Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977 Getraunaþáttur Enn einn erf- iður seðill í síðustu viku lofuðum við (eSa alit að þvf) aS bæta ráð okkar hvað varðaði sannsögli spánna eins og lesendur muna hugsanlega. Með hliðsjón af því hvernn- ig til tókst í það skiptið þykir okkur rétt að minna á, aS viS gerSum þó vissan fyrirvara á snilldarfram- göngu og bentum á, aS seð illínn væri meS þeim al- f erfiSustu sem við hefSum ' komizt í tæri viS. BIRMINGHAM—BRISTOL C. x BirminghamliSiS hefur longum þótt erfitt heim að sœkja. en svo hefur brugBið vi5 sfBustu vikum- ar, að Ii5i8 tapar þar engu að stður en é útivelli og munum við eftir- leiSis vara okkur i dyntum þeirra. Jafntefli (0—0). COVENTRY—WEST HAM. 1. Hvorugt þessara liða getur talist I fremstu röð. nema deildinni sé snúið við. Við tippum á nauman sigur Coventry vegna þess, að þeir eiga völlinn og áhorfendur mun hvetja þá, en ekki West Ham. 1—0. DERBY—ASTON VILLA * Ekki er óhugsandi. aS eitthvað séaB rofa til hjá Derby og ef svo er, þá þorum viS ekki aS reikna meS útísigri, en tippum þess I stað á jafntefli (1 — 1). LEEDS—SUNDERLAND TVÖFALDUR 1 EÐA*. Leeds stendur sig betur heima nú en þeir gerðu f byrjun keppnis- tfmabils og tippum við þvl fyrst og fremst á heimasigur (1—0). LIVERPOOL MANCHESTER C. 1. ÞaS virðist litlu máli skipta hversu góSum árangri liS hafa náS áður en þau fara til Liverpool. þau tapa öll þarsamt. Heímasigur (2—0). MANCHESTER UTD—STOKE. 1. Þó að Manchester-liSiS hafi ekki sýnt sitt besta f sfSustu tveimur leikjum sfnum, þá teljum við, aS undralélegt Stoke-liS veiti þeim litla mótspymu. 3—0. MIDDLESBROUGH—EVERTON. x „Boro" hefur átt litla gleSidaga að undanförnu. en eru þó ávallt erf- iðir heim að sækja. Everton hefur hins vegar verið vandsigrað liS undanfariS. Hér er sem sagt jafn- teflisfnykurinn góði (eSa slæmi eftir þvf hveríg á er litiS) allt aS kæfa. Við erum knúSir til sam- þyfckis, o.0. NEWCASTLE— LEICESTER. 1. HeimaliSiS hefur veríð f mikílti sókn undanfariS. ÞaS eru hins vegar svo miklar sveiflur f leikjum Leicester ( milli jafntefla og taps oftast). aS liSiS er ólfklegt til stór- ræSe. Spáin: hiklaust öruggur heimasigur. 3— 1. NORWICH—IPSWICH. x Norwich hefur harma aS hefna. er þeir fyrr f vetur neyddust til að tefla fram næstum óbreyttu vara- liSi sfnu gegn Ipswich og tapa 1 — 5. FullskipaS er Norwich gott liS og vel fært um að hirSa minnst ertt stig úr viSureigninni. Jafn- tefli, 1 — 1. TOTTENHAM—QPR. TVÖFALDUR 1 EÐA x. Tottenham á þokkalega leiki öSru hvoru, en lið QPR virSist hins vegar vera gjörsamlega heillum horfiS eins og er. Aðalspáin er heimasigur. en jafntefli til vara. ef Tottenham skyldi falla ofan i eina af lægðum sfnum. 2—0. 0—0. WBA—ARSENAL. TVÖFALDUR 1 EOA x. HeimaliSiS er mjög gott um þessar mundir. Heimasigur 2—0. Arsenal hefur aðeins bætt upp hina dapurlegu frammistöSu sfS- ustu vikna meS nokkrum stigum úr sfnum sfSustu leikjum. Hugsan- legt er þvf að okkar mati. að samiS verði um jafntefli. 1 — 1. CHELSEA—LUTON. TVÖFALDUR 1 EÐA x. Þrátt fyrir góSan árangur Luton sfðustu mánuSi. teljum viS úti- sigur óhugsandi. Jafntefli kemur hins vegar vel til greina og heíma- sigur einnig. 1—1 eSa 2—1.—gg. Frá leik Dana og Islendinga f Laugardalshöllinni fyrr I vetur. Þeir Björgvin Björgvinsson og Jón H. Karlsson sækja að danska markinu, en til varnar eru tveir leikmenn Fredericia KFUM, þeir Anders Dahl-Nielsen, t.v., en hann er fyrirliði danska landsliðsins, hinn er sá eitilharði varnarmaður Heine Sörensen (Ijósm. Friðþjófur). MEISTARAR Danmerkur í handknattleik þrjú síðastliðin ár eru væntanlegir hingað til lands I dag og munu leika hér þrjá leiki yfir páskahelgina. Lið Fredericia KFUM bar sigur úr býtum f 1. deildinni f Danmörku 1975, '76 og nú 1977, en 1974 varð liðið í þriðja sæti og hlaut silfurverð- launin 1973. Meðal leikmanna liðsins eru hvorki meira né minna en átta danskir landsliðs- Tekst Sigurði að verja meist- aratitla sína? ALLIR beztu badmintonleikarar landsins verða meðal keppenda á meistaramðtinu f hadminton, sem fram fer í Laugardalshöllinni laugardag og sunnudag n.k. Sigurður Haraldsson er íslands- meistari í einliðaleik og f tvfliða- leik ásamt Jóhanni Kjartanssyni. Hæpið er þó að sigur Sigurðar verði átakalaus að þessu sinni og þeir sem trúlegast veita honum hvað harðasta keppni verða væntanlega Jóhann Kjartansson, Sigfús Ægir og Haraldur Kornelfusson. i tvfliðaleiknum má búast við harðri keppni Sigurðar og Jóhanns gegn Har- aldi og Steinari Petersen og einn- ig frá Akurnesingunum Jóhann- esi Guðjónssyni og Herði Ragnarssyni. Mótið hefst á laugardagsmorg- un klukkan 10 og verður þá leikið að úrslitaleikjum í öllum flokk- um. Á sunnudag klukkan 15 hefj- ast síðan úrslitaleikirnir í Laugar- dalshöllinni. Þátttakendur eru frá TBR, KR, Val, Vikingi, Gerplu, BH og ÍA. Keppt verður í öllum greinum í meistara- og a- flokki karla og kvenna, en einnig I tvíliðaleik í „01d-boys“ flokki. Mótsstjóri verður Ragnar Haraldsson. menn og er þvf ekki út í hött að segja að hingað komi danska landsliðið. Hafa leikmenn fiðsins samtals leikið 383 landsleiki og skorað 1 þem 1074 mörk. Fredericia KFUM kemur hing- að í boði Fylkis, en félagið á 10 ára afmæli um þessar mundir. Er koma dönsku meistaranna einn liður í hátíðahöldum Árbæjarliðs- ins í tilefni áfangans, en á þessum 10 árum hefur Fylkir blómstrað mjög og skapað sér sess meðal Reykjavíkurfélaganna bæði í handknattleik og knattspyrnu. Þó svo að enn berjist helztu leik- menn félagsins ekki i 1. deild, þá eru yngri sem eldri flokkar félagsins mjög vaxandi og þess verður vart langt aö biða að liðið verði enn öflugra. Fyrsti leikur Frédericia verður gegn Víkingum í Laugardalshöll- inni annað kvöld. Verður forleik- ur klukkan 20, en síðan mætast meistaraflokksliðin. Eins og áður sagði eru átta landsliðsmenn í danska liðinu og státa Vikingar reyndar af þvi sama þannig að um skemmtilega viðureign, ætti að geta orðið. Leikmenn Vikings, sem hafa leikið með landsliði, eru Rósmundur, Björgvin, Ólafur E., Páll, Viggó, Jón, Magnús og Þor- bergur. Á iaugardaginn verður leikið gegn FH í Hafnarfirði og hefst forleikur þá klukkan 15, en aðal- leikurinn strax að honum lokn- „STEFNI í ATVINNUMENNSKU „ÉG stefni aS þvf aS komast I atvinnumennsku I körfuknattleik eftir fjögur ár, þaS er þegar ég hef lokið námi mtnu viS University of Washington sem ég hef nú þegiS skólastyrk viS. ÞaS hefur lengi veriS minn æSsti draumur og ég mun láta körfuknattleikinn sitja I fyrirrúmi fyrstu 2 árin. þvi að þá þarf maSur ekki aS skila neinum ákveSnum árangri I náminu," sagSi Pétur GuSmundsson, stærsti íslenzki körfuknattleiks- maSurinn sem ísland hefur eign- azt, þegar Mbl. spurði hann hvaS væri framundan hjá honum. „Ég held strax til Bandarlkjanna að undankeppninni lokinni og mun æfa I sumar undir stjórn þjálfara University of Washington, en hann telur að ég hafi mikla möguleika á þvl að komast I atvinnumennsku I Bandarlkjunum ef ég legg hart að mér þessi 4 ár sem ég verð I há- skólanum og þangað set ég stefn- una alveg hiklaust." „Er ekki mikill munur á islenzkum körf uknattleik og þeim bandarlska?" „Jú, vissulega er hann geysimik- ill, mér finnst að tslenzkum körfu- knattleik hafi fremur farið aftur siðan ég byrjaði að fylgjast með honum, en þeim bandariska fer stöðugt fram Það sem gerir gæfumuninn I þessu sambandi er að sjálfsögðu það, að úti er miklu meiri áherzla lögð á þjálfun, sérstaklega þeirra yngri og einnig eru þar margfalt meiri fjárupphæðir lagðar I iþróttina en hér '' „Ertu bjartsýnn á árangur Islenzka landsliðsins I undankeppninni?" „Já, ég er mjög bjartsýnn á að við komumst I gegn um þessa keppni, ég tel þetta vera sterkasta landslið sem við höfum teflt fram I körfu- knattleik. þeir Einar Bollason og Birgir Örn Birgis eru góðir þjálfarar sem eiga auðvelt með að ná því bezta út úr öllum einstaklingum og mjög góður andi er rikjandi innan hópsins. allir eru bjartsýnir og ætla sér að vinna HG. um. Eins og Vikingar hafa FH- ingar af mörgum landsliðsmönn- um að státa; Geir, Viðari, Þórarni, Birgi. Á mánudag, annan í páskum, verður svo leikið gegn íslenzka landsliðinu í Laugardalshöllinni. Hefst forleikurinn klukkan 16, en yngri flokkar fylkis munu leika forleikina gegn jafnöldrum sín- um. Má líta á leikinn á mánudag- inn sem nokkurs konar „general- prufu“ fyrir leik landsliða íslands og Danmerkur i HM í janúar á næsta ári. Af leikmönnum Fredericia KFUM skal fyrstan frægan telja Flemming Hansen, þennan mikla ógnvald markvarða víða um heim. Hefur hann ekki leikið fyrr hér á landi, en hefur að baki 75 lands- leiki og I þeim hefur hann korað 359 mörk. Þá er í liðinu .»nders Dahl-Nielsen, fyrirliði danska landsliðsins og KFUM. Er búizt við að hann verði kosinn bezti handknattleiksmaður Danmerkur á þessu keppnistímabili. Þá er Jörgen Heidemann i liðinu, en hann hefur leikið 89 landsieiki fyrir Danmörku og stendur alltaf fyrir sinu. Af öðrum landsliðs- mönnum skulu nefndir baráttu- maðurinn Heine Sörnesen, sem vakti athygli í leikjum Dana hér á landi i haust, og Jesper Pedersen, sem leikið hefur 48 landsleiki fyrir Danmörku. Síðastliðið vor náði Fredericia mjög langt I Evrópukeppninni í handknattleik eða alla leið i úr- slitaleikinn, en tapaði. í ár gekk liðinu einnig vel og komst í undanúrslit, en liðið tapaði fyrir Steua eftir að hafa tapað með miklum mun ytra í slagsmálaleik, en jafntefli varð i leiknum í Dan- mörku. mí nl 111IIIIIIII IBHIM—Mfc I ípróttlr I Sundfólk úr Ægi á æfingum í Eyjum STÓR hópur sundfólks úr Sund- félaginu Ægi mun dvelja I Vest- mannaeyjum yfir páskana við æf- ingar undir stjórn Guðmundar Þ. Harðarsonar, þjálfara sfns. Að- stæður eru allar mjög góðar 1 íþróttamiðstöðinni f Vestmanna- eyjum og hefur Guðmundur Harðarson látið þau orð falla að þar sé ein beztu skillyrði til að keppa f sundi á landinu. Sýnir þessi æfingaferð Ægisfólksins hversu mikill áhugi er meðal þeirra 1 fþróttinni. Átta danskir landsliðsmenn í heimsókn hér um páskana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.