Morgunblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1477 Hreinsitækin í Álverinu: Byrjad á framkvæmd- um við mengunarvamir „SKVRSLAN um hreinsitækin I álverið er I athugun hjá heil- brigðisráðuneytinu,“ sagði Gunn- ar Thoroddsen iðnaðarráðherra þegar Morgunblaðið innti eftir gangi mála í þeim efnum, en ráðuneytið er að kanna hvað skamman tfma getur tekið að setja sllk tæki upp. Gunnar kvaðst hins vegar telja ástæðu til að það kæmi fram að nú þegar væri byrjað að vinna við framkvæmd málsins i Álverinu og jafnharðan og lokið væri við hvern þátt kæmí það til góða fyrst og fremst varðandi andrúmsloft á vinnustað, en siðar reykinn frá verksmiðjunni. í skála I eru 160 ker og 120 ker I skála 2, en um leið og lokið er yfirbyggingu yfir hvert ker þá batnar ástandið í mengunarmál- um á vinnustað. - vl -, ^ i | Skákmótið í Genf: Larsen ad missa forystuna t 9. umferð á skákmótinu f Genf f Sviss, sem tefld var f gærkvöldi, tapaði Friðrik fyrir Andersson, en Guðmundur gerði jafntefli við Dzichinazvili. 1 samtali við Friðrik f gær- kvöldi sagðist hann hafa leikið af sér f taflinu við Andersson og einnig hefði hann verið búinn að misstfga sig áður. Aðrar skákir f 9. umferð fóru þannig að skák Sosonkos og Ln 2*lor0uníiío&ib HÓPFERÐIR1977 Útsýnarblað fylgir Mbl. í dag MEÐ Morgunblaðinu f dag er dreift 16 sfðna auglýsingablaði frá Ferðaskrifstofunni (Jtsýn, en þetta er annað árið f röð, sem slfku blaði er dreift til áskrifenda Morgunblaðsins. Biaðið er prýtt fjölda lit- mynda frá þeim stöðum, sem Utsýn hefur ferðir til, og má þar sérstaklega nefna Spán og Italfu, auk fjölda annarra Evrópulanda. I blaðinu er birt ferðaáætlun Utsýnar með verði á einstökum ferðum. Ferðaskrifstofan Utsýn hef- ur einkaumboð á íslandi fyrir Tjæreborg Rejser og American Express. Liberzons fór í bið, Ivkov gerði jafntefli við Byrne, Hug gerði jafntefli við Pachmann, skák Torres og Larsens fór í bið, en Friðrik kvað Torre með unna stöðu. Timman tapaði fyrir Westerinen. Staðan eftir 9 umferðir er þessi: 1. Larsen hefur 5 vinninga og biðskák 2 — 3. Andersson og Dzichinazvili 5 vinninga. Framhald á bls. 20. Skákþing íslands: Jón L. með forystu Jón L. Árnason hefur forystu að loknum 4 umferðum á Skák- þingi tslands. Hefur hann hlotið 4 vinninga, en næstur kemur Helgi Ólafsson með 3 vinninga. Í 4. umferðinni sigraði Jón Óm- ar Jónsson, Helgi Ólafsson sigraði Júlfus Friðjónsson og Ásgeir Þ. Árnason sigraði Þóri Ólafsson. Aðrar skákir fóru f bið. Fimmta umferðin var tefld f gærkvöldi og var engri skák lokið þegar Mbl. hafði sfðast fregnir. Skák Helga Ólafssonar og Þóris Ólafssonar var frestað þar sem Helgi öklabrotnaði f fjallgöngu f gær. Helgi og Margeir Pétursson höfðu farið f fjallgöngu á Hengil- inn og þar varð Helgi fyrir óhapp- inu. Þessa mynd tök Hreggviður Guðgeirsson á leið um Fagradal f fyrradag, en þá varð að ryðja veginn og fylgdi bflalest snjðruðningstækjunum. 40 Volvobílar seldust á tveim- ur dögum í kjölfar gengis- lækkunarinnar í Svíþjóð Samkvæmt upplýsingum sölumanna f bfladeild Gunnars Ásgeirssonar h.f. seldust um 40 Volvobflar hjá umboðinu f gær og f fyrradag eftir að tilkynnt hafði verið um gengislækk- un sænsku krðnunnar miðað við fslenzku krön- una en hún hafði lækkað um 4% í gær og það þýddi að venjuleg Volvo- fólksbifreið lækkaði um 120 — 130 þús. kr. Ef sænska krónan hefði lækk- að um 6% eins og boðað hafði verið fyrir helgi, þá hefði lækkunin orðið um 170 — 180 þús. kr. Fyrir lækkunina kostaði venjuleg Volvobifreið tæp- ar 2.6 millj. kr. en lækkunin náði til þeirra bifreiða sem til voru í land- inu og ekki höfðu verið af- greiddar í banka. Hjá Sveini Björnsson h.f. fengum við þær upplýs- ingar að Saab-bifreiðir hefðu lækkað um 100 þús. kr., en einnig þar tók salan kipp í kjölfar gengislækk- unarinnar. Kröfugerð ASÍ og BSRB: Meginmunurinn varð- andi vísitölubætur Stúlka missir handlegg í slysi — segir Björn Jónsson forseti ASI bætur á lágmarkslaun og síðan sömu krónutölu á önnur laun. Það slys varð í fiskverkunarstöð Miðness hf. í Sandgerði Iaust fyr- ir klukkan 17 í fyrradag, að 16 ára stúlka lenti með hægri handlegg- inn í marningsvél, sem er nokk- urs konar hakkavél. Stúlkan skaddaðist mjög mikið á hand- leggnum, þannig að taka varð hann af fyrir ofan olnboga. Stúlk- an, sem heitir Ingibjörg Ólafs- dóttir, sýndi fádæma kjark við þessar erfiðu aðstæður að sögn lögregiunnar. Var hún með með- vitund allan tímann og mælti ekki æðruorð. MORGUNBLAÐIÐ leitaði f gær álits Björns Jónssonar, forseta ASl, á þeim kröfum sem BSRB hefur lagt fram f væntanlegum kjarasamningum, en eins og fram kom f Mbl. í gær er þar um aö ræða m.a. 17% hækkun á hæstu laun, en allt að 55% hækkun á lægstu laun. Þá er f kröfum BSRB krafa um vfsitölubætur á öll laun. „Ég hef ekki kynnt mér kröfu- gerð BSRB til fulls ennþá, en ef þeir eru með kröfur um meiri hækkanir á lægstu laun þá er þaó svipað og hjá okkur. Hins vegar krefjast þeir fullrar vísitölu á öll laun og það er allt annað en hjá okkur,“ sagði Björn Jónsson, „þvi hjá okkur er krafa um vísitölu- Hitt er svo að samningar inni- halda svo mörg atriði að það er fræðilega hugsanlegt að slík tvenns konar viðmiðun gæti stað- ist, en hér er um að ræða megin- mun í kröfugerð. Þróun mála verður sfóan að skera úr.“ Steingrímur med 50 nýjar í Eden Málaferli gegn Þjóðviljamönnum: Ritstjóri I>jódviljans dæmdur til að greiða 245 þús. krónur Hæstiréttur staðfesti ákvæði héraðsdóms um ómerkingu ummæla • HÆSTIRÉTTUR kvað upp dóm sl. mánudag f máli 12 ein- staklinga, er stóðu að undir- skriftasöfnun Varins lands, gegn Ulfari Þórmóðssyni, blaðamanni á Þjóðviljanum, en Svavari Gests- syni ritstjóra og ábyrgðarmanni blaðsins til vara. I dómsorðum Ilæstaréttar er aðalstefndi Ulfar Þormósson sýknaður af kröfum áfrýjanda og málskostnaður að því er hann varðar felldur niður en í forsendum dómsins kemur fram að auðkenni Ulfars —úþ. á greinum þeim sem áfrýjendur töldu geyma ærumeiðandi um- mæli, er ekki talin næg nafn- greining lögum samkvæmt og skipti ekki máli þótt aðaistefndi hafi f máiinu lýst þvf yfir að hann sé höfundur greinanna. Að öðru leyti staðfesti Hæsti- réttur ákvæði hins áfrýjaða dóms um ómerkingu ummæla. Vara- stefnda Svavari Gestssyni er gert að greiða 20 þúsund króna sekt til rfkissjóðs, greiða áfrýjendum 25 þúsund krónur til að kosta birtingu forsendna og dómsorð dóma þessa f opinberum blöðum, að varastefndi skuli birta dóminn í 1. eða 2. tölublaði blaðs sfns sem út kemur eftir birtingu dómsins og að varastefndi greiði áfrýjendum sameiginlega 200 þúsund krónur f málskostnað f héraði og fyrir Hæstarétti. Hann er hins vegar sýknaður af kröfum áfrýjenda um miskabætur. í héraði var hins vegar Ulfar Þor- móðsson dæmdur og gert að greiða stefnendum 80 þúsund kr. óskipt f málskostnað en þar var ekki kveðið á um sektargreiðslur né tekin til greina krafan um 25 þúsund kr. greiðslu til að standa straum af birtingu dómsorðs og forsendna. Aðstandendur undirskrifta- söfnunar Varins lands áfrýjuðu héraðsdómnum á sínum tíma, en þar sem einn fastra hæstaréttar- dómara, Þór Vilhjálmsson, var í hópi áfrýjenda véku allír fastir dómarar réttarins sæti og mál þetta dæmdu sem varadömarar í Hæstarétti þeir Halldór Þor- björnsson yfirsakadomari, Guómundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, Jón Finns- son hæstaréttarlögmaður, Unn- steinn Beck borgarfógeti og Þor- steinn Thorarensen borgarfógeti. Tveir hinna fyrstnefndu skiluðu sératkvæði í dóminum og töldu áfrýjendur eiga rétt á miskabót- um úr hendi varastefnda, Svavars Gestssonar. Áfrýjendur í máli þessu voru þeir Bjarni Helgason, Björn Stefánsson, Hreggviður Jónsson, Jónatan Þórmundsson, Ólafur Ingólfsson, Stefán Skarphéðins- son, Unnar Stefánsson, Þorsteinn Sæmundsson, Þorvaldur Búason, Þór Vilhjálmsson, Ragnar Ingi- marsson og Valdimar J. Magnús- son. Gerðu þeir kröfu um að um- mæli þau sem stefnt væri út af yrðu dæmd dauð og ómerk, að dæmd yrði hæfileg refsing fyrir ummælin, að hverjum áfrýjanda yrðu dæmdar úr hendi stefnda Framhald á bls. 20. Steingrfmur Sigurðsson Steingrfmur Sigurðsson listmál- ari opnar málverkasýningu f kvöld kl. 21 f Eden f Ilveragerði. Sýnir hann þar 50 nýjar olíu-, acryl- og vatnslitamyndir. Þetta er f 4. skipti sem Steingrfmur Sigurðsson sýnir í Eden og má segja að það sé orðin föst venja að Steingrfmur sýni þar ýmist um páska eða hvftasunnu. Margar myndanna á sýningunni eru til sölu. Þetta er 33. einkssýning Steingríms sfðan 1966 er hann hélt sýna fyrstu sýningu f Boga- salnum. Sýningin verður opin páskavik- una og ef til vill lengur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.