Morgunblaðið - 04.08.1977, Síða 18

Morgunblaðið - 04.08.1977, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977 Fyrstu frost- næturnar FROST mældist á þrem stöð- um á landinu í fyrrinótt, f Sandbúöum, á Hveravöllum og Þingvöllum, en á þessum stöð- um varð frostið mest eitt stig. Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur sagði, þegar Mbl. ræddi við hann i gær, að lofthitamæl- ingarnar færu fram í meðal- mannshæð, þannig að frost hafi þvi verið örugglega nokkru meira við jörðu. Þá sagði Páll, að um tíma í fyrra- dag hefði snjóað lítillega í Sandbúðum. Kl. 15 í gær var aðeins 2 stiga hiti á Grímsstöðum á Fjöllum og kalsarigning, hins vegar var veður orðið skárra í Sandbúðum og þar 5 stiga hiti. Sunnar á landinu var heitt yfir miðjan daginn eins og á Hellu þar sem hitinn var 16 stig, en í fyrrinótt var hitinn þar aðeins 2 stig, þannig að þar hefur verið frost niðri við jörðu. „Við getum allt eins átt von á einhverju frosti í nótt,“ sagði Páll, “ þó vart það miklu að það eyðileggi kartöflugrös, né komi í veg fyrir góða berja- sprettu." — Lugmeier Framhald af bls. 32 meiers hefðu einungis verið við- skiptalegs eðlis. Eins og áður sagði kom Lugmei- er hingað til lands 2. marz síðast- liðinn og er ekki vitað hvort hann fór utan aftur eftir þann tíma. I Vegabréfseftirlitinu á Kefla- víkurflugvelli var ekki gerð at- hugasemd nema í þetta eina skipti sem áður er nefnt. Bar Lug- meier við komuna til landsins að hann væri hingað kominn á veg- um írskra hrossakaupenda og hygðist dvelja hér í nokkra mán- uði og þá jafnvel að komast á búnaðarskóla og kynna sér tamn- ingu og meðferð hrossa. Fljótlega eftir komuna hingað 2. marz hóf Lugmeier ökunám og lauk hann bílprófi hér 18. marz en þann 10 marz hafði hann keypt Volkswagenbifreið þá sem hann var á er hann var handtekinn. Sagði Lugmeier ökukennaranum, Sigurði Þormar, að hann væri írskur barnabókahöfundur og hefði hug á að komast á einhvern rólegan stað uppi í sveit hér á landi, en einnig að komast i við- skipti og þá helzt í sambandi við rekstur lítillar veitingastofu. Fyrst eftir komuna hingað til lands bjó hann á Hótel Esju, en síðan leigði hann sér íbúð í Breið- holti og hafði keypt sér húsgögn í hana. Þá var Lugmeier tíður gest- ur á heimili hins 55 ára gamla Bandarikjamanns, sem var tekinn með honum á föstudaginn, og býr við Hringbraut í Reykjavík. Stúlkan sem var þriðji maðurinn í bílnum var þar fyrir tilviljun, mun hafa ætlað að benda Lugmeier á hvar Glæsibær væri og vera Bandaríkjamanninum tii hjálpar ef þörf krefði. Mun hún hafa verið í heimsókn á Hring- brautinni hjá konu Bandaríkja- mannsins er Lugmeier kom þar á föstudaginn til að leita að honum. Kristján Pétursson, deildar- stjóri, var á vakt í vegabréfaskoð- uninni á Keflavíkurflugvelli um- ræddan 2. marz og sagðist honum svo frá í samtali við Morgunblaðið í gær: — Þegar þessi maður kom í vegabréfsskoðunina vakti hann strax grunsemdir mínar ein- hverra hluta vegna. Hann talaði ensku eins og Þjóðverji gerir, en í vegabréfi hans stóð að hann væri Irinn John Michael Waller. Eg ákvað að athuga manninn nánar og þegar það kom í ljós að hann var aðeins með íarseðil aðra leið- ina. spurðist ég fyrir um fjárráð háns. Sagðist hann vera með pen- inga í bakpoka í farangri sínum og þegar við komum að færiband- inu þar sem farangurinn kemur inn úr flugvélunum tók hann upp seðlaknippi. Otaði því að mér og spurði — með þjósti hvort þetta væri nóg. Eg sagðist sjálfur vilja rannsaka bakpokann og er ég gerði það kom í ljós að hann var nær úttroðinn með erlendum gjaldmiðli. Taldi ég upp úr hon- um jafnvirði 50 þúsund dollara, en myntin var í dollurum, pund- um og mest i mörkum. Allt var féð vélpakkað og það sem ég taldi upp úr pokanum var aðeins hluti fjárins sem þar var. — Spurði ég hann hverra er- inda hann væri hér á landi og hvað hann ætlaði að gera með alit þetta fé. Svaraði hann því til að hann væri hér á vegum irskra hrossakaupenda og ætlaði að kaupa hross fyrir peningana. Sjálfur sagðist hann ætla að dvelja hér í nokkra mánuði og ætla á búnaðarskóla hér á landi til að læra meðferð hrossa og tamningu. — Ég athugaði gaumgæfilega allar fyrirspurnir sem við höfðum frá Interpol og lögreglu í öðrum löndum um eftirlýsta glæpamenn og fann ég ekkert sem gæti átt við þennan mann. Þegar hér var kom- ið sögu gat ég ekki annað en sleppt manninum, þó mér væri það allt annað en ljúft, mér þótti maðurinn í meira lagi grunsam- legur. — Hafði ég strax samband við Utlendingaeftirlitið og sendi þeim síðan skýrslu daginn eftir. Eftir þvi sem mér er kunnugt gerðu þeir ekkert í málinu. Sjálf- ur frétti ég ekkert af honum fyrr en hann var handtekinn. Myndir og plögg af eftirlýstum glæpa- mönnum eru sendar Dómsmála- ráðuneytinu frá Interpol og síðan falin Utlendingaeftirlitinu. Þar var mynd af þessum manni og fyrirspurn frá Interpol, lá i búnka með hundruðum annarra mynda. Þori ég að fullyrða það að ef við hefðum haft þessa mynd hjá okk- ur hefði maðurinn verið handtek- inn á staðnum með peningana. Hjá okkur eru fyrst og fremst myndir og fyrirspurnir um menn, sem hafa framið flugrán eða unn- ið skemmdarverk á flugvöllum. Við höfum yfirleitt átt gott sam- starf við Utlendingaeftirlitið og samstarf okkar leitt til margra góðra hluta, þarna urðu þó mistök og tel ég tvímælalaust að hjá okk- ur á Keflavikurflugvelii eigi að vera fyrirspurnir um eftirlýsta glæpamenn, sagði Kristján að lok- um. Morgunblaðið fékk upplýsingar um það í gær að útlendingum er frjáist að fara með inn í landið eins mikið fé og þeir viija svo fremi þeir geti gefið viðhlítandi skýringar á fénu. Karl Jóhannsson hjá Utlénd- ingaeftirlitinu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að væri út- lendingur færður 'i fanga- geymslur lögreglunnar væri haft samband við Utlendingaeftirlitið og hefði það verið gert síðastliðið föstudagskvöld eftir að Lugmeier var handtekinn við Glæsibæ. Að öðru leyti vildi Karl ekki tjá sig um þetta mál, sagði það vera al- farið í höndum Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Menn með norður-írskt vega- bréf þurfa ekki vegabréfsáritun er þeir koma hingað til lands og þarf því ekki að fylla út þar til gerð spjöld víð komu þeirra. Ludwig Lugmeier var með írskt vegabréf og hefði því ekki verið fyllt út sérstakt spjald með nafni hans og persónulegum upplýsing- um, nema þar sem Kristjáni Péturssyni fannst maðurinn grunsamlegur. Gildir það sama fyrir flest lönd Vestur-Evrópu að fólk frá þeim löndum þarf ekki vegabréfsárítun við komuna hing- að til lands. — Sagðist vera Framhald af bls. 17 kaupa Volkswagen eða sambæri- legan bil og það gerði hann víst, hvort sem það var eftir mínum ráðleggingum eða annarra. Þarna var greinilega á ferð- inni maður sem hafði úr ein- hverju að spila. Þegar hann talaði um íbúðina i Hólunum í Breið- holti sagðist hann vera fagurkeri á húsgögn og vildi því ekki kaupa notuð gömul húsgögn, en heldur kaupa ný. — Aldrei sá ég hann með stórfé á sér og þegar hann greiddi fyrir ökutimana, um 30 þúsund krónur, borgaði hann i íslenzkum krón- um. Hann talaði aldrei um að hann væri maður í góðum álnum. Hann kom í alla staði vel fram. Eina sem hann sagði um framtíð- aráætlanir sínar var að hann ætl- aði að vera áfram hér á landi og líkaði vel hér. Hann sagði að sig langaði að komast í einhver við- skipti og ræddi í því sambandi um að kaupa litla veitingastofu. Þá sagðist hann hafa mikinn áhuga á að komast upp í sveit á einhvern rólegan stað. — Hann ræddi, man ég einu sinni, um að hann ætti von á unnustu sinni um páskana. Ekki veit ég hvort hún kom nokkurn tímann, en þá var hann búinn með sitt próf og okkar samskipt- um þar með lokið. Þegar ég frétti að þarna hefði verið stórglæpa- maður varð ég eðlilega mjög undrandi, ætli nokkur hafi verið eins hissa og ég, sagði Sigurður Þormar ökukennari að lokum. — Ofgasamtök Framhald af bls. 1 ust af fólki i dag, og almenn- ingi var bannaður aðgangur að húsi Sameinuðu þjóðanna. 1 tveimur skýjakljúfum World Trade Center starfa um 30 þús- und manns og urðu allir að yfirgefa þær byggingar. Alvarlegasta sprengjutil- ræði af völdum F.A.L.N. átti sér stað í janúar 1975, en þá létu fimm manns lífið og fimm- tíu særðust. — Borgarstjóri Framhald af bls. 32 staðar á landinu. „Það er enginn vafi á því að þessarar þróunar er farið að gæta til hins verra fyrir Reykjavik", sagði borgarstjóri. t skýrslunni eru settar fram þær tillögur, að borgarstjóri hafi forgöngu um mótun samræmdrar stefnu sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu í atvinnumálum, er hafi að meginmarkmiði aukið at- vinnuöryggi allra svæðisbúa. Höf- uðáherzla verði lögð á leiðir til þess að örva arðvænlega fram- leiðslustarfsemi og igildi hennar og að hafnar verði hið fyrsta við- ræður við fulltrúa atvinnulifs um árangursrikustu leiðir til örvun- ar, en einnig verði leitað stuðn- ings rikisvalds til að ná settum markmiðum án þess að rýra kjör annarra landsmanna. Loks er lagt til að stofnuð verði sérstök at- vinnumáladeild Reykjavíkur- borgar með ráðgjafanefnd og starfsliði til þess að greiða fyrir framkvæmdinni. Borgarstjóri gat þess á fundin- um i gær, að eins og ástandið væri með fiskistofna nú þýddi ekki að treysta á fiskveiðar sem grund- völl til endurnýjunar atvinnulífs Reykvíkinga. „Enda þótt ég telji, að við Reykvikingar verðum að gæta þess að halda okkar hlut i fiskveiðunum, þá verðum við nú að beina athyglinni að öðrum greinum til að leysa þann vanda sem við blasir“. — Lóðaúthlutun Framhald af bls. 2 holtshverfi, en alls fengu 26 aðil- ar úthlutað þar byggingarleyfum í 15 húsum, sem þarna eiga að rísa í framtíðinni, fyrirtækin og stofn- anir sem þarna ætla að byggja eru: Hús A: Snyrtivöruverzlunin Clara, Bankastræti 8, Verkfræði- stofa Edgars Guðmundssonar, Vesturbergi 49, Arkitektastofa Óla Ásmundssonar, Depluhólum 6. Hús B. Fálkinn h.f., Suðurlands- braut 8, Teiknistofa Friðgeirs Indriðasonar og Guðmundar P. Kristmundssonar, Vesturbergi 17, Verkfræðistofa Benedikts Boga- sonar, Háaleitisbraut 58—60. Hús C: Einar Farestveit & Co. h.f., Bergstaðarstræti 10 A Hús D: Eggert Kristjánsson & Co h.f., Sundagörðum 4 og 8, I. Brynjólfsson & Kvaran, Hafnar- stræti 9, O. Johnson & Kaaber h.f., Sætúni 8, Nathan & Olsen h.f.. Armúla 8. Hús E: Ingibjörg Böðvarsdóttir, apótekari, Arnarbakka 2. Hús F: Póstur og sími, Pósthús- stræti 5. Hús G: Afengis- og tóbaksverzlun rikisins, Borgartúni 7. Hús H: Landsbanki Islands, Austurstræti 11. Hús I: Raftæki, Eyjabakka 13, Búsport s.f., Arnarbakka 2. Hús J: Penninn s.f., Hallarmúla 2 Hús K: Brauðbær, Þórsgötu 1. Hús L: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18 ,Undraland, leikfangaverzlun, Veltusundi 1, Gissur Þorvaldsson, Akraseli 7. Hús M: Árvakur h.f., Aðalstræti 6. Hús N: Edda-Film, Heiðargerði 1 A. Hús P: Dómsmálaráðuneytið v/lögreglustöðvar. — Andlát Makaríosar Framhald af bls. 1 þjóðarvörðurinn og lögreglan á eynni væru við öllu búin. Tyrk- neska stjórnin vildi ekkert láta hafa eftir sér vegna andláts Makaríosar. Meðal almennings varð vart við fögnuð, en í Grikk- landi hefur verið lýst yfir þjóðar- sorg. Viðbrögð vegna andláts Maka- riosar víða um heim bera vott um varúð. I Washington var lýst yfir harmi vegna andláts hans og sagt að hann hefði á síðari árum helg- að sig hugsjóninni um samein- ingu Kýpur. Bulent Ecevit, sem var forsætisráðherra er Tyrkir gerðu innrás á Kýpur árið 1974, lýsti yfir samúð sinni við griska íbúa eyjarinnar. I Lundúnum blöktu fánar á stjórnarbygging- um í hálfa stöng, og Caradon lá- varður, sem var ríkisstjóri Breta á eynni meðan á sjálfstæðisbarátt- unni stóð, sagði, að Makarios hefði verið sjálfstæðishugsjón sinni trúr, auk þess sem hann hefði verið maður orðheldinn. í bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna blakti fáni samtakanna í hálfa stöng í virðingarskyni við hinn látna forseta Kýpur, og franska blaðið Le Monde birti um hann eftirmæli þar sem sagði m.a. að hann hefði verið boðberi hlut- leysis og vináttu allra manna. — Belgrad Framhald af bls. 1 verið ákveðið, hefst Belgrad- ráðstefnan 4. október n.k. og er gert ráð fyrir að henni ljúki 22. desember. Hafi samkomulag þá ekki tekizt verður ráðstefnunni fram haldið þar til um miðjan janúar. Fjallað verður um mannrétt- indamál í einni af fimm nefndum ráðstefnunnar, en þessar nefndir fá jafnframt það verkefni að end- urskoða þróun slökunarstefnunn- ar á sviði efnahagsmála, hernaðar og stjórnmála. Albert Sherer, formaður banda- risku sendinefndarinnar á fund- inum í Belgrad, kvaðst i dag ánægður með niðurstöðuna, og er Vorontsov, fyrirliði Sovétmanna, var að því spurður hvort mála- miðlunartillagan hefði orðið til þegar þeir Sherer snæddu saman kvöldverð í gærkvöldi, svaraði hann: „Það var mjög góður kvöld- verður, — við fengum ekki aðeins magafylli heldur einnig andlega næringu". — Bridge Framhald af bls. 2 104, Bretland 102, Danmörk 91, Italía 88, Belgía 80, Noregur 77, Ungverjaland 74, tsland 69, Pól- land 69, Holland 66, Júgóslavía 65, írland 60, Þýzkaland 60. I gærkvöldi spilaði íslenzka landsliðið við Júgóslava en á morgun verður frí. Föstudagur- inn verður væntanlega erfiður dagur fyrir landann. Fyrri leikur- inn er gegn Israelum en síðari leikurinn gegn Svisslendingum en þessar þjóðir eru nú í öðru og þriðja sæti. — Litlar líkur Framhald af bls. 1 gerðu sér of miklar vonir um ár- angur af væntanlegum fundar- höldum utanríkisráðherra rikj- anna i Miðausturlöndum til undirbúnings friðarviðræðum. — Pólitík setti mark sitt Framhald af bls. 14 Þá fer fram 10.—16. september sex-landa keppni i Þýzkalandi og munum við stefna að því að senda okkar sterkasta lið, Frið- rik Ólafsson, Guðmund Sigur- jónsson, Inga R. Helgason, Helga Ólafsson, Margeir Pétursson og Ólöfu Þráinsdótt- ur eða Guðlaugu Þorsteinsdótt- ur, en Jón L. verður á sama tima upptekinn á mótinu i Frakklandi. Að lokum má geta þess að Skáksamband Luxemborgar hefur lýst yfir áhuga sínum að fá að koma hingað með 15—20 manna sveit og þreyta keppni við Islendinga og höfum við gefið þeim undir fótinn með að taka á móti þeim i október. — Stefni Framhald af bls. 5 son að hið slæma gengi í loka- umferðunum yrði aðeins til að stappa í hann stálinu að reyna að gera betur næst. Sagði hann mótið ekki hafa orðið sér sér- lega erfitt en vissulega hefði það verið lærdómsríkt. Fram- undan hjá honum er þátttaka í Heimsmeistaramóti sveina í skák, en í þvi móti eru kepp- endur 17 ára og yngri. Þegar Jón var spurður að þvi hve mik- ill hluti skákin væri i lífi hans sagðist hann velta henni fyrir sér daglega, með lestri bóka og skoðun ýmissa skáka. — FH og Valur Framhald af bls. 30 eftirtaldir: Á laugardag leika Þróttur—HK og Ármann—Hauk- ar, á sunnudag leika Fram—KR, Víkingur—Þróttur og ÍR—Valur og á mánudag leika FH—Ar- mann, Haukar—IR og HK—Fram. Keppninni verður siðan fram haldið á hverjum degi næstu viku og lýkur henni sunnu- daginn 14. ágúst. Fara leikirnir fram við Austurbæjarbarnaskól- ann í Reykjavík og er það hand- knattleiksdeild Vikings sem hef- ur umsjón með mótinu. — Minning Kjartan Framhald af bls. 21 tengdur bandinu sem fór á und- an. Fyrr en varði var hann kom- inn upp i mitt bjarg langt á undan hinum, því hann var klár í því sem hann var að gera og þá var honum ekkert að vanbúnaði, upp var haldið, það var þá ekki eftir. Um það leiti sem Kjartan hrap- aði var hann að ganga í gegnum sveinspróf í bólstrun. Hann var mikill Eyjamaður og leið hvergi vel nema í Eyjum. Eftir að for- eldrar hans fluttust til fastalands- ins eftir eldgosið, bjó hann hjá afa sinum og ömmu í Eyjum og undí vel á sinni heimaslóð. Við sendum vandamönnum Kjartans dýpstu samúðarkveðjur okkar. Með hvarfi hans vantar sterkan og mikilvægan hlekk í festi okkar. Vilji Kjartans var ætíð sá að óhikað skildi haldið upp þá leið sem fyrir lá. Sú vissa fylgir starfi okkar og leik með minningu hans og i minningunni um tryggan og traustan félaga munum við áfram leita að sólspor- um þessa lífs. Þá verður ef til vill auðveldara að spyrja almættið. Kveðja frá félögum í Hjálparsveit skáta, Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.