Morgunblaðið - 26.07.1977, Qupperneq 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULI 1977
Starfsmenn ríkis-
verksmiðjanna fá
19,62% kauphækkun
SAMKOMULAG milli vinnumála-
nefndar rfkisins og starfsmanna
rfkisverksmiðjanna; Áburðar-
verksmiðjunnar, Sementsverk-
smiðjunnar og Kísiliðjunnar, var
undirritað á sunnudagsmorgun.
Samkvæmt samkomulaginu kem-
ur 19,62% kauphækkun á alla
kauptaxta og 2,5% er varið til
starfsaldurshækkana.
Samkomulagið er þannig upp-
byggt að 18.000 krónum var bætt
ofan á ákveðinn flokk og þannig
fékkst út 19,62% kauphækkun,
sem siðan var látin ganga yfir alla
flokkana.
2,5% var þannig skipt, að eftir
þrjú ár í starfi kemur 4% kaup-
hækkun og 5% hækkun eftir 5
ára starf. Þá fá vaktavinnumenn
greiddar 15 minútur umfram við-
veru á vinnustað.
Gildistimisamkomulagsins er
frá 22. júni sl. til 1. desember
1978 og á tímabilinu koma tvisvar
5000 krónur og einu sinni 4000
krónur á alla taxta miðað við
sömu dagsetningar og voru í
heildarsamkomulagi ASI og VSl.
Yfirmenn á farskipum
sömdu um 25,31%
almenna kauphækkun
YFIRMENN á farskipum fá
25,31% almenna kauphækkun
samkvæmt samkomulagi því, sem
undirritað var um eittleytið f gær.
Til að mæta sérkröfum er varið
2,5% og aðrar meginhreytingar
eru þær að mánaðarkaup er
reiknað út miðað við 40 stunda
vinnuviku og fridagakerfinu
gjörbreytt. Þær breytingar hafa
ekki kauphækkanir í för með sér,
heldur fyrst og fremst aukinn
rétt yfirmanna til töku frídaga.
Kauphækkunin er tilkomin
þannig, að 18.000 krónum á mán-
uði var bætt við byrjunarlaun
annars stýrimanns í fyrsta flokki,
sem gerði 25,31% hækkun og síð-
an var sú hundraðshlutahækkun
látin ganga á öil önnur laun.
Gildistími samkomulagsins er
frá 1. ágúst til 1. april 1978 og
áfangahækkanir eru þær sömu og
samkomulag varð um milli yfir-
manna á fiskiskipaflotanum og
LIU, það er 4,8% hækkun 1.
desember n.k., 4,5% hækkun 1.
júni 1978 og 3,4% hækkun 1.
september 1978.
Þetta samkomulag nær til skip-
stjóra á kaupskipum, stýrimanna,
loftskeytamanna, vélstjóra og
bryta, en ósamið er enn við Sjó-
mannafélag Reykjavíkur vegna
háseta, matsveina og þerna.
Síðasti samningafundurinn fyr-
ir undirritun samkomulagsins í
gær stóð i réttar 20 klukkustund-
ir, en samningsgerðin hefur stað-
ið í langan tíma og nær sleitulaust
síðustu þrjár vikurnar.
Blönduós:
Hitaveituframkvæmd-
ir á undan áætlun
„Hitaveituframkvæmdirn-
ar hjá okkur eru á undan
áætlun og reiknum við
með því að flestöll hús a
Blönduósi verði húin að fá
heitta vatn fyrir vetur-
inn,“ sagði Jón ísberg
sýslumaður og oddviti á
Blönduósi í samtali við
Morgunblaðið.
Hofsjökull við Sundahöfn.
Stær sta skip á í slandi
„MÉR Ifst mjög vel á skipið og
vona að það reynist jafnvel og
fyrirrennarinn sem var happa-
fleyta“, sagði Páll Torp skip-
stjðri á Hofsjökli, en, það er
stærsta skip á tslandi og kom
til Reykjavíkur á laugardag.
Blm. var boðið að sjá skipið
og talaði Mbl. við Pál Torp við
það tækifæri. „Gamli Hofsjök-
ull brann í júni 1974 og var
farið að endurbyggja það 1975,
þetta skip var afhent i Kristian-
sand 15. júlí, en þar var það
endurbyggt. Skipið á að vera í
förum milli Islands og Banda-
ríkjanna og flytja frystan fisk.“
Jöklar h/f hafa leigt
Eimskipafélagi tslands skipið
til 15. sept’ og bjóst Páll við
framhaldsleigu eftir þann tima.
Páll sagði að þetta skip væri
stærra og fullkomnara í alla
staði en það gamla, „til dæmis
er losunarútbúnaður fullkomn-
ari, það eru þrjú siðuop á bak-
borða og hægt að setja færi-
bönd i hverja lest sem liggur
svo beint i verksmiðjur, og
skipið er sérstaklega hannað
með tilliti til iosunar í Banda-
rikjunum."
Hofsjökull hefur 8000 hest-
afla aðalvél og hraði i reynslu-
ferð var u.þ.b. 20.168 sjómílur.
Skipið er búið öllum nýjustu
siglingar- og öryggistækjum að
sögn Páls, einnig eru vistarver-
ur aliar nýjar og fullkomnar.
Það er 118 m á lengd og 16 m
breitt.
Stjórn Jökla h/f skipa: Guð-
finnur Einarsson, formaður,
Eyjólfur Marteinsson, Gunnar
Ólafsson, Sigurður Einarsson
og Haraldur Sturlaugsson. For-
stjóri félagsins er GIsli Ólafs-
son. Yfirvélstjóri Hofsjökuls er
Guðni Ólafsson og 1. stýrimað-
ur er Helgi Eyjófsson.
„Við búumst við miklu af
þessu skipi,“ sagði Páll Torp
skipstjóri að lokum.
Páll Torp skipstjóri t.v. og Gunnar Ólafsson.
Bakkaf jöröur:
Koparmengað salt veldur
skemmdum á saltfiski
Almennu
dansleikja-
haldi hætt
í Tjarnar-
búð
AKVAÐIÐ hefur verið að
leggja niður almennt dans-
leikjahald í Tjarnarbúð og er
nú verið að gera miklar breyt-
ingar á rekstri staðarins fyrir
haustið.
Sigursæll Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Tjarnarbúðar,
sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að síðasti almenni
dansleikurinn hefði þegar far-
ið fram. Kvað hann nú gert ráð
fyrir að leigja staðinn meira út
en gert hefði verið til veizlu-
og fundahalds. Enn væri ekki
hægt að segja með hvaða hætti
hið nýja rekstrarfyrirkomulag
staðarins yrði, né hvort miklar
breytingar yrðu gerðar á
staðnum. Ákvarðanir yrðu
teknar á næstu dögum og hægt
yrði að segja frá breyttum
rekstri liklega um miðjan
næsta mánuð.
Heita vatnið er leitt frá borholu
að Reykjum við Reykjabraut, um
14 kílómetra leið. Lokið er lagn-
ingu þriðjungs aðalleiðslunnar og
er verkið á undan áætlun og
sömuleiðis lagning dreifikerfisins
í sjálfu þorpinu. Borinn Narfi
boraði að Reykjum í fyrra og fæst
úr holunni 70 gráða heitt vatn.
Vatnið verður 57—58 gráður þeg-
ar það kemur í hús á Blönduósi,
því varmatap er nokkurt á leið-
inni.
Sagði Jón ísberg að vatnið
væri tæplega nógu heitt þegar
kaldast væn að vetrinum til en í
athugun væri að byggja toppstöð
til þess að hita vatnið upp þegar
kaldast væri. Slík stöð kostar
15—20 milljónir og er meiningin
að reisa hana á Blönduósi næsta
sumar.
t GÆRMORGUN var gerð tilraun
til að ná slýinu, sem þekur nú
mikinn hluta Tjarnarinnar í
burtu og gaf hún góða raun. Til-
raunahreinsunin fór þannig fram
að slýinu var safnað saman við
bakkann og þar kom sfðan til
kasta hins nýja sogdælubfls borg
VERULEGAR skemmdir hafa
komið fram i fiski sem saltaður
var hjá (Jtgerðarfélaginu Útver
h.f. Bakkafirði, að þvf er Bjart-
mar Pétursson framkvæmda-
stjóri sagði f viðtali við Morgun-
blaðið í gær.
18. júní s.l. komu til Bakka-
fjarðar um 200 tonn af salti inn-
flutt frá Frakkiandi. Er söltuð
höfðu verið um 85 tonn af fiski
um miðjan júlí fóru að koma í ljós
gulir blettir á elsta fiskinum.
Voru þá tekin fjögur sýni og send
arinnar, sem dældi upp vatni og
slýi, en skilaði síðan vatninu f
Tjörnina aftur.
Að sögn Hafliða Jónssonar
garðyrkjustjóra gaf þessi tilraun
það góða raun að haldið verður
áfram á sömu braut. Þá væntan-
lega strax í fyrramálið.
til rannsóknar hjá Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins. Þá kom i
ljós að koparmagn saltsins var all
verulega fyrir ofan leyfilegt há-
mark. Ekki er ljóst hversu miklar
skemmdir hafa orðið vegna þessa.
Akveðið hefur verið að þvo
þann fisk er ekki hafa komið gul-
ir blettir á og salta hann að nýju
með salti sem nýkomið er til
landsins. Þessi skemmd á saltinu
UM verslunarmannahelgina
gengst HSÞ fyrir samkomu að
Laugum f Reykjadal og verður
skemmtunin haldin f nýju
íþróttahúsi og þvf óháð veðri.
Ekki verður selt inn á mótssvæðið
heldur inn f húsið.
Ýmislegt verður til skemmtun-
ar á hátíðinni. A föstudag verður
haldinn almennur dansleikur. A
laugardag verður kvikmyndasýn-
ing, íþróttakeppni, fallhlífastökk
og almennur dansleikur. Á
sunnudag verður barna- og ungl-
hefur haft í för með sér að ekki
hefur verið róið frá Bakkafirði í
hálfan mánuð og hefur það leitt
af sér verulegt tjón fyrir staðinn í
heild þar sem Útver er eina fisk-
vinnslufyrirtæki staðarins. Úr
þessum skemmda farmi var einn-
ig dreift verulegu magni á aðra
Austfirði, en ekki er enn ljóst
hvort um skemmdir er að ræða
eða hversu miklar.
ingaskemmtun. Séra Pétur Þórar-
insson flytur ávarp og Helgi R.
Einarsson skemmtir. Hljómsveit
Ragnars Bjarnasonar kemur fram
með uríði Sigurðardóttur, Bessa
Bjarnasyni og Ömari Ragnars-
syni. Kvikmynd verður sýnd,
unglingadansleikur haldinn og
loks almennur dansleikur.
Hljómsveitin Pónik með söngv-
arana Ara Jónsson og Einar
Júliusson leikur fyrir dansi á há-
tiðinni og verða sætaferðir farnar
að Laugum frá Húsavík.
Slýinu dælt upp
úr Tjörninni
Laugahátíð um versl-
unarmannahelgina