Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977 Sýning Arnar Þorsteinssonar I Galleri Solon Islandus hef- ur ungur myndlistarmaður opn- að sína fyrstu einkasýningu. Það er Örn Þorsteinsson, sem hér er á ferð, og hefur hann að vísu tekið þátt i nokkrum sýn- ingum hér áður, svo hann er ekki með öllu ókunnur þeim, er stunda sýningar hér i borg. Það var aðallega grafísk list, er komið hafði fyrir almennings- sjónir frá þessum unga manni fyrir þessa einkasýningu, en nú bregður svo við, að Örn sýnir eingöngu olíumáiverk, á þess- ari fyrstu einkasýningu. Það er mikið átak fyrir unga listamenn að stofna til sinnar fyrstu einkasýningar. Meira en margan grunar. Þar kemur oft- ast nær í ljós, hvar á vegi stadd- ur hver og einn er í myndgerð sinni og ef sýnandi hefur glöggt Myndllst eftir VALTY PÉTURSSON auga fyrir eigin kostum og löst- um, verður oft stökkbreyting á ferli hans við að sjá verk sín hanga opinberlega fyrir sjón- um fólks. Þannig hefur margur listamaðurinn öðlast ómetan- lega skólun við fyrstu atrennu, og mætti sjálfsagt segja með sanni, að einmitt frumraunir, séu það sem stappar stáli I menn eða beygir þá svo and- lega, að stundum verður að byrja aftur, jafnvel algerlega frá byrjun. Þetta er auðvitað mjög einstaklingsbundið og verður ekki sett i neitt alhliða kerfi, sem óneitanlega og til guðs lukku er nokkuð ólíkt þvi kerfi er við búum við. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að enn er til humanísmi í veröld- inni, sem tölvur og véladót fá ekki bugað, og það er einmitt hlutverk listamannsins á seinni hluta tuttugustu aldar að hamla gegn vélmenningu og massatrú- boði róbóta nútimans.Örn Þor- steinsson er nú að hefja fyrir alvöru feril sinn sem lista- maður, og það er ýmislegt á þessari sýningu hans i Gallerí Sólon íslandus, sem bendir til þess, að hann sé gjaldgengur liðsmaður, sem taki köllun sína alvarlega og eigi eftir að rækta hæfileika sína á komandi árum. Örn Þorsteinsson er áræðinn myndlistarmaður, sem leggur i baráttu við nokkuð erfiða myndbyggingu, sem reist er á sterkum og þróttmiklum litum. Form hans er lífrænt og óþvingað, hefur eigindir collage-listar á stundum og býr yfir frjálslegri hrynjandi, sem skapar skemmtilegar heildir. Handverk Arnar er myndrænt og hressilegt, og hugmyndir hans eru samræmdar i lit og formi. Þessar fáu línur eru mikið hól um ungan mann, sem er með sína fyrstu sýningu. Hér hef ég dregið fram það, er mér fannst einkenna þessa sýningu Arnar, en hinu er heldur ekki að neita, að sumt á þessari sýn- ingu hefði mátt vera betra en raun ber vitni. Þar gætir dálítið vissrar herkju i litameðferð, sem á það til að verða kaldrana- leg og gera formið óþjálft í myndfletinum. Myndbygging Arnar er ef til vill of einhæf, en við skulum muna það, að hér er á ferð ungur listamaður, sem ekki hefur, enn sem komið er, hrist af sér algerlega skólavinnu- brögð, en virðist á góðri leið með að gæða verk sín persónu- legum tilþrifum. Ég nefni að- eins nokkur verk, er fóru vel í mig á þessari sýningu: Nr. 8, 23, 25 og 27. Það er ástæða til að óska Erni Þorsteinssyni til hamingju með frumraun sina að þessu sinni. Nú er það eins og ætíð, ein- göngu undir listamanninum sjálfum komið, hver framvinda verður í myndlist hans. Þetta er lipurlega unnin sýning, sem gefur viss fyrirheit. Ekki nóg að hafa góð tæki — umhverfið verð- ur líka að vera manneskjulegt — rætt við dr. Povl Riis FYRIR nokkru var staddur hér- lendis hópur danskra lækna, sem kenndi á viðhaldsmenntunarnám- skeiði fyrir lækna, eins og frá hefur verið greint í Mbl. Einn þeirra var dr. med. Povl Riis, yfirlæknir við Herlev- sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og prófessor við Kaupmannahafnar- háskóla. Mbl. ræddi við dr. Riis og var hann fyrst spurður um ferðir hans hingað til lands, en hann hefur komið hingað nokkr- um sinnum: — Þetta er í níunda sinn, sem ég kem til íslands og hefur mér bæði verið boðið hingað til fyrir- lestrahalds og til að standa að námskeiðum. Einnig hef ég komið hingað þrisvar sinnum með fjöl- skylduna til að verja hér sumarleyfinu með henni og ferð- ast um landið. Herlev-sjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn er eitt nýjasta og stærsta sjúkrahús i Evrópu og tal- ið mjög nýtizkulegt og var dr. Riis næst spurður um starfsemi þess: — Ennþá er aðeins fyrsta áfanga sjúkrahússins fulllokið og fjöldi sjúklinga þvi ekki mikill. En vandamálið á svo stórum spítala er að gera umhverfið nógu manneskjulegt. Sumir halda að hægt sé að reka sjúkrahús með því einu að hafa nóg af tækjum og fullkominn búnað að öllu leyti, en margs annars þarf að gæta. í Dan- mörku er farið að spyrja um fleira, til dæmis hvort húsnæðið sé menneskjulegt. Þá er mikil áherzla lögð á það að meðhöndla sjúklinginn sem einstakling, að sambandið milli læknis og sjúkl- ings sé sem bezt. Hvað á að gera vió okkur spyr sjúklingurinn og spurningum hans verðum við að svara. — Hið hefðbundna samband milli læknis og sjúklings eins og það hefur t.d. verið í Danmörku er mjög að breytast. Læknirinn er ekki neinn æðri yfirboðari, sem er hærra settur en sjúklingurinn. Læknirinn er fær um að veita hjálp og aðstoð vegna menntunar sinnar og tækninnar, sem hann hefur yfir að ráða en þeir yfir- burðir mega ekki trufla hin mannlegu samskipti. — Þessi mál eru nú mikið rædd meðal lækna í Danmörku og við reynum að benda læknastúdent- um á þau. Sjúklingur, sem verið hefur í rannsókn, veltir fyrir sér mörgum spurningum, sem hann vill fá svar við: Hvenær fæ ég að fara heim, er mér hætta búin, er til lækning við sjúkdómi minum, verð ég fullfrískur aftur? Aður skorti sjúklinginn kannski tæki- færi til að leita svara en hér hefur orðið mikil breyting á og nú temja læknar sér að segja allt sem þeir vita um líðan og ástand sjúklinga. Þetta vandamál er ekki sizt fyrir hendi varðandi krabbamein eða hjartasjúkdóma. Það' getur haft slæmar afleiðingar fyrir sjúkling og aðstandendur hans ef allur sannleikurinn kemur ekki í ljós, hann á alltaf að koma fram. Frá þessu beindist talið að siða- reglum lækna, þagnarskyldu þeirra og fleiru, sem þeim ber að starfa eftir, en dr. Riis flutti i ferð Nokkrar spurningar sem forsvarsmenn svo- nefndra Torfusamtaka eru beðnir að svara 1. Hver er áætlaður kostnaður við endurbyggingu allra gömlu hús- anna við Bernhöftstorfuna? 2. Hvernig skal þessa fjár aflað? 3. Þegar hluti umræddra húsa brann fyrir skömmu var rætt við forsvarsmann Torfusamtakanna. Hins vegar hefur undirritaður ekki heyrt, að réttir umráðendur húsanna þ.e. íslensk stjórnvöld, hafi verið spurðir neins. Af því tilefni er spurt: Líta umrædd samtök á sig sem hina einu réttu talsmenn gömlu húsanna? 4. Þegar Lækjargatan var breikk- uð og taka varð sneið af túninu framan við Stjórnarráðshúsið, reis upp hópur mótmælenda gegn þeirri óhjákvæmilegu ráðstöfun. Voru þeir mótmælendur úr hópi þess fólks, sem siðar stofnaði Torfusamtökin? 5. Fyrir fáum árum málaði hópur fólks umrædd hús við Bernhöfts- torfuna, að því er best varð án samráðs eða heimildar réttra um- ráðenda húsanna. Má gera ráð fyrir því, að samtakafólkið birtist einn góðan veðurdag með hamra og sagir og endurbyggi húsin, sem urðu eldinum að bráó? 6. Telja umrædd Torfusamtök, að hinn fámenni útifundur s.l. laugardag, sem samtökin beittu sér fyrir og rækilega var sagt frá í fjölmiðlum, en samtökin virðast eiga greiða leið í fjölmiðla, styrki þau i „baráttunni"? Um leið og ritstjóra blaðsins eru færðar þakkir fyrir birtingu framangreindra spurninga, er þess vænst að blaðið birti svör við þeim, þegar þau berast frá réttum aðilum. 4. aprfl 1977. Sigurður E. Haraldsson. Býr til listaverk úr nágrenninu Hveragerði 4. apríl. SIGURÐUR Sólmundarson listamaður I Hveragerði heldur sérstæða sýningu I félags- heimili ölfusinga dagana 7.—11. aprfl n.k. Sigurður sýnir þar 40 myndir sem allar eru gerðar úr gosefnum frá hvera- svæðinu I Hveragerði. Þá sýnir hann nokkrar höggmyndir og ýmsar kynlegar myndir. Sig- urður er trésmiður að mennt en hefir I tómstundum sínum dundað við ýmislegt til þess að prýða heimili sitt og umhverfi. Ég veit að það verða margir sem eiga eftir að leggja leið sína og sjá hvað Sigurður hefur getað skapað með því að fara rétt út fyrir hús sitt og ná í efni I listaverk. Sýningin er opin frá kl. 2—lOe.h. — Georg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.