Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 fjárfestingar i ibúðarhúsnæði, eru veitt einstaklingum eða væntanlegum eig- endum húsnæðisins, en ekki fyrir- tækjum i byggingariðnaði Þetta veldur þvi m.a að fyrirtækin ráða ekki fram- kvæmdahraðanum og gerir alla skipu- lagningu erfiðari, en þar af leiðir aftur lengri byggingartimi og meiri kostnaður Ennfremur má nefna óhag- stæð áhrif á vinnumarkaði í byggingar- iðnaði vegna stórframkvæmda á vegum opinberra ðila, sem gjarnan taka mjög mikið vinnuafl úr byggingar- iðnaði um skamman tima og valda þannig mikilli spennu á almennum markaði vegna skorts á faglærðu vinnuafli. Óljóst hva8 sveitarfélögin aðhafast Að lokinni ræðu Sigurðar Kristins- sonar tók Sveinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarstofnunar íslands, til máls, undir liðnum Sveitar- stjórnir og iðnþróun S gði Sveinn það vera lykilspurningu í iðnþróunarmálum hvert hlutverk sveitastjórna ætti að vera í þeim málum Vitnaði Sveinn í erindi sem haldin voru á ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands á Laugarvatni fyrir sex árum, en þar var fjallað um markmið og umhverfi atvinnurekstrar Sagði Sveinn þar hafa komið fram að hið sigilda verksvið sveitarfélaga á atvinnumálasviðinu væri að móta næsta umhverfi fyrirtækja með skipu- lagi, hafnar-, gatna- og holræsagerð, vatns- og rafmagnsveitum o fl ásamt því að bjóða upp á nægar og hentugar lóðir til handa atvinnufyrirtækjum Sagði Sveinn raunar mjög á reiki og óljóst hvað sveitarfélög hefðust að, og að viðhorf þeirra i sambandi við at- vinnumál væru ólík Og vegna ólikra aðstöðu þeirra og getu taldi Sveinn erfitt að gefa tæmandi svar við þeirri spurningu hvert hlutverk sveitarfélaga gagnvart iðnþróun og eflingu iðnaðar í landinu ætti að vera Sveinn Björnsson sagðist fullyrða að sveitarfélögin hefðu gegnt og gegndu veigamiklu hlutverki varðandi iðn- þróun og eflingu iðnaðar. Sagði hann þetta fyrst og fremst eiga við um umhverfis- og þjónustuþættina, sem hann kvað frumskilyrði þess að at- vinnurekstur gæti fest rætur og þrifizt Auk hinna hefðbundnu verkefna, sagði Sveinn að sveitarfélög gætu farið ýms- ar leiðir til stuðnings iðnþróun Fyrst nefndi hann að sveitarfélögin hefðu möguleika varðandi ívilnanir vegna gjalda, svo sem gatnagerðargjalda, fasteignagjalda, aðstöðugjalda og þjónustugjalda Þá sagði Sveinn sveitarfélögin geta haft frumkvæði vegna nýiðnaðar með því að beita sér fyrir rannsóknum, hagkvæmnisathug- unum og með þvi að stofna til undir- búningsfélaga að stofnun iðnfyrir- tækja Þá sagði Sveinn sveitarfélögin hafa möguleika varðandi eignaraðild við stofnun fyrirtækja og endurskupu- lagningu þeirra Varðandi fjárhagsað- stoð til iðnþróunar nefndi Sveinn styrk veitingar, lánveitingar og ábyrgðir Vegna byggmgaframkvæmda, sem tengdar væru iðnaði sagði Sveinn sveitarfélögin geta byggt iðnaðar- húsnæði til leigu eða sölu og þannig laðað að iðnað, en einnig mundu íbúðarhúsnæðisbyggingar sveitarfélag- anna hjálpa hér einnig Loks sagði Sveinn Björnsson að sveitarfélögin gætu aðstoðað við iðnþróun með því að standa fyrir upplýsingaþjónustu og ráðgjöf á sviði iðnaðar, svo og með því að efla samstarf við önnur sveitarfélög um þessi mál. Sveinn Björnsson lauk ræðu sinni með því að segja að sveitar- félögin gætu veitt iðnaðinum og iðn- þróun mikilvægan stuðning með því að velja íslenzkt í innkaupum sinum. Sagði hann þetta atriði reyndar geta skipt sköpum fyrir mörg iðnfyrirtækin. Þor og áhugi sé á framkvæmdum Hörður Jónsson, deildarverk- fræðingur á Iðnþróunarstofnun ís- lands, komst m a svo að orði í ræðu sinni: Segja má að þrjár meginfor- sendur ráði þvi hvernig til tekst um framkvæmd nýiðnaðartækifæris, þ.e.a.s. að staðgóð tækni- og markaðs- þekking sé tryggð, að fjármagn til framkvæmda sé fyrirliggjandi og að þor og áhugi ákveðinna einstaklinga sé á framkvæmdum Þá sagði Hörður ennfremur: Forathuganir og tilrauna- framleiðsla ýmiss konar sem hluti af vöruþróun er að minu mati megin forsenda þess að skynsamlega verði staðið að uppbyggingu nýiðnaðar Aðstaða til slíkra vöruþróunartilrauna er ekki fyrir hendi á hinum opinberu rannsóknastofnunum Hörður sagði einnig: Myndarlegur íslenzkur iðnaður, er tekið getur við hinum tiltölulega velmenntuðu og þrekmiklu ungmenn- um er koma á vinnumarkað á næstu árum, verður ekki grundvallaður ein- vörðungu á smáfyrirtækjum er fram- leiða fyrst og fremst fyrir innlendan markað og keppa hvert við annað né heldur á nokkrum stórfyrirtækjum eins og t d. málmblendiverksmiðju þar sem fjárfestingin á starfsmann er um 100 milljónir króna Lausnin gæti verið a m k að hluta að reisa og koma á fót fleiri meðalstórum fyrirtækjum er grundvölluðust á þeim séraðstæðum sem hér eru en ekki einvörðungu t d á ódýrari orku. Einnig sagði Hörður: Skynsamlegt val nýiðnaðartækifæra grundvallast á því að lágmarks upplýsingar séu tiltækar um ákveðinn hóp möguleika, þannig að unnt sé að leggja forhagkvæmnismat á hvaða verkefni skuli skoðuð 'fram og hverju skuli hætt, en gæluverkefnin ein ráði ekki ferðinni Sem umræðugrundvöll og íhugunar- efni varðandi verksvið sveitarfélaga á sviði iðnþróunar lagði Hörður Jónsson eftirfarandi tillögur fram: Sveitarstjórnarmenn samþykki að vinna að því að meginstefna stjórn- valda verði á hverjum tíma að byggja upp blómlegt og myndarlegt atvinnulif i landi okkar Forgangsverkefnum verði haldið i algjöru lágmarki og sama mælistika um arðsemi verði lögð á allan atvinnurekstur og eigi það jafnt við útgerð og fiskvinnslu, landbúnað, virkjanir og stóriðju, sem iðnrekstur hverskonar jafnt smáan sem meðal- stóran Sveitarstjórnarmenn hugleiði þann möguleika að öll hlutafjáreign ríkisins i hinum ýmsu félögum verði sameinuð i einu fjárfestingafélagi er lúti faglegri stjórn Verkefni stjórnarinnar verði að ávaxta fé ríkisins í fyrirtækjum og taka þátt i almennri iðnþróun eftir því er henta þykir Til álita kæmi að bjóða sveitarfélögum og einstaklingum þátt- töku í slíku fjárfestingafélagi Nefna mætti að Norðmenn hafa nýlega sam- einað á þennan veg, hlutafjáreign norska rikisins í framleiðslufyrirtækjum þar í landi Slikt fjárfestingafélag ætti að sjálfsögðu að lúta öllum almennum lögmálum hins frjálsa efnahagslifs Sveitarstjórnarmenn hugleiði að koma á fót sérstökum fjárfestinga- sjóðum er staðið gæti að og tekið þátt i könnun nýiðnaðartækifæra er til álita komi i hverju héraði og á ég þar ekki við smáiðnaðinn, heldur meðalstóru iðnaðartækifærin Sveitarstjórnarmenn leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að komið verði á laggirnar almennri aðstöðu til til- raunaframleiðslu og vöruþróunar á vegum opinberra rannsóknastofnana Lánsfjármöguleikar vegna bygginga Gunnar S Björnsson formaður stjórnar Iðnlánasjóðs flutti á ráðstefn- unni ræðu er hann nefndi Möguleikar á lánsfé til iðnfyrirtækja og iðngarða í máli sinu kynnti hann þá sjóði sem iðnfyrirtæki hafa aðgang að, þ e iðn- lánasjóð, iðnþróunarsjóð, bygginga- sjóð, iðnrekstrarsjóð og útflutnings- lánasjóð Gerði hann grein fyrir hlut- verkum þessara sjóða og fræddi menn einnig með tölulegum upplýsingum hvernig þeir hefðu starfað að undan- förnu. í lok máls síns sagði Gunnar — Ég hef einnig verið beðinn að gera lauslega grein fyrir möguleikum á lánsfjármagni í iðngarðauppbyggingu Iðngarðar, sem byggðir væru upp af bæjar- og eða sveitarfélögum hefðu ekki möguieika á að fá lán nema úr Byggingasjóði og Framkvæmdasjóði Iðnlánasjóður gæti ekki lánað bæjar- eða sveitarfélögum beint vegna þeirra ástæðna, sem ég hef rakið hér að framan, þó gæti hann að sjálfsögðu lánað þeim iðnfyrirtækjum, sem mundu kaupa slikar byggingar, sem þannig væru byggðar Ef aftur á móti nokkur iðnfyrirtæki mundu sameinast um byggingu slíkra iðngarða, væru þau að sjálfsögðu lánshæf hjá sjóðunum samkvæmt þeim reglum, sem þeir starfa eftir Vissulega væri bygging iðngarða af hálfu bæjar- og sveitarfélaga mjög jákvæð, sérstaklega ef fyrirtækjum gæfist kostur á að ganga inn í slikar byggingar á leigu- kaupasamningi Þá væri þeim ekki iþyngt of mikið með stofnkostnaði Þess vegna væri mjög æskilegt, að Framkvæmdasjóður lánaði ákveðna fjárhæð til t d Iðnlánasjóðs, sem siðan endurlánaði til þeirra bæjar- og sveitar- félaga sem réðust í slikar fram- kvæmdir Að ég nefni Iðnlánasjóð sem millilið i þessu efni, er að hann er sá sjóður, sem mest kemur til með að fylgjast með vexti og framgangi i iðn- aði á næstu árum og mun þvi hafa bezta þekkingu á þörfum fyrir slíka fyrirgreiðslu og hvar hún kæmi að mestum notum fyrir iðnaðinn og þjóðina i heild Landið skiptist í 3 svæði Séra Ingimar Ingimarsson oddviti í Vík Í Mýrdal flutti þessu næst erindi sem hanri nefndi Iðnþróun í fámennari þéttbýlisstöðum og i strjálbýli Auk þess að ræða ástand og horfur i iðnaðar- og atvinnumálum Víkur sagði séra Ingimar: Þegar hugað er að þróun iðnaðar á íslandi undanfarna áratugi virðist mega skipta landinu í 3 svæði varðandi mismunandi aukningu i þessum efnum. Skiptingin hugsast þannig: 1 Stór-Reykjavikursvæðið og næsta nágrenni. 2 Þéttbýlissvæði með góða hafnar- aðstöðu og greiðar samgöngu á láði og lofti 3 Minni þéttbýlissvæði fjarri höfuð- borgarsvæðinu með enga eða lélega hafnaraðstöðu og slæmar samgöngu á láði og i lofti Ef litið er nánar til þessara þriggja svæða. þá gefur auga leið, að svæði nr 1 hefur ýmsa kosti, fram yfir hin, sem hafa stuðlað að aukningu og örari vexti og meiri fjölbreytni i iðnaði Nægir þar að nefna aðeins nokkur atriði svo sem: Auðvelda og ódýra flutninga til söluaðila Stærri og fjöl- breyttari vinnumarkað Viðskiptaleg og fjárhagsleg fyrirgreiðsla nærtækari Opinber þjónusta betri Lagerþörf minni Ýmis félags- og menningarleg aðstaða auðveldar að halda fólki Um svæði nr 2 er margt svipað og það fyrsta að öðru leyti en því að flutningskostnaður á markað verður að verulegu leyti kostnaðarsamari Hins vegar á þar að vera tiltölulega auðvelt að ná flestum þáttum iðnrekstrar á ódýran hátt Og þar sem þar er um að ræða góð hafnarskilyrði, er auðsótt leið að hindra samdrátt í atvinnulifinu með aukningu fiskiskipa eins og raunar dæmin sanna víða um land á undan- förnum árum Þá er að lita til svæðis nr 3 Að því er varðar styrki til einstakra greina atvinnuveganna, eins og mikið hefur verið beitt á íslandi, sem kunnugt er þá hefur þetta svæði orðið verulega útundan Þetta stafar af því að styrkveitingarnar hafa aðallega beinst til framdráttar höfuðatvinnuvegunum. sjávarútvegi og landbúnaði Styrkir til atvinnulegrar uppbyggingar á 3 svæð- inu hafa hreinlega gleymst, viljandi eða óviljandi Það er fyrst núna, sem þessir staðir margir eru loks að vakna til lifsins, ef svo má að orði komast, og er það aðallega að þakka þeim almenna áhuga sem beinst hefur að fjölbreyttari iðnaðaruppbyggingu i strjálbýlinu Það mun mála sannast. að eftir þvi sem fjarlægð staðar frá stærri þétt- býliskjörnunum er meiri, verða skil- yrðin lakari um eðlilega þróun iðnaðar En ef það i alvöru og einlægni er ætlun stjórnvalda að örva fólk til búsetu á þessum stöðum, ber brýna nauðsyn til að fjármagns fyrirgreiðsla sé veitt, meðan verið er að koma á fót nýjum iðnfyrirtækjum Á þvi leikur enginn vafi, að fjölbreyttara starfsval og fjöl- breyttari neyzlumöguleikar eru nauðsynlegir liðir i þvi að tryggja búsetu fólksins Þess vegna er mjög knýjandi. að ekki fáist aðeins eðlilegt lánsfé til nýrra iðnfyrirtækja heldur beinir styrkir til byggingar iðngarða og jafnvel beinir rekstrarstyrkir til þjón- ustuiðnaðar á þeim stöðum, sem verst eru settir í atvinnulegu tilliti Skýrsla mistúlkuð Áður en umræðuhópar tóku til starfa á ráðstefnunni flutti Eggert Jónsson borgarhagfræðingur erindi þar sem hann fjallaði um skýrslu þá um at vinnumál í höfuðborginni sem hann og nokkrir embættismenn sömdu nýverið í ræðu sinni komst Eggert m a svo að orði Skýrslan hefur vakið meiri athygli og umræðu en við höfundar þóttumst geta gert okkur vonir um, og virðist af viðtökum mega ráða að útgáfa hennar hafi verið timabær Eggert sagði enn- fremur Skýrslur af þessu tagi hljóta sjaldan eða aldrei að öllu leyti þá efnislegu meðferð. sem höfundarnir vænta, þegar efnið er tekið til almennrar umræðu Þetta höfum við þegar reynt og meðal annars orðið þess áskynja að þeir, sem ekki hafa lesið skýrsluna, eiga erfitt með að greina á milli þess, sem þar er sagt, og þess, sem lagt er út af efni hennarí hita dagsins Enn- fremur göngum við þess ekki duldir, að nokkkrir þeirra, sem lesið hafa rit- verkið og síðan lagt út af efni þess. fara býsna frjálslega með það i þágu út- leggingarinnar, réttilega í fullri vissu um það að allur þorri fólks lesi ekki skýrsluna Hér sannast á okkur höfund- unum, að ,,Það, sem helzt hann varast vann / hlaut þó að koma yfir hann Við reyndum að hga málflutningi okkar svo, að sem minnst hætta yrði á mis- skilningi, hvers kyns hátogunum og jafnvel rangtúlkunum að okkar dómi Engu að siður þykjumst við hafa orðið alls þessa varir, og gerðum okkur raunar frá upphafi Ijóst, að við þvi mætti búast þrátt fyrir allt Flestar þeirra staðreynda. sem lagðar eru til grundvallar i skýrslunni, eru á einn eða annan hátt umdeilanleg- ar og fátt er um óyggjandi mælikvarða og orsakasamhengi hliðstætt þvi sem gerist í heimi hreinna raunvísinda Þá er þess að gæta, að í skýrslunni er fjallað um mál, er snerta hagsmuni hvers íslendings og sem kunnugt er fer þvi fjarri, að landsmenn séu allir á eitt sáttir um það, hvernig hagsmunum þeirra sé bezt bprgið. þótt allur þorrinn viðurkenni, að hagsmunir heildarinnar skuli sitja i fyrirrúmi Óspart hefur verið látið i veðri vaka að i skýrslunni sé svonefndri byggða- stefnu fundið allt til foráttu, Reykjavfk lýst láglaunasvæði og því haldið fram, að dagar einstaklingsframtaks séu taldir, svo nokkur dæmi séu nefnd Ekkert af þessu er rétt. í skýrslunni er byggðastefnu og áhrifum hennar að visu lauslega lýst og vakin athygli á hægari vexti tekna i Reykjavik en víða annars staðar á siðustu árum, auk þess sem látin er i Ijós sú skoðun, að auka þurfi afskipti Reykjavíkurborgar á sviði atvinnumála vegna aukinna afskipta opinberra aðila á þessu sviði hvarvetna annars staðar í landinu Eggert vék siðan að þætti sveitarfé- laga i atvinnuþróun: Sveitarfélögin i landinu hafa að sjálf- sögðu margháttuð tækifæri til þess að hafa áhrif á skilyrði til atvinnureksturs án beinna afskipta í einstökum grein- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.