Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 „Eitt er víst að samtök eins og Greenpeace hirða hvorki um lög né reglu- gerðir og því ættu íslend- ingar að taka alvarlega hótun samtakanna um að koma í veg fyrir hvalveiðar hér við land á næsta ári, hótunin snertir Norðmenn ekki eins mikið. Þessum samtökum stjórnar fólk sem ekkert veit og hugsar ekkert um þótt það valdi öðrum stórfelldu tjóni. Að- aldriffjaðrir Greenpeace eru flestir Bandaríkja- menn, og þeir virðast ekki hafa minnstu hugmynd um að Bandaríkjamenn eru verstu hvaladrápar heimsins um þessar mundir. Þær hvalategund- ir sem nú eru í hættu, eru aðeins þær sem Banda- ríkjamenn ofveiða.“ Þetta sagði doktor Aage Jons- gaard frá Noregi, en hann er einn kunnasti hvaiasér- fræðingur heims. Jons- gaard situr nú fund Al- þjóðahafrannsóknaráðsins í Reykjavík, en hann hefur oft komið til íslands áður og t.d. stundað rannsóknir á hvölum frá Hvalfirði. Þá eru þeir mikir kunningjar hann og Jón Jónsson for- stjóri Hafrannsóknastofn- unarinnar, en þeir eru gamlir bekkjarfélagar frá háskólanum í Ósló. Við hvalarann- sóknir frá 1943 Jonsgaard hefur verið formað- ur sæspendýranefndar Alþjóða- hafrannsóknaráðsins í 3 ár, en nú starfar hann að mestu við fyrir- lestrarhald við háskólann í Ösló og meðal lærisveina hans er ung- ur íslendingur, sem ætlar aó leggja hvalarannsóknir fyrir sig. „Annars hóf ég rannsóknir á hvöl- um á árinu 1943, og siðan hafa hvalir verið mitt sérfag. Fyrst i stað rannsakaði ég smáhvali við strönd Norður-Noregs, en ekki leið á löngu þar til ég fór t.d. til Suðurskautsins, og ennfremur hef ég verið i rannsóknarleið- öngrum við Svalbarða og Græn- land.“ „Ástand helztu hvalastofna á Suðurskautssvæðinu er nú þann- ig, að steypireyður og hnúfubak- ur, sem eru mikilvægustu tegund- irnar þar, hafa verið alfriðaðar síðan 1964, sem var í síðasta lagi. Þessar tegundir voru friðaðar miklu fyrr i Norður-Atlantsafi, hnúfubakurinn árið 1956 og steypireyður árið 1960. Og Norð- menn bönnuðu raunar veiðar á þessum hvalategundum báðum árið 1955,“ segir Jonsgaard. I framhaldi af þessu var Jons- gaard spurður hve stórir þessir stofnar væru um þessar mundir. 10—12 þúsund steypi- reyðar í Suðurhöfum „Að því er vísindamenn hafa komizt næst eru 10—12 þúsund steypireyðar á Suðurskautssvæð- inu um þessar mundir og í N- Atlantshafi hefur þessum hval fjölgað mikið á síðustu árum. Hins vegar er talið að um 100 þúsund steypireyðar hafi verið í heimshöfunum áður en hvaladráp hófst í miklum mæli, stofninn á „ Alþ j óðahvalv eiðiráðið kom í veg fyrir að nokkrum hvala- tegundum væri nær útrýmt” Frá hvalveiðum Rætt við dr. Aage Jonsgaard einn kunn- asta hvala- sérfræðing heims því langt í land með að ná sinni upprunalegu stærð. Ég tel alls ekki heppilegt að friða þessa teg- und þar til hún hefur náð sinni upprunalegu stærð, og hef komizt að þeirri niðurstöðu að óhætt myndi að hefja veiðar þegar stofninn væri kominn í 60 þúsund dýr ög síðan að reyna halda þeirri stofnstærð nokkrun veginn. Það hefur komið í ljós á : llra siðustu árum, að friðun steypireyðarinn- ar hefur haft mikið að segja og nú er mikið af ungum dýrum í heims- höfunum, en ég held að það líði a.m.k. 15—20 ár þar til að veiðar geti hafizt á ný. Það er erfiðara að fylgjast emð viðgangi hnúfubaksins, en öllum helztu sérfræðingum er ljóst að þeirri tegund hefur fjölgað veru- lega,“ segir Jonsgaard. íslands-sléttbakurinn í mikilli hættu — Er þá stofnstærð annarra hvalategunda í heimshöfunum vióunandi? „Að mestu leyti er það svo, en þó eru til undantekningar. Ég vil fyrst benda á, að fyrir tilstilli Alþjóðahvalveiðiráðsins er hval- veiði nú mjög takmörkuð um all- an heim, og hefur ráðið að líkind- um komið í veg fyrir að einstaka tegundum hafi svo til verið út- rýmt, þær hvalategundir, sem eru í mestri hættu, er íslands- sléttbakurinn eða Grænlands- hvalurinn og nokkrar tegundir höfrunga við Kyrrahafsströnd Ameríku, en ekki steypireyður eins og forystumenn Greenpeace hafa haldið fram og gera enn og fjölmiðlar síðan étið upp eftir þeim.“ Alfriðaður frá 1935 „Já, þetta er sorglegt," segir Jonsgaard og bætir við: „íslands- sléttbakurinn hefur verið alfrið- aður síðan 1935, en samt eru drep- in 30—40 dýr árlega. Alþjóðahvalveiðiráðið ákvað á sínum tíma, að þrátt fyrir algjört veiðibann íslands-sléttbaksins, skyldi bandariskum Alaska- eskimóum heimilt að veiða hann sér til viðurværis og það eru þessir eskimóar, sem drepa þessi 30—40 dýr. Veiðiaðferð þeirra er mjög frumstæð eða svipuð því sem tíðkaðist almennt á fyrri hluta siðustu aldar. Sléttbaks- stofninn er hins vegar ekki stærri en svo að hann héfur ekki þolað þetta dráp. Ég hef þvi allt frá árinu 1972 lagt fram tillögu á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins um að friða þennan stofn algjör- lega, og var það loks samþykkt á siðasta fundi ráósins í Canberra,. þessi samþykkt er nú hjá banda- rískum yfirvöldum til um- fjöllunar, en að mínu mati eru í mesta lagi 2000 islands-sléttbakar í norðurhöfum um þessar mundir, því rniður." íslands-sléttbakurinn eða Grænlandshvalurinn er næst stærsta skepna jarðarinnar, næst á eftir steypireyði, hann getur orðið allt að 18 metrar að lengd og er allur miklu digrari en steypi- reyður, sem getur orðið 30 metrar að lengd. — En hvernig er hvalveiðum almennt háttað í heiminum i dag? Hvalstöðin f Hvalfirði. Dr. Jonsgaard segir að tilvera stöðvarinnar hafi komið að miklu gagni við hvalarannsóknir í heiminum. Greenpeace-samtökunum stjórnar fólk sem ekkert veit og ekkert hugsar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.