Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29, SEPTEMBER 1977 13 Dr. Aage Jonsgaard Ljósm. Mbl.: Friðþjófur Bandaríkjamenn verstir „Um þessar mundir eru það aðeins tvær þjóðir sem stunda hvalveiði á fjarlægum slóðum og vinna hvalina um borð í móður- skipum þ.e. Rússar og Japanir og að auki stunda nokkrar þjóðir hvalveiðar frá landstöðvum eða eins og er í Hvalfirði. Þá er fjöldinn allur af hvölum drepinn í tengslum við venjulegar fisk- veiðar, og þar eiga Bandaríkja- menn stærsta hlut að máli. Nokkr- ar tegundir höfrunga sem lifa í Kyrrahafinu undan vesturströnd Ameríku, eru nú í stórhættu vegna túnfiskveiða 'Bandaríkja- manna. í mörg ár hafa 200—300 þúsund höírungar bókstaflega drukknað í nótum bandarísku túnfiskskipanna. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn fundið upp aðferð, sem kemur í veg fyrir þetta dráp en engu að siður drukkna tugir þúsunda höfrunga í nótunum árlega og með sama áframhaldi verða þessar höfrungategundir útdauðar eftir nokkur ár. Það hefur hvorki heyrzt hósti né stuna frá Greenpeace vegna þessa dráp.s þeir kasta oft grjóti sem búa í glerhúsi." Norðmenn hættu í Suðurhöfum árið 1968 Jonsgaard var næst spurður að þvi hvernig hvalveiðum Norð- manna væri háttað um þessar mundir og sagði hann, að þeir hefðu lagt niður hvalveiðar i Suðurhöfum á árinu 1968, og stunduðu þeir nú eingöngu smáhvalaveiðar á heimaslóðum, en t.d. hrefnuveiðar hefðu byrjað frá Noregi árið 1930. „Mikil- vægustu smáhvalirnir fyrir okkur hafa verið til þessa hrefna, andar- nefja, háhyrningur og einnig höfum við veitt nokkuð af grind. Síðustu 4—5 árin höfum við svo til eingöngu veitt hrefnu, einfald- lega vegna markaðsástandsins. Markaður hefur verið beztur fyrir hrefnuna, en kjötið af henni fer allt til manneldis. Annars hafa norsk stjórnvöld alla tið fylgzt vel með hvalveiðum sinna þegna. Kvótafyrirkomulag hefur verið ríkjandi þar í fjölda ára eins ákveðinn veiðitími, ákveðin veiðisvæði og sérstakt eftirlit er með veiðunum, en veiðieftirlit var hafið 1938. Nú, fyrir 2 árum ákvað Alþjóðahaf- rannsóknaráðið heildarkvóta á veiði smáhvala i Norður- Atlantshafi og eru þvi smáhvala- veiðar Norðmanna, Dana og ís- lendinga háðar sérstökum leyf- um, en annars er heildarkvótan- um skipt niður á milli þessara þjóða. Hér voru ráð í tima tekin, enda er ekkert sem bendir til að smáhvalategundir í N-Atlantshafi séu á undanhaldi.“ Hvalstöðin í Hval- firði hefur mikið að segja fyrir hvalrannsóknir — En hvert er þitt álit á hval- veiðum Islendinga? „Eins og málum er nú háttað, þá veiðir engin þjóð jafn mikið af hval i N-Atlantshafi og ísiending- ar og til hvalstöðvarinnar í Hval- firði koma fyrst og fremst þrjár tegundir þ.e. langreyður. sand- reyður og búrhvalur. Þessar veið- ar eru undir ströngu eftirliti. Sér- stakur kvóti hefur verið á lang- reyðarveiðunum í fjölda ára og nú er einnig kvóti kominn á sand- reyði og búrhval, sem ákveðinn er af Alþjóðahvalveiðiráðinu. Hreint út sagt, þá hefur hval- stöðin hér á íslandi haft mikið að segja fyrir hvalrannsóknir i heim- inum og má þar benda á að vís- indamenn hafa haft hér góða að- stöðu til að athuga viðkomuhæfi- leika langreyðarinnar. Loftur heitinn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Hvals h.f., hafði alla tið mikinn áhuga á visinda- legum rannsóknum og visinda- menn alls staðar að úr heiminum hafa ávallt verið velkomnir til Hvalfjarðar og fengið vinnuað- stöðu um borð í hvalbátunum. Kristján sonur Lofts, sem nú er tekinn við stjórn fyrirtækisins, hefur fetað í fótspor föður sins og heldur uppi góðu sambandi við visindamenn. Það eru sérstaklega enskir vís- indamenn sem hafa verið við hvalrannsóknir : Islandsmiðum undir forystu hvalasérfræðings- ins Sidney Brown. Skynsamlegt að heimila aðeins rekstur einnar stöðvar -----------------. , Það var líka mjög skynsamlegt af Islendingum*að heimila aðeins rekstur einnar hvalstöðvar eftir stríð. í Noregi var heimilað að reka fjórar stöðvar, og við upp- götvuðum ekki fyrr en of seint að það var 3 stöðvum of mikið. 1 dag er engin hvalstöð í Noregi." Nú hafa Greenpeace-samtökin hótað að koma með skip á veiði- svæði islenzku og norsku hvalbát- anna á næsta sumri og koma í veg fyrir veiðar þeirra, og þvi var Jonsgaard spurður um hvað hann vildi segja um þessa hótun sam- takanna. Greenpeace hefur aðeins eitt markmið „Samtök eins og Greenpeace bera enga ábyrgð og allir sem eitthvað þekkja til hvalveiða eru að ég held sama sinnis og ég, að ekki þurfti að stöðva þessar veið- ar. En Greenpeace virðist hafa aðeins eitt markmið, þ.e. að koma i veg fyrir hvalveiðar og það skiptir ekki mála hvaða brögðum er beitt í þvi sambandi, og þau eiga engin rök. Á Kyrrahafi hafa samtökin verið með skip til að koma í veg fyrir veiðar Rússa á búrhval. Hefur skip samtakanna siglt á milli hvalbátanna og hval- anna og aðeins mikil heppni hef- ur komið í veg fyrir stórslys. Að vissu leyti haga meðlimir samtak- anna sér eins og hryðjuverka- menn og það eitt nægir til þess að Islendingar þurfa að vera vel á verði, og taka hótanir samtakanna alvarlega, og reyna siðan að koma í veg fyrir að skip samtakanna geti nálgazt hvalbátana. Hvað Norðmenn snertir, þá geta Greenpeace menn siður kom- ið i veg fyrir hvalveiðar þeirra. Norski hvalveiðiflotinn er núna 90 litlir bátar, sem eru dreifðir við veiðarnar allt frá Grænlandi austur i Barentshaf og það er oft erfitt að finna þessa báta á úthaf- inu.“ — Þ.Ö. Vetrarstarf FEF að hefjast: Slaufusala um helgina, flóamarkaður fljótlega VETRARSTARF Félags ein- stæðra foreldra er i þann veginn að hefjast. Slaufusala á vegum Háskólafyrir- lestur um dulsálarfræði 1 kvöld verður fluttur opinber háskólafyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar Háskóla ís- lands í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla íslands. Fyrirlesturinn flytur prófessor Martin Johnson frá háskólanum I Utrecht í Hollandi. Prófessor Martin Johnson sem skipar annað tveggja prófessors- embætta í dulsálarfræði í Evrópu nefnir fyrirlestur sinn „Factors that seem to influence para- normal performance." Fyrirlesturinn, sem fram fer á ensku, er öllum opinn og hefst klukkan 20.30. FEF verður um næstu helgi og dagana 15. og 16. október verður flóamarkaður f Félagsheimili Fáks. Verður þar á boðstólum ótrúlegt úrval af nánast öllu milli himins og jarðar. Aðalfundur FEF verður með fyrra móti nú, 19. október, að Hallveigarstöðum. Þar mun form. félagsins Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður skýra frá starfsem- ínni á liðnu starfsári. Hefur starfið mjög einkennzt af fjáröfl- un vegna endurbóta og umfangs- mikilla viðgerða FEF við hús sitt i Skeljanesi sem rekið verður sem neyðar- og bráðabirgðahúsnæði fyrir félaga og börn þeirra. Stendur nú mjög á þvi að fjár- magn fáist til að unnt sé að reka endahnútinn á þessar fjárfreku en þörfu framkvæmdir. í þvi skyni að afla fjár mun félagið m.a. leita til fyrirtækja á næstunni með fjárframlög, en slíkt hefur verið reynt lítillega áður við góðar undirtektir. Gjafir Slaufurnar sem FEF selur um helgina til FEF eru frádráttarbærar frá skatti. Þá hefur trefla- og húfu- sala FEF á knattspyrnuleikjum 1. deildar í sumar verið hin fjörug- asta og gefið af sér drjúgan skilding og fleira mætti telja. Á aðalfundi verður síðan kjörin ný stjórn FEF. Þá er að fara í vinnslu jólakort félagsins, sem Sigrún Eldjárn hefur gert að þessu sinni. Eru kortin að venju unnin i Kassagerð Reykjavíkur. Um vetrarfundi FEF verður siðan tilkynnt að aðalfundi loknum. (Fréttatilkynning) Tilkynning Hér með tilkynnist að verzlun okkar Innréttingabúðin mun héðan í frá nefnd Hér er einungis um nafnbreytingu fyrirtækisins að ræða. Á þeim 10 árum sem Innréttingabúðin hefur starfað hefur þróunin orðið sú að fyrirtækið er orðið sérverzlun með gólfteppi. Nafn fyrirtækisins hefir því að nokkru leyti verið villandi. Er nú úr því bætt og ætti enginn að þurfa að fara í grafgötur um að i Teppalandi fást allar gerðir teppa. Verið velkomin í Þér getið treyst teppunum og fagmönnunum þar Grensásvegi 13. Simar 83577 og 83430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.