Morgunblaðið - 26.07.1977, Síða 13
MO'RGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULl 1977
13
Friedman ráðleggur ísraelsmönnum:
Burt með gjaideyr-
ishöft, dragið úr
ríkisútgöldum
Nóbelsverðlaunahagfræðingur-
inn Milton Friedman hefur ráð-
lagt Likud flokknum, sem nú fer
með völd í ísrael, að afnema
gjaldeyrishöft og láta hinn
frjálsa markað ákvarða gengis-
skráningu. Fjármálaráðherra
israel, Simcha Erlich, fékk Fried-
man, sem er Bandarfkjamaður,
til að vera samsteypustjórninni
til ráðgjafar um leiðir til að snúa
hagkerfi landsins frá sósíalisma
til frjálshyggju.
Friedman kom nýlega til israel
þar sem hann átti fundi meðal
Milton Friedman- frelsið læknar.
annars með Menachem Begin for-
sætisráðherra og Erlich. Hann
sagði í samtali við AP fréttastof-
una að israel „þjáðist af algeng-
um sjúkdómi sem væru of mikil
opinber umsvif". „Lækningin er
minnkun útgjalda rfkisins“.
„Ef að gjaldeyrishöft verða af:
numin“, segir hann, „þá opnast
leið til örs vaxtar fjármagnsmark-
aða. ísrael hefur getu til að verða
meiriháttar fjármagnsmiðstöð, þó
að hún gæti ekki komið i stað
Beirut vegna fjandskapar araba".
Friedman, sem þekktur er fyrir
andstöðu sína gegn afskiptum
ríkisins af efnahagslífinu, sagði
einnig að efnahagsstjórnun ríkis-
ins með niðurgreiðslum, lántök-
um eða lánveitingum yrði að
minnka.
„Það er rikið, sem veitir fé til
niðurgreiðslna og þvf eru þær
byrði á skattgreiðendum", sagði
hann og bætti þvf við að með
niðurgreiðslum á framleiðsluvör-
um væri ekki verið að gera annað
en að skattleggja atvinnugreinar
með háa framleiðni til að styrkja
greinar með lága framleiðni.
Hann sagði aA sumar útflutn-
ingsvörur nytu hagstæðrar
gengisskráningar en sumar inn-
fluttar vörur búi við óhagstæða
gengisskráningu. Ef að slíkar tak-
markandi gjaldeyrisreglur yrðu
lagðar niður myndi það koma
meira jafnvægi á israelska pund-
ið.
„Það væri hægt að afnema
gjaldeyrishöft á einni nóttu“,
sagði Friedman, „og það gæfi
fólki tilfinningu um að stjórnin
væri að gera eitthvað.“
„Fólk er búið að fá nóg af opin-
berri útþenslu. Það er komin upp
andstaða um allan heim gegn
vexti rikisumsvifa.“ sagði hann.
Friedman taldi að erfitt væri að
hætta niðurgreiðslum en bezt
væri að draga smám saman úr
þeim á nokkrum árum. Friedman
sagði að forystumenn Likud
flokksins hefðu tekið hugmynd-
um sinum vel en hann kvaðst ekki
mjög bjartsýnn á að þær yrðu
allar framkvæmdar.
„Það vill enginn hætta við
niðurgreiðslur. Það er miklu auð-
veldara að koma niðurgreiðslum á
en að afnema þær.“
Friedman, sem starfar við
Hoover Institute við Stanford há-
skóla i Kaliforniu, sagði að
ísraelska hagkerfið hefði bæði
kosti og galla.
„Kostirnir eru dugandi og
menntaðir framtaksmenn, gott
vinnuafl og miklir möguleikar.
Gallarnir eru meðal annars
óþolandi hár verðbólguhraði,
38%, og enginn hagvöxtur siðustu
þrjú árin“. Hann sagði að öll efna-
hagsvandamál ísrael væri hægt
að leysa með auknu frelsi.
L jósinu beint
að ljósaperunni
NEÐRI deild brezka þingsins hef-
ur nú skipað nefnd sem á að rann-
saka lifslengd Ijósaperu. Hafa
komið upp ásakanir á hendur
brezkum Ijósaperuframleiðend-
um að þeir hafi afvegaleitt brezka
neytendur og selt þeim ljósaper-
ur, sem gætu dugað tvöfalt lengur
er raun er á.
Brezkir ljósaperuframleið-
Nýr við-
skipta-
fulltrúi
DR. FRANZ Rökl, sem
verið hefur viðskipta-
fulltrúi Austurríkis á ís-
landi og í Noregi í 13 ár
hefur nú látið af þvi
starfi. Við af honum tek-
ur Rupert Roth. Hann
hefur aðsetur í Ósló eins
og fyrirrennari hans.
endur segja að meðal ending
venjulegrar Ijósaperu séu 1.000
klukkustundir. Þvf er hins vegar
haldið fram að með litlum til-
kostnaði sé hægt að láta hana lýsa
að minnsta kosti tvöfalt lengur.
Rannsókn nefndarinnar beinist
bæði að venjulegum perum og
einnig að ljósrörum, eóa svo köll-
uðum fluorscent og sodium ljós-
um. Ástæðan fyrir rannsókninni
er grein, sem nýlega var rituð í
timaritið New Scientist, þar sem
peruiðnaðurinn var ásakaður um
að framleiða vitandi vits
endingarminni perur en mögu-
leiki væri á.
Höfundur þessarar greinar er
John Meiklejohn, verkfræðingur
við Edinborgarháskóla, en hann
hefur undanfarin fimm ár kannað
„vanrækslur i peruiðnaðinum".
Meiklejohn byggir rök sín einnig
á þeirri staðreynd að bandariskar
perur endast tvöfalt eða þrefalt
lengur en hinar brezku.
Annar fræðimaður S.J. Prais,
hagfræðingur, komst að þeirri
niðurstöðu fyrir tveimur árum að
ending peru ætti að vera um 2.500
klukkustundir og hefur hann
bent á ýmsar villur I tæknilegum
rökum framleiðenda gegn því.
r\
Jörgen B. Dalgaard
ÆTTIAÐ LÖGBJÓÐA
NOTKUN BÍLBELTA?
Leigubifreiðastjórar eru
ekki sammála um bilbeltin
Oft er bent á að leigubifreiða-
stjórar séu á móti notkun bíl-
belta. En það á ekki við um þá
alla. Samband bifreiðastjór-
anna I Danmörku en í þvf eru
talsvert margir leigubifreiða-
stjórar, samþykkti einróma á
ráðstefnu trúnaðarmanna um
umferðaröryggi, þar sem
vandamálið var vandlega rætt,
að styðja notkun bflbelta og í
rökréttu áframhaldi þessa
sjónarmiðs hefur sambandið
mælt með framlögðu lagafrum-
varpi.
I Sviþjóð voru leigubifreiðar
undanþegnar lögunum um
skyldu til notkunar bílbelta
með tilvísun til þess hve oft
þeir þyrftu að nema staðar og
fara út úr bifreiðunum, en
sennilega mest vegna andúðar
meginhluta stéttarinnar. í hin-
um dönsku lögum er dómsmála-
ráðherranum gefið vald til að
losa ýmsar tegundir aksturs
undan bílbeltaskyldunni, svo
sem útakstur á pósti, blaða-
dreifingu og likan akstur, þar
sem oft þarf að nema staðar. Ef
til vill mætti telja leigubifreiða-
akstur til þessa undanþágu-
ákvæðis, eins og i Svíþjóð. Ekki
af því ekki verði hættuleg slys i
honum. Þau eiga sér að sjálf-
sögðu stað og beltin því ekki
ónauðsynleg i leigubilaakstri.
Ég hef séð dauðaslys sem orðið
hafa í leigubílaakstri sem
örugglega hefði mátt fyrir-
byggja með notkun bilbelta.
(Ef undantekning verður gerð,
er það einfaldlega vegna þess
iað e.t.v. er meirihluti fyrir
hendi i þessari sérstöku at-
vinnugrein. En sé svo er það
ekki málefnalega mótað, heldur
stjórnmálalega).
Uppdrátturinn sýnir raun-
verulegt atvik. Tvær leigubif-
reiðar rekast saman. Ekið er á
bifreið A aftan við miðju. Hurð-
in opnast, vagninn hringsnýst,
A kastast út úr bifreiðinni og
hlýtur banvæn meiðsli, Hann
hefði örugglega bjargazt ef
hann hefði notað bílbelti.
Jörgen B. Dalgaard.
O
Keilulegur
Kúlu- og rúllulegur
(onlinenlal
Viftureimar
Hjöruliðir
Einnig eru tímareimar og tímakeðjur fáanlegar í flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla.
Stærsta sérverzlun landsins með legur, asþétti, hjöruliði og skildar vörur. Sendum um
land allt. /aekltin* j/
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670