Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNt 1977 17 Norður-suður viðræður: Bedid ef tir viðbrögð- um þróunarrík janna París 31. maí — Reuter í dag reynir á hvernig ríki þriðja heimsins bregðast við loforði Carters Banda- ríkjaforseta um að vinna að réttlátara skipulagi efnahagsmála heims. Þau 19 þróunarlönd, sem sitja ráðherra fund um hinar svokölluðu norður-suður viðræður, munu meta fjölda tillagna frá Banda- ríkjunum og öðrum leiðandi iðnríkjum. Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fundinum i dag að starf hans mætti ekki undir neinum kringumstæðum renna út i sandinn. Bandarikja- menn hafa þvi látið i ljós ákveðni um að norður-suður viðræðurnar beri árangur og leggja fram styrk sinn svo að það megi verða. Fram til þessa hafa störf ráð- stefnunnar gengið hægt. Þegar ráðherrafundurinn hófst í gær höfðu iðnríkin átta myndað með sér samstöðu. Þau eru reiðubúin að styðja tillögu um sameigin- legan sjóð til stuðnings einstöku hráefnasamkomulagi. Þó að þau hafi ekki fallist á allar kröfur þróunarlandanna, hvað þetta snertir, þá hafa þau komið veru- lega til móts við þróunarlöndin. Annað meiriháttar boð iðn- ríkjanna er eins milljarðs dollara sjóður til aðstoðar fátækustu þróunarlöndunum úr erfiðum efnahagsvandamálum. Mesta athygli i gær vakti nákvæm skýring Vance á nýrri afstöðu Bandaríkjastjórnar til þróunarlandanna. Fyrstd- við- brögð þróunarlanda voru misjöfn, en leiðandi lönd eins og Alsír og Jamaica fögnuðu breyttri tónteg- und frá Washington. Frú Trudeau: Gætum sætztef hann segði af sér New York 31. maf — Reuter. FRÚ Margaret Trudeau segir að hún og Pierre Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, muni ef til viil ekki skilja að borði og sæng og að þau geti jafnvel sætzt ef hann segi af sér. „Það er alltaf hugsan- legt að við skiljum ekki, því við elskum hvort annað á okkar hátt,“ sagði frú Trudeau í viðtali við New York Post áður en hún hélt frá Mount Kosco, sem er þorp skammt frá New York. Frú Trudeau eyddi helginni með Yasmin Khan, prinsessu, og öðr- um vinum sínum, en til- kynnt var á föstudag að hún og eiginmaður hennar hefðu slitið sam- vistum. Prinsessan er dóttir Aly Khans heitins prins og leikkonunnar Ritu Hayworth. Frú Trudeau sagði að hún hefði farið frá manni sínum vegna þess að hann hefði verið svo upp- tekinn við að stjórna landinu að hann hefði ekki getað verið sá eigin- maður, sem hún hafði vænt sér. Þau hjónin giftust fyrir sex árum þegar Margaret, dóttir James Sinclair, fyrrum ráðherra, var 22 ára og Trudeau 51 árs. Hún sagðist hitta mann sinn í London í júní, þar sem hann mun verða viðstaddur hátíðarhöld vegna 25 ára drottningar- afmælisins. Þau hjónin munu eyða sumarfríi saman i Kanada í ágúst ásamt þrem sonum sínum, sem eru hjá föður sínum. Frú Trudeau sagði að sambúðarslitin hefðu „átt að eiga sér stað fyrir löngu. Ég vil ekki særa hann eða stöðu hans með því að vera frjálshuga, en það virðist ég hafa gert.“ Hjónaband þeirra hefur oft orðið að um- ræðuefni vegna um- búðarlausra ummæla hennar um það sem hún kallar leiðinlegar, opin- berar skyldur sem hún þarf að sinna sem for- sætisráðherrafrú, og óska hennar um að fá að vera annað en eiginkona og móðir. Frú Trudeau segist nú ætla að taka upp störf sem ljósmyndari. sölumet fleiri litir Góðir litir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðlað að vinsældum hennar. Enda margfaldaðist salan á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri plastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING málning'f Borgarmálakynning Varðar 1977: UMHVERFISMÁL Kynning umhverfismála verður laugardaginn 4. júní í ValhölL Bolholti 7 Á KYNNINGUNA MÆTA BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON, BORGARSTJÓRI OG ELÍN PÁLMADÓTTIR, BORGARFULLTRÚI, FORM. UMHVERFISMÁLARÁÐS REYKJAVÍKURBORGAR OG FLYTJA STUTTAR INNGANGSRÆÐUR OG SVARA SÍÐAN FYRIRSPURNUM FUNDARMANNA. FUNDARMÖNNUM VERÐUR BOÐIN ÞÁTTTAKA í SKOÐUNAR- OG KYNNISFERÐ UM BORGARLANDIÐ ÞAR SEM KYNNTAR VERÐA' FRAM- KVÆMDIR Á SVIÐI ÚTIVISTAR OG UMHVERFISMÁLA. ÖLLUM BORGARBÚUM BOÐIN ÞÁTTAKA Laugardagur 4. júní — kl. 14 — Valhöll, Bolholti 7,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.