Morgunblaðið - 06.04.1977, Side 18

Morgunblaðið - 06.04.1977, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL í$77 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framl* væmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Vilja menn verkföll — og 54% verðbólgu? Nútíma þjóðfélag er margþætt stofnun með sérhæfðum starfsstéttum, sem allar vinna þjóðar- búinu gagn, hver á sínu sviði. Sérhæfingin tryggir hámarksafrakstur hugar og handar á afmörkuðum vettvangi, sem þjóðhags- lega séð er eftirsóknarvert, en þrengir á stundum sjón- deildarhringinn. Eða eins og sagt hefur verið, bæði í gamni og alvöru: menn vita sífellt meira og meira um minna og minna. — Sérhæfingin hefur skert hæfileika borgarans til að sjá og meta rétt heildar- mynd þjóðfélagsins; sam- hengi hinna ýmsu þátta þess. Menn þoka sér í þrýstihópa, horfa um of á sinn afmarkaða flöt i til- verunni, án nægilegrar þekkingar eða skilnings á hringrás verðmætasköpun- ar í þjóðfélaginu — eða nauðsynlegrar tillitssemi gagnvart öðrum starfs- stéttum. Glöggt dæmi um þetta þekkingar- og skilnings- leysi er fimbulfamb um málefni landbúnaðar, sett fram af mönnum og mál- gögnum, sem ekki gera sér grein fyrir raunverulegri verðmætasköpun í þessari atvinnugrein né hlut henn- ar í öðrum atvinnugrein- um, ekki sízt iðnaði og verzlun. Þýðing íslenzks landbúnaðar liggur ekki einvörðungu í því að sjá þjóðinni fyrir hvers konar neyzluvörum úr land- búnaðarafurðum, þó það sé meginverkefni hans, — og gjaldeyrisssparandi fram- leiðsla gegni, þjóðhagslega séð, sama hlutverki og gjaldeyrisskapandi fram- leiðsla. íslenzkur landbún- aður er mikilvægur hrá- efnisgjafi íslenzkum iðn- aði, bæði þeim er fram- leiðir fyrir heimamarkað og erlendan — og má þar nefna bæði ullar- og skinnaiðnað. íslenzkur landbúnaður er undirstaða drjúgs hluta atvinnutæki- færa í iðnaði og verzlun landsmanna, ekki einungis vegna iðnaðarhráefna og neyzluvara, sem hann framleiðir, heldur jafn- framt sökum verzlunar- og iðnaðarþjónustu, er hann kaupir. Flestir kaupstaðir og kauptún í strjálbýli, og raunar svokallað þéttbýli líka, byggir atvinnu og af- komu sína að meira eða minna leyti á tilvist nær- liggjandi landbúnaðar- héraða; úrvinnslu- og þjónustuiðnaði og verzlun. Sumir þéttbýliskjarnar nær einvörðungu. Sem dæmi má nefna staði eins og Selfoss, Blönduós, Egils- staði og Búðardal, svo eitt dæmi sé tekið úr hverjum landshluta. — Sannleikur- inn er sá að íslenzkir at- vinnuvegir eru hvor öðr- um háðir í ríkara mæli en menn gera sér almennt grein fyrir, þann veg, að áfall eins kæmi óhjá- kvæmilega niður á öðrum. Björn G. Jónsson, bóndi á Laxamýri, víkur nýlega að þessum tengslum i blaðagrein, þó frá öðru sjónarhorni séð en hér að framan var rakið. Því hef- ur verið haldið fram, að það væri þjóðhagslega æskilegt að leggja niður landbúnaðarframleiðslu hér á landi, en flytja inn neyzluvörur af þessu tagi. Björn svarar því til að eins megi þá flytja inn ódýrara vinnuafl frá Afríku, eða ódýrari dagblöð frá Dan- mörku, ef slík sjónarmið eigi að vera einráð í af- stöðu manna. Hann vekur og athygli á því að í þurrka- kafla í Vestur-Evrópu á sl. sumri, er óttast var um stórfelldan uppskerubrest, jafnvel matarskort á Vesturlöndum, hafi áróðurinn gegn íslenzkum landbúnaði þagnað um sinn. Þeir tímar hafa kom- ið í sögu þjóðarinnar, og geta komið aftur, að erfitt sé eða verði um aðdrætti matvæla að eylandi okkar, — og þá, eins og raunar ætíð, sé gott að geta búið að sínu. Þá víkur Björn og að lög- bundnum tengslum launa bóndans við svokallaðar viðmiðunarstéttir. Stað- hæfir hann að verðlags- grundvöllur vísitölubús sé rangur, enda hafi hann ekki tryggt bændum laun að lögum, miðað við svo- kallaðar viðmiðunarstéttir. Kostnaðarliðir vísitölubús séu of lágt metnir, ekki sízt lánakostnaður, og stór hluti framleiðslunnar sé borgaður löngu eftir á, auk þess sem áætlunarverð náist oft ekki. Þrátt fyrir lagaleg tengsl milli launa bóndans og svo- kallaðra láglaunastétta segir Björn bændur líta með tortryggni á boðaða verkfallapólitík. Því valdi einkum tvennt. í fyrsta lagi hafi bændur orðið fyrir þungum búsifjum í verkföllum, sem ítrekuð dæmi sanni. I annan stað hafi bilið milli hálauna- og láglaunafólks lengst í hverju verkfalli. Hér þurfi því ný viðhorf til að koma, ef tryggja eigi launajöfnuð og raunhæfar kjarabætur til þeirra, sem f mestri þörf séu fyrir þær. Sé litið á heildarmynd- ina, eins og hún blasir við, við upphaf kjaraumræðna á íslenzkum vinnumarkaði, fylgir verðlag íslenzkra landbúnaðarafurða launum á almennum vinnumarkaði. Hætt er við að hærri laun við hvers konar framleiðslu- og þjónustustörf komi fram í hærra verði framleiðslunn- ar eða þjónustunnar, enda þarf hver atvinnugrein að láta enda ná saman, tekjur og gjöld, eða stöðvast ella. — Engu að síður er óhjá- kvæmilegt, að auka kaup- mátt launa, bæði lífeyris- þega og láglaunafólks. Hins vegar verður að stemma stigu við því, sem hingað til hefur samhliða gerzt, að hlutfallslegar hækkanir sigli hraðbyri upp alla launastiga, til mögnunar verðlags. Skemmst er að minnast kjarasamninga snemma árs 1974, en á því ári náði verðbólguskriðan hámarki, 54% á ársgrundvelli, og vinstri stjórnin neyddist til að rjúfa tengsl kaupgjalds og vísitölu, sællar minn- ingar. Slfkar kollsteypur þjóna engra hag — og koma verst við þar sem sízt skyldi. Þess vegna verður að líta á allar hliðar mála, heildarmyndina, og stefna að raunhæfri kaupmáttar- aukningu, e.t.v. með sam- drætti eða tilfærslu á samneyzlu þ.e. sköttum hins opinbera yfir í frjáls- ari ráðstöfun einstakling- anna á vinnutekjum sínum eða aflafé. Tekur verðbólgan völdin? — eftir Ellert B. Schram, alþm. NÚ dregur óðum til tíðinda í kaup- og kjaramálum. Samnmgum hefur verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Kröfur verkalýðsfélaganna hafa bor- ist og aðilar vinnumarkaðar- ins og sáttasemjarar búa sig undir þá annáluðu uppákomu, sem nefnist samningafundir. Margir spá löngum og ill- vi’gum verkföllum. Þessi atburðarás kemur engum á óvart. Hún er árviss og hefðbundin. Það lýsir ef til vill best út í hvers konar öfgar er komið, að fjölmiðlar lýsa aðdragandanum eins og undirbúningi að spennandi íþróttakeppni! Það sorglega vað þetta allt saman er, að hversu oft, sem bent hefur verið á að kröfu- gerð og vinnubrögð við samninga striða bemlínis gegn tilgangi sínum, sitja menn enn við sama hey- garðshornið. Hitt er þó enn örlagaríkara, að þeir samn- ingar sem gerðir hafa verið og sjálfsagt munu verða gerðir nú, eru helzta fors- enda fyrir kjararýrnun næsta árs og nauðsyn nýrra samninga aðári. Við eigum í þessu landi fimm stjórnmálaflokka, við höfum yfir að ráða fjöldanum öllum af lærðum hagfræðing- um, heilum stofnunum sem fjalla um efnahagsmál. og mæta menn í forystu verka- lýðs- og vinnuveitenda. Allir þessir aðilar, allir með tölu, eru sammála um, að verð- bólga sé sá skaðvaldur, sem fyrst af öllu þurfi að vinna bug á. Vinstri stjórnin lýsti því yfir, að það væri höfuð- viðfangsefni hannar að ráða bót á verðbólgunni. Verð- bólgan jókst úr 1 5% i 54% af völdum þeirrar stjórnar. Núverandi forsætisráðherra lýsti því yfir, með 42 þing- menn sér til stuðnings, að ríkisstjórn hans stefndi að því að koma verðbólgunni niður í það sem eðlilegt þykir i ná- lægum löndum. Enn er verð- bólgan nær 30%. Þetta er gamla sagan. Ríkisstjórnir eru myndaðar. Þær marka sér stefnu í efna- hagsmálum, beita þeim hag- stjórnartækjum, sem þær hafa yfir að ráða, og Alþingi er notað til að samþykkja ráðstafanirað settu marki. En allt vir&st þetta svo mnilega tilgangslítið og von- laust, þegar enn ríkir það fyrirkomulag, að svokallaðir aðilar vinnumarkaðar setjast niður á hverju ári og gera kaup- og kjarasamninga, sem kollvarpa öllu þvi, sem að er stefnt og áunnist hefur. Ég hef áður lýst þvi, að mér sýnist Alþmgi, sú stofn- un sem kosin er til að stjórna í þessu landi, vera líkast slökkviliði, sem er kallað út til að slökkva þá elda, sem aðrir hafa kveikt. Alþingi hefur það ekki á sínu valdi nú frekar en áður að koma í veg fyrir brunann, enda þótt ekki staridi á því að kenna því um, þegar afleiðingar slyss- ins koma síðar í Ijós. Nú hefur verið upplýst með einföldum og óhrekjan- legum útreikningum, að bein og umtalsverð kauphækkun sprengi upp verðbólguna, en leiði aðeins til óverulegrar kaupmáttaraukningar. Morgunblaðið hefur haft þor til að vara menn við enn nýju flani í samningum, með því að benda á þessar stað- reyndir, en þá eru því ekki vandaðar kveðjurnar og full- yrt að blaðið og Sjálfstæðis- flokkurinn séu á móti kjara- bótum. Hvenær ætla menn að læra af reynslunni og fara að tala saman eins og ærlegir menn? Hvenær ætlum við íslendingar að láta af þessum árlegu leiksýningum og gera þær ráðstafanir, allir í sam- einingu, sem leiða til mestu Ellert B. Schram. kjarabótarina — að draga úr verðbólgunni? Mér þykir rétt að taka fram, þótt slíkt ætti að vera óþarfi, að þingflokkur sjálf- stæðismanna er jafn áhuga- samur um raunverulegar kjarabætur eins og hver ann- ar flokkur eða hópur í þessu landi. Á það þá ekki sízt við um kjarabætur til hinna lægst launuðu. Þær eru al- gjörlega óhjákvæmilegar hvernig svo sem allt fer að öðru leyti. í þingflokknum hefur verið margrætt, hvernig ná megi þessu marki, þannig að gagn verði af. Vandi Sjálfstæðis- flokksins, eins og þeirra ann- arra, sem ! ríkisstjórn hafa setið, er að hækka kaup og ráða niðurlögum verðbólg- unnar á sama tíma. Sagt hefur verið, að nauð- synlegt sé að mynda ríkis- stjórn sem hafi sterkan meiri- hluta á bak við sig. En hvers virði er slíkur meirihluti á þingi, ef Alþingi fær hvergi nærri að koma, þegar teknar eru ákvarðanir, sem úrslitum ráða um framvindu efna- hagsmála? Ég er þess fullviss, að ein- lægur vilji er fyrir hendi hjá báðum stjórnarflokkum til að samþykkja lög, s.s. um breytingar á skattalögum, álagningu og innheimtu sölú- skatts, endurskoðun á þjónustugjöldum ríkisstofn- ana, o.s.frv. ef það mætti verða til þess að kjör launa- fólks yrðu bætt, þannig að þau brynnu ekki samstundis á verðbólgubálinu. Þetta er ekki mælt af um- hyggju fyrir núverandi ríkis- stjórn, heldur af áhyggjum af afleiðingum þeirra skamm- sýnu krafna, sem bornar hafa verið fram. Satt að segja hef ég oft hugleitt hvort ráð væri að mynda þjóðstjórn allra flokka til að leysa okkur úr þessum álögum. En það sýn- ist til lítils meðan hagsmuna- samtök utan þings ráða svo miklu sem raun ber vitni og fara sánu fram. Eitt er víst. Við stöndum á tímamótum og á næstu dög- um og vikum kemur í Ijós hvort menn sætti sig endan- lega við það, að verðbólgan hafi völdin á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.