Morgunblaðið - 26.07.1977, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1977
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fróttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiSsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson.
Aðalstræti 6. sfmi 10100
ABalstræti 6, sfmi 22480
Áskriftargjald 1300.00 kr. i mónuBi innanlands.
i lausasölu 70.00 kr. eintakið.
Lykilhlutverk í
borgarsamfélaginu
Reykjavíkurhöfn gegnir enn lykilhlutverki i borgarsam-
félaginu" sagði Ólafur B. Thors, forseti borgarstjórnar, i
viðtali við Morgunblaðið sl laugardag Forseti borgarstjórnar
áréttaði þessa staðhæfingu með því að benda á, að á sl. ári hafi
andvirði vara, sem fóru um Reykjavíkurhöfn, verið nálægt
55.000 milljónum króna og aflaverðmæti, á land sett i fiskihöfn-
inni, hátt í 2000 milljónir króna. Reykjavíkurhöfn er í vissum
skilningi vöruhöfn fyrir landið i heild og þjónar hafnlausum
nágrannakaupstöðum á sama hátt og höfuðborginni sjálfri. Auk
þess er hún i hópi stærri útgerðarhafna hér á landi, enda vagga
togaraútgerðar í landinu
Ólafur B Thors gerir i nefndu viðtali grein fyrir framkvæmda-
þörf og framtíðarverkefnum í Reykjavíkurhöfn. Viðlegupláss í
höfninni er nú um 3.500 lengdarmetrar en í framkvæmdaáætlun,
sem nær fram til ársins 1 995, er gert ráð fyrir 600 lengdarmetra
aukningu þess og 1 6 hektara auknu landrými fyrir athafnasvæði
hafnarinnar. Stærstu verkefnin til að ná þessu marki eru í
Sundahöfn og er talið að verja þurfi um 1100 m.kr. á næstu
árum í framkvæmdir þar. En jafnframt þarf hafnarsjóður að kosta
miklu fé til viðhalds eldri hafnarmannvirkja og sinna verulegum
hafnarframkvæmdum í fiskihöfninni, þ.e. vestasta hluta gömlu
hafnarinnar Þar er stærsta framkvæmdin fylling norðan verbúða
á Grandagarði en þar er fyrirhugað athafnarými fyrir þjónustu-
fyrirtæki við útgerðina og hugsanlega einnig fyrir nýtt frystihús
Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Keppikeflið er, sagði forseti borgar-
stjórnar, að flytja alla vöruafgreiðslu úr Vesturhöfninni, þann veg,
að hún verði alfarið fiskihöfn, þ.á.m. fyrir smæstu útgerðareining-
arnar.
Af öðrum framtíðarverkefnum, sem Ólafur B. Thors drap á, má
nefna nýja olíuhöfn. sem hugsanlega yrði í Sundunum eða í og út
af Örfirisey, með tilheyrandi mannvirkjagerð þar. í áætlunum er
gert ráð fyrir athafnasvæði fyrir skipaiðnað, nýsmíði og viðgerðir
við Kleppsvík Það er mjög stórt og kostnaðarsamt framtiðarverk-
efni. Fyrst um sinn verður því lögð áherzla á að bæta aðstöðu
þessa þjónustuþáttar í Vesturhöfninni, i nágrenni núverandi
slipps. Smábátahöfn, er m.a þjóni sportbátum, er í athugun við
Elliðavoginn. Framkvæmdir þar hafa tafizt sökum athugana á því,
hvort og þá hve mikil áhrif slík smábátahöfn gæti haft á fiskgengd
í Elliðaánum.
Ljóst er að framkvæmdaþörf i Reykjavikurhöfn er mjög mikil, ef
hún á áfram að gegna þvi hlutverki, sem hún hefur til þessa sinnt
í þágu Reykjavíkur, nágrannakaupstaða og raunar alþjóðar.
Vöruhöfnin hefur gegnt vaxandi hlutverki, sem vonlegt er. En
menn mega ekki gleyma mikilvægi fiskihafnarinnar, bæði togara-
hafnar og hafnaraðstöðu fyrir smærri útgerðareiningar, sem hefur
miklu meiri þýðingu fyrir verðmætasköpun og atvinnuöryggi í
borginni en menn gera sér almennt grein fyrir Án fiskihafnar í
Reykjavík eða þess hlutverks sem hún hefur gengt um áratuga
skeið, væri Reykjavík önnur og svipminni byggð og undirstöður
borgarsamfélagsins veikari. Fiskihöfnin i Reykjavík njörvar höfuð-
borgina íslenzkri þjóðfélagsmynd, eins og hún hefur verið, er og
verður í fyrirsjáanlegri framtíð Og það eitt skiptir ekki svo litlu
máli, bæði fyrir höfuðborgina og landið i heild.
Forseti borgarstjórnar, Ólafur B. Thors, segir i tilvitnuðu viðtali,
að gamla höfnin i Reykjavik, sem reist var á árunum 191 3— 1 7,
hafi kostað hálfa þriðju milljón króna á þeirrar tiðar verðlagi. Þar
af greiddi landssjóður 400 þúsundir króna. Síðan hefur ríkissjóð-
ur ekki tekið þátt i stofnkostnaði Reykjavíkurhafnar. Er hún eina
höfn landsins sem þann veg er sett til hliðar við samfélagslega
þátttöku ríkissjóðs í stofnkostnaði hafna. Hlutur rikissjóðs er allt
að 75 hundraðshlutum í stofnkostnaði hafna, sem eru i eigu
sveitarfélaga, en allt að 100% í svokölluðum landshöfnum. Þessi
sérstaða Reykjavíkurhafnar varðandi stofnkostnað hefur að sjálf-
sögðu verið nokkur hemill á annars viðráðanlegar hafnarfram-
kvæmdir. Sú var tiðin að hægt var að réttlæta umrædda
mismunun, meðan framkvæmdaþörfin var himinhrópandi á út-
gerðarstöðum, sem voru þjóðarbúskapnum mikilvægar undirstöð-
ur. Sú réttlæting er þó úr sögunni í dag. Eðlilegt er að hafnir, að
minnsta kosti fiskihafnir, sitji við sama borð í þessu efni. Þessa
mismunun mætti þó þurrka út í áföngum, á nokkru timabili, til
þess að raska ekki um of framkvæmdaáætlunum dagsins í dag
um hafnargerð i landinu. En hvern veg, sem litið er á umræddan
kostnaðarþátt i hafnargerð, ætti viðtalið við forseta borgarstjórnar
að opna augu borgarbúa fyrir lykilhlutverki Reykjavíkurhafnar i
borgarsamfélaginu
/ Vicenza var sungið í kirkju er nefnist Santa Corona og þurfti þar að raða kórnum upp á
nokkuð annan veg en yfirleitt var gert.
Þar er ekki hávaði
af
bílaumferð -
í Vicenza og
Feneyjum
í þessum hluta verður greint
frá tveim merkum viðkomu-
stöðum á söngferðinni, Vicenza
og Feneyjum, en til Vicenza var
haldiö frá Flórens að morgni
þriöjudagsins 28. júni þar sem
halda átti þriöju hljómleikana
um kvöldið.
Vicenza, sem er um 110 þús-
und manna borg, er einkum
þekkt fyrirsérkennilegar bygg-
ingar i borginni sjálfri og ná-
grenni hennar, svonefndum
höllum eða „villum“. Villa
Capri eða La Rotonda er senni-
lega þeirra þekktust, a.m.k. talin
fallegust, en hana teiknaði
Andrea Palladio og einn læri-
sveina hans, Scammozzi, lauk
viö hana. Palladio var þekktur
arkitekt og eftir hann eru marg-
ar byggingar i Vicenza, en hann
var uppi á árunum 1508—1580,
og talinn siðastur þeirra er störf-
uöu i stil endurreisnarinnar. Þó
erstill P:lladios talinn nokkuð
sérstakur og talað er um stil,
sem kenndur er viö nafn hans.
Basilica Palladiana er ein
bygginga Palladios og var hún
eins konar fundarstaður ráða-
manna Vicenza og er hún tákn
eða merki borgarinnar. Bygg-
ingin þykir gott dæmi um 16.
aldar byggingu, með sinum
dórisku og jónisku súlum og
hefur haldið nafni Palladios
einna hæst á lofti. Byggingin er
mjög vel varðveitt ef undanskil-
ið er þak hennar, sem skemmd-
ist á striðsárunum og var þá
endur byggt. Þykir mörgum sú
endurbygging hafa takizt illa og
álita hana lýti á byggingunni.
önnur þekkt bygging, sem
Palladio hefur teiknað, er
Teatro Olimpico og var hún
byggð á árunum 1580—1585.
Scamozzi og fleiri listamenn
hafa skreytt hana fagurlega að
innan með styttum og málað
götur og stræti sem baksvið. Var
það m.a. notað sem stræti Þebu
þegar fyrsta sýning var á
ödepus Rex.
Hljómleikamir þetta kvöld
fóru fram i kirkju sem nefnist
Santa Conona og var byggð á
14. öldinni og endurbyggð að
nokkru árin 1872—1874. Að
vanda fór siöari hluti dagsins i
að undirbúa kór og hljómsveit
fyrir hljómleikana og það var
nokkurt verk aö koma kómum
fyrir. Þurfti að smiöa sérstaka
palla til að plássið væri nóg, en
þeir Jón Sigurðsson og Gunnar
Þjóðólfsson, nefndir „rótarar“ i
ferðinni, ásamt fararstjórunum
og söngstjóra réðu úr þeim
vanda.
Með hljóðfærin
á siglingu
Þegar tækifæri gafst voru þeir
Gunnar og Jón spurðir i hverju
þeirra hlutverk væri einkum
fólgiö:
Markúsarkirkjan að innan, myndir, skreytingar og lista-
verk.