjórnanda fyrirtækisins hefir verið sú, að hafa sem minnst samband við mig mig og að halda mér eins langt frá fyr- irtækinu og frekast var kostur. Þetta er mér óskiljanlegt, eink- um vegna þess, að hjá mér hefir safnast mikill fróðleikur um það, hvernig eigi að nýta þang og ýmsa aðra sæþörunga, og þá ekki sist um þang- og þara- þurkkun, og einnig um öflunar- tæknina." Þangvinnsla var í gangi við Eyrarbakka og Stokkseyri 1959—62 og gekk bærilega. Sig- urður var við það verk og sá um alla tæknihlið vinnslunnar. Engin umtalsverð tæknivanda- mál urðu á vegi manna þá, að þvi er Sigurður telur. „Vorið 1972 var stofnað fyrirtæki að Reykhólum, sem hét Sjávar- yrkjan hf.“ sagði Sigurður. „Að þvi stóðu 60 einstalingar og sveitarfélög. Hér var um litið fyrirtæki að ræða, sem átti stálgrindarhús að Reykhólum rétt við borholu, sem nægði varmaþörf fyrirhugaðrar framleiðslu. Ekki var ráðgert að framkvæma neinar meiri- háttar aðstöðubætur, að undan- skilinni lagfæringu vegar niður að sjó og breytingu einfasa raf- iínu i þriggja fasa. Fyrirtækið átti að hefja framleiðslu 1974 og framleiða allt að 3.600 tonn af þangmjöli á ári. Fyrirhugað var að handskera þangið og þróa siðan, ef hægt væri, vélskurðartæki, en þang hefir verið skorið með höndum siðan 1750 i Evrópu og um nokkurn tima í Kanada, en þar hefir vélskurður verið reyndur síðustu árin. Þess má geta að olíuiðnaðurinn í Noregi hefir dregið menn frá þangskurði, ef svo mætti að orði komast, en 4—5 vélöflunartæki eru nú í notkun I Noregi, og eru þau í grundvallaratriðum lík hug- mynd minni að þangskurðar- tækjum frá 1967“. „Um það leyti, er Sjávaryrkjan hf. var stofnuð var ég á heimleið frá framleiðendum þurrktækja i Miinchen og kom við í Skot- landi til markaðskönnunar. Kom ég heim með 10 þúsund tonna markaðsloforð og loforð um tilboð í þurrktæki. Þetta voru bjartir dagar. Gerði ég strax greinagerð um málið fyrir Sjávaryrkjuna og var hún kynnt opinberum aðilum. Er hér var komið málum ákváðu opinberir aðilar að stofna Undirbúningsfélag þörunga- vinnslu hf„ sem síðar varð að Þörungavinnslunni hf., og að reist skyldi þangmjölsverk- smiðja að Reykhólum. Þá var vinstri stjórnin við lýði, og lagði forsvarsmaður hennar málið þannig fyrir staðarmenn vestra, að um væri að ræða :nnað tveggja, að vinna að málinu með auðugum mönnum úr Reykjavik, eða ríkinu. Leist mönnum þá betur á samstarf við rikið. Sjávaryrkjunni hf. var boðin aðild ef hún óskaði þess. Eftir það réð ég engu um framvindu mála. Þessi stefnu- breyting varð til þess, að ég sneri mér að fullkönnun þang- miðanna á Breiðafirði, sém ég hafði byrjað á miðsumars 1972. Við könnunina þróaði ég aðferð, sem gerði mér kleift að meta, hvað hægt væri að ná miklu magni þangs, bæði með handöflun og með vélum, við fyrsta slátt og við endurslátt. í ágúst-september 1973 lét undir- búningsfélagið loks fram- kvæma vélöflunartilraunir, en ályktanir stjórnenda félagsins voru þær, að afköst öflunar- prammans, sem reyndur var, væru þrisvar sinnum meiri en ég áætlaði eftir sömu öflunar- tilraunum. Tölur mínar hafa reynst réttar. Það er harmsaga, hvernig staðið var að öflunar- rannsóknunum. en afleiðingar rangtúlkunar á niðurstöðum til- raunanna haustið 1973 réðu örlögum fyrirtækisins," sagði Sigurður. „Það kom skýrt fram 1973 og aftur við tilraunir minar 1974, að prammarnir voru ekki aðeins mjög afkasta- litlir; en þeir hefðu þurft að vera 24, til þess að afla mætti með þeim þess þangmagns, sem þurrkstöðin að Reykhólum þurfti; heldur reyndust þeir og nýta þangmiðin varla til hálfs, miðað við handölfunartæknina. Því var um að ræða, hvort nota ætti prammana þrátt fyrir það, hve dýrir þeir væru og nýttu miðin iila aðeins vegna þess eins, að álitið var að ekki væri hægt að fá menn til þess að handskera þang. Þetta var álit stjórnenda undirbúnings- félagsins og ekkert var gert í þvi að auglýsa eftir mönnum til handsláttar. Ég fór út i hand- öflunartilraunir á vegum Þörungavinnslunnar í nóv. 1974. Þær bentu til þess, að hægt væri að greiða fólki það vel fyrir þangskurð, að að það fengist til starfans. Ég tel og að stjórnandi Þörungavinnslunn- ar hafi algjörlega hunsað niður- stöður þessara tilrauna. Þó var einna alvarlegast það vitaverða athæfi sama manns, er ég hafði lokið sHýrslu, sem ég gerði um ítarlegar mælingar, í nokkra mánuði 1974, á afköstum prammans við hvers konar skil- yrði á Breiðafirði, en þá neitaði umræddur maður I nafni stjórnar Þörungavinnslunnar áður en stjórnin hafði rætt málið, að taka við skýrslu minni. Þetta var síðasta skýslan, sem ég ritaði um þessi mál, og margra mánaða verk mitt fékkst ekki greitt. Árinu áður, eða í upphafi árs 1974, hafði ég skilað um 300 bls. skýrslu um þangkönnun, en hennar er ekki getið, svo ég viti, i skýrslu matsnefndarinn- ar núna, þótt skýrsla mín sé til hjá Þörungavinnslunni," sagði Sigurður V. Hallsson verkfræð- ingur. „í þessari skýrslu kemur skýrt fram, hver sé nýtni prammanna, og I 6. kafla, sem ekki var beðið um, setti ég fram skoðanir minar um þessi tæki, þar sem mér fannst þetta vera einmitt á þeim tímamörkum, þegar ákveða þyrfti, hvaða öflunaraðferð yrði notuð. Þetta var aukakafli í skýrslunni, en hún fjallaði um það, hve unnt yrði að ná miklu þangi af Breiðafirði, bæði með hand- skurði og vél, við fyrsta slátt og við endurslátt. Hér er um að ræða mikið heimildarrit fyrir Þörungavinnsluna og þá, sem áhuga hafa á þangvinnslu. Mér finnst það undarlegt, þegar reynt er að finna út nákvæm- lega hvað hrjáð hefir Þörunga- vinnsluna, að ekki var nýtt sú þekking, sem til var I hand- raðanum, en hún hefði getað hindrað mistökin, sem nú ögra framtíð Þörungavinnslunnar og e.t.v. annarra sjávaryrkju- möguleika." „Það er að sjálfsögðu hægt að afla þangs fyrir Reyhólaverk- smiðjuna með handskurði," sagði Sigurður V. Hallsson. „Kaupunum á öflunar- prömmunum var mótmælt af fleirum en mér þegar haustið 1974. Þá var lagt til, við stjórn- anda þörungavinnslunnar, að hann afpantaði 5 pramma. Þetta var ekki gert, en 5 prammar keyptir til viðbótar. Grunar mig, að menn innan stjórnar Þörungavinnslunnar hafi ekki verið sammála um prammakaupin. Hér var um kaup fyrir alls 130 — 140 milljónir að ræða. Efast ég um, að þessi ákvarðanataka hafi verð gerð með vitund allra stjórnarmeðlima fyrirtækisins. Ég veit, að Bandaríkjamennirn- ir, sem seldu prammana, voru mjög ýtnir sölumenn, og einn Skotanna, kaupanda þang- mjölsins, mælti með kaupun- um. Ég vildi hins vegar strax í upphafi að þróaður yrði sér- stakur öflunarprammi. Yfir- leitt er þang alls staðar hand- skorið. Auk Norðmanna hafa þó Kanadamenn farið út í vél- öfiun i þangi og reyndar Frakk- ar einnig. Kanadamenn nota samskonar pramma og hér voru reyndir, en hafa breytt þeim talsvert eftir eigin höfði. Vió strendur Kanada er sjólag, veðurfar og þangfjörur frá- brugðnar aðstæðum á Breiða- firði, og því ekki að vænta sama árangurs á þessum óliku stöð- um. „Að mínum dómi,“ sagði Sig- urður V. Hallsson, „er hægt að fara út i handöflun á þangi á Breiðafirði, sem er viðkvæmt lífriki og hlunnindasvæði, með góðum árangri. Þróun vél- öflunartækis gæti komið siðar, ef þörf krefur, og hægt er. Þannig lagði ég til að þetta yrði, en á það var ekki hlustað. Þetta er mjög hörmuleg saga, og eru það mér mikil vonbrigði, hvern- ig komið er. Ég hefi enn ekki séð tæknileg vandamál hjá Þör- ungavinnslunni h.f. sem ekki er hægt að leysa. Hins vegar hefir offjár verið eytt i hönnun og smiði tækja, sem henda verður nú á hauga, en tugir mistaka hafa verið gerð af vanþekkingu á þangvinnslu. Ef stjórnendur Þörungavinnslunnar geta ekki aflað fyrirtækinu nægs þangs, ættu hluthafar að fá sér menn, sem geta það. Hvað fjárhags- erfiðleikum Þörungavinnslunn- ar viókemur, hefir það verið augljóst lengi, að óreiðan í fyrirtækinu er algjöru stjórn- leysi að kenna, og framtíð Þör- ungavinnslunnar gæti byggst á þvi, að skuldir fyrirtækisins verði frystar, ef ekki er hægt að láta þær niður falla, en fjár- hagsstjórnun vantar Þörunga- vinnsluna auk faglegrar tækni- stjórnunar,“ sagði Sigurður V. Hallsson að lokum. — Ræða Einars Framhald af bls. 19 fundarhöldum. Gildir þetta eigi hvað sist innan verkahrings Sameinuðu þjóðanna og stofnana þeirra. Þetta er í mfnum augum markverðasti skerfurinn, sem Norðurlöndin leggja til varðveislu friðar I heiminum og gæti e.t.v. verið fyrirmynd hinum nýju rfkjum, sem síðustu árin hafa brotist undan erlendu oki. Við reynum eftir megni að styrkja þau bæði tví- hliða og á sviði alþjóðlegrar samvinnu, en meira er um vert að við sýnum heiminum að samræming og samvinna, sem byggist á virðingu fyrir rétti einstakl- ings er ekki aðeins æskileg heldur einnig möguleg án þess að þjóðareinkenni og framtak hinna ein- stöku þjóða glatist. Ég vil svo enda þessi fáu orð með því enn á ný að leggja höfuðáherslu á norræna samvinnu og sam- stöðu. Hún á ekki að byggjast á einum manni eða einni þjóð heldur heildinni. I Ólafs sögu Tryggvasonar segir frá þvf er Steinn Danakonungur bar sigurorð af Ólafi Noregskonungi. 1 liði Ólafs var sem kunnugt er Einar þambarskelfir. Hann skaut af boga og var allra manna hraðskeytt- astur. Þá tóku óvinir hans það til bragðs að skjóta í sundur bogastreng hans. Það tókst og brast boginn í tvo hluta. Þá mælti Ólafur konungur: „Hvað brast þar svo hátt?“ Einar svarar: „Noregur úr hendi þér, konungur." „Eigi mun svo mikill brestur orðinn," segir kon- ungur, „tak boga minn og skjót af,“ og kastaði boganum til hans. Einar tók bogann og dró þegar fyrir odd örvarinnar og mælti: „Of veikur, of veikur alvalds bogi,“ og kastaði boganum, tók sverð sitt og barðist. Min ósk til okkar allra á þessum hátiðisdegi er sú að bogi okkar verði aldrei svo veikur að eigi muni duga til að standa vörð um lýðræði okkar og mann- réttindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.