Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 216. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Schleyer; Lífláti hótað ef leit ekki hætt Bonn or Haag., 28. september. Reuter. STJÓRNMALAFRGTTARITARAR íBonn lelja að brátt líði að úrslita- stundu í máli v-þýzka kaupsýslumannsins Hanns-Martins Schle.vers, sem hryðjuverkamenn Rauðu herdeildarinnar innan Baader- Meinhofsamtakanna rændu 5. september sl. V-Þýzka stjórnin var kölluð saman til fundar í kvöld vegna nýrra hótana hryðjuverkamann- anna um að Schleyer yrði líflátinn ef leit að felustað þeirra yrði ekki hætt þegar ( stað og ef stjórnin sannaði ekki að hún hygðist verða við kröfum um að láta 11 hryðjuverkamenn lausa úr v-þýzkum fangelsum og leyfa þeim að fara úr landi. Franska blaðið Liberation„sem er málgagn vinstri öfgamanna þar í landi, birti i dag mynd af Schley- er og bréf frá ræningjunum, þar sem þeir sögðust taka hann af lífi ef leit að þeim yrði ekki hætt. Svipuð mynd og sama bréf var sent til v-þýzka blaðsins Frank- furter Rundschau, en það gat ekki birt þetta, þar sem algert frétta- bann er í gildi í V-Þýzkalandi um ránið og tilraunir til að bjarga lífi formanns v-þýzka vinnuveitenda- sambandsins og formanns félags iðnrekenda þar í landi. Á mynd- inni i franska blaðinu ber Schley- er spjald, þar sem segir: „Schley- er 20 daga í haldi hjá Rauðu her- deildinni“. Bendir það til að myndin hafi verið tekin á sunnu- dag, en bréfið og myndin voru póstlögð á þriðjudagsmorgun. Hollenzka lögreglan, sem fram- kvæmt hefur umfangsmikla leit að ræningjum Schleyers þar í landi hefur birt opinbera áskorun til almennings í landinu um að láta í té upplýsingar um þýzku- mælandi fólk á ferð i Hollandi, sem hefði hugsanlega flutt í eða úr leiguhúsnæði á sl. 2 mánuðum. Leitin var hafin i Hollandi er blað í Amsterdam birti frétt um að 4 Þjóðverjar hefðu tekið á leigu bát í Hollandi og að þar hefðu ræn- ingjarnir hugsanlega verið á ferð. Flugránid í Dacca: Franskur vegfarandi les fréttina í Liberation um Schle.ver. ***** 5*S»lr IWVWHGRES. UN PETIT NVILLION OU LA SOLITUDE •t tt*»ul 1» chantap* ou mtt&tw, * *ou* l*« troveittnur, éironj*,, **»!«*»* SCHLEYER AU VINGTIEME JOUR Simamynd AP Callaghan fær áfram stuðning frjálslyndra Brighlon, 28. seplombt*r. Reuter. FLOKKSÞINfí Frjálslynda flokksins I Bretlandi sam- þykkti í kvöld einróma að halda áfram stuðningi við Verkamannaflokksst jórn James Callaghans, sem hefur haldið stjórninni við völd si. sex mánuði eftir að hún missti starfhæfan meirihluta í auka- kosningu. Þetta þýðir að Callaghan þarf ekki að boða til kosninga fyrr en árið 1979, nema eitthvað komi fyrir og frjálslyndir falli frá stuðn- ingnum. Framhald á bls. 22. Japanska stjórnín gekk aó kröfunum Tókfó, Dacea, 29. september. Reuter. RlKISSTJÓRN Japans tilkynnti um eittleytið í nótt, að hún hefði ákveðið að verða við öllum kröfum hryðju- verkamanna Rauða hersins sem rændu farþegaþotu Jap- an Airlines í gærmorgun og sleppa 9 félögum þeirra úr fangelsum f Japan og greiða 6 milljón dollara lausnar- gjald. Ekki var f nótt ljóst hvernig skiptin á ræningjun- um og gíslunum 156 færu fram. Hryðjuverkamennirnir rændu þotunni, skömmu eftir flugtak frá Bombay á Indlandi snemma í morgun, þar sem hún millilenti á leiðinni frá Paris til Tókió. Neyddu þeir flugstjórann til að lenda í Dacca i Bangladesh nokkr- um klukkustundum siðar þrátt fyrir að yfirvöld þar hefðu neitað þotunni um lendingarleyfi. Mun- aði litlu að þotan rækist á Fokker Friendship farþegaflugvél á vell- inum, sem rétt náði að hefja sig til flugs. Kröfðust ræningjarnir að 9 fé- lagar sínir i fangelsum í Japann yrðu látnir lausir og 6 milljón dollara lausnargjalds ella myndu þeir sprengja þotuna i loft upp. Yfirvöld i Dacca tóku að sér samn- ingaviðræðurnar, en sögðu að mjög erfitt væri að halda uppi viðræðum, þar sem ræningjarnir væru mjög æstir og fullir heiftar. Síðdegis i gær tilkynntu þeir að þeir myndu byrja að skjóta far- þegana til bana einn af öðrum, kl. 18.00 að ísl. tima ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Lengdu þeir siðan frestinn um þrjár klukkustundir en var þá tilkynnt að Japansstjórn væri reiðubúin til að greiða lausnargjaldið en þyrfti lengri tima til að ihuga hina kröfuna. Kl. 23.30 tilkynntu ræningjarnir að ef ekki yrði geng- ið skilyrðislaust að öllum kröfun- um myndu þeir byrja aftökunrar og fyrstur yrði skotinn til bana, Bandarikjamaður að nafni John Gabriel, sem ræningjarnir sögðu vin Carters Bandarikjaforseta. Ekki var vitað hvað hæft var í Framhald á bls. 22. Ágreiningur innan stjórnar Suarez Maririri. 28. septembor. Reuler. þingmalaraðherra spænsku stjórnarinnar, Ignacio Camunas, sagði af sér i dag og á sama tíma hrópuðu syrgjendur við útför lögregluforingja, sem Egyptar hafna tillög- um Carters forseta SameínuAu ÞjAðunum 28. sept. Reuter. ISMAEL Fahmi utan- rikisráðherra Egypta- lands hafnaði í dag til- löguni Carters Banda- ríkjaforseta um óbeina aðild Palestfnuaraba að nýrri friðarráðstefnu i Genf í deilunni í Mið- Austurlöndum. 1 ræðu sem ráðherrann flutti á Allsherjarþinginu í New York í kvöld sagði Fahmi að Egyptar væru andvigir öllum tillög- um, sem ekki gerðu ráð fyrir beinni aðild Frelsissamtaka Pal- estinumanna PLO að friðarráðstefnunni, þvf að PLO væri forystuafl Palestínumanna. ísraelar samþykktu á sunnudag tiilögu Cart- ers, þar sem hún gerði aðeins ráð fyrir að Palestinumenn ættu að- ild að sendinefnd Jórdaníu. Vöktu þessi viðbrögð nýjar vonir manna um að hægt yrði að hefja nýja fundi i Genf fyrir lok þessa árs. Yfirlýsing Fahmis virð- ast slökkva þessar von- ir. Carter forseti átti í dag fund með Halim Khaddam utanrikisráð- herra Sýrlands í Hvita húsinu og tók Khaddam i sama streng og Fahmi. Sagði hann við Carter er forsetinn sagði að nú yrði að hefjast handa við að undurbúa nýjan Genfarfundi: „Já, við erum tilbúnir, og mun- um engin vandamál skapa“. Átti ráðherrann þar við að Sýrlendingar væru tilbúnir, er Palestínumönnum hefði verið tryggður fullur, sjálfstæður samnings- réttur. Rússar bjóða 1800 lesta kvóta Briissol, 28. septembor. Reuler — AP. SOVÉTSTJORNIN hefur boð- ið aðildarríkjum Efnahags- handalags Evrópu 1800 lesta aflakvóta fyrir togara þeirra á Barentshafi i október og nóv- ember. John Silkin, sjávarút- vegsráðherra Breta, sagði i Briissel f dag að tilhoð þetta væri algerlega óaðgengilegt. Sovétmenn hafa farið fram á miklu rýmri veiðiheimildir sér til handa innan 200 mflna fiskveiðilögsögu EBE fyrir sama tfmabil. Fcngu sjávarút- vegsráðherrar EBE orðsend- ingu um þessi mál frá Sovét- stjórninni f morgun i kjölfar þess að Rússar ráku um helg- ina 2 brezka og 2 franska tog- ara út fyrir 200 mflna mörkin f Barentshafi undan nyrsta odda Rússlands. Brezkir togar- Framhald á bls. 22. skotinn var til bana í Madrid, kröfur um að stjórn Suarez færi frá og herinn tæki aftur völdin. Talsmaður stjórnarinnar stað- festi afsögn Camunas, en vildi ekki gefa skýringar á henni. Stjórnmálafréttaritarar segja að ástæðan hafði verið ágreiningur milli Suarez og Camunas um flokksaga og ýmis önnur málefni. Camunas er leiðtogi frjálslynda flokksins, sem ásamt kristilegum demókrötum og jafnaðarmönnum myndaði Lýðræðislega miðbanda- lagið sem för með sigur af hólmi í fyrstu frjálsu þingkosningum Framhaid á bls. 22. Verulega miðar í SALT-viðræðum (íenf. 28. seplember. AP. SAMNINGARNEFNDIR Sovét- rikjanna og Bandaríkjanna um nýjan SALT-samning komu saman til reglulegs fundar i Genf i dag eftir hinn óvænta fund Grómýkós utanrikisráðherra Sovétríkjanna með Carter Banda- rikjaforseta, Cyrus Vance utan- ríkisráðherra, Walter Mondale varaforseta og Harold Brown varnarmálaráðherra i Hvíta hús- Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.