Morgunblaðið - 01.06.1977, Page 20

Morgunblaðið - 01.06.1977, Page 20
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNÍ 1977 — Kröfur sjómanna Framhald af bls. 40 verkamenn og starfsstúlkur I Sig- öldu hafa 633 krónur, flugfreyjur hafa 1.140 krónur, 15 ára ungling- ar hjá ÍSAL hafa 449 krónur á dagvinnutimann, 16 ára ungling- ar í samningi BSRB hafa 454 krónur og þannig mætti lengi telja. Guömundur sagði að því miður væri þetta staðreyndin og í ljósi þessara dagvinnustundaupp- hæða væri ekki að furða, þótt menn fengju háar prósentutölur, þegar allar kröfurnar væru tíund- aðar og þær reiknaðar saman. Hið sama kvað Guðmundur Hallvarðsson upp á tengingnum, þegar rætt væri um yfirvinnu- kaupið. Lægsta yfirvinnukaup hjá háseta er hið sama og dag- vinnan fyrstu 10 tímana í yfir- vinnu, en síðan 60% álag á það sem er umfram 10 stundir í mán- uði. Hann kvað menn hafa haldið því fram að sjómenn þyrftu ekki neinar greiðslur vegna óreglulegs vinnutíma, þvi að þær væru innan mánaðarkaupsins og þeir hefðu möguleika á að afla sér yfirvinnu á 8 stunda vinnuskyldunni á vökt- um. Það kvað Guðmundur ekki rétt vegna þess að þeir yrðu að gegna störfum að hluta til á næt- urnar. Þá er unnt að senda háseta til þess að þvo gólf, i lest til að athuga farminn. Ef hins vegar sambærilegur maður, sem ynni i Áburðarverksmiðjunni, væri að fylla á poka eða lesa af mælum yrði sendur í að hlaða vörubíl um miðja nótt, þá yrði að greiða hon- um sérstaklega fyrir það. Því eru forsendur útgerðarmanna um þetta brostnar — sagði Guð- mundur Hallvarðsson. Hæsta næturvinnukaup háseta á byrjunarlaunum er 834 krónur. Lægsta kaup næturvinnu hjá hafnarverkamanni er 955 krónur, menn á lyftara fá 978 krónur og svona má lengi telja. Guðmundur kvað sjómenn á kaupskipum hafa dregizt mjög aftur úr miðað við fólk í landi, svo að ekki væri talað um samanburð við starfsbræður þeirra erlendis. Hann kvað það hafa komið fram í skólaslitaræðu skólastjóra Stýrimannaskólans að honum fyndist þróun mála óhugnanleg, þar sem allir sem út- skrifuðust úr 3. bekk færu til vinnu erlendis. Svíar auglýstu ný- lega eftir 400 stýrimönnum og buðu þau kjör að fyrir hvern mán- uð á sjó fékk maðurinn frí á full- um launum í annan mánuð. í ofanálag kvað hann farmgjöld á íslandi vera með þeim hæstu, þrátt fyrir lágt kaupgjald. Hann kvað nýlega hafa verið útboð á flutningi röra fyrir Hitaveitu Akureyrar. Sá, sem annast flutn- inginn bauð 22 milljónir, Eimskip bauð 37 milljónir og þó segir út- gerðarmaðurinn, sem flytur rörin fyrir 22 milljónir, að hann sé með 120% álagningu á flutningsgjöld eins og þau gerast t.d. í Miðjarðar- hafinu. Enska * knatt- spyrnan Þau óvæntu úrslit urðu í Brezku landsliðakeppninni í gærkvöldi, að Wales vann Eng- land 1:0 á Wembley. Sigur- markið skoraði Leighton James úr vitaspyrnu í fyrri hálfleik. — Flokkinn skortir tengsl Framhald af bls. 2 markaða sérhópa. Við Reyk- víkingar viljum öfluga byggða- stefnu, en fordæmum sýndar- mennsku af því tagi, sem dæmi eru nefnd um hér að framan. Okkur þykir einnig sjálfsagt að hagnýta krafta mennta- og lista- manna, en teljum að ofgert sé þegar af leiðbeinendum á námsskeiði flokksins um auðvald og verkalýðsbaráttu er enginn úr verkalýðsfélagi. Einnig að á baráttusamkomu flokksins kvöldið fyrir fyrsta maí skuli starfsmaður flokksins vera sá eini af þeim sem fram koma sem er meðlimur í aðildarfélagi Alþýðusambands Islands. Til þess að breyta þessu, þarft þú að koma í flokkinn. í bæklingnum er varpað fram eftirfarandi spurningum og svör veitt jafnharðan: I bæklingnum segir enn- fremur, að án efa muni margir telja að drefiblað af framan- greindu tagi verði flokknum skaðlegt. Félagar flokksins hafi það hlutverk að telja honum allt til ágætis. Aðstandendur dreifibréfsins segjast á hinn Bginn líta svo á að það sé hlut- verk félaga í Albl. að stuðla að raunhæfri umræðu um jafnt vandamál líðandi stundar og framtíðarmótun. Þeir geri sér ljóst að þó að flokkurinn sé eina stjórnmálaaflið sem rót- tækt fólk geti fylkt sér um, skorti á að hann sé eins og hann eigi að vera. — Efnahagsnefnd Framhald af bls. 2 mun Bjarni Bragi Jónsson, for- stöðumaður hagdeildar Seðla- bankans, flytja þeim erindi um íslenzk efnahagsmál og svara fyrirspurnum þaraðlútandi. Þá munu þingmennirnir kynna sér nýtingu jarðhitans og heimsækja dælustöðina á Reykjum i Mos- fellssveit, þar sem Gunnar Kristinsson, yfirverkfræðingur Hitaveitu Reykjavikur, mun kynna hitaveituna og einnig fara þeir austur að Sogi, þar sem Ingólfur Ágústsson, rekstrar- stjóri Landsvirkjunar, kynnir þeim vatnsaflsnýtingu á íslandi. Auk þessa munu þingmennirn- ir svo fara á Þingvöll. í hópi erlendu þirtgmannanna er Hull-þingmaðurinn Kevin McNamara, sem hyggst kynna sér sérstaklega stöðuna í fiskveiði- deilunni vegna væntanlegra viðræðna við EBE. — VMSÍ og Sókn Framhald af bls. 40 iðnaðarmannahópurinn, sem fallizt hefur á samræmda af- greiðslu sérkrafna enn sem komið er. Samkomulagið milli vinnuveit- enda og Starfsstúlknafélagsins Sóknar, sem tókst i gær, er þannig að 2% af þessum 2!ó% fara í starfsaldurshækkanir, en ‘A% fer í ýmsar smálagfæringar á kjara- samningi Sóknar. Samkomulag Verkamannasambandsins og vinnuveitend:, sem gert var á hvítasunnudag er um lausn á sér- kröfum verkamanna samkvæmt tillögu sáttanefndar frá 17. maf, þannig að breytingarnar, sem samkomulagið felur í sér feli í sér jafngildi 2'A% kauptaxtahækkun fyrir Verkamannasambandið f heild. í aðalatriðum er um tvenns konar breytingar að ræða. Þar er fyrst að nefna, að eftir fjögurra ára starf f sömu starfs- grein kemur 2,75% starfsaldurs- hækkun og er þessi breyting metin jafngíldi 1,25% kauphækkunai hjá verka- mönnum. Einu starfsaldurs- hækkanirnar, sem Verkamanna- sambandið hafði áður var 2% hækkun eftir eitt ár í starfi. í öðru lagi er skipan kauptaxta endurskoðuð, þannig að megin- kauptöxtum verkamanna er fækkað úr 7 í 5 og bili milli taxta breytt til samræmis við tillögu Verkamannasambandsins frá þvf á laugardaginn var, auk þess sem nokkur störf eru færð milli taxta og lagfæring gerð á launum mánaðarkaupsmanna. Þessi atriði eru metin til jafns við 1,25% hækkun kauptaxta verkamanna, þar af 0,2% vegna launa mánaðar- kaupsmanna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um að samkomulag náist um önnur kjaraatriði milli samningsaðiia og með þvf eru leystar allar sérkröfur Verka- mannasambandsins í þeim samningum, sem nú standa yfir, og hafa útgjaldahækkun í för með sér. Vinnuveitendur undirrituðu samkomulagið fyrir hönd allra félagsmanna sinna og gengu út frá þvf að fulltrúar Verkamanna- sambandsins gerðu slíkt hið sama og var þeim skilningi eigi mót- mælt. J sérkröfuviðræðum sátu í gær byggingamenn, rafvirkjar ásamt skriftvélavirkjum, útvarps- virkjum og linumönnum, Þá ræddu einnig sérkröfur bakarar, netagerðarmenn og félagar Iðju- félaganna, mjólkurfræðingar, ASB, félag afgreiðslustúlkna f brauða- og mjólkursölubúðum, verzlunarmenn, járniðnaðar- menn, ökuþór, bílstjórar úr Borgarnesi, Bflstjórafélag Rang- æinga og Bílstjóradeild Víkings, svo og starfsfólk í veitingahúsum og hljómlistarmenn. Hvítasunnudagur og annar í hvítasunnu fóru nær eingöngu í sérkröfumálin. Á annan í hvfta- sunnu var boðaður fundur með aðalsamninganefndunum, en ekki varð neitt úr honum vegna sér- kröfuviðræðnanna. Björn Jóns- son, forseti ASÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ASl hefði lagt á það áherzlu, að farið yrði að ræða aðalatriði kjara- samninganna, en vinnuveitendur hefðu lagzt gegn því. Kvað Björn sem svo virtist að sáttanefndin hefði látið undan þeim kröfum. Björn kvað sérkröfumálin nú á góðri leið hjá mörgum félögum. Nefndi hann þar sérstaklega verzlunarmenn og Iðju. I gær- kveldi var boðaður sáttafundur með aðalsamninganefndunum klukkan 21, en engar fréttir höfðu borizt af honum, er Morgunblaðið fór f prentun. Björn sagði að fulltrúar ASÍ væru að vona, að þá kæmist emhver skriður á aðalmál samninganna, þar sem raunverulega hefði ekkert gerzt f þeim frá því er sáttánefndin lagði fram umræðu- grundvöll sinn hinn 17. maí. „Ég þori þó varla að vera bjartsýnn," sagði forseti Alþýðusambandsins, „en hins vegar þýðir ekki að vera of svartsýnn, þvf að einhvern tfma kemur að því að taka verður þessi mál fyrir.“ Leiðrétting Á laugardag var skýrt frá skóla- uppsögn Menntaskólans í Reykja- vik og var þess þá getið að Ólafur Jóhannsson læknir hefði flutt ávarp fyrir hönd 50 ára stúdenta. F’öðurnafn Ólafs var mishermt í frásögninni og er hann beðinn velvirðingar á því. íslands- mótið Akranes sigraði Fram á Laugardalselli f gærkvöldi 2—1. Kristinn Björnsson skor- aði bæði mörk Akurnesinga, en Sumarliði Guðbjartsson skoraði fyrir Fram. Á Kapla- krikavelli vann Breiðablik FII 2:0 Leik ÍBV og KR var frestað. Á Akureyri léku Valur og Þór og sigraði Valur 2:0. Al- bert Guðmundsson og Ingi Björn Albertsson skoruðu mork Vals. Cl/AD MITT r; i MHÉ rl J VMn mu 1 i * jL jL EFTIR BILLY GRAHAM Vinsamlegast útskýrið þessa ritningargrein: „Ég mun fyrirgefa misgjörð þeirra og ekki framar minnast syndar þeirra „(Jeremfa 31,34). Það er einkenni göfugs manns, að hann getur fyrirgefið, og það er öruggt tákn um þvermóðsku að vilja ekki fyrirgefa. Við menn eigum ekki þennan hæfileika.Guðs að geta fyrirgefið og gleymt. Guð- rækið, auðmjúkt fólk getur fyrirgefið, en það er sjaldan, að það geti afmáð móðgun og særindi úr huganum. Það er stórkostlegt, að fyrirgefning Guðs skuli vera algjör og eilíf. Það getur verið erfitt að gleyma hrepparíg. Sumt fólk er enn að berjast við þá, sem réðu yfir okkur í fyrndinni. Það er að reyna að halda við átökum og deilum fyrri alda. Aðrir geyma gamlar ávirðingar annarra í sinn garð og stytta líf sitt með beiskju og ósáttfýsi. Dásamlegt er það, að Guð, sem meir hefur þolað móðganir og tómlæti en nokkur okkar, skuli segja: Ég minnist þeirra ekki framar. Hann varðveitir ekki syndir okkar gegn sér í huganum, heldur bíður okkar í kærleika, að við komum og setjum traust okkar á hann. Regnbogínn noðnaraf stolti HEMPEEs þakniálning þegar hann lítur niður á HEMPEEs þöki n og sér hve fallegum Uæbrígðum mánáúrlitumhans Nú eru tyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL’S þakmálningu. Um gæði HEMPEL’S þakmálningar þarf ekki að efast. HEMPEL'S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar I heiminum. Seltan og umhleypingarnir hér eru þvl engin vandamál fyrir sérfræðinga HEMPEL’S MARINE PAINTS. Framleiðandi á Islandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmidjan Dugguvogi—Simar 33433 og 33414

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.