Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 Opið hús í Gítarskóla Ólafs Gauks GÍTARSKÓLI Ólafs Gauks er nú að hefja þriðja starfsárið, en skól- inn hefur nú verið fluttur í nýtt húsnæði á Háteigsvegi 6. í gítarskóla Ólafs er notað sér- stakt kerfi við hina venjulegu gítarkennslu. Byrjunarskref þeirr- ar aðferðar eru miðuð við að örva áhuga nemandans á hljóðfæra- leiknum, láta hann strax Irika sér til ánægju auðveld lög og geyma þannig erfiðari viðfangsefni þar til nemandinn æskir þess sjálfur að takast á við þau. Sérstakir tímar eru einnig i skólanum fyrir þá sem vilja taka námið alvarlega. Á sunnudag verður opið hús i skólanum frá kl. 4—7 til kynning- ar á allri starfsemi. Ólafur Gaukur ásamt nokkrum nemendum i kennslustund i Gítarskólan um. Brezhne vg j af ir sýndar í Moskvu Moskva 28. sept. AP. OPNUÐ hcfur vcrið á Leninsafn- inu í Moskvu sýning á afmælis- gjöfum scm Leonid Brezhnev, 2 Tékkar fyrir rétti Vínarborg 28. sept. Reuter. AP. TVEIR Tékkóslóvakar hafa verid fyrir rétti í Usti Labem í Tékkó- slóvakíu síðustu daga og eru sak- aðir um „undirróðursstarfsemi". Mennirnir voru handteknir í janúarmánuði er þeir voru að dreifa eintökum af „Mannrétt- indaskrá 77“ í verksmiðju. Þeir voru sakaðir um að hafa sambönd við tékkneska útflytjendur og væru að búa sig undir að gefa út andófsrit sín f Tékkóslóvakíu. Mennirnir tveir voru ekki í hópi þeirra sem skrifuðu undir mann- réttindaskrána. Mennirnir heita Vladimir Lastuvka, tækni- fræðingur, og Ales Machacek, búnaðarfræðingur. Einn þeirra sem skrifaði undir skrána, Jan Princ, er sagður hafa verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar. Er haft eftir áreiðanlegum heimildum að þessi dómur hafi verið kveðinn upp í síðustu viku. Hann tók einnig þátt í mótmælaaðgerðum i ágúst vió sendiráð Tékka í Varsjá, þar sem Pólverjar ýmsir mótmæltu harka- legum aðgerðum yfirvalda gegn mönnum þeim sem skrifuðu und- ir mannréttindaskrána. Leiðrétting í MINNINGARGREIN um Guð- nýju Ólöfu Magnúsdóttur, Þór- unnarstræti 93, Akureyri, s.l. laugardag, misprentaðist nafn elztu dóttur hennar. Hún heitir Heiðbjört, ekki Heiðbjörg. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. forseta og flokksleiðtoga Sovét- ríkjanna, barst á sjötíu ára af- mæli hans þann 19. desember sl. Þar á meðal er líkan af geimfar- inu Luna-24 og kjarnorkuís- brjótnum Arktika. Titill sýning- arinnar gefur til kynna að gjaf- irnar muni ekki verða einkaeign Brezhnevs, heldur muni þær verða látnar renna til ríkisins. Afmælisdags Brezhnevs á sl. ári var minnzt sem meiriháttar hátíð- ar í fyrra. Segja sérfróðir aðilar að þau hátíðahöld hafi verið áþekk sem Stalín lét efna til á 70. afmælisdegi sínum árið 1949. Þá voru einnig sýndar í Leninsafn- inu gjafir sem Stalín höfðu verið gefnar. Blaðið Moskovskaya Pravda sagði að Brezhnev-sýningin bæri vott um þann kærleik sem Moskvubúar og gervöll sovézka þjóðin bæri í brjósti til síns kæra forseta og aðalritara Leonids Brezhnevs vegna umhyggju hans og áhuga á velferð þegna sinna. — Callaghan Framhald af bls. 1 1 skoðanakönnunum undan- farið hefur komið í ljós, að meirihluti kjósenda styður íhaldsflokkinn, en frjálslyndir njóta aðeins stuðnings 8,5% kjósenda. — SALT Framhald af bls. 1 inu í gærkvöidi. Að fundinum loknum, sem var hinn annar á 4 dögum, sagði Grómýkó að Banda- ríkin og Sovétríkin væru staðráð- in í að ganga frá nýjum samningi og að verulega hefði miðað i sam- komulagsátt á þessum fundi. Gild- andi SALT-samkomulag rennur skeið sitt 6. október, en báðir aðil- ar hafa lýst yfir að þeir muni halda áfram að virða það unz gengið hefur verið frá nýjum samningi. — Suarez Framhald af bls. 1 Spánar í 41 ár í júní sl. Stjórnmálafréttaritarar líta ekki á afsögn Camunas sem veru- legt áfall fyrir Suarez, en að hann verði að gera nokkrar breytingar á stjórn sinni til að gefa henni nægilegan styrk til að takast á við hinn mikla stjórnmála- og efna- hagsvanda, sem við er að etja. — Rússar bjóða Framhald af bls. 1 ar hafa undanfarið veitt um 60 þúsund lestir af fiski á þessum slóðum á ári. Silkin sagði að þetta tilboð Rússa þýddi að aðeins 3 togar- ar frá öllum EBE-rfkjunum gætu stundað veiðar á þessu svæði, en Bretar einir beittu að jafnaði 9—10 togurum þar. Lét Silkin að þvf liggja að EBE myndi ekki íhuga veiðiheim- ildir til handa sovézkum togur- um meðan þetta 1800 lesta til- boð stæði. Framkvæmdaráð EBE hafði f undirbúningi að bjóða Rússum aflakvóta upp á 20667 lestir í október og nóv- ember innan 200 mflna sinna. — Flugrán Framhald af bls. 1 þeirri staðhæfingu. Klukku- stundu síðar tilkynnti Japans- stjórn sfðan að hún hefði ákveðið að ganga að öllum kröfunum. Rauði herinn er fámenn hryðju- verkasamtök öfgamanna til vinstri í Japana, sem telja aðeins 20—30 félaga. Þessi litli hópur hefur þó staðið fyrir fjölmörgum hryðjuverkum og morðum frá því 1970 m.a. fjöldamorðum á Lod- flugvelli í ísrael, þar sem 3 þeirra brytjuðu niður 23 saklausa borgara með vélbyssum og hand- sprengjum, áður en þeir sjálfir voru felldir. Ekki var í kvöld vitað hve marg- ir ræningjarnir voru, en 45 konur og börn voru meðal 142 farþega og 14 flugliða. Höfðu ræningjarn- ir neitað að taka vatn og vistir um borð og hótað að skjóta allt kvikt, sem kæmi nær vélinni en 500 metra. Hryðjuverkamanna leitað í Danmörku Kaupmannahöfn 28. sept. AP. DANSKA lögreglan leitaði f gær tveggja vestur-þýzkra hryðju- verkamanna á vesturströnd Jótlands. Leitin bar engan árangur. Danska lögreglan mun hafa fengið vfsbendingu frá starfsbræðr- um sfnum í Vestur-Þýzkalandi og var þvf stóru svæði við þorpið Hvidesande, skammt frá Ringköping, lokað f gær á meðan leitin stóð yfir. Hvidesande cr í rúmlega 100 km fjarlægð frá þýzku landamærunum. Sex klukkustundum síðar var leitinni hætt og. lögreglan vildi ekki skýra frá því að hverjum hefði verið leitað eða hvort þeir sem leitað var að kynnu að vera viðriðnir ránið á Hanns Martin Schleyer, formanni vestur-þýzka vinnuveitendasambandsins. — UEFA Framhald af bls. 39 Ujpest Do/.sa ( Ungverjalandi) — Linzer ASK (Austurrfki) 7—0 (2—0) IVIörk Do/.sa: Toth 2, Fazekas 2, Toeroecsik, Sarlos, Fekete. Ahorfendur: 8.000 Ujpest vann samanlagt 8—3. — o — Fenerhahce (Tyrklandi) — Aston Villa (Englandi) 0—2 (0—1) IVIörk Aston Villa: Deehan, Little. Aston Villa vann samanlagt 6—0. — o — Haka (Finnlandi) — Gornik Zabrze (Póllandi) 0—0. Gornim vann samanlagt 5—3. — O — Newcastle (Englandi) — Bohemians (Irlandi) 4—0 (1—0). IVIörk Newcastle: Gowling 2, Craig 2. Ahorfendur: 19.046. Newcastle vann samanlagt 4—0. — O — Ipswich (Englandi ) — Landskrona (Svfþjóð) 5—0 (4—0). Mörk Ipswich: Wvmark4, Mariner. Ahorfendur: 18.741. Ipswich cann samanlagt 6—0. — O — Aberdeen (Skotlandi ) — Molenbeek (Belgfu) 1—2 (0—?). Mark Aberdeen: Jarvie. Mörk Molenbeeks: Gorez, Wellens. Ahorfendur: 20.000. Molenbeek vann samanlagt 2—1. — 0 — Eintracht Braunswich (V-Þýzkal.) — Dinamo Kiev (Sovétr) 0—0. Ahorfendur: 35.000. Eintracht kemst áfram —skoraði mark á útivellh — O — Slavia Prag (Tékkóslv.) — Standard Liege (Belgfu) 3—2 (1—1. Mörk Slavia: Vesley, Hotoy, Nachtman. Mörk Standard: Nickel og Asgeir Sigur- vinsson. Ahorfendur: 25.000. Liðin jöfn að stifum og mörkum, en Standard gerði fleiri mörk á útivelli og kemst áfram. — 0 — Mjöndalen (Noregi) — Bayern Mtinchen V-Þýzkal.) 0—4 (0—I). Mörk Bayern: Rausch. Gröber, Rainer. Kuenkel. Nieermaier. Ahorfendur: 6.000. Bayern vann samanlagt 12—0. — 0— Malmö FF (Svíþjóð) — Lens (Frakkl.) 2—0 (0—0). Mörk Malmö: Tore Gervin, Anders Ljun- berg. Lens vann samanlagt 4—3. Grasshoppers (Sviss) — Frem (Dan- mörku) 6—1 (2—1). Mörk Grasshoppers: Mever 2, Becker, Elsener, Ponto 2. Mark Frem: Mikkelsen. Ahorfendur: 3.400. Grasshoppers vann samanlagt 8—1. — Islenskur málari Framhald af bls. 21 sonar frá Miðdal, traust í mynd- byggingu, farið sparlega með liti. Eftir þessu málverki að dæma hefur Kristján Magnús- son verið góður málari. En hann naut ekki hylli gagnrýn- enda segir Magnús. Fólk kunni aftur á móti að meta málverk hans og hann hélt margar sýn- ingar erlendis. Islenskir starfs- bræður voru honum fæstir hlið- hollir. Myndlistin stefndi að endurmati nýir straumar urðu ríkjandi. Kristján Magnússon skipaði sér ekki í sveit nýjunga- manna myndlistarinnar. Hann varð ekki meðal þeirra sem sköpuðu íslenzka nútímamynd- list. En hann málaði eftir bestu getu það sem honum var hug- stætt, lét sviptingar tímans ekki hafa áhrif á sig. Ætli son- ur hans, Magnús, sé ekki líkur honum að þessu leyti. Magnúsi verður tiðrætt um ofríki afstraklistar. En nú eru þeir timar liðnir að menn megi ekki mála fígúratíft. Persónu- leg túlkun listamannsins á um- hverfi sinu er aftur hafin til virðingar. Það er'nokkurs virði að menn reyni að vera trúir því sem þeim er eiginlegt. Skemmtilegt verður að fylgjast með því hvernig myndlist Magnúsar H. Kristjánssonar þróast í framtiðinni þegar hann hefur nú af alvöru tekið við að mála aftur. Skemmtilegast verður þó að sjá hvernig hann túlkar islenskt umhverfi, ís- lenskt landslag eftir langa dvöl erlendis. Gistihússeigandinn Magnús kvartar yfir því að ferðamanna- tíminn sé alltaf að styttast, hann sé varla nema tveir mánuðir lengur. En hagur hans hefur vænkast á síðustu árum. Honum líst vel á þróun stjórn- mála á Spáni. Kjósendur höfn- uðu þeim sem eru lengst til vinstri og lengst til hægri, segir Magnús. Ég er bjartsýnn. Fyrir mig skiptir mestu að geta farið að mála aftur af fullum krafti, bætir hann við. Magnús er ánægður með stað- setningu gistihússins. Hann segist aldrei verða þreyttur á að horfa yfir þorpið og sjóinn, fer ekki í bæinn nema hann sé knú- inn til þess. Hér er allt sem gleður augað segir Magnús, og maður er alltaf að koma auga á eitthvað nýtt. — Vængir Framhald af bls. 2 verið í viðgerð og endurnýjun á þessu ári. Hafa hreyflar og skrúf- ur verið endurnýjaðar, og þarf vélin að fara í bolskoðun til Florida innan skamms, en þess er vænst að allar þrjár vélarnar verði komnar í flug á ný fyrir lok nóvember n.k. Þá segir í greinargerð Vængja að í athugun sé að taka á leigu 10 sæta vél af Islander gerð, sem fáanleg er um miðjan október og verður hún í notkun á meðan Is- lander vél félagsins er í viðgerð. Að lokum segir að áætlunarflug félagsins hafi verið haldiö uppi að nokkru leyti með leiguflugvélum frá síðustu mánaðamótum og t.d. hafi samningsbundnu póstflugi verið haldið uppi til hinna af- skekktra staða. — IA - Brann Framhald af bls. 38 svifaseinir þótt ekki kæmi það að sök í þessum leik. Sennilega er Brann-liðið mjög svipað að styrk- leika og skárri íslenzku liðin, en það hafði heppnina með sér i gær- kvöldi, og hún er jafnan góður liðsmaður. 1 stuttu máli: Evrópubikarkeppni bikarhafa Akranesvöllur 28. sept. Urslit: Akranes — Brann 0—4 (0—1) Mörk Brann: Steinar Aase á 33. og 75. mín. Ingvar Dalhaug á 82. mín. og Björn Tromstadt á 90 mín. Áminning: Engin Dómari: Perry, írlandi. Mjög góður. Áhorfendur: Um 1700 — Inndjúps- bændur Framhald af bls. 2 mætt að á vestfirzka bændur væru lagðar aukn- ar byrgöar, svo sem með fóðurbætisskatti, inn- vigtunargjaldi og kvóta- kerfi, eða öðrum þeim að- gerðum, sem ykju enn á erfiðleika vestfirzka bænda. — Verð að heyra... Framhald af bls. 2 kvæmt að leita umsagnar hjá viðkomandi ráðuneyti ef um er að ræða meint brot opinbers starfsmanns í starfi, og á umsögnin að hafa borizt áður en ríkis- saksóknari tekur endan- lega ákvörðun um af- greiðslu málsins. Hins veg- ar sagði Haukur ljóst, að ef ríkissaksóknari færi eftir umsögn ráðuneytisins og léti mál hans fara fyrir dómstólana, þá myndi það áreiðanlega tefja málið um 2—3 ár til viðbótar en hon- um þætti tafirnar þegar orðnar nógar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.