Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 VlEP /?>)' MORÖíJN-, . V. ’ Mmm \\ r I r--/' ' efl ^_________ _ , 11 I 7*2*r :: ! ? Ér veil hvað skeður þegar telp- ur neita að borða hafragraut — þær verða Ijðsmyndafyrir- sætur. Ég sé að yfirþjónninn og yfir- kokkurinn hafa næmt auga! Islenzkur iðnad- ur og þjódrækni BRIDGE Umsjón: PáU Bergsson Enn kemur spil frá sigurgöngu Svía á Evrópumeistaramótinu í sumar. I þetta sinh frá leik þeirra við Israela. Með góðum og vel heppnuðum sögnum náðu Svíarn- ir átta impum. Norður gaf, allir utan hættu. Norður S. D1086 H. 96 T. KG7 L. ÁK96 Vestur Austur S. 9742 S. ÁK H. K3 H.G 10854 T. D98542 T. 106 L. 5 L. DG107 Suður S. G53 H. AD72 T. A3 L. 8432 Eins og sjá má eru þrjú gröni eðlilegur samningur á hendur norðurs og suðurs. En lega lauf- litarins er slæm og spilið þolir ekki útspil í hjarta. 1 opna herberginu sátu Svíarnir í norður og suður. Norður opnaði á einum spaða. Austur doblaði og suður redoblaði. Vestur sagði tvo tígla og norður doblaði. Hann vildi frekar sekta andstæðingana en reyna við gameið. Austur sagði þá tvö hjörtu og þau vildi suður spila dobluð. Það varð lokasögnin, 300 til Svíþjóðar. En í lokaða herberginu sátu svíarnir í austur og vestur. Og þar opnaði norður á einu laufi. En austur sagði eitt hjarta og Erik Jannersten spyr, þegar hann skrifar um spil þetta í Sænska Dagblaðinu, hvort austur hafi viljað fá útspil í hjartal ísraelarnir notuðu neikvæð dobl og suður valdi að segja pass. Vestur passaði einnig en norður doblaði. Hann vildi ekki gefast upp strax. Austur sagði pass og suður hugsaði sig nú vel um. Það var freistandi að segja pass en hann valdi samt að segja tvö grönd, sem norður hækkaði i þrjú. Og nú kom í Ijós gildi sagnar austurs. Vestur spilaði auðvitað út hjartakóng. Suður gaf slaginn í von um að kóngurinn væri ein- spil. En allt kom fyrir ekki. Vest- ur spilaðí aftur hjarta og þar með hafði vörnin náð yfirhöndinni. Spaðainnkomur austurs tryggði að hann gæti fríaó hjartalitinn. Einn niður. Svona steinhrinjíir fást nú ekki í hverri stein- smiðju! Herferð sú sem staðið hefur yf- ir undanfariö til eflingar íslenzk- um iðnaði hefur orðið einum bréf- ritara Velvakanda tilefni til eftir- farandi hugleiðingar: Nú er hinu margumtalaða iðn- kynningarári senn að ljúka, sem vonandi ber tilætlaðan árangur. En bágt er að heyra frá formanni ísl. íðnrekenda hvað ráðamenn okkar eiga margt eftir að gera af sjálfsögðum hlutum svo ísl. iðn- rekendur séu í sæmilegri aðstöðu til að geta staðið í samkeppni við erlenda aðila. En fyrir utan það sem ráðamenn þjóðarinnar þurfa að gera, þá þarf ekki síður að verða veruleg hugarfarsbreyting almennings 1 garð íslenzks iðnaðar. Við þurfum öll að verða miklu þjóðlegri en við erum almennt. Hugsum okkur t.d. þá skömm að meðal okkar skuli fínnast fólk, sem vegna stjórn- málalegra skoðana er svo aumt að það getur ekki samfagnað sigri Islendings eða Islendinga, ef það er á kostnað vissra útlendinga. Nú langar mig að segja sögu af þjóðhollum útlendingi. Það var 3 eða 4 árum eftir fyrri heims- styrjöld, að hingað til lands kom þýskur bakari. Hann fékk vinnu í bakaríi þar sem ég vann. Við urðum herbergisfélagar og milli okkar urðu náin og góð kynni. Mér þótti hann heldur illa fataður. Hann átti varla annað en grænleítan hermannabúning til að klæðast eftir vinnu, svo ég fór fljótlega að minnast á það við hann, að hann þyrfti að kaupa sér ný föt. Hann tók því ekki fjarri, svo það varð að samkomulagi að ég færi einn eftirmiðdag út meó honum til að hjálpa við fata- kaupin. Ég fór með hann í helstu fataverslanirnar, sem þá voru í miðbænum, en það var Vöru- húsið, Braun og Haraldur Árna- son. Á öllum þessum stöðum mátaði hann föt, sem voru mátu- leg og fóru honum vel, en alltaf féll hann frá kaupunum. Svo ég sagði við hann: Hvað er að, fellur þér ekki liturinn á fötunum eða hvað finnst þér að þeim? Það eína sem mér finnst að, er það, að fötin eru ekki búin til í Þýskalandi. Hvaða máli skiptir það fyrir þig hvort fötin eru búin til í Þýska- landi eða annarsstaðar, ef þig vantar þau, sagði ég. Þá sagði minn maður: Ég kaupi hvorki föt né annað sem mig kann að vanta, nema það sé búið til i Þýskalandi. Nú varð ég hissa. Ég þekkti ekki svona mikla þjóðrækni. En oft hef ég hugsað um það síðan, hvað okkur gæti verið mikill hagur að því að við værum þjóðræknari en við erum, því það eru þegnarnir sem gera þjóðirnar miklar eða litlar, eftir atvikum. Afstaóa Þjjóðverjans sem ég gat um, til þjóðar sinnar finnst mér vera góð lexía til okkar eins og nú stendur á. Við þurfum ein- mitt núna að taka ákvarðanir svo árangur af iðnkynningunni náist. Kannski til að byrja með ekki eins róttækar og þessi er, þvi við þurfum á samskiptum að halda við aðrar þjóðir. En meðalveginn gætum við og ættum að fara, sem myndi þýða það: Að öðru jöfnu kaupum við heldur innlenda framleiðslu en útlenda. Gfsli Ol. % Litaðar íþróttalýsingar R.J. skrifar. Innilegar þakkir til sjón- varpsins fyrir sýníngar á H.M. landsleikjum íslendinga í knatt- spyrnu. Þrátt fyrir það þó út- koman úr þessum þremur leikjum hafi ekki verið góð eða 10:1 þá var mjög gaman að fá að sjá þessa leiki svona fljótt og sér- staklega þar sem þeir voru sýndir óstyttir, og umsögn Bjarna Felix- sonar með þeim var ágæt. Eftir að hafa horft á þessa leiki í sjónvarpinu þar sem greinilega var við ofurefli að etja i öllum leikjunum, verður manni hugsað til frétta sem bárust hingað af leikjunum og ummæla landsliðs- þjálfarans eftir leikinn við Holland en hann sagði: „Vorum betra liðið i leiknum við Holland, við vorum betra liðið í 70 min. af níutíu." Þannig hljóðaði stór fyrirsögn (4 dálkar) í einu dagbl. (Vísi) 2. sept. eftir leikinn. Hvað eiga svona fréttir að þýða? Var kannski ekki búist við RETTU MER HOND ÞINA 55 var nær þvl meðvitundarlaus af kvölum. Tvær seidkerlingar stóðu uppi á kviði hennar og stöppuðu niður fðtum allt hvað af tók — til þess að flýta fyrir fæðingunni. Þær héldu sér með höndunum f tágar uppi f loft- inu. Það marraði f tágunum, og þær tognuðu, þegar konurnar lyftu fótunum. öldruð Zúlú- kona sat f hnipri úti f horni og horfði sljóum augum á stapp- andi konurnar. örn reis upp, þegar hann var kominn inn. Hann þreif f hend- ur annarrar konunnar og svipti henni niður. Hún reiddist sneri sér við og opnaði munninn, en þagði, þegar hún sá, að þarna var hvftur maður kominn. Hún hvarf þögul út um gætfina. Hin fylgdi lúpuleg á eftir. — Sannaðu til, nú liggur barnið þversum af meðför- unum, sagði örn. Hann hafði naumast hemil á rödd sinni. — Við verðum að koma henni f sjúkrahúsið. Érik stóð upp, en rak höfuðið f loftið og fékk dembu af kakkalökkum yfir sig. Þetta var ógeðsleg Iffsreynsla, og hann var töluvert æstur, þegar hann skreið aftur út og fór að bursta af sér. Konurnar tvær biðu fyrir utan dyrnar, en hlupu á bak við kofann, þegar Forss kom út. örn kom strax á eftir. Hann sneri sér að töfralækninum og fylgdarliði hans. Þau stóðu en á hlaðinu og vissu ekki, hvað þau áttu af sér að gera. örn stóð upp og sagði i hörðum skip- unartón: — Nisamelani lapha! Hamabani. Hvers vegna stand- ið þið enn þá hér? Burt með ykkur! Og reynið ekki að heimta borgun fyrir þetta! Þau yfirgáfu búgarðinn nauðug og tautuðu I barm sér ógnunarorð um, hvað þau myndu gera við hvfta menn og kúgara. örn tók af sér sólhjálminn, þurrkaði svitann af enninu og fór inn f skuggann undir tré. Erik fylgdi á eftir honum eins og vél. Allan tfmann hafði hann ekki sagt orð. Fólkið á búgarðinum fór nú að safnast f kringum örn. Það skammaðist sfn. Örn rétti úr sér og hóf að skipa fyrír. — Otbúið börur og berið þunguðu konuna til kristni- boðsstöðvarinnar. Mahleka, þú ferð með og segir konunni minni, að hún verði að hringja til Kristniboðssjúkrahússins og bíðja um sjúkrabfl. Segðu kristnu konunum á næsta búgarði, að þær eigi að koma hingað og sækja konuna, sem drakk geitarblóð. Flýtið ykkur! Þegar hinir innfæddu voru farnír, voru þeir örn og Erik einir eftir. Þeir höfðu fundið sér stað f forsælu undir appel- sfnutré. örn tók fram nokkra dökka einspeningsvindla og bauð Erik. Þeir reyktu um stund, án þess að mæla. örn leit til Eriks við og við og gat ekki varizt þvf, að sigurstolt bærðist innra með honum. — Þú varst eitthvað að tala Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þyddi um, að það væri skortur á um- burðarlyndi að leyfa negrunum ekki að vera f friði með skoðan- ir sfnar. Það væri gaman að heyra eitthvað meira um álit þitt á þessum málum. Erik sat þögull um stund. Hann horfði á grýttan ásinn. Loks tók hann vindiiinn út úr munni sér og mælti: — Þetta er það voðalegasta, sem ég hef nokkurn tfma séð. Það lá við, að ég kastaði upp. — Já, nú hefur þú séð þröng- sýnan ktistniboða koma og trufla svertingjana f eðlilegri paradýsartilveru þeirra. — Eg hef nú fyrir mitt leyti aidrei trúað á þessa eðlilegu paradfsartilveru, lau Erik þreyttur og staði út f loftið. Hann vildi helzt ekki þreyta kappræður eins og á stóð. En örn virtist sannarlega vera f skapi til þess. örn leit á hann, og það vott- aði fyrir fyrirlitningu f svip han. Svo hóf hann upp raust sfnaog kallaði: — Komdu hingað, Mvelase!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.