Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977 25 Sigurlaug Bjarnadóttir: Er tónmenntin hornreka í menningarlífi þióðarinnar? „Alþingi ályktar að skora á rfkisstjórnina, að hún hlutist til um að hafin verði nú þegar af hálfu mennta- málaráðuneytis skipulegur undirbúningur að tón- menntafræðslu f formi námskeiða eða farkennslu f þeim grunnskólum landsins, þar sem engin slfk fræðsla er veitt nú, og verður ekki við komið með venjulegum hætti. — Hugað verði sérstaklega að því, hvern veg tengja megi starf tónlistarskóla, þar sem þeir eru fyrir hendi, við tónmenntafræðslu grunnskólanna. — Stefnt skal að þvf, að fræðsla sú, er tillagan gerir ráð fyrir, geti hafizt þegar á naésta skólaári." Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar, sem Sigurlaug Bjarna- dóttir (S) flytur i neóri deild Al- þingis ásamt Friðjóni Þórðarsyni (S), Tómasi Árnasyni (F) og Sig- hvati Björgvinssyni (A). Her á eftir fara helztu efnis- atriði úr framsögu Sigurlaugar og greinargerð flutningsmanna til- lögunnar. —60 skólar veita enga tónmenntafræðslu „Tónmennt er ein af lögboðn- um kennslugreinum í íslenska grunnskólanum — ein kennslu- stund vikulega. Mikill misbrestur er á framkvæmd þessa hluta almennrar fræðsluskyldu, og hljóta yfirvöld í skólamálum að leggja áherslu á, að úr verði bætt hið fyrsta sem unnt er. Af 225 grunnskólum á landinu eru rúm- Iega 60 skólar, sem ekki veita neina tónmenntarfræðslu, og all- margir til viðbótar, þar sem þess- ari fræðslu er meira og minna ábótavant. Langsamlega verst settir að þessu leyti eru þeir landshlutar, þar sem dreifbýli er mest og erfiðast um samgöngur. Þarf það ekki að koma á óvart. Af 29 skóium í fimm sýslum, Vestur- Barðastrandarsýslu, Norður- Isafjarðarsýslu, Austur- Húnavatnssýslu, Norður- Múlasýslu og Suður-Múlasýslu, veita 8 skólar einhverja tón- menntarfræðslu, hinir 21 alls enga. Hér kemur ýmislegt til. Fá- menni i skólum dreifbýlisins gerir það að verkum, að ekki eru nándar nærri nóg verkefni i hverjum skóla til að fullnægja kennsluskyldu sérmenntaðs tón- menntakennara. Þar að auki er almennur skortur á slíkum kenn- urum. Siðan tónmenntakennara- deild Tónlistarskólans I Reykja- vík tók til starfa árið 1959 hefur hún útskrifað um 70 kennara, og starfandi tónmenntakennarar við grunnskóla á landinu munu nú um 70 — 80 talsins, þar á meðal allmargir eldri kennarar, sem hlutu sina þjálfun við söngkenn- aradeild gamla Kennaraskólans. Það er þvi mikil þörf á að hlúa sérstaklega að þessum þætti kennaramenntunar í landinu, t.d. með þeim hætti, að hún komi nokkru leyti inn í hina aimennu kennaramenntun i Kennara- háskóla íslands, ekki sist með þarfir hinna fámennu dreifbýlis- skóla i huga. Reyndin er sú, að Sigurlaug Bjarnadóttir. ' hinir sérmenntuðu kennarar leita fyrst og fremst inn í tónlistarskól- ana, þar sem kennslan er auðveld- ari og meira í samræmi við sér- menntun þeirra heldur en í grunnskólanum. Lögboðin skylda, sem nú er van- rækt. Fyrir tæpum tveimur árum voru samþykkt á Alþingi lög um fjárhagslegan stuðning við tón- listarskóla. Þar er kveðið svo á, að ríkið greiði launakostnað skóla- stjóra og kennara til hálfs á móti sveitarfélögum. Nemur framlag ríkisins á fjárlögum 1977 155.4 millj. kr. til tónlistarfræðslu utan grunnskólans, þ.e. til hinna ýmsu tónlistarskóla í landinu. Má ætla, að almennt njóti grunnskólinn góðs af tilkomu tónlistarskólanna með sérmenntaða starfskrafta, sem þá nýtist jafnframt til kennslu í skyldunámi grunnskól- ans. í sumum tilvikum hefur þó reyndin orðið sú, að hin lögboðna tónmenntarfræðsla i almenna skólanum hefir hreinlega lagst niður með tilkomu sérstaks tón- listarskóla á viðkomandi stað. Sú öfugþróun er auðvitað óviðun- andi. Nemendur i tónlistarskól- unum greiða allhá skólagjöld, en grunnskólakennslan að sjálfsögðu ókeypis og ætti að geta létt nokk- uð á tónlistarskólunum, þar sem þeir eru til, með kennslu helstu undirstöðuatriða. Því er í tillög- unni bent sérstaklega á þetta — Fyrstu tónleikar Framhald af bls. 14 Á tónleikunum sem framundan eru mun kórinn koma fram bæði sem kvennakór og blandaður kór. Halldór Vilhelmsson mun syngja einsöng með kórnum. Stjórnandi er Siguróli Geirsson og er þetta þriðja árið sem hann söngstýrir kórnum. Raddþjálfun í vetur ann- aðist Ragnheiður Guðmundsdótt- ir. Söngskráin er fjölbreytt. Flutt verða innlend og erlend þjóðlög svo og negrasálmar. Undirleikari verður Hilmar E. Guðjónsson en auk hans munu 4 hljóðfæraleik- arar koma fram. Enda þótt Seltjarnarnes sé í nábýli við Reykjavík hefur bær- inn sitt eigið félagslif. Seltirning- Undirstöðuhlutverk grunn- skólans í tónmenntafræðslu atriði — að tengja betur saman starf grunnskóla og tónlistar- skóla, enda I alla staði eðlilegt, þar sem hinir síðarnefndu eru nú samkv. nýjum Iögum styrktir verulega af ríki og sveitarfélög- um. Með tilliti til þess, er að framan segir, er það timabært að yfirvöld fræðslumála geri hér skipulegar ráðstafanir og sinni þannig lög- boðinni skyldu, sem í dag er van- rækt. Sýnist flutningsmönnum vænlegasta og sennilega eina færa leiðin vera sú að stofna til tónmenntarfræðslu í formi nám- skeiða og/eða farkennslu I þeim grunnskólum landsins, þar sem aðstæður eru þannig, að fræðslu- skyldu í þessari námsgrein verður ekki sinnt með venjulegum hætti. Er þetta form raunar tíðkað nú þegar sums staðar á landinu með góðum árangri, t.d. í Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu. Auðvitað kemur hér til nokkur kostnaður, en þó lfklega fyrst og fremst skipulagning, og á það ber að lita, að hver grunnskóli á lög- boðinn rétt til þessa þáttar skyldunámsins sem annarra og að rikið sparar sér i rauninni — eins og nú er — launagreiðslur til tón- menntakennara i þeim 60 — 70 grunnskólum, sem enga slíka fræðslu veita i dag. Er þvi eðli- legt, að þeir fjármunir verði látn- ir renna til að bæta upp með einhverjum hætti það, sem þeir nemendur fara á mis við, er alls enga tónmenntarkennslu fá á skyldunámsstiginu. Mætti jafnvel hugsa sér, að ein til tvær vand- aðar tónlistarkynningar yfir veturinn, þó ekki væri um neina frekari tónmenntarfræðslu að ræða, gæti þarna komið til sem nokkur uppbót. Sjálfsagt munu margir almenn- ir kennarar við þessa afskiptu skóla hjálpa hér nokkuð upp á sakirnar með almennri söngiðkan nemenda, sem er vissulega mikils virði. En hætt er við, að það geti brugðist til beggja vona eftir áhuga og hæfni kennaranna á hverjum stað. Hér þarf þvi að koma til skipuleg athugun fræðsluyfirvalda á tiltækum leiðum til að tryggja það, eftir því sem framast er unnt, að fjöldi nemenda í grunnskólum landsins fari ekki algerlega á mis við þenn- an fræðsluþátt vegna búsetu- ástæðna. Þótt naumt sé skammtað til tónmenntarfræðslunnar — ein kennslustund á viku — felst þó í henni viðurkenning á þvi, að þekking og iðkun á tónlist skuli ekki teljast til munaðar og sér- réttinda fárra útvaldra, heldur sem sjálfsagður hluti af menntun og menningarlífi almennings. Viö íslendingar höfum frá fyrstu tið verið iðnir við lestur bóka og lagt rækt við bókmenntir okkar og bókmenntaarfleifð. „Betra er berfættum gn bók- lausum að vera.“ „Blindur er bók- laus maður.“ Fleiri orðskviðir íslenzkir bera þeirri staðreynd vitni. Hið sama verður þvi miður ekki sagt um tónmennt og al- menna iðkun tónlistar. Þar er margt af vanefnum gert, þótt vissulega verði vart vaxandi skilnings og áhuga, bæði meðal almennings og af hálfu stjórn- valda. íslenzka skólakerfið hefir þar mikilvægu undirstöðuhlut- verki að gegna. Það hlutverk verður að rækja svo vel sem fram- ast er kostur, eigi tónmennt og tónlist ekki að vera hornreka i menningarlifi þjóðarinnar." ar eru ákaflega samheldnir og ef til vill er stærð bæjarfélagsins einmitt sú rétta til að skapa sannan félagsanda meóal bæjar- búa. A.m.k. virðist einhugur og starfsvilji rikja meðal félaga Sel- kórsins. Selkórinn heldur á hverju vori „Vorskemmtun" og má hún telj- ast fastur liður i skemmtanalifi bæjarins. Mjög er til skemmtunar þessarar vandað. „Vorskemmtun- in“ í ár verður laugardaginn 30. apríl og bregða þá kórfélagar á leik að vanda með söng og gaman- málum. Að skemmtun lokinni verður stiginn dans. Þess má að lokum geta að hafin er söfnun styrktarmeðlima. Þeir sem vilja leggja „Selkórnum" lið skulu þvi hafa samband við kór- félaga. Frumsýnir hina heimsfrægu stórmynd: Fékk 4 Oscarsverðlaun 28. marz sl. Allir menn forsetans REDFORD/HOFFMAN Stórkostlega vel gerð og leikin, ný, bandarísk stórmynd í litum. Samtök kvikmyndagagnrýnenda I Bandaríkjunum kusu þessa mynd: „Beztu myndina 1976" Islenzkur texti Sýnd kl. 5 og 9 Hækkað verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.