Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNl 1977
13
Stúdentar frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977.
Menntaskólanum við Tjörnina sagt upp
Nafni skólans breytt í sumar
MENNTASKÓLANUM við
Tjörnina var f fyrradag sagt
upp f 8. sinn. Rektor skólans,
Björn Bjarnason, flutti skóla-
slitaræðu við brautskráningu f
Háskólabfói og þar kom fram,
að 821 nemandi stundaði nám f
skólanum f vetur og vorpróf
þreyttu 787. Ur fyrsta bekk
tóku 192 nemendur próf, 233 úr
öðrum bekk og 169 úr þriðja.
Stúdentspróf hófu 193 nem-
endur og 192 þreyttu öll prófin,
þar af 4 utanskóla. Á málakjör-
sviði stundaði 21 nemandi nám,
29 í félagssviði máladeildar, 16
á félagssviði stærðfræðideildar,
85 í náttúrufræðikjörsviði og 38
á eðlisfræðikjörsviði. Á tónlist-
arkjörsviði í samvinnu við Tón-
listarskólann í Reykjavík
stunduðu 2 nemendur nám, en
annar þeirra var eihnig í mála-
kjörsviði.
Hæstu einkunnir á stúdents-
prófi hlutu, á málakjörsviði
Kolbeinn Bjarnason, 8,5, á
félagssviði máladeildar Örn B.
Sveinsson og Helgi Gunnlaugs-
son, báðir með 7,8 á félagssviði
stærðfræðideildar Hjördis
H:rðardóttir 9,0 á náttúru-
fræðikjörsviði Hannes Jónsson
9,2 og á eðlisfræðikjörsviði
Tómas Jóhannesson 9,3 en það
var jafnframt hæsta einkunn á
stúdentsprófi við skólann i ár.
Rektor gat þess í skólaslita-
ræðu sinni að þetta væri í sið-
asta sinn er Menntaskólanum
við Tjörnina væri slitið og i'
ávarpi menntamálaráðherra,
Vilhjálms Hjálmarssonar, kom
fram að nafni skólans verður
nú breytt og hann nefndur
Menntaskólinn við Sund. Tekur
breytingin gildi hinn 1. júli n.k.
21. skóla-
slit Tón-
listarskóla
Akraness
TÓNLISTARSKÓLINN á
Akranesi lauk 21. starfsári
sínu með skólaslitahátið i
Akraneskirkju þann 15.
mai s.l. Voru þetta jafn-
framt þriðju vorhljómleik-
ar skólans i ár. Auk hljóm-
leika orgelnemenda skól-
ans léku þrír strengjanem-
endur þætti úr tríósónötu
eftir Corelli og 25 manna
hljómsveit tónlistarskólans
skipuð strengja- og blást-
ursleikurum lék tvo þætti
úr L’Arlésienni svítum
Bizets. í yfirlitsræðu skóla-
stjórans, Þóris Þórissonar,
um skólastarfið kom fram,
að nemendur við skólaslit
voru 121. Flestir eru hljóð-
færanemendur í píanó-
námi en auk fyrrgreindra
hljóðfæradeilda er einnig
nýhafin gítarkennsla við
skólann. Skólinn starfræk-
ir forskóladeildir fyrir
5—7 ára börn og býður upp
á söngnám bæði fyrir börn
og fullorðna og starfrækir
barnakór. Á næsta skólaári
veröur nám við skólann
viðurkennt sem fjögurra
stunda valgrein fyrir nem-
endur efstu bekkja grunn-
skólans. Er þetta merkileg-
ur áfangi í baráttunni fyrir
viðurkenningu tónlistar-
námsins innan almenna
skólakerfisins, sem von-
andi verður tekið upp sem
víðast á landinu. Kennarar
við Tónlsistarskólann á
Akranesi eru níu, ýmist
fast- eða lausráðnir.
Enn auðveldara að sauma. Svo er Singer fyrir að
þakka. Þar er tæknin notuð til að auðvelda og auka
ánægjuna við að sauma sjálf.
Singer kenndi heiminum að sauma og hefur nú kennt
saumavél að hugsa. Nýja Singer Futura er fyrsta
saumavélin í heiminum með rafeindaheila. Engin
önnur saumavél hefur slíkan búnað. Nú þarf ekki
lengur að nota breytilegar handstillingar og rýna
i sauminn til að ná góðum árangri. Gerð saumsins,
stærð hnappagatsins, lengd mynstursins - nú er það
sjálfstýrt eftir að búið er að ýta áhnapp.
Sjálfvirk spólun og tveir htaðar.
Heilinn í Singer Futura sér um að framkvæma hug-
myndir þínar fljótt og örugglega.
SÖLU - OG SÝNINGARSTAÐIR:
Liverpool, Laugavegi 18 A, Domus, Laugavegi 91,
Véladeild Sambandsins Ármúla 3 og kaupfélögin
um land allt.__________________
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
^Véladeild
ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900