Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eitt af börnum mínum hefur valdið mér alvarlegum erfiðleikum, sem éí> sé ekki, hvernig és fæ leyst úr. Ér hef beðið fyrir þessu, en bænin virðist gagnslaus. Hvað á éfí að taka til braj;ðs'.' Hvaö sem kann aö hvíla á yður, er Guð máttugur til aö bæta úr hverri þörf og leysa vandamál yðar. Leyfið mér að benda yður á, hvernig þér farið að. Ef þér ætlið að byggja hús, leggið þér fyrst áætlanir, gerið nauðsynlegar ráðstafanir í fjármálum, náið í verktaka og hefjizt handa við húsið með því að byrja á undirstöðunni. Gerið þessa áætlun: Felið allt Guði á vald og takið þá ákvörðun í hjarta yðar, að þér viljið gera vilja hans, hvað sem það kann að kosta. Leggið réttan grundvöll með því að biðja Guð að sýna yður hvert skref, sem þér eigið að stíga. Þetta kann að hafa það í för með sér, að þér verið að aga barn yðar. Ef til vill verðið þér að bæta fyrir eitthvað, sem það hefur gert. Kannski verðið þér að játa, að þér hafið sjálfur brugðizt Guði og barni yðar. En hvað sem það hefur í för meðr sér, þá ákveðið að lúta leiðsögn Guðs í þessu máli. Ef þér gerið það hafið þér fullnægt því, sem Guð ætlast til af yður, og þér getió verið þess fullviss, að hann mun hjálpa yður og leiða yður rétta leið. Guð getur notað þetta til þess að leiða bæði yður og barn yðar til sín. Páll postuli segir, að ekkert, bókstaflegá ekkert, geti gert okkur viðskila við kærleika Guós. Syndin gerir okkur viðskila við Guð, en ekki við kærleika hans. Gefið yður algjörlega í hendur Guðs, og hann mun gefa yður frið. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, STEINGRÍMUR JÓNATANSSON, Skeiðarvogi 75, er lést í Landakotsspítala 26 september verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 30 september kl 1 3 30. Hulda Guðmundsdóttir, Hildur Steingrímsdóttir, Jakob Steingrímsson, Karen Þorvaldsdóttir. t Eiginmaður minn. faðir. tengdafaðir og afi, PÁLL JÓHANNESSON. Ásvallagötu 37, andaðist 27. september. Unnur Einarsdóttir, Helga Pálsdóttir, Björn Sigurbjömsson. Unnur Steina Bjömsdóttir. t Maðurinn minn GUÐMUNOUR JÓNSSON. Blómvallagötu 7, andaðíst að heimili sínu þriðjudaginn 27 september Guðrún Friðfinnsdóttir. t Maðurinn minn og faðir okkar, VILHJÁLMUR GUOJÓNSSON, hljómlista rmaður, Sólheimum 27, lést að morgni hms 28 september Ásta Albertsdóttir og dætur. t Eiginkona min, móðrr og tengdamóðir, KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR, Bröttukinn 20. Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 30 september kl 14 e h Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið Helgi Helgason, Kolbrún Helgadóttir. Sveinn Kjartansson. EggertMagnússon In Memoriam F. 12. áRÚst 1968. D. 22. september 1977. * Líf mannsins er eins og bók, sem hann skrifar sjálfur með lífi slnu. Sumir skrífa langar bækur, aðrir stuttar, jafnvel örstuttar. Og oftast eru þær stytztu fegurstar. Þannig var um þá bók, sem Eggert Magnússon skráði. Hún varð ekki löng, — en þeim mun fegurri. Allt hans líf einkenndist af gleði, einlægni og hugulsemi. Hann var sannkallaður gleðigjafi. Og glaðværð hans var enginn upp- gerðargalsi, heldur sönn lífsgleði. Með hispursleysi sínu, falslausu brosi og frumlegum tiltækjum gladdi hann alla, vakti bros á hverri brá. Og hann gleymdi aldrei að hugsa um aðra, hvernig þeim liði, hvort hann gæti nokkuð gert fyrir þá. Getum við náð meiri fullkomnun í þessu lffi? Er þetta ekki langlifi í sjálfu sér. Astvinir Guðanna deyja ungir, segir fornt spakmæli. Eggert Magnússon var ekki aðeíns ást- mögur Guðanna, hann var ást- mögur allra þeirra, sem áttu þvi láni að fagna að kynnast honum. Vitur maður sagði fyrir mörgum öldum, að lífið hér á jörðunni væri ekki okkar eigin timi, heldur tími, sem við hefðum að láni frá almættinu. Og jafn- framt að við hefðum hvort annað að láni. Þess vegna skulum við, sem þekktum Eggert Magnússon vera forsjóninni þakklát fyrir að við skyldum fá að hafa hann að láni, þótt aðeins væri um skamma hríð, — alltof skamma. Þegar hann nú leggur upp í þá ferð, sem öllum er hulin nema Guði einum langar mig að kveðja hann með þessum ljóðlínum Jónasar Hallgrimssonar: Flýt þér vinur í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgun- roðans, meira að starfa Guðs um geim. Foreldrum hans, systrum og öðrum ástvinum bið ég huggunar i þeirra mikla harmi. Þau eru i senn sorgbitnust og þakklátust. Þú, sem að hér harmar það ljós, sem var tekið frá þér, trúðu því, kærleikans kraptur kveykir það aptur. (Matthías Jochumsson) Jón Þ. Þór. Eiginmaður minn t og faðir BIRGIR GESTSSON rafvirkjameistari . Rjúpufelli 21 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30 september kl 13 30 Jóhanna Kristinsdóttir Valborg Birgisdóttir. t Alúðarþakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mlns, föður, tengdaföður og afa. HALLDÓRS JÓNSSONAR, Lönguhlið 26. Akureyri. Petrina Stefánsdóttir, Stefán Halldórsson, Katrin Ágústsdóttir og bamaborn t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengda- föður og afa, KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR, fyrrum kaupmanns Verzluninni Krónunni. Sigurður Kristjánsson, Elfn Guðjónsdóttir, Ríkharður Kristjánsson, Erla Emilsdóttir, Björn Kristjánsson, Sigrún Oddgeirsdóttir og bamabörn. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, HARALDARBJÖRNSSONAR fyrrverandi aðalféhirðis Grettisgotu 90. Sérstakar þakkir til póstmanna, fyrrverandi skólasystkina og starfsfólks Grensásdeildar Borgarspítalans Sjöfn Haraldsdóttir, Milly Haraldsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson, Auður Haraldsdóttir, Ari Pálsson og barnaböm. t Faðir okkar, HANNES BENEDIKTSSON, Hafnarstræti 84. Akureyri, lést i fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 27 september Fyrir hönd systkinanna Sigurður Hannesson. Kveðjuorð frá skólabróður og leikfélaga. Ég vil þakka vini minum Eggert fyrir þann tíma, sem ég var Svo lánsamur að þekkja hann, þó ekki yrði það langur tími. Eg kynntizt honum þegar skólinn byrjaði nú í haust. Var ég nýfluttur í hverfið og urðum við bekkjarfélagar. Með hverjum deginum sem leið urðum við betri og betri vinir. Alltaf var hann glaður og ánægður og saman áttum við margar skemmtilegar stundir við leik og í skólanum. Ferðin okkar í réttirnar varð svo ánægjuleg að við ákváðum strax að fara aftur saman í réttirnar næsta haust. — Góðsemi þín kom t.d. fram þegar pabbi þinn og mamma keyptu sér litasjónvarpið og þú vildir að ég kæmi til ykkar til að horfa á litmyndirnar, já það var gaman. Það er einkennilegt og erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að heyra þig banka á dyrnar hér hjá okkur. Mamma segir mér að við eigum eftir að hittast hjá Guði. Hérna heima hjá okkur söknum við mins góða vinar. Minningin um góðan dreng mun lifa hjá okk- ur. Guðjón Bjarni. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér? í dag kveðjum við elskulegan frænda, þó að vió vitum að við eigum eftir að hittast aftur. En eins og sagt er, þeir sem Guð elskar deyja ungir og af þeim orðum má margt lesa,- Erfitt er þó að skilja af hverju hann var kallaður svo fljótt í blóma lífsins. Hann sem kom svo glaður og ánægður þennan örlaga- rika morgun til þess að kveðja okkur og kveðja frænda sinn sem var að flytjast út á land. Engan skyldi hafa grunað að það væri i síðasta sinn. Margar bjartar og fallegar minningar eigum við i hjarta okkar sem aldrei munu gleymast um hugljúfan dreng sem Eggert var. Erfitt er þó að trúa því, slíkt gull af barrti sem Eggert var, sikátur, atorkusamur og alúðlegur, augnayndi allra sem hann þekktu að hann skuli vera horfinn á braut. Því biðjum við góðan Guð að létta foreldrum hans og systur hans þá þungu byrgði sem þau þurfa að bera á þessari stundu. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við elsku litla frænda, en bjartar minningar eigum við eftir. Unnur og Björgvin Birting afmælis- og minning- argreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem hirtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstadt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélrilaðar og með góðu Ifnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.